Vísbending


Vísbending - 17.01.2003, Síða 1

Vísbending - 17.01.2003, Síða 1
ISBENDING 17.janúar2003 3. tölublað V i k u r i t u m v i ð s k i p t i og efnahagsmál 21.árgangur Rússíbanaferðin endalausa Upphaf ársins hefur verið upp og niður fyrir fjárfesta, þó að mestu leyti upp á við fyrir bandaríska fjárfesta. Það er þó einkum vegna að- gerða stjórnvalda frekar en að góðar vísbendingar hafi komið fram um að hagnaður fyrirtækja eigi eftir að batna mikið. Eftir þriggja ára samfleytt fall bandaríska markaðarins, þar sem S&P 500-vísitalan hefur lækkað um rúman þriðjung, sem er á flesta mælikvarða versti árangur síðan í kreppunni miklu, er ekki laust við að menn séu orðnir óþolinmóðir eftir uppsveiflu á hluta- bréfamarkaðinum. Sérfræðingar á Wall Street hafa lfka gefið tóninn og eru, að meðaltali, búnir að spá því að vísitalan muni hækka um 20% á árinu. Það á eftir að koma í ljós en eitt er þó víst að rússt- banaferðin heldur áfram. Ekki allt sem sýnist ó að illa hafi árað á bandaríska mark- aðinum þá kann að vera að fjárfestar hafi, alla vega að einhverju leyti, dregið upp of dökka mynd af ástandinu. Nýleg rannsókn ráðgjafafyrirtækisins Mc- Kinseys á S&P 500-vísitölunni hefur leitt í ljós að þó að vísitalan hafi lækkað um 37% frá janúar 2000 til október 2002 þá hækkaði hlutabréfaverð 41% þeirra fyrirtækj a sem eru í vísitölunni. Astæðan fyrir því að vísitalan sjálf lækkaði er sú að markaðsvirði fyrirtækja er mismikið sem gerir það að verkum að stærri og verðmætari fyrirtæki ráða meiru um hreyfingar vísitölunnar en þau sem minni eru. Það voru 49 fyrirtæki í vísitöl- unni sem höfðu markaðsvirði um og yfir 50milljarðaBandaríkjadalaog að meðal- tali lækkuðu þessi fyrirtæki mest í verði. McKinsey-menn hafa reiknað það út að um níu prósentustig, af þeim 37 sem vísitalan lækkaði um, megi rekja til lækk- unar á risafyrirtækjum. Flestir vita að verðbréfahrunið má að miklu leyti rekja til glórulausrar bjart- sýni á verðmæti tæknifyrirtækja í lok tíunda áratugarins, fjárfestingarblaðra myndaðist sem að lokum losnaði úr bandinu og hefur síðan flögrað um himinhvolfið ýlfrandi og stjómlaust og er að margra mati loks að falla til jarðar nú, þó að enn séu um það skiptar skoð- anir. I rannsókn McKinseys kemur fram að það er fyrst og fremst tæknigeirinn, þ.e. upplýsingatækni- og símafyrirtæki, sem hefur lækkað verulega á undan- förnum þremur árum. Flestir aðrir geirar hafa hækkað á tímabilinu þegar arður er tekinn með í reikninginn. Þetta styður þá tilgátu að verðfallið á hlutabréfamark- aðinum hafi fyrst og fremst verið leiðrétt- ing á einum atvinnugeira. Það kemur líka í ljós að 25 prósentustig, af fyrr- greindum 37, má rekja til verðlækkunar á upplýsingatækni- og símafyrirtækjum. Þar með eru einungis þrjú prósentu- stig eftiraf þeirri 37% lækkun á S&P 500- vísitölunni sem varð á tímabilinu frá janúar 2000 til október 2002. Hana má rekja til annarra 378 fyrirtækja sem eru í vísitölunni. Með öðrum orðum þýðir þetta að fjárfestir sem hefði dreift fjár- magni sínu jafnt á fyrirtæki, óháð stærð þeirra og atvinnugrein, hefði komið mun betur út úr þessari lækkunarhrinu en sá sem hefði fjárfest í sjálfri vísitölunni. Að sama skapi hafa þeir sem lögðu áherslu á tæknifyrirtæki og risafyrirtæki komið