Vísbending


Vísbending - 31.01.2003, Page 4

Vísbending - 31.01.2003, Page 4
ISBENDING (Framhald af síðu 3) hámörkum lána í húsbréfakerfinu sem leiddi til þess að sala fasteigna jókst. V arð þetta skammgóður vermir enda lj óst að fjölmargir byggingaaðilar hafa tapað umtalsverðu fé þrátt fyrir þessar stjórn- valdsákvarðanir. Vergur spamaður var lágur fyrir árið 2000 og þessi aðgerð stjórnvalda varð til þess að auka sölu til skamms tíma en undirliggjandi var lítil eiginfjárstaða heimila sem koma myndi fram síðar í formi samdráttar á markaði. Samkvæmt gögnum frá Ibúðalána- sjóði fyrir árið 2002 kemur í Ijós að um þriðjungur umsækjenda fjárfestir í hús- næði með viðbótarlánum og bendir það til þess að fasteignamarkaður virðist þróast meira í átt við það sem tíðkast í nágrannalöndunum. Hins vegar mun veðsetning upp í allt að 90% kalla á nákvæmari vinnubrögð í rannsóknum á fasteignamarkaði. Sérstök áhersla er þar lögð á aukna þekkingu á þróun fast- eignaverðs, spár og sparnað. Ef raun virði fasteigna í reiknilíkaninu er frestað um eitt ár sést að nokkur fy lgni er á milli spamaðar og fasteignaverðs ef árinu 2000 er sleppt (fy lgnin er ekki mark- tæk ef árið 2000 er tekið með). Ef árið 2000 er numið á brott úr líkaninu kemur í ljós marktæk fylgni er0,72 (R2=0,5211). Breytingar á vergum spamaði geta þar af leiðandi verið vísbending um breyt- ingu á fasteignaverði Von á hækkunum eiða má líkum að því að vergur sparn- aður sé góð skýribreyta fyrir bæði fasteigna- og bifreiðamarkaðinn. Vissu- lega eru bein tengsl vergs sparnaðar við þróun fasteigna- og bifreiðaverðs en engu að síður getur þetta verið góður mælikvarði á getu markaðarins hverju sinni eða í náinni framtíð. Leiða ber hugann að því að aðilar á þessum mark- aði muni geta spáð betur fyrir um þróun á þessum mikilvægu mörkuðum í fram- tíðinni ef fylgst er grannt með þróun sparnaðar heimila í landinu. Niðurstaðan er sú að út frá breyt- ingum á vergum spamaði virðast horfur á fasteigna- og bifreiðamarkaði nokkuð góðar. Þar sem stórlega hefur dregið úr útlánaaukningu bankakerfisins til heimila í landinu, viðskiptahalli nánast horfinn og verðbólga í sögulegu lág- marki, m.a. vegna þess að neysla dregst saman vegna skuldsetningar einstakl- inga, má draga þá ályktun að forsendur séu að myndast fyrir nýrri hagsveiliu á næstu misserum. Þetta getur þýtt enn frekari aukningu í sölu fasteigna og bif- reiða, sérstaklega á meðan fjölbreytt lán standa kaupendum til boða. Lfkur eru á að verð á fasteignum fari hækkandi og forsendurera fyrir aukinni sölu bifreiða. Óvíst er hvenær þessara áhrifa fer að gæta en lfklegt er að það verði síðar á árinu. (Framhald af síðu 2) ekki við sögu fyrr en í Bretton Woods samkomulaginu en hefur haft lítið og sífellt minnkandi hlutverk í peninga- kerfinu síðan þá. A tíunda áratuginum var svo komið að seðlabankar sáu litla ástæðu til þess að halda í gullforða sinn og byrjuðu smám saman að selja úr birgðunum með þeim afleiðingum að verð á gulli féll hratt. Argentínumenn riðu á vaðið og til- kynntu árið 1997 að þeir hefðu selt allan gullforða sinn, eða um 124 tonn, og stuttu síðar greindu Ástralar frá því að þeir hefðu selt tvo þriðju hluta af sínum gullforða (sjá 8. tbl. 2000). í maí 1999 tilkynnti svo seðlabanki Englands þá ákvörðun að selja 415 tonn af gulli sem leiddi til þess að verð á gulli fór úr 290 dollurum í 258 bandarfkjadali. Fleiri evrópskir bankar vildu einnig minnka birgðir sínar en komust að samkomulagi í september sama ár um að þakið væri 400 tonn á ári til þess að verja markaðinn fyrir hruni. Engu að síður voru flestir þar með búnir að afskrifa gull sem verð- mæta fjárfestingu. s I uppsveiflu óvissu Frá byrjun árs 2001 hefur gull hækkað á ný, úr 250 bandaríkjadollara öldu- dal, sennilega að mestu leyti vegna þess