Vísbending


Vísbending - 17.01.2003, Qupperneq 4

Vísbending - 17.01.2003, Qupperneq 4
V ISBENDING (Framhald af síðu 3) framvirkum samningi sem er til eins mánaðar. Þann I. febrúar mun fjárfestir gera sölusamning ef janúarsamning- urinn skilaði hagnaði en ekkert ef hann skilaði tapi, þannig heldur hann áfram að gera samning fyrir næsta tímabil ef síðasta tímabil skilaði hagnaði en gerir ekkert ef það skilaði tapi. í töflunni sést að það er hægt að bæta uppsafnaðan hagnað mjög mikið og aðferðimar skila í raun mjög góðum árangri. Bendir þetta til þess að krónan sýni ákveðna leitni- tilhneigingu þannig að hún veikist í nokkra mánuði og síðan styrkist hún í nokkra mánuði. Miðað við þriggja mánaða samninga er uppsafnaður hagnaður um 28,7 milljónirkrónaáhverja 1 milljón dollara sem seld er framvirkt. Það er um 28,7% ávöxtun á tímabilinu-sem gerir um 8,8% árleg ávöxtun að meðaltali. Ef fjárfestir (eða sjóður) ætti um 1 milljarð króna í erlendum eignum væri þessi hagnaður um 287 milljónir á þriggja ára tímabili. Hér er vert að taka fram að ekki er reikn- aður með hagnaður af því að vera óvar- (Framhald af síðu 2) þáttur í utanríkisstefnu Bandaríkjanna, allt frá fimmta áratugnum, hefur verið að tryggja Bandaríkjunum og öðrum vest- rænum ríkjum gott aðgengi að olíu. Lái þeim hver sem vill því að olía hefur gegnt ótrúlega mikilvægu hlutverki í viðskipta- og efnahagssögu tuttugustu aldar- innar. Ólíklegt er að það hafi farið fram hjá olíumönnunum (Bush eldri auðgað- ist t.d. á olíu) við stjórnvölinn að með tangarhald á olíuauðlindum Iraks væru þeir búnir að eyðileggja „olíuvopnið" og veikja OPEC verulega sem myndi sennilega leiða til endaloka samtakanna. Það gæti svo aftur leitt til mun lægra olíuverðs sem gæti kynt undir efna- hagsframförum á komandi árum. Engu að síður getur einnig verið að olíuverð sé einn af þeim þáttum sem geri það að verkum að Bandaríkin séu þó eitthvað hikandi. Með lítið sem ekkert framboð frá Venesúela er hættan miklu meiri en ella að olíuverð geti stigið upp í hæstu hæðir ef farið verður út í stríð. Eftir efnahagslega lognmollu undanfar- inna missera, og þegar ljóst er að við- snúningur bandaríska hagkerfisins er líklegur til að verða mun veikari en menn voru að vonast til, og vitað mál er að hátt olíuverð mum gera þann viðsnúning að engu, er heldur ekki óeðlilegt að menn hafi þennan áhættuþátt í huga. Banda- ríkjamenn eru hins vegar fullvissir að þeir muni knýj a fram sigur á mettíma s vo að þennan þátt þurfi ekki að óttast. Þó eru ekki allir jafn bjartsýnir. Bandarískir sérfræðingar telja að um 60% líkur séu á að stríðið vari 4 til 6 vikur og hafi ekki í för með sér neinar skemmdir á olíu- auðlindum, 30% líkur á að stríðið taki 6 til 12 vikur og einhveij ar skemmdir verði inn, eingöngu er hér um að ræða upp- safnaðan hagnað af framvirku samning- unum. Þegar krónan veikist og fjárfestir er óvarinn hækkar erlenda eignin hans sem nemur veikingunni. Hagnast á áhættunni Ljóst er að krónan flöktir mikið og ljóst er einnig núna að síðustu þrjú ár hefur hún ekki veikst sem nemur vaxtamuninum. Það hefur því borgað sig í krónum talið að selja erlenda eigna- stöðu framvirkt. Það er mikilvægt fyrir fjárfesta að gera sér grein fyrir því að erlendri fjárfestingu fylgir gjaldeyris- áhætta sem þeir þurfa að fylgjast með svo hægt sé að taka ákvarðanir um vamaraðgerðir. Með tækjum fjármála- markaðarins er hægt að eyða nánast allri áhættu semfjárfestirstendurframmi fyrir. Það er ekki lengur til staðar fyrir fjárfesta sú afsökun að hafa tapað pen- ingum vegna mikilla sveiflna á krón- unni. Hægt er að gera þessar sveiflur hlutlausar með afleiðum og jafnvel hagnast á þeim um leið. á olíuauðlindum og 10% líkur að stríðið dragist í hálft ár og gereyðingarvopn verði notuð með alvarlegum afleiðing- um fyrir nærliggjandi svæði. Martin Wolfe hjá Financial Times hefur reikn- að það út að í fyrsta tilvikinu yrðu