Vísbending


Vísbending - 02.07.2004, Qupperneq 1

Vísbending - 02.07.2004, Qupperneq 1
ISBENDING 2. júli 2004 27. tölublað V i k u rit u m v i ð s k i p t i og efnahagsmál 22. árgangur Uppbygging Iraks Hinn 30. júní síðastliðinn fékk frak fullveldi eftir að hafa verið her- numiðafBandaríkjunumogBret- landi fyrir rúmu ári síðan. Mjög óljóst er hvað tekur nú við en eftir nær stanslausar skærur síðastliðið ár virðist ekki ástæða til mikillar bjartsýni. Hið sögufræga ríki hét eitt sinn Mesópótamía og var vagga menningar heimsins og sem hluti af hinum frjósama hálfmána var írak senni- lega uppspretta landbúnaðar og matar- framleiðslu í heiminum fyrir um það bil níu þúsund árum síðan. Það sem nú virðist rjúkandi rústirnar einar líkist því frekar endi en upphafi á glæstri sögu. Langvarandi kynni Erfitt er að átta sig á hvort að saga íraks síðastliðið ár hefur verið gleði- eða sorgarsaga. 1 maí í fyrra var hrósað sigri í stríðinu gegn Saddam Hussein sem var einn harðsvíraðasti einvaldur tuttugustu aldarinnar. Fagnaðarlætin stóðu þó stutt. Þótt að innrásinni væri formlega lokið þá hefur stríðið haldið áfram. Innrásin gekk hratt og greiðlega fyrir sig en forleikurinn var ekki upp á marga fiska, anað út í stríð með hraði en af lítilli aðgæslu - af því að mátturinn og dýrðin buðu svo. Eftirleikurinn virðist ætla að verða enn síðri. Eftir rúmt ár af stanslausum vandræðagangi og bar- áttu við skæruliða fer lítið fyrir umbótun- um. Það tókst vel að brjóta niður land og lýð en það hefur ekki tekist að byggja það upp á nýtt. Ef hugmynd Bandaríkja- manna átti að verða einnar nætur gaman, að koma og fara í skjóli nætur, þá hefur það ekki heldur lánast því ekki er annað að sjá en að Irak verði baggi á Bandaríkj- unum um langa tíð. En samband þessara tveggja ríkja er á báða bóga ástlaust. írakar vilja vera lausir við Bandaríkja- menn, en þurfa á styrkveitingu þeirra að halda, og Bandaríkjamenn vilja helst af öllu kalla hermenn sína heim, en geta ekki leyft sér að hverfa sporlaust frá vandamálunum. Sambandið heldur því velli af illri nauðsyn frekar en gagn- kværnu trausti og aðdáun. Þó er ekki þar með sagt að þetta samband eigi ekki eftir að bera ávöxt þegar fram líða stundir. Uppbygging í Irak, þar sem tryggt yrði að einhvers konar lýðræði réði ríkjum og að efna- hagur Iraka yrði sjálfstæður og sterkur, yrði ekki einungis mikilvægt framfara- skref fyrir Irak og rós í hnappagat Bandaríkjamanna heldur stórt skref fyrir heimsbyggðina alla. Uppbygging rangurinn af uppbyggingunni í Irak er ekki sjáanlegur enn sem komið er. Framboð af rafmagni og aðgengi að hreinu vatni er verra nú en það var fyrir innrásina. Fyrir stríð voru framleidd 4.400 megavött af raforku en nú eru um 4.320 megavöttframleidd,markmiðið var 6.000 vött. Vatnsframboðið er einungis um 65% af því sent það var fyrir inn- rásina. Olíuframleiðslunni hefur heldur ekki verið náð á strik. Fyrir innrásina var framleiðslan 2,5 milljón tunnur á dag, nú er hún um 2 milljón tunnur. Innrásin átti líka að leiða til friðsældar og betra lífs en þvert á móti hefur ófriðurinn sjaldan verið meiri en eftir innrásina. Það er líka ófriðurinn sem útskýrir að miklu leyti af hverju uppbyggingin hefur ekki gengið hraðar