Vísbending


Vísbending - 31.01.2003, Side 1

Vísbending - 31.01.2003, Side 1
V V i k u ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál Taugastríð 31. janúar2003 5. tölublað 21.árgangur Þó að stríðið við írak sé ekki hafið þá virðist annars konar stríð, einhvers konar taugastríð, hafa verið háð á flestum vígstöðvum síðustu vikurnar. Mest áberandi er deilan um hvort og hverjir eigi að segja írökum stríð á hendur. Vaxandi stríðstrumbu- slagur hefur ekki einungis gert stjórn- málamenn taugaveiklaða heldur gætir áhrifanna ekki síður í efnahagslífinu. Greinilegt var á fréttaflutningi frá ráð- stefnu helstu þungavigtarmanna f við- skipta- og efnahagslífi heimsins, sem haldin var í Davos í Sviss, að tauga- veiklunar gætti meðal þeirra. En stríðs- hræringar í kringum írak eru þó einungis einn spennuþátturinn í því taugastríði sem einkennir efnahagskerfið um þessar mundir. Ófriður / Ut frá efnahagslegum sjónarhóli snúast áhyggjurnar um framrás og afleiðingar stríðs við írak einkum um olíu. Hagfræðingar eru hræddir um að ef stríð við írak dregst á langinn muni olíuverð stíga hratt. Þegar olíuverð hefur risið í hæstu hæðir þá hefur því undantekningarlítið fylgt heimskreppa. Flestir gera sér grein fyrir því að efna- hagskerfi heimsins er heldur þunglynt um þessar mundir og þar af leiðandi þarf ekki mikið til að gera þann bata, sem þó er sýnilegur, að engu. OPEC-ríkin hafa þó lofað að bæta fyrir þann olíuskort sem verður ef til stríðs kemur við írak sem vekur vonir um að olíuverð fari ekki mikið yfir 30 dollara á fatið. Það ætti ekki að þurfa að hafa mikil áhrif á efnahags- ástand heimsins. Stríðsæsingar hafa einnig skapað óvissu í efnahagslífinu sem gerir það að verkum að það dregur úr áhuga fyrir- tækj a á þ ví að fj árfesta. Flestir vilja frekar bíða og sjá hvað verður áður en stórar ákvarðanir um fjárfestingar eru teknar, sérstaklega hvað varðar erlendar fjár- festingar. Þennan sama óróa má merkja á hlutabréfamörkuðum þar sem markað- urinn sveiflast um nokkur prósentustig í hvert skipti sem nýjar yfirlýsingar eða upplýsingar koma fram um Iraksdeiluna. Áhrif íraksdeilunnar eru einnig á þann veg að það skyggir á alla aðra umræðu, það er eins og allir haldi í sér andanum. Ráðstefnan í Davos er ágætt dæmi um þetta þar sem fátt annað var rætt þó að ýmis aðkallandi málefni liggi fyrir og áberandi var að umræður um málefni leiddu í fæstum tilvikum til einhverrar haldbærrar niðurstöðu. Efnahagsmálin sitja á hakanum. Efnahagskerfi í óvissu Flestir gera sér æ betur grein fyrir því að sú lognmolla sem mörg af stærstu hagkerfum heimsins eru í er næstum því orðin krónísk. Japan hefur ekki enn tekist að gera nauðsynlega endurskipulagn- ingu á fjármálakerfinu og allar líkur eru á að landið muni enn á ný upplifa sam- drátt á komandi ársfjórðungum. Jap- anska ríkið getur ekki endalaust haldið áfram að safna skuldum í þeim tilgangi að dæla peningum inn í hagkerfið til þess að halda því á floti. Hagvaxtarhorfur í Evrópu eru heldur ekki upp á marga fiska og hætt er við að Þýskaland muni á ný upplifa einhvern samdrátt á árinu og þar að auki er vaxandi atvinnuleysi farið að setja verulegan þrýsting á stjómvöld. Ástandið í Þýska- landi