Vísbending


Vísbending - 23.05.2003, Qupperneq 4

Vísbending - 23.05.2003, Qupperneq 4
ISBENDING (Framhald af síðu 3) kemur einkum tvennt til; krónan og hömlur á fjárfestingu erlendra aðila í fiskveiðifyrirtækjum. Það er auðvitað alveg Ijóst að erlend fyrirtæki skrá sig ekki hér á landi í íslenskum krónum. Því verður að haga málum þannig að þau fyrirtæki - og reyndar einnig íslensk fyrirtæki - geti skráð sig í erlendri mynt og gert upp öll viðskipti í hlutaðeigandi gjaldmiðli. Slíkt fyrirkomulag er þegar í sjónmáli og er miðað við að það verði komið á síðar á árinu. Þá hefur erfiðustu hindruninni verðið rutt úr vegi. Hömlur á fjárfestingu erlendra aðila eru að vísu (Framhald af síðu 2) Síðustu daga hefur mátt sjá nokkra taugaveiklun á markaðinum en enn sem komið er ríkir þar ekki algert fát. Banda- rískir sérfræðingar eru að vona að erlendir fjárfestar vilji halda þeirri stöðu sem þeir hafa á bandaríska markaðinum og muni þess vegna frekar reyna að vernda sig gegn lækkuninni en að draga sig út af markaðinum. Að öðrum kosti verði þeir fljótir að sjá hagnaðarmögu- leikana sem skapast þegar dollarinn lækkar þannig að hættan á verulegu verðhruni á verðbréfamörkuðum verði minni en ella. Öllum er hins vegar ljóst að ef erlendir fjárfestar sjá hag sínum betur borgið annars staðar er ekki bjart framundan í bandarísku efnahagslífi. Alþjóðlegáhrif Stærsta áhættan er hins vegar ekki fólgin í bandarísku efnahagslífi held- urmiklufrekaríalþjóðleguefnahagslífi. Evrópskir útflytjendur eru þegar farnir að finna fyrir því hvernig evran hefur styrkst gagnvart dollaranum, sérstak- lega bílaframleiðendur. Hætt er við að frekari styrking evrunnar gagnvart bandaríkjadollara geti verðlagt evrópsk- ar vörur út af markaðinum og dregið úr hagvaxtarmöguleikumí Evrulandi. Stað- an í Japan er þó sennilega enn verri þar sem þar er ekki hægt að svara lækkuninni einnig í veginum en þær eru þó e.t.v. ekki óyfirstíganlegar þar sem þær eru bundnar við fiskveiðarnar. Enginn vafi er þó á að leiðin yrði greiðari án þeirra. Kauphöll íslands hefur nú til skoð- unar hvort forsendur séu fyrir alþjóð- legan sjávarútvegsmarkað á Islandi. Þegar hafa lauslegar hugmyndir um þetta efni verið kynntar mikilvægum erlendum fyrirtækjum með það fyrir augum að kanna áhuga þeirra á skráningu í Kaup- höll íslands í framtíðinni. Þetta eru frum- athuganir, fyrsti áfangi, og stefnt er að því að meta í lok þessa árs hvort ástæða sé til að þróa hugmyndirnar áfram. með því að lækka vexti, eins og í Evru- landi, en útflutningur lil Bandaríkjanna er eitt af því fáa sem heldur lífi í japanska hagkerfinu og að skrúfa fyrir þá inn- komu væri að drekkja hagkerfinu alveg. A hinn bóginn gæti veikari banda- ríkjadollari orðið til þess að flýta fyrir nauðsynlegum umbótum, bæði í Evrópu og Japan. Það gæti aftur orðið til þess að styrkja fyrirtæki og efnahagskerfið í heild sinni svo að þau væru samkeppnis- hæf við Bandaríkin hvað efnahags- þróun varðar. Þegar dollarinn veikist vaknar líka sú spurning hvort evran verði ekki raunverulegur valkostur á alþjóðlegum fjármálamarkaði. ( Vísbendingin ] f N Samkvæmt nýjum Peningamálum þá var samdráttur landsframleiðsl- unnar hér á landi á fjórða ársfjórðungi ársins 2002 um 3% og allmeiri en áður hafði verið gertráðfyrir. Einnig var 1,3% samdráttur á þriðja ársfjórðungi sem gerir það að verkum að tæknilega var kreppa á íslandi á síðast ári. Arið í heild sýnir líka samdrátl vergrar landsfram- leiðslu um hálft prósent. Samkvæmt Seðlabankanum er Eyjólfur hins vegar að hressast og framundan er mikið hag- vaxtarskeið. V___________________________J Aðrir sálmar 4887 dagar Formenn stjómarflokkanna hafa lýst því yfir að 15. september á næsta ári muniDavíð víkjafyrirHalldóri Asgríms- syni sem forsætisráðherra. Þessi yfir- lýsing er söguleg því að Davíð er búinn að vera forsætisráðherra svo lengi að ungt fólk sem verður stúdentar vorið 2004 man vart annan á þeim stól. Ferill Davíðs er mjög glæstur í íslenskum stjórnmálum og hann hefur verið lengur samfellt í æðsta embætti borgar og lands en nokkur annar. Reyndar hafa fleiri stjómmálamenn verið lengi á toppnum, þótt stundum hafi það verið slitrótt. Bjarni Benedikts- son varð borgarstjóri árið 1940 og var svo ráðherra árið 1947 til dauðadags árið 1970(aðeins62ára),nemaárin 1956- 9, en þá var hann ritstjóri Morgunhlaðs- ins. Geir Hallgrímsson varð borgarstjóri árið 1959 og lét af ráðherrastörfum árið 1986, en var reyndar utan stjórnar í ein sjö ár. Ferill verðandi forsætisráðherra er reyndar með þeim lengstu í pólitík hér á landi. Stjómmálamenn hafa mismun- andi stíl. Sérstaða Davíðs hefur verið sú að hann hefur verið mjög stjórnsam- ur. Honum hefur ekki verið ógnað sem foringja í Sjálfstæðisflokknum og hefur undanfarin ár fengið nær öll atkvæði sem formaður. Oftast hafa Sjálfstæðis- menn reyndar staðið þétt við bakið á formanni sínum. í fljótu bragði rifjast aðeins upp þrjár formannskosningar þar sem boðið var fram gegn sitjandi for- manni. Albert Guðmundsson og Pálmi Jónsson lágu báðir fyrir Geir Hall- grímssyni, en Davíð felldi Þorstein Pálsson í spennandi formannskosning- urn, sem eru einstæður viðburður í sögu Sjálfstæðisflokksins. I ljósi þess er það athyglisvert hve mikið fylgi Davíðs varð síðar innan flokksins. Menn hrífast af hinum sterka leiðtoga sem hefur sópað að sér og flokknum fylgi. Gallinn er þó sá að oftast eiga sterkir menn erfitt með að starfa við hlið annarra sterkra manna og í borgarstjórn varð foringjalaust þegar Davíð fór ílandsmálin. Orð Davíðs í gær um að hann ætlaði að halda áfram í ríkisstjórn eftir að Halldór tekur við komu á óvart og viðhalda óvissu um framhaldið eftir Davíð. En það var líklega ætlunin. - bj V J /Ritstjóri og ábyrgðarmaður: A Eyþór ívar Jónsson. Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23, 105 Reykjavík. Sími: 512-7575. Myndsendir: 561-8646. Netfang: visbending@talnakonnun.is. Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Há- skólans. Prentun: Gutenberg. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án leyfis útgefanda. 4

x

Vísbending

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.