fyrir sig. Horfið var frá hug- mynduin um stórfellda einkavæðingu ríkisfyrirtækja vegna andstöðu Iraka. Heimsbankinn hefur áætlað að kostnaðurinn við uppbygginguna gæti numið 55 milljörðum bandaríkjadala en einungis hefur verið lagt í fjárfestingar fyrir um 6 milljarða. Um 21 ntilljarður kemur frá Bandaríkjunum en alls hefur bandaríska þingið samþykkt að leggja til 123 milljarða til innrásarinnar. Heild- arreikningurinn gæti farið yfir fimm- hundruð milljarða. Fjárhagslegt sjálfstæði Ymislegt hefur tekist vel í upp- byggingunni þó að vandamálin hafi ekki verið með öllu leyst. Bankakerfið hefur verið reist úr rústunum eftir að almenningur tæmdi hirslur bankanna í kjölfar falls Saddams Husseins. Fyrir innrásina voru gjaldmiðlarnir tveir en nú er búið að koma nýjum gjaldmiðli í gagnið og koma seðlabankanum aftur í starfsemi. Vandamálið er að ríkisbank- arnir sex, sem ráða yfir um 95% af eignum bankakerfisins, eru meira eða minna gjaldþrota eftir þá hentistefnu sem rekin var í tíð Husseins. Sautján aðrir einka- reknir bankar ráða hinum 5% og eru betur stæðir en hafa ekki náð almenni- legri fótfestu. Markaðurinn ætti þó að vera til staðar þar sem áætlað er að eignir bankanna séu einungis um 2 milljarðar bandaríkjadala eða 10% af landsfram- leiðslu. Til samanburðar má geta þess að eignir banka á Islandi eru um 182% af landsframleiðslu. Hagkerfið er því að langmestu leyti rekið fram hjá banka- kerfinu í Irak. Vandamál bankakerfisins er þó ein- ungis angi af stærra vandamáli sem er skuldastaða íraks við útlönd. Þrátt fyrir að bætur og kröfur vegna flóabardagans fyrri séu ekki teknar með í reikninginn er áætlað að skuldir fraka nemi um 120 millj- örðum bandaríkjadala. írak kemur aldrei til með að geta greitt upp þessar skuldir og afskrifa verður bróðurpart þeirra ef landið á að eiga einhverja von um að byggja upp efnahagslífið á ný. Enn er þó langt í land að hægt sé að horfa til efnahagslegs sjálfstæðis og því erfitt að sjá hvernig Irak getur lifað án þeirra styrkja sem landið fær nú frá Banda- ríkjunum og víðar að. Allar vonir eru byggðar á því að olíuframleiðslan kom- ist á skrið á ný. Fararheill ppbygging íraks eftir fall Saddams hefur ekki verið árangursrík. Hvort að írökum sjálfunt tekst betur til ræðst af því hvort það lukkast að skapa frið og ekki síst bjartsýni og trú á nýja framtíð á meðal Iraka. Það var táknrænt að gamli harðstjórinn kom fyrir dóm deginum eftir að írakar fengu fullveldið. Hann var þó hvergi banginn og reifst og skammaðist. Saddam Hussein var þó einungis skuggamynd þess manns sent ríkti yfir landinu í tuttugu og fjögur ár og afveg- leiddi þjóðina. Saddam tilheyrir þeirri fortíð sem er best gleymd og grafin. írak þarf aftur á móti að fínna sér framtíð. Írakarfengufullveldiílok Stundum er heldur frjáls- ^ Varðhundurinn og flug- i þrýstingurástjórnirvirðist I júníenuppbyggingineftir ) lega farið með tölur sem 2 maðurinn eru tveir pólar /\ hafa gert þær líkari varð- _L fall Saddams Husseins ^ staðreyndir og túlkun sem geta lýst stjórnum <"T hundi en flugmanni, sem hefur gengið hægt. þeirra er mismunandi. fyrirtækja ágætlega. Mikill kann að vera ókostur.

x

Vísbending

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.