efna- hagsleg áhrif lítil sem engin en vegið með líkunum þá gæti olíuverð farið upp í 42 dollara og bandaríska efnahags- kerfið staðið í stað á árinu. Skjótafyrst! Michael Moore sem gerði heimild- armyndina Bowling for Columb- ine, sem hefur farið sigurför um Banda- ríkin og Evrópu, er orðinn einn umdeild- asti en jafnframt athygliverðasti þjóðfél- agsrýnir Bandaríkjanna. Hann sagði það einkenna Bandaríkjamenn að þeir „skjóta fyrst og spyrja svo“. Tilvitn- unina má taka bókstaflega, þar sem Bandaríkjamenn drápu rúmlega 11 þús- und samlanda sína með skotvopni á síðasta ári, sem er margfalt á við það sem gerist í öðrum vestrænum löndum. Það er ekki laust við að sú réttlæting sem framleiðendur skotvopna nota, að vopn drepi ekki heldur fólk, hljómi s vipað og „afsökun“ bandarískra vopnafram- leiðenda sem seldu til Iraks á níunda áratuginum. En tilvitnunin er einnig tilvísun í pólitíska hegðun, ekki hvað síst gagnvart írak. Hvernig sem á það er litið þá hlýtur það að vera fljótræði að ætla að ráðast á þjóð sem ekki hefur með neinum hætti ógnað Vesturlöndum, nema þá með því að reyna að gera „olíu- vopnið" virkt, hvað sem tautar og raular í nafni þess að ráðast gegn ógninni áður en hún verður ógn. Þetta getur varla talist uppskrift að friðsamlegum tímum! N Aðrir sálmar ______________ Heppileg þróun? Aundanfömum árum hefur það færst í vöxt að bankar og verðbréfa- fyrirtæki taki beinan þátt í rekstri fyrir- tækja með því að kaupa hlutafé. Með þessu móti er áhættustýringin að færast til, úr því að bankinn veiti lán gegn þeim tryggingum sem hann telur viðunandi, í það að hann taki beinan þátt í rekstri með því að leggja fram áhættufé. Áður fyrr var nánast ekkert tekið gilt sem trygging fyrir lánum nema veð í fasteign. Þetta var ekki óeðl i legt á þeim tíma þegar fasteignir voru nánast það eina sem hafði haldið verðgildi þokkalega í óða- verðbólgu. Reyndar var sú breyting orðin á að menn voru farnir að lána út á viðskiptaáætlanir á níunda áratugnum. Frægasta dæmið voru lán til fiskeldis og loðdýraræktunar, en þá var milljörðum veitt í atvinnugreinar sem nánast enginn hér á landi þekkti til. Stjómmálamenn töldu sig hafa hitt á töfralausn í byggða- málum og fé úr opinberum sjóðum var veitt til slíkra fyrirtækja í afskekktum byggðarlögum. I mörgum tilvikum var krafist ákveðins eiginfjárhlutfalls, en því var oftast náð með því að lána ein- staklingum og fyrirtækjum fyrir hluta- fénu líka. I raun var því öll áhætta á lánveitandanum sem bar tapið að fullu þegar fyrirtækin fóru á hausinn. Margir hefðu talið að þessir tímar væm liðnirþegarfjármálareksturinn væri kominn að stærri hluta í hendur einka- aðila, en því fór fjarri. Næsta ævintýri var þegar hlutabréfakaup í „nýja hag- kerfinu" náðu hámarki. Virðulegir ein- staklingar veðsettu íbúðir sínar og hús og stukku út í sundlaug með graggugu vatni. Þegar út í var komið fengu margir harkalegan skell því að laugin reyndist í flestum tilvikum örgrunn. I einhverjum tilvikum voru kaupin og lánin beinlínis fyrir tilstuðlan verðbréfafyrirtækja eða annarra fjármálafyrirtækja. Einstaka fjár- málafyrirtæki ákváðu þá að rétt væri að rækta gömlu gildin og snúa sér að hefð- bundinni þjónustu. Nú sjá menn fram á betri tíð í efna- hagsmálum. Þá er eins og minniskubb- amir tæmist enn á ný, menn fá dollara- merki í augun og keppast um að missa ekki af lestinni sem þeir hafa ekki hug- mynd um hvert fer. - bj V J ÁRitstjórn: Eyþór ívar Jónsson ritstjóri ogN ábyrgðarmaður og Benedikt Jóhannesson. Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23, 105 Reykjavík. Sími: 512-7575. Myndsendir: 561-8646. Netfang: visbending@talnakonnun.is. Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Há- skólans. Prentun: Gutenberg. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án leyfis útgefanda.______________________ 4

x

Vísbending

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.