Vísbending


Vísbending - 31.01.2003, Síða 3

Vísbending - 31.01.2003, Síða 3
ISBENDING Fyrirsjáanlegir markaðir? Guðrún Pálsdóttir Hilmar Sigurðsson Sveinn Oskar Sigurðsson MBA-nemar við HÍ Aárunum 1999 til 2001 var vöxtur í fasteignasölu. Aukning í ný- skráningu á bifreiðum hófst fyrr og var nokkuð stöðugur vöxtur á árun- um frá 1994 til 1999 þegar fór að draga stórlega úr. Það vekur athygli að fast- eignaverð virtist hækka að raunvirði um ári til einu og hálfu ári eftir að innflutn- ingur fór að aukast á bílum. Einnig virðist sem markaður á bílum falli fyrr en fast- eignaverð, þ.e. fasteignaverð fer að lækka um ári eftir að samdráttar gætir í innflutningi bifreiða til landsins. Hvað getur valdið þessu? Skuldastaða heimila Hlutfall skulda heimila af ráðstöfun- artekjum þeirra hefur vaxið umtals- vert á undanfömum ámm og er hlutfallið koinið upp í 177%, þar vega þungt skuld- ir sem tengjast fbúðarkaupum. Bilið á milli heildarskulda heimila sem hlutfalls af ráðstöfunartekjum og skulda tengd- um íbúðarkaupum hefur vaxið umtals- vert á seinasta áratug. Hins vegar hefur stórlega dregið úr vanskilum hjá íbúða- lánasjóði. Reikna má með að mikill hluti þessarar skuldaaukningar tengist því að neysla heimila sé að stórum hluta fjármögnuð með lánum. Einnig ber að geta þess að mikill vöxtur hefur orðið í bílalánum síðustu ár. Skuldaþróun heimila í landinu er vá- leg, árið 2000 var sérstaklega slæmt þar sem hlutfall skulda af ráðstöfunartekjum jókst um 9,4% en um 6% árið 2001 og 4,7% árið 2002. Þrátt fyrir aukinn kaup- mátt, m.a. vegna lágrar verðbólgu að undanfömu, má sjá að skuldastaðan er orðin stór þáttur í að skerða þann kaupmátt. Vergur sparnaður Hvert er samhengið á milli þróunar fasteignaverðs og nýskráningar bifreiða? Það er ljóst að samhengi er þarna á milli. Með aðfallsgreiningu kom í ljós að ef tekið var tillit til árs frestunar á nýskráningu bifreiða nam fylgni við raunvirði á fasteignum um 0,79 (eða R2=0,6196) sem reynist marktæk fylgni. Bendir þetta til þess m.a. að eftirspum eftir bifreiðum aukist áður en hækkanir eiga sér stað á húsnæðismarkaði. Þegar litið er á þróun spamaðar sem hlutfall ráðstöfunartekna heimila í land- inu án lífeyrissjóða má sjá að sterkfylgni er á milli þeirrar stærðar og þróunar fast- eignaverðs og bílasölu. Hjá Seðlabanka Islands kallast þetta vergur sparnaður án lífeyrissjóða, þ.e. verg fjárfesting í fasteignum og bifreiðum að viðbættum hreinum fjárspamaði. Arið 2000 nam vergur sparnaður 0,69% en árið eftir 4,80% af ráðstöfun- artekjum heimila í landinu. Fyrir árið 2002 liggur fyrir að vergur sparnaður verði jákvæður um allt að 16,87%. Nýski'áningarbifreiða Það vekur athygli að árið 2000 var frekar lítill vergur sparnaður en samt sem áður vom nýskráðar bifreiðar það ár yfir 17 þúsund en fóm í 9 þúsund árið eftir. Arið 2000 skar sig úr fyrir margra hluta sakir. Mikil uppsveifla var á inn- lendurn og erlendum verðbréfamörk- uðum og fólk fjárfesti umtalsvert í óskráðum sem og skráðum hlutabréfum. Bjartsýni ríkti og svo virðist semheimilin í landinu hafi jafnvel skuldsett sig umfram getu. S vo virðist sem nú sé bjart- ara framundan og með vísan í vaxandi vergan spamað virðist sem heimilin séu eitthvað að taka til í fjármálum sínum en skuldir aukast þó enn. Ef metið er beint samband á milli vergs sparnaðar og þróunar nýskrán- ingar bifreiða má sjá að fylgni er allt að 0,85 (R2=0,734). í þessu líkani er árinu 2000 kippt út þar sem það sker sig vem- lega úr en ef það er tekið með í reikn- inginn er fylgnin um 0,59 (R2=0,3426) sem telst þrátt fyrir allt marktæk fylgni. Fasteignaverð Arið 2001 myndaðist slaki á fast- eignamarkaði en m.a. með aðgerð- um félagsmálaráðuneytisins í húsnæð- ismálum náðist að fresta raunverðs- lækkun á fasteignum. Vemlega dró úr vergum spamaði en þess má geta að á því ári kom til rýmkun á tekjumörkum vegna viðbótarlána og hækkunar á (Framhald á síðu 4) Myitd 2. Vergur sparnaður og þróun raunverðs fasteigna (frestað um eitt ár) . — — Ot-CMCOM-IDCO coracocnCTicncnCTicncö _ 0> O) O) O) CT> CT> 0> CT> CT> CT> 0> h- CO O O t- CT> CT) CT) O O “0)0)00 T- T- 04 CM Mynd 3. Samband vergs sparnaðar og nýskráðra bifreiða Mynd 4. Samband vergs sparnaðar og frestaðs raunverðs fasteigna um eitt ár 130,0 g 120,0 Jb 5 1110,0 1100,0 c tS 90,0 80,0 y= 164,94x +91,905 R2 = 0,5211 Vergur sppmaður 0,00% 5,00% 10,00% 15,00% 20,00% 3

x

Vísbending

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.