Vísbending - 05.03.2004, Page 4
ISBENDING
(Framhald af síðu 3)
hægðarauka fyrir viðskiptamenn, sem
gætu sótt alla fjármálaþjónustu á einn
stað. Ljóst er að slík breyting mun sam-
hliða styrkja rekstrargrundvöll fjármála-
fyrirtækja á lánamarkaði.
Samkeppnishæfir bankar
ullyrðingar Olafs um að háurn
rekstrarkostnaði hérlendis sé velt
út í vaxtakostnað og há þjónustugjöld
sem dragi niður lífskjörin fá hins vegar
ekki staðist. Hér er í fyrsta lagi rétt að
horfa til þess að kostnaðarhlutfall
íslensku bankanna árin 2002 og 2003 er
lægra að meðaltali en hjá sex af stærstu
norrænu bönkunum. Hagnaður var á
móti eitthvað hærri hérlendis að meðal-
tali sem ræðst að töluvert miklu leyti af
góðu gengi á eigna- og skuldabréfa-
mörkuðum.4 Þetta virðist endurspegla
að þótt rekstrarkostnaður á útibúasviði
geti verið hærri hér sé heildarrekstrar-
kostnaður íslenskra banka samkeppnis-
hæfur við Norðurlöndin. Hagræðing á
útibúasviði sem væntanlega fylgir
þróuninni ytra innan ekki langs tíma
mun styrkja þá stöðu enn frekar.
Hvað vaxtamun og þjónustugjöld
(Framhald af síðu 2)
rnunur á skipun stjórnar í þessum lönd-
um, sérstaklega vegna þess að Bretar
hafa leitt umbætur á kerfínu í kjölfar vinnu
Adrians Cadburys í byrjun tíunda ára-
tugarins. Bresk stjórn er miklu líklegri til
þess að hafa fleiri utanaðkomandi aðila
í stjórninni og slíkan aðila sem stjórn-
arformann. Lengst af hafa hins vegar
bandarískar stjórnir haft mun hærra
hlutfall starfsmanna í stjórn og það
hefur verið regla frekar en undantekning
að framkvæmdastjóri fyrirtækisins er
jafnframt stjórnarformaður þess. Þetta
gerir það að verkum að þversögnin um
þátttöku stjórnar er ekki einungis vanda-
mál heldurekki síður sjálfstæði stjórnar
sem er lítið sem ekkert þegar sami maður
er stjórnandi og stjórnarformaður.
Þannig eru enn minni líkur í bandaríska
en breska stjórnarkerfinu á að stjórn
fyrirtækis geti sinnt eftirlitshlutverki
sínu. Stjórnandi frekar en hluthafar ráða
ferðinni. A móti kemur sú spurning
hvort slík stjórn geti betur sinnt ákvörð-
unarhlutverki sínu og sé betur í stakk
búin til þess að leiða fyrirtæki til
árangurs. Það er rnjög umdeilt og benda
rannsóknirtil þess að sjálfstæði stjórnar
og hærra hlutfall utanaðkomandi stjóm-
armeðlima sé líklegra til þess að leiða til
árangurs en slfk stjórn.
íslenska þversögnin
Islenska stjórnarkerfið er athyglivert í
þessu sambandi. Eignamynstur á
íslenska markaðinum er þess eðlis að
fáeinir sterkir fjárfestar ráða lögum og
varðar sýnir samanburður við stærstu
norrænu bankana að vaxtamunur ís-
lensku bankanna árið 2003 er betri en
hjá fimnt af sex stærstu norrænu bönk-
unum.5 Hérlendir bankar koma einnig
vel út þegar borin eru saman þjónustu-
gjöld banka og sparisjóða á Norðurlönd-
um skv. nýlegri verðkönnun sem unnin
varfyrirSBV afGJFjármálaráðgjöf (sjá
mynd 2).6
I niðurlagi skýrslunnar er því velt
upp hvort skýringin á þessum mun geti
legið í ódýrara greiðslumiðlunarkerfi á
Islandi og harðari samkeppni hér á landi
en ytra. Hér skal enginn dómur lagður
á hver skýringin sé nákvæmlega en
niðurstöðurnar sýna að íslenskir bank-
ar eru mjög sanngjarnir í verðlagningu
á Jrjónustu sem veitt er hinum almenna
viðskiptamanni.
1. www.samponguraduneyti.is Skýrsla Hagfræðistofnunar HÍ
um flug og ferðaþjónustu á íslandi, bls. 33
2. Tölur fyrir ísland fengnar hjá Fjármálaeftirliti. Tölur frá
Noregi á heimasíðu norsku fjármálasamtakanna www.fnh.no.
Ekki fundust tölur um starfsmannafjölda árið 1983 svo stuðst er
við tölur frá 1985. Tölurnar miðast við fullt starf.
3. Sjá Hagtölur Seðlabanka íslands á heimasíðu www.sedla-
banki.is.
4. Sjá Vegvísir Landsbanka íslands 24.2.2004, verðmat á KB-
banka, bls. 5. Horft til Handelsbanken, Nordea, SEB, Den Norske
Bank, Swedbank og Danske bank.
