Vísbending


Vísbending - 17.01.2003, Page 2

Vísbending - 17.01.2003, Page 2
V ÍSBENDING Stríð og friður Fátt bendir til annars en að Banda- ríkjamönnum verði að vilja sínum og að þeir muni ráðast inn í írak á næstu mánuðum, hugsanlega strax í febrúar þar sem þeir vilja fyrir alla muni forðast sumarhitann í írak. Þó er ekki öll nótt úti enn. Ef svo fer hins vegar sem horfir hlýtur það að vera sorgleg úrlausn mála, alla vega fyrir þá sem sjá stríð sem allra síðasta úrræði í deilum tveggja eða fleiri þjóða. Friður á jörð virðist ætla að verðajafnfjarlægurdraumurá21. öldinni eins og hann var á þeirri tuttugustu. Stríð kostar líf yrri hluti tuttugustu aldarinnar var blóðugasti tími í sögu mannkynsins hvað stríð varðar. Aldrei hafa fleiri fallið á vígvellinum en í fyrri og síðari heims- styrjöldinni. Aætlað er að um níu og hálf milljón manna hafi látist á víg- vellinum í fyrri heimsstyrjöldinni og rúmlega tvöfalt fleiri í þeirri síðari, eða rúmlega nítján milljónir. Þessi tala tekur þó ekki með í reikninginn að áætlað er að um 37,8 milljónir óbreyttra borgara hafi að auki látist í síðari heimsstyrjöldinni sem gerir það að verkum að heildar- dánartala er um 57 milljónir. Um það bil 2,4% af öllu mannky ninu voru því drepin í seinni heimsstyrjöldinni og um 0,5% í þeirri fyrri. Fyrri og seinni heimsstyrj- öldin voru einnig einstaklega blóðugar miðað við fyrri stríðsátök ef haft er í huga að sú fyrri stóð „einungis" í 4,3 ár og sú síðari í um 6 ár. Dauðsföll „her- manna“ á hverju ári voru 2,2 milljónir í fyrri heimsstyrjöldinni en 3,2 milljónir í þeirri síðari. Þegar öll stríðsátök frá 1900 til 1950 eru tekin með íreikninginn kemur í ljós að nærri lætur að 80 milljónir manna hafi látist af völdum stríðs á tímabilinu. Árin frá 1950 til 2000 voru mun frið- samlegri en fyrri hluti tuttugustu aldar- innar en langt í frá að vera einhver blómatími friðsældar. Það var enginn skortur á stríðshræringum um heim allan, þar sem Kóreu-stríðið, Víetnam- stríðið, stríðið í Júgóslavíu og Persa- flóastríðið voru sennilega mest áber- andi fyrir Vesturlandabúa. Áætlað er að um 15 til 20 milljónir manna hafi látist á seinni hluta tuttugustu aldarinnar í stríðsátökum, að mestu leyti Asíu- og Afríkubúar. Varla merki um friðartíma. Það sem sennilega gerði það að verkum að ekki urðu þó fleiri dauðsföll á seinni hluta tuttugustu aldarinnar er sú stað- reynd að engin stórveldi áttu í stríði heldur voru flest stríðin háð gegn hern- aðarlega veikum aðilum. Það liggur ljóst fyrir að ef stórveldi taka upp á því að fara í stríðsleik hvert gegn öðru á 21. öldinni er fjandinn laus. Verðlaus mannslíf að er athyglivert að horfa til þess að þegar Bandaríkj amenn ræða um stríð við írak þá þjakar þá mest tilhugsunin um dauða bandarískra hermanna. Hern- aðarlegar tækniframfarir á tuttugustu öldinni hafa að miklu leyti verið knúnar áfram með það að leiðarljósi að þær kæmu í veg fyrir dauðsföll í eigin liði. I seinni heimsstyrjöldinni varð sprengju- flugvélin til þess að breyta því hvernig stríðið var háð með þeim afleiðingum að dauðsföll óbreyttra borgara margföld- uðust. Þessi hugmyndafræði kom hvað best í ljós þegar Bandaríkjamenn notuðu vetnissprengjuna á Hiroshima í lok seinni heimsstyrjaldarinnar en um 100 þúsund manns fórust í sprengingunni sjálfri en áætlað er að um 100 þúsund til viðbótar hafi látist í kjölfarið vegna geislunar. Til samanburðar má geta þess að áætlað er að um 2,200 manns hafi látist í árásinni á Pearl Harbor. Tæknin hefur hins vegar gert það að verkum að færri hermenn stórveldis eru líklegir til að deyja í stríði en áður. Talið er að um 292 þúsund Bandaríkja- menn hafi látist í seinni heimsstyrj- öldinni, 114 þúsund í þeirri fyrri, 58 þús- und í Víetnam-stríðinu, 