Vísbending


Vísbending - 18.02.2005, Blaðsíða 3

Vísbending - 18.02.2005, Blaðsíða 3
ISBENDING r Styrkleikar og veikleikar Islands r febrúar gaf Efnahags- og framfara- stofnunin (OECD) út skýrslu um efnahagsástandið á íslandi. Kennirþar ýmissa grasa og er plaggið í marga staði áhugavert þó að fátt komi á óvart eða hafi ekki verið rætt áður. Glöggt er gests augað ogþað þarf stundum utanaðkomandi aðila til að koma auga ámikilvægustu atriðin, að skiljakjamannfráhisminu. Iskýrslunni er lítil tafla á síðu 28 þar sem dregnir eru ífam helstu styrkleikar og veikleikar íslenska hagkerfisins. Það erágæturútgangspunkt- ur fýrir frekari umræður. Styrkleikar Sérfræðingar OECD telja fram fimm atriði sem þeir meta sem styrkleika íslenska hagkerfisins, þ.e. umgjörð pen- ingamálastefnunnar, tiltölulegar litlar skuldirhinsopinbera,sveigjanleganvinnu- markað, góðar aðstæður fyrir frumkvöðla og aukna samkeppni. Sérfræðingar OECD líta umgjörð penirgamálastefnunnar mjögjákvæðum augum og benda á að hún hafi orðið til þess að lækka verðbólgu og verðbólguvænting- ar og ætti að stuðla að því að viðhalda stöðugleika í þeim stóriðjuframkvæmdum sem eiga sér stað. Það verður að segjast að fall hefur reynst fararheill í peningastefnu þjóðarinnar þar sem upphafið á sjálfstæði Seðlabankans ogbreytingunni í verðbólgu- markmið reyndist ekki heillavænleg fyrir gengi krónunnar. A hinn bóginn hefur ræst úr þessu fyrirkomulagi og allt aðrar aðstæður eru nú í peningamálum en áður þegar geðþóttaákvarðanir stjórnmála- manna gátu hleypt öllu í bál og brand. Sérfræðingar OECD benda þó á að enn vanti talsvert upp á trúverðugleika hins nýