Vísbending


Vísbending - 06.02.2004, Blaðsíða 3

Vísbending - 06.02.2004, Blaðsíða 3
ISBENDING Sigmar Þormar framkvæmdastjóri Er þögn, þegjandaháttur eða þá innihaldslaus samtöl starfsfólks skaðvaldur í íslenskum fyrirtækj- um? Getur verið að þögn starfsmanna komi niður á bæði rekstrarárangri og öryggi á vinnustað? íslendingar og samræður Islendingar eru um margt sérstakir í háttum og framkomu. HalldórLaxness gerir sér í skáldsögum sínum mat úr sérkennilegri samræðulist okkar. í bók- inni Sjálfslæll fólk þegir aðalsöguhetjan, Bjartur í Sumarhúsum, um að kona hans, Rósa, sé látin þegar hann kemur á æsku- heimili hennar. Eftir langar samræður um tíðarfar, skepnuhald o.fl. tekst loks að toga harmafregnina upp úr honum. íslendingar, ekki síst karlmenn, virð- ast aldir upp í þeirri hugmynd að „láta verkin tala“, að skilja eftir sig afrakstur góðs vinnudags, frekar en að vera sjálfír mikið að „kjafta í vinnunni“ eins og það er orðað. En hér þarf að hafa varann á; samræður á nútímavinnustöðum eru mikilvægar og gildi þeirra virðist aukast fremur en hitt við nýjar kröfur alþjóða- væðingar. Fornar hugmyndir um mann- kosti hins sterka og þögla einstaklings eru kannski úreltar. Greiðar og liðlegar samræður á vinnustað geta eflt rekstur- inn að mati erlendra vísindamanna. Vinnuþekking Avinnustað erdaglegaglímtviðýmis viðfangsefni. Reynsla og þekking verður til meðal starfsmanna í tengslum við vinnuna. Talað er um svokallaða vinnuþekkingu en hún felur í sér hæfni til að leysa vandamál, koma með nýjar hugmyndir og auka kannski öryggi á vinnustað. Vinnuþekkingu má finna skráða í skjölum, hana er vissuiega að finna í t.d. gæðakerfum vinnustaðar, en einnigerhennioftmiðlaðmeðsamtölum og þá jafnt á formlegum fundum sem óformlegum samtölum starfsmanna í erli vinnudagsins. Með sanitölum er komið á framfæri upplýsingum og reynslu af samskiptum við til dæmis viðskiptavini og birgja. Með samtölum og nærveru eldri starfs- mannaerkomiðáframfæritilhinnayngri leiðbeiningum um til dæmis öryggis- atriði, hættur á vinnustað og svo mætti lengi telja. Vinnuþekking er sérstakt viðfangsefni þekkingarstjórnunar. Drepurþögnin? í „ríki þagnarinnar“ Ef starfsfólk kýs að þegja miðlar það væntanlega ekki miklu, hvorki vinnuþekkingu né öðru. Þögn á vinnu- stað er rannsóknarefni bandarískra vísindamanna og birtust niðurstöður nýlega í grein Leslies A. Perlows í Harvard Business Review (maíhefti 2003). Greinarhöfundur talar um fjöl- margar ástæður þess að starfsfólk kýs að „þegja frekar en segja“, að fólk forð- ast að tjá sig, hikar við að láta í ljós að það sé ósammála og forðast samræður sem það telur stuðla að ágreiningi. Þá tjá sumir sig ekki nema til að vera „sam- mála síðasta ræðumanni“, þ.e. forðast að leggja nokkuð nýtt til málanna. Niðurstöður Perlows má draga saman með eftirfarandi hætti. Þögn eða „samstaða um að þegja“ orsakast af: - Starfsmaður ákveður að velta ekki upp málefni sem hann telur að geti valdið ágreiningi. - Starfsmenn óttast refsingu ef þeir eru of berorðir. - Starfsmaður telur það einfaldlega ekki borga sig að láta skoðun sína í Ijós. - Starfsmaður telur að það sé betra að forðastalltsemgæti valdiðágreiningi. Afleiðingar af þessurn þegjanda- hætti og hræðslu við að tjá skoðanir