38 þúsund í Kóreu-stríðinu en einungis 148 í Persa- flóastríðinu, 40 í Afganistan og enginn í stríðinu um Kosóvó í Júgóslavíu árið 1999. Samtals voru dauðsföll hins alþjóðlega hers um 400 í Persaflóastríð- inu en áætlað er að um 100 til 120 þúsund íraskir hermenn hafi fallið og 3,5 til 15 þúsund óbreyttir borgarar. Þar að auki er áætlað að um 20 til 35 þúsund manns hafi látist í óeirðum og borgarastyrj- öldum eftir átökin. Þegar allt er tekið með í reikninginn má ætla að um 150 til 200 þúsund Irakar hafi dáið í tengslum við Persaflóastríðið. Það dylst engum að nýtt Persaflóa- stríð gæti kostað ólíkt fleiri mannslíf en það sem háð var í byrjun tíunda áratug- arins. Bandarísk yfirvöld virðast þó telja ólíklegt að fleiri en þúsund hermenn úr innrásarherliðinu falli. Nýlegar spár sérfræðinga gera hins vegar ráð fyrir að írakar missi um það bil 48 til 260 þúsund á fyrstu þremur mánuðum striðs í Irak og þar að auki er líklegt að 200 þúsund látist til viðbótar vegna heilsufarslegra afleiðinga í kjölfar stríðsins. I þessari spá er þó einungis gert ráð fyrir „hefð- bundnum" vopnum. Ef borgarastríð brýst út og gereyðingarvopnum verður beitt er hætt við að um 375 þúsund til 3,9 milljónir manna geti látist í stríðinu. Menn forðast að tala um þessa hlið stríðsins og mannfallið er sjaldan dregið fram sem kostnaðarliður enda erfitt að meta virði mannslífs. Það er þó athygli- vert að slá því upp að ef virði lífs væri metið á t.d. 10 milljónir og 100 þúsund myndu deyja í stríðinu þá samsvarar það eitt þúsund milljörðum íslenskra króna. Mannslíf virðast hins vera lítils virði þegar kemur til stríðsátaka. Fórn fyrir frið? Samkvæmt því sem Bush Bandaríkja- forseti og Blair, forsætisráðherra Bretlands, hafa sagt þá snýst hugsan- legt stríð við írak fyrst og fremst um að afvopna íraka þar sem gereyðingar- vopn, sem eiga að vera í eigu þeirra, eru ógn við hinn vestræna heim. Þeir hafa heldur ekki dregið fjöður yfir það að ef stríð verður háð þá verður því ekki lokið fyrr en Saddam Hussein hefur verið „leystur frá störfum“. Þeir hafa einungis að litlu leyti talað um að „frelsa" Iraka undan ógnarstjórn Husseins. Stríðið og meðfylgjandi mannfall virðist því eiga að vera fórn fyrir „aukið öryggi" á Vest- urlöndum og von um „betra líf ‘ í Irak. Hvort tveggja verður að teljast aðeins ein sýn á eftirmála stríðs, það er ekki síður lfklegt að hið þveröfuga verði nið- urstaðan. Það getur enginn séð fyrir. Það er ekki síður mikil kaldhæðni í yfirlýsingum Bush og Blairs um notkun Iraks á efnavopnum en það voru að miklu leyti Bandaríkin og Bretland sem útveguðu írökunt efnin og tækin til þess að framleiða efnavopn í stríðinu gegn íran frá 1980 til 1988 (útflutningur sem stóð alla vega fram í nóvember árið 1989) og upplýsingar til að nota þau á skil- virkan hátt. Það er heldur ekki að sjá að Bandaríkin hafi fordæmt notkun eitur- efnavopna Iraka á níunda áratuginum eða komið í veg fyrir útflutning afurða sem tengjast slíkri vopnaframleiðslu, jafnvel ekki eftir að Saddam hafði drepið um 5.000 Kúrda með slíkum vopnum. Á fréttamannafundi þann 13. janúar mátti heyra Blair segja að það yrði einnig kerfisbundið tekist á við önnur ríki sem byggju yfir gereyðingarvopnum með mismunandi aðgerðum eftir að íraks- vandamálið væri afgreitt. Það erþví ljóst að leiknum er ekki lokið eftir stríð við Irak, þetta er stríð sem á að binda enda á öll stríð. Olíuþátturinn Margir hafa bent á að ólíklegt er annað en að olía spili talsverða rullu í þessum hildarleik. Mörgum finnst það ótrúleg og jafnvel ósmekkleg til- gáta. Þó erþaðekki í sögulegu samhengi, margoft hefur verið bent á að leiðandi (Framhald á síðu 4) 2

x

Vísbending

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.