hefur einnig vakið upp spurningar um hvort hætta sé á að brestir komi í Evrópusambandið. Ólíklegt er annað en að Þjóðverjar, sem og aðrar þjóðir Evrópusambandsins, bíti í skjaldar- röndina, alla vega til skamms tíma. Hins vegar er hætt við að spádómar Miltons Friedmans rætist, um að ólíkir efnahags- legirhagsmunirmuni leiðatil upplausnar í Evmlandi, ef Þýskaland er að sigla inn í króníska efnahagslægð eins og þá sem Japan hefur upplifað síðastliðin þrettán ár. Mestar áhyggjurnar em þó í kringum bandaríska efnahagskerfið. Tilraunir til þess að gera efnahagsrisanum kleift að hrista af sér slenið hafa borið takmark- aðan árangur. Vaxtalækkanir hafa þó líklegast hjálpað til við að halda uppi eyðslu neytenda en þær hafa ekki leitt til aukinnafjárfestinga fyrirtækja sem er lykilatriði í að lyfta efnahagskerfinu upp úr lægðinni. Þrátt fyrir loforð ríkisstjómar Bandaríkjanna um skattalækkanir og peningainnspýtingu í hagkerfið, sem hljóða upp á hundruð milljarða dollara, virðast þær aðgerðir ætla að hafa lítil áhrif, alla vega til skamms tíma. Hins vegarhefurhinni nýju Bush-stjórn tekist að leiða rekstur ríkissjóðs í miklar og vaxandi ógöngur á mettíma. Mikill og stígandi viðskiptahalli gefur síðan sterkar vísbendingar um að smám saman sé verið að grafa undan bandaríska dollaranum. Ef Eyjólfur fer ekki að hressast, og ef olíuverð fer að hækka mikið á komandi mánuðum, leikur lítill vafi á að Bandaríkin munu upplifa aðra og líklegast öllu sársaukafyllri niður- s veiflu en þá sem þau upplifðu árið 2001. Þá hefur kreppan í tæknigeiranum dregið tennurnar úr helstu tígmm Asíu það er næstum einungis Kína sem horfir fram á verulegan hagvöxt. Suður- Ameríka er svo samansafn af hagkerfum í alvarlegum krísum sem mun taka langan tíma að leysa úr. Vonir um betri tíð í AIDS-þjáðri Afriku em allt að því grafnar og gleymdar. Von um betri tíð Það er ekki að undra að þeir sem eiga mikilla hagsmuna að gæta í efna- hagslífinu séu taugaspenntir um þessar mundir. Án uppsveiflu íBandaríkjunum og öðrum leiðandi efnahagskerfum er ólíklegt að heimshagkerfið geti tekið við sér og það kemur einna verst niður á þeim sem síst skyldi, þ.e. þróunarlönd- um. Samdráttur í erlendum fjárfestingum og alþjóðaviðskipum, eins og hefur verið síðastliðin tvö ár, gerir það að verkurn að vandamálið verður alþjóð- legt. Engu að síður glittir í ljós fyrir end- ann á göngunum þar sem vonin er sú að ef íraksdeilan leysist á farsælan hátt, annaðhvort með samningum eða stuttu og hnitmiðuðu stríði sem hefur engan óæskilegan eftirmála, að þá muni stóru efnahagskerfin fljótlega vinna sig út úr vandanum. Þá birtir vonandi einnig yfir ástandinu í þróunarlöndum. Enn um sinn munu þó efnahagsmálin einkenn- ast af taugastríði. 1 Taugastríð virðist vera einkennandi fyrir við- skipta- og efnahagslífið um þessar mundir. 2 Gull hefur hækkað mikið að undanfömu sem má að mestu leyti rekja til óvissu vegna Iraksdeilunnar. 3 Þrír MBA-nemar við Há- skóla, Guðrún Pálsdóttir, Hilmar Sigurðsson og Sveinn Óskar Sigurðsson, 4 fjalla um tengslin á millíj vergs spamaðar og spumar eftir nýjum bifreiðum og fasteignum.

x

Vísbending

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.