á vinnustað eru skv. Perlow eftirfarandi: - Fyrirtækið er rænt markvissri stefnu- mótunarvinnu. - Innihaldslausir fundir. - Fjölgun árekstra milli starfsmanna sem ekki geta rætt ágreining sinn. Hætta er á vinnumenningu þar sem engin gagnrýni fær þrifist. Hver vill t.d. hugarflæðisfundi þar sem allir eru sam- mála? Hugmyndaflæði, nýjar lausnir, gagnrýni, hefur allt saman gildi til að miðla vinnuþekkingu í dagsins önn. Vinnuslys En getuin við bent á dæmi eða tölur um að þögn á íslenskum vinnu- stöðum valdi skaða? Er unnt að finna dæmi um veika niiðlun vinnuþekkingar á íslenskum vinnustöðum? Vinnuslys meðal karlmanna á Is- landi eru mun algengari en meðal kvenna, enda vinna karlmenn væntan- lega hættulegri störf en konur. Það er hins vegar sérkennilegra að vinnuslysin hjá karlmönnunum eru mjög aldurs- skipt. Hjá kvenfólki eru vinnuslys nokk- urn veginn jafntíð á milli aldurshópa, þ.e. svipaðar líkur er á að tvítug kona lendi í vinnuslysi og sextug kynsystir hennar. Hins vegar eru slys injög aldurs- skipt meðal karhnanna og um helmingur af öllum slysum á sér stað hjá aldurs- flokkum undir 34 ára þó þessir flokkar séu aðeins um 37%afheildarfjölda karla á vinnumarkaði. Skýringar á slysunum En hvers vegna eru ungir karlmenn- mun líklegri til að lenda í slysum en eldri karlmenn. Vinnueftirlit ríkisins tæpir aðeins á skýringu og segir að ungir karlmenn séu að margra dómi ekki var- færir. Togaraskipstjóri, kunningi minn, segir „fíflagang og unggæðingshátt“ algengan hjá ungum mönnum á meðan hinir eldri „komi sér einfaldlega bara að vinnu“. Ungum mönnum sé því hættara við slysum vegna agaleysis. Þessar vangaveltur eru í sjálfu sér góðar og gildar en spuming hvort þær skýra nægilega vel þessa hræðilega háu vinnuslysatíðni meðal ungra karlmanna. Einnig rná benda á þessum skýringum til mótvægis að vinnustaðir eru ávallt að vissu marki undir ákveðnum vinnu- aga. Stjórnendur eiga að geta haft tölu- verð áhrif á og dregið úr þáttum sem sagðir eru valda slysum; unggæðings- hætti, fíflagangi eða hvað við viljum kalla það. Stjórnendum er í raun í lófa lagið að grípa til aðgerða gegn þessu, t.d. með námskeiðum og starfsþjálfun. Slysavarnarskóli sjómanna hefur til dæmis skilað góðu starfi og væntanlega dregið úr slysum. Síðan er stór spurning hvort eldri starfsmenn eru hvattir til að skýra og leiðbeina, tala um vinnuna við þá yngri, vara þá við hættum. Er greið rniðlun vinnuþekkingar til staðar eða ríkir þögn? Þögn er dyggð? Þögn og þegjandaháttur geta því verið böl á nútímavinnustöðum. Þögn hefur um aldir verið talin dyggð hér á landi. Hin fornu kvæði Hávamál leggja fólki lífsreglurnar, þar segir t.d.: Ósnotur maður er með aldir kemur, það er best að hann þegi. Engi það veit að hann ekki kann, nerna hann mæli til margt. Með öðruni orðum: Óvandaður maður á að þegja þegar hann er innan um sér vitrari menn. Fólk kemst síður að því hve lítið hann kann ef hann hefur vit á að þegja. Semsagt þessi merka forna lífspeki hvetur til þagnar, hvetur menn til að segj a frekar minna en meira, þannig segi þeir síður vitleysu og komi ekki upp um fáfræði sína. Þetta er sennilega reginmisskilningur. Heimild: Vinnueftirlit Ríkissins (ársskýrsla 2002). 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.