5. Sama heimild. Nordea sér á parti með langlægstan vaxtamun.
6. Sjá skýrslu GJ Fjármálaráðgjafar í heild á heimasíðu SBV:
www,sbv-is.
lofum, það er að mörgu leyti enn þá
meira áberandi hér á landi en gerist og
gengur í Evrópu. Völd þeirra eru jafn-
framt mun tneiri en efni standa til vegna
krosstengsla í eignarhaldi fyrirtækja.
Þannig mætti ætla að eðlilegt væri að
íslenska stjórnarkerfið fæli í sér tvískipta
stjórn þar sem eftirlits- og ákvörðunar-
hlutverkið væru aðskilin. Það er þó rétt
að geta þess í þessu samhengi að sntá-
fyrirtæki í Evrópu eru ekki alltaf skyldug
til þess að hafa tvískipta stjórn og ís-
lensk fyrirtæki eru að meginhluta smá-
fyrirtæki. Stjórnarmynstrið virðist hins
vegar sverja sig í ætt við engilsaxneska
kerfið þar sem hluthafar kjósa eina stjórn.
Allir stjórnarmenn eru þó utanaðkom-
andi og stjórnandinn og stjórnarformað-
urinn er sjaldnast sami aðilinn, og reynd-
ar skýrt kveðið á uni það í lögum að það
sé ekki sami aðilinn, sem gerir kerfið
líkara því breska en bandaríska. Þannig
getur stjórnin betur haft eftirlit með
stjórnanda fyrirtækisins. íslenskar
stjórnir eru þannig oft sjálfstæðar en
þversögnin um þátttöku stjórnar er hins
vegar áberandi þegar stjórnir fyrirtækja
hafa í auknum mæli tekið þátt í ákvörð-
unar- og stefnumótunarferlinu eins og
gerst hefur síðustu misserin. Islenska
þversögnin felst þó í því að á sama tíma
og fyrirtækjaumhverfið og eignadreifing
líkist mest því sem gerist í Evrópu þá
líkist stjórnarmynstrið því sem gerist í
Bretlandi og Bandaríkjunum þar sem
eignadreifingin er miklu meiri og markað-
urinn virkari. Það er mikilvægt að hafa
þá þversögn í huga þegar rætt er um
íslenska stjórnarkerfið.
Aðrir sálmar l J
r , \ I eilífum spuna A /Törgum kom það spánskl fyrir lVXsjónir þegar fréttir bárust af því að Kári Stefánsson, stofnandi og forstjóri íslenskrar erfðagreiningar, hefði eignasl um 15% hlutafjár í fjölmiðlasamsteyp- unni Norðurljósum. Gárungar höfðu hins vegar, eins og endranær, skýringu á reiðum höndum og bentu á að ekki væri um svo ólíkan rekstur að ræða, þar sem íslensk erfðagreining hefði gert það gott í fréttatilkynningabransanum. Á tímum þegar PR-menn og spuna- meistarar eru víða orðnir hæstráðendur í fyrirtækjum landsins er heldurekki nóg lengur að klappa boðberanum með boðsferðum, auglýsingum og slúðri, það er miklu betra að eiga hann með húð og hári. Eftir sem áður er óhætt að skjóta hann ef því ber að skipta. Þetta er tímanna tákn, það lifir enginn af lengur, hvorki í stjórnmálum né viðskiptum, nema vera góður í spunanum og kunna að spila á fjölntiðla. Fyrirjazz-skeggjaraerspuninn fólginn í skala- og taktæfingum sem miða að því að bregða upp annarri mynd af upprunalegum slagara. Það er ekki svo tjarri lagi því sem á sér stað í þeim spuna sent má finna í fjölmiðlum. Tímasetningar skipta verulegu máli, þannig geta stjórnvöld laumað stórum og umdei Idurn ákvörðunum út í fjölntiðla rétt fyrir jól vitandi að fáir hafa tíma til þess að vera reiðir og hneykslaðir rétt fyrir hátíðarnar. Fyrirtæki spila á hluta- bréfamarkaðinn með því að senda út reglulegafréttatilkynningarumafreksín og þá virðist stundum þörfin fyrir til- kynningu hafa ráðið ferðinni. Stundum er spuninn skrumskæling á sannleikanum, stundum hrein ósann- indi eins og reyndist í tilviki Enrons og lleiri fyrirtækja. Spuninn getur þó haft enn alvarlegri afleiðingar. Bandarísk stjórnvöld hvöttu þjóðir í stríð með ímynduðum gereyðingarvopnum. Það er lika vafasamt að tala um að leysa pólitískakrísu á Haíti eftirað hafa skapað hana með því að skrúfa fyrir alla fjárhags- aðstoð við svo fátækt ríki. Spuninn getur heltekið menn svo enginn man lengur hver upprunalegur óðurinn var og spuninn verður sannleikurinn. Sann- leikurinn er sagna bestur er úrelt við- kvæði í heimi spunameistaranna. - eíj V y
/'Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Á Eyþór ívar Jónsson. Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23, 105 Reykjavík. Sfmi: 512-7575. Myndsendir: 561-8646. Netfang: visbending@talnakonnun.is. Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Há- skólans. Prentun: Gutenberg. Upplag: 700 eintök. Öil réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án leyfis útgefanda.
4