illa undan vetri. Leiðrétting? Stóra spurningin er þá sú hvað fram- tíðin muni bera í skauti sér. Ef talað er um lækkun á markaðinum sem leið- réttingu þá hlýtur að vera áhugavert að vita hvort hún hafi ekki þegar komið fram. Aður en tækniblaðran blés út vógu síma- og upplýsingatæknifyrirtæki um 15-25% af heildarmarkaðsvirði fyrir- tækja í S&P 500-vísitölunni, árið 2000 var hlutfallið hins vegar komið upp í 45%. McKinsey bendir á að markaðs- virði síma-,fjölmiðla-og tæknifyrirtækja, sem hlutfall af heildarvirði fyrirtækja í S&P 500-vísitölunni, sé nú komið niður í tuttugu ára meðaltal og því hægt að halda því fram að leiðrétting hafi átt sér stað í tæknigeiranum. Annar mælikvarði, sem er áhuga- verðuríþessu sambandi,erV/H-hlutfall- ið (virði/hagnaði) en ítrekað hefur verið bent á það í umfjöllun um markaðinn að þrátt fyrir miklar verðlækkanir þá sé þetta hlutfall enn yfir sögulegu meðaltali. Mc- Kinsey bendir á að þegar V/H-hlutfall, miðað við jafna dreifingu á fyrirtæki í S&P 500-vísitölunni, erborið saman við hefðbundið V/H-hlutfall þá erþað síðara farið að nálgast hið fyrra, sem bendir til þess að mesta spennan sé farin úr mark- aðinum. Þetta segir þó ekki alla söguna því að ef V/H-hlutfallið er skoðað í sögu- legu samhengi þá er það engu að síður mjög hátt, um 30 þegar meðaltalið er um 16, og algengt að það fari niður í tíu eða þaðan af minna í niðursveiflum. Og þó að notast sé við hagnaðarspár, um 15% hækkun hagnaðar á árinu, sem verður að teljast bjartsýnisspá miðað við líkleg- an vöxt hagkerfisins, þá er hlutfallið engu að síður enn hátt. Bandaríski seðlabankinn hefur verið duglegur við að skrúfa niður vexti, næstum niður í botn, og ríkið hefur spil- að út flestum þeim trompum sem það hefur á hendi en þrátt fyrir það hefur markaðurinn ekki náð flugi á ný. Það er því alls ekki eins öruggt og bandarískir sérfræðingar vilja halda fram að mark- aðurinn eigi eftir að hækka verulega á þessu ári. Langtímafjárfesting Fjárfestar ættu að vita að það að taka sér stöðu á hlutabréfamarkaðinum er eins og að sitja í rússíbana en á markaðinum er meiri óvissa um það hvort næsta beygja fari upp á við eða niður. Þetta er eitthvað sem fjárfestar verða að lifa við. Þeir geta hins vegar huggað sig við að þeir geta verið nokkuð öruggir um að ef þeir sitja nægilega lengi muni ferðin reynast ánægjuleg þó að þeim hafi orðið bumbult eða verið við það að fá taugaáfall á leiðinni. Frá byrjun tutt- ugustu aldarinnar hafa bandarísk hluta- bréf hækkað að meðaltali um 9,3% á ári og hafa því verið besta fjárfesting sem völ er á til langs tíma litið. Það er líka lærdómur, sem hægt er að draga af undangengnum árum, að hlutabréf eru fyrst og fremst langtímafjárfesting og það er mikilvægt að dreifa áhættunni, rússíbanaferðin tekur engan enda. 1 Eftir þriggja ára stöðugar lækkanir á bandaríska markaðinum eru ntargir orðnir óþolinmóðir. 2 Stríð við Irak virðist vera líklegra með hverjum deg- inum þrátt fyrir að það geti haft alvarlegar afleiðingar. 3 ValdimarÁrmanntjallarum varnir gegn gjaldeyris- áhættu. Hann bendir á að það getur verið arðsamlegt 4 fyrir íslensk fyrirtæki að' beita íýrir sig slíkum vörn- um um leið og þær draga úr áhættu.

x

Vísbending

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.