að hlutabréf hafa farið lækkandi og vegna þess óvissuástands sem ríkt hefur eftir hryðjuverkin í Bandaríkjunum 11. september árið 2001. Þar með hefur gull enn á ný sýnt mátt sinn sem trygging á verðmæti þegar óvissa er rnikil og hlutabréf falla í verði. Sennilegt er að gull eigi enn um sinn eftir að hækka, sérstaklega ef olíu verð hækkar enn meira vegna innrásar Bandaríkjamanna í Irak. Ef birtir yfir á ný, hvort sem er á síðari hluta ársins eða í byrjun næsta árs, með þeim afleiðingum að lifna fer yfir hluta- bréfamörkuðum er annað ólíklegt en að gull muni falla í verði á ný. Engu að síður virðist gull enn um sinn ætla að gegna hlutverki í hagkerfinu þó að það hafi minnkað veralega. Það er enn gull í tönn- unum. ( Vísbendingin ) Samkvæmt nýjustu hagvísum Seðla- bankans þá er verðbólga kornin nið- ur fyrir verðbólgumarkmið bankans í fyrsta skipti. Það er fagnaðarefni og gef- ur vonir um að bankinn sé hæfur til að kljást við meginviðfangsefni sitt. Vextir hafa lækkað um næstum helming á síð- astliðnum tveimur árum og skammtíma- vaxtamunur við útlönd hefur ekki verið lægri í háa herrans tíð. Gengið hefur styrkst á ný og líkur era á enn frekari vaxtalækkunum frá bankanum á árinu. Sjálfstæði bankans hefur borgað sig. Aðrir sálmar Spyrjum rétta fólkið Nú hafa nokkrar skoðanakannanir birstþarsem Samfylkinginerstærri en Sjálfstæðisflokkurinn. Það er lenska þegar menn eru óánægðir með niður- stöður að draga skoðanakannanir og framkvæmd þeirra í efa. Víkverji Morgunblaðsins segir 29. janúar: „Það er forvitnilegt að fylgjast með skoðanakönnunum um allt milli himins og jarðar sem tröllríða samfél- aginu. ... Svo sýna skoðanakannanirnar mismunandi niðurstöður, jafnvel þótt þær birtist sama daginn. Hverju á almenningur að trúa? Mikilvægt er að upplýsingar um framkvæmdina fylgi skoðanakönnunum svo hægt sé að meta trúverðugleika þeirra. Lykilatriði er að úrtakið, þ.e. hópurinn sem spurður er, sé valið með tilviljunaraðferð, þannig að allir einstaklingar og þjóðfélagshópar hafi sömu möguleika á að vera spurðir. Líkindaútreikningur virkar ekki án til- viljunarúrtaks, því þá er komin skekkja í valið. Það er t.d. ekki nóg að taka bara símaskrána og velja handahófskennt, því ákveðnir hópar í samfélaginu eru líklegri en aðrir til að vera ekki með skráð símanúmer, s.s. stjórnendur og hús- mæður. Það þarf sem sagt að koma fram hvernig könnunin var framkvæmd og af hverjum, hversu margir eru í úrtakinu, hvernig valið er í það og hversu hátt hlutfall svaraði. Ef hlutfall óákveðinna er hátt, þá er niðurstaðan ekki eins mark- tæk. Því reynslan sýnir að óákveðna fylgið raðast ekki jafnt hlutfallslega á flokkana og þess vegna er líklegt að þeir kjósendur muni breyta niðurstöðunni þegar þeir taka ákvörðun.“ Þessi sjónarmið hafa heyrst árum, ef ekki áratugum, saman um kannanir DV. Samt sýnir reynslan að símaskrár- kannanir blaðsins sem birtar eru rétt fyrir kjördag eru oftast réttari en þjóð- skrárúrtök Félagsvísindastofnunar. Menn þurfa að hafa í huga tölfræðilega óvissu í könnunum, sem oft er um +/- 5%. Þess vegna getur verið munur milli kannana þó að þær sé gerðar sama daginn á nákvæmlega sama hátt. Það er skynsamlegra að bregðast við „slæm- um“ könnunum með því að reyna að breyta viðhorfum en að draga skila- boðin í efa. - bj '-----------------------------------/ fRitstjórn: Eyþór (var Jónsson ritstjóri ogA ábyrgðarmaður og Benedikt Jóhannesson. Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23, 105 Reykjavík. Sími: 512-7575. Myndsendir: 561-8646. Netfang: visbending@talnakonnun.is. Málfarsráðgjöf: Málvisindastofnun Há- skólans. Prentun: Gutenberg. Uppiag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án leyfis útgefanda._________________ 4

x

Vísbending

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.