Vísbending


Vísbending - 30.05.2003, Blaðsíða 2

Vísbending - 30.05.2003, Blaðsíða 2
ISBENDING Stefnumiðað árangursmat í orði og á borði Snjólfur Ólafsson prófessor Stefnumiðað árangursmat er að- ferðafræði eða stjórnunaraðferð sem margir telja að geti verið ákaf- lega gagnleg en innleiðing hennar hefur stundum þótt skila litlum eða engum árangri og jafnvel hafa verið mistök. H vað veldur? Er aðferðin ekki nógu góð? Þótt aðferðin sé að mörgu leyti ein- föld þá er langt því frá einfalt að beita henni og mjög auðvelt að gera mistök við innleiðingu hennar. A síðustu árum hefur skapast mikil þekking á því hvað þarf til að innleiðing heppnist og hvaða mistök margir gera. Því er óhætt að svara spurningunni hér að ofan með því að aðferðin sé góð ef henni er beitt af fagmennsku. Hún er hins vegar vand- meðfarin og algengt að fagmennsku skorti við innleiðingu hennar. Innleiðing af ýmsum toga Allt að hehningur stórra fyrirtækja í Bandaríkjunum segist hafa innleitt stefnumiðað árangursmat. Að rnati höf- unda aðferðafræðinnar, Kaplans og Nortons, hefur þó aðeins um helmingur þessara fyrirtækja raunverulega innleitt aðferðafræðina en hinn helmingurinn hefur í raun ekki gert það. Þau fyrirtæki sem hafa raunverulega innleitt hana hafa síðan gert það á ólíkan hátt. íslensk fyrirtæki og stofnanir eru komin mun styttra á veg í innleiðingu en bandarísk. Jafnvel má segja að aðeins eitt fyrirtæki, Landsbankinn, hafi lokið fullburða innleiðingu. Mörg fyrirtæki hafa stigið einhver skref í innleiðingu aðferðarinnar, sum eru á fullri ferð, en önnur hafa sett vinnuna í bið. Reynslan sýnir að hér á landi, eins og annars stað- ar, er þessi innleiðingarvinna oft ómark- vissogísumum tilvikumerekki veriðað vinna samkvæmt aðferðafræðinni þótt svo eigi að heita. Tilgangurinn með innleiðingu stefnumiðaðs árangursmats getur verið misjafn. Sumir vilja fyrst og fremst bæta stjórnendaupplýsingar, aðrir vilja miðla stefnunni til starfsmanna og enn aðrir vilja gera starfsemina meira árangurs- drifna svo dæmi séu tekin. Þvíer eðlilegt að innleiðing taki á sig ýmsar myndir, en það er ekki þar með sagt að allt sem gert er í nafni balanced scorecard sé gagn- legt eða faglegt. I nýlegri bók eftir Olve, Petri, Roy og Roy, Making Scorecards Actionable - balancing strategy and control, er fjallað um mismunandi til- gang með innleiðingu og ólíkar leiðir sem fyrirtæki og stofnanir hafa farið. Tværmerkingar Aðferðafræðin hefur breyst og þró- ast frá því hún kom fyrst fram og ýmsir eru enn að reyna að styðjast við upphaflegu (og úreltu) aðferðafræðina. í mjög einfölduðu máli má segja að þróunin hafi verið frá því að gera skor- kort íjafnvœgi yfiríþað að gera skorkort sem endurspegla vel útfœrða stefnu. Höfundarnir kalla þetta translating the strategy to operational terms. Fram til ársins 1996 mátti líta svo á að balanced scorecard væri einfaldlega skorkort í jafnvœgi. Höfundar aðferðar- innar settu hana þannig fram. Með þessa merkingu í huga væri ágætt að kalla aðferðina samhæft mœlingakerfi. Enn í dag nota ýmsir hugtakið balanced scorecard í þessari merkingu en þeim fækkar ört. I bók sinni frá árinu 1996 leggja höf- undarnir áherslu á að skorkortið eigi að endurspegla stefnuna og sýna nokk- ur dæmi um stefnukort (strategy map). Það var þó ekki fyrren í seinni bók þeirra, The Strategy Focused Organization, sem það var orðið kristaltært að aðferða- fræðin, sem ennþá gekk undir nafninu balanced scorecard, snérist um það að lýsa