Vísbending


Vísbending - 17.01.2003, Síða 3

Vísbending - 17.01.2003, Síða 3
ISBENDING Spilað á gjaldeyrisáhættu Valdimar Ármann hagfræðingur Gjaldeyrismarkaður er áhættu- samur og sviptingar þar tölu- verðar. Því má alls ekki horfa framhjá þeirri áhættu sem myndast þar. Sveiflur á honum jafnast ekki út til lengri tíma litið og sérstaklega ekki ef tekið er tillit til þess að hægt er að stinga vaxta- muninum í vasann fyrirfram á áhættu- lausan hátt. Mögulegt er að festa gengi fram í tímann sem er ákvarðað út frá mismuni á erlendum og innlendum vöxt- um. Vegna þess að vextir á íslensku krónunni eru í flestum tilvikum hærri en vextir viðskiptalanda okkar er hægt að fá örugga ávöxtun á erlendri eign ásamt því að eyða gjaldeyrisáhættunni. Ef krónan styrkist og erlenda eignin lækkar í verði mun verða hagnaður af framvirka samningnum og ef krónan veikist mun erlenda eignin hækka en tap mun verða af framvirka samningnum. I öllum tilfell- um mun vaxtamunurinn sitja eftir hvort sem krónan veikist, styrkist eða stendur í stað. Er hægt að tapa? Einhverjum finnst kannski ekki nægi- legt að fá örugga ávöxtun fyrirfram og ekki er ásættanlegt að tapa áframvirku samningunum, þannig finnst þeim þeir vera að tapa á aðgerðum sínum. I því tilfelli átta þeir sig ekki á því að á móti hefur erlenda eignin hækkað í verði þannig að heildarstaðan, þ.e. erlenda eignin ásamt framvirka samningnum, hefur í raun hækkað sem nemur vaxta- muninum. Þannig að ef tap er á framvirku samningunum er hægt að selja samsvar- andi hluta af erlendu eignastöðunni til að greiða tapið og engin viðbótar fjár- útlát þarf því. Þegar búið er að selja erlendu eignina framvirkt þarf að sjálf- sögðu að gera sér grein fyrir því að búið er að festa vaxtamuninn og ávöxtunin mun hvorki verða meiri né minni en hann. Áhugavert er samt að athuga hvort það hafi borgað sig í krónum talið að verja erlenda eignastöðu síðustu ár. Það er í raun samsvarandi því að athuga hvort krónan hafi veikst sem nemur vaxtamuninum á tímabilinu, vegna þess að ef krónan veikist minna en vaxta- munurinn þá borgar sig að selja hana alltaf framvirkt. Á mynd 1 sést hvernig framvirkir sölusamningar virka, hér er á 6 mánaða fresti samið um framvirkt gengi til 6 mánaða í senn frá 1. janúar 1999 til 31. desember 2002. Á myndinni sést hvernig búið er að festa gengið frarn í tímann þannig að þróun gengisins hefur engin áhrif ásamningstímabilinu. I tilfelli framvirks sölusamnings er tap á samn- ingi þegar stundargengið er hærra en framvirka gengið en hagnaður þegar stundargengið er lægra en framvirka gengið - á myndinni er því hagnaður þegar beina línan er hærri en sveiflu- kennda línan og tap þegar hún er lægri. Við sjáunt að búið er að minnka töluvert sveiflur erlendu eignastöðunnar þegar búið er að festa gengið með framvirkum samningum. Á mynd 2 er uppsafnaður hagnaður af því að festa gengið með 6 mánaða samningum. Á þessu tímabili myndaðist mikið tap af framvirku samningununt vegna mikillar veikingar krónunnar og vinnst það til baka aftur þegar hún styrk- ist og er uppsafnaður hagnaður á tíma- bilinu samtals 9,1 króna á hvern dollara sem seldur er framvirkt. Það þýðir að fyrir hverja milljón dollara er hagnað- urinn um 9.100.000 kr. á þessu tímabili. Effjárfestir(eðasjóður)ættium 1 milljarð króna í erlendum eignum væri þessi hagnaður um 91 milljón króna á þriggja Tafla 1. Hlutlaus varnaraðgerð uppsafnaður hagnaður Tafla 2. Virk varnaraðgerð uppsafnaður hagnaður ára tímabili. Það er um það bil 9,1 % auka- leg ávöxtun fyrir sjóðinn yfir þrjú ár eða um 3% árleg ávöxtun að meðaltali. Þetta er rnjög hughreystandi fyrir þá sent verja erlendu eignastöðuna sína, ekki eru þeir eingöngu að læsa inni örugga ávöxtun heldur er sú ávöxtun hærri en ávöxtunin sem þeir fengju ef þeir væru óvarðir. Spilaásveiflumar Að ofan var dæmi um varnaraðgerð- ir sem fólust í að selja erlendu eignina framvirkt á 6 rnánaða fresti með framvirkum samningum. í töflu 1 eru bornar saman mismunandi tímalengdir samninga eða samningar gerðir á 1,3 og 6 rnánaða fresti. í töflunni er birtur upp- safnaður hagnaður á tímabilinu miðað viðað 1 milljóndollaraséseldframvirkt. En þegar þetta er skoðað vakna upp hugmyndir urn hvort það sé hægt að gera betur en þessi hlutlausa varnar- aðgerð. Ætli það sé hægt að spila á krón- una á þann hátt að vera óvarinn þegar krónan veikist en varinn þegar hún styrk- ist. I töflu 2 er samanburður á mjög ein- földurn aðferðunt. Þetta eru svokallaðar leitniaðferðir, reynt er að elta leitnina í krónunni á hverjum tíma. Aðferðin er mjög einföld og krefst ekki neinnar tæknilegrar greiningar, fjárfestir selur krónuna framvirkt fyrir næsta tímabil ef það borgaði sig síðasta tímabil. Þannig aðbyrjaðer l.janúar 1999ogfylgstmeð (Framhald á síðu 4) 3

x

Vísbending

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.