stefnu fyrirtækisins eða stofnunar- innar með stefnukorti og gera síðan skorkort sem byggðist á því. Af þessum sökum er nú algengast að nota íslensku þýðinguna stefnumiðað árangursmat. Það má reyndar færarök fyrir því að enn betra væri að kalla aðferðina stefnumið- aða árangursstýringu. I 43. tölublaði Vísbendingar árið 2002 er fjallað um aðferðafræðina og hún kölluð samhæft árangursmat eins og oft er gert. Hver eru helstu mistökin? öfundarfræðibókahafadregiðfram nokkur algeng mistök og reynslan hér á landi er svipuð. Paul R. Niven er með lista yfir 10 algengustu mistök við innleiðingu í bók sinni Balanced Score- card Step-by-step. Mark Graham Brown telur upp 10 algengustu mistök við skil- greiningu mælikvarðaíbók sinni Winn- ing Score. Hér verður aðeins minnst á örfá atriði. Fyrsta skilyrðið fyrir vel heppnaðri innleiðingu er virkur stuðningur æðsta stjórnanda þeirrar starfseiningar sem aðferðin er innleidd í, en það getur t.d. verið fyrirtæki, stofnun, starfsstöð eða deild. Efsástuðningurerekki fyrirhendi má reikna með að það séu mistök að hefja innleiðingu. Við þetta má bæta að þessi æðsti stjórnandi þarf að geta útskýrt hvaða ávinningi hann vill ná með innleiðingunni. Þetta á reyndar við um innleiðingu á mörgu öðru en stefnu- miðuðu árangursmati. Innleiðing án nægrar þekkingar á aðferðinni eru algeng mistök. í sumum tilvikum er jafnvel um grundvallarmis- skilning að ræða, til dæmis að halda að málið snúist um að innleiða hugbúnað eða að aðferðin gangi út á að hafa eftirlit með starfsmönnum. Algeng mistök eru að leggja ekki næga áherslu á að útfæra stefnuna nógu vel og lýsa henni skilmerkilega þannig að hún sé traust undirstaða undir val á mælikvörðum. Önnur algeng mistök eru að vanda ekki nægilega til vals á mæli- kvörðum. Dæmi um slík mistök er að nota fyrst og fremst mælikvarða sem auðvelt er að fá tölur fyrir eða mæli- kvarða 'sem hefð er fyrir að nola. Hvernig er rétt innleiðing? Tilgangurinn með innleiðingu er ekki alltaf sá sami og það eru ekki alltaf sömu forsendur fyrir hendi og því er ekki ein rétt leið fyrir innleiðingu stefnu- miðaðs árangursmats. Taka verður mið af starfsemi og skipulagi fyrirtækisins, fyrirtækjamenningunni og ýmsu fleiru. Algert grundvallaratriði er að draga fram gott sett af mœlikvörðum. Þetta kann að hljóma sem einfalt verkefni en margir geta vottað að þetta er hvorki létt verk eða fljótlegt. Það er lítið mál að draga fram eitthvert sett afmælikvörðum og setja það í skorkort. Það nægir til dæmis ekki að passa upp á að skilgreina hæfilega marga mælikvarða í víddunum fjórum. Ef mælikvarðarnir eru ekki vel valdir er lítið gagn í því að setja tölur í fínan hugbúnað og skoða græn og rauð ljós. Samkvæmt aðferðafræðinni á hið góða sett af mælikvörðum að endur- spegla stefnuna. Mælikvarðarnir hjálpa við að miðla stefnunni til starfsmanna og mælikvarðarnir gefa stjórnendum upplýsingar um hvemig gengur að fram- kvæma stefnuna. Reynslan sýnir að stundum vantar töluvert upp á að skor- kort, þ.e. settið af mælikvörðum, endur- spegli stefnuna. Besta leiðin til að tryggja samræmi stefnu og skorkorts, samkvæmt aðferðinni, er að lýsa stefn- unni með stefnukorti. Stefnukort minna um margt á söng. Sumir eru laglausir og sumir eiga mjög erfitt með að ná tökum á að gera stefnu- kort. Sumir eru góðir í að syngja vissar tegundir söngs (t.d. djass) en ekki aðrar og sumir hafa náð leikni við að gera (Framhald á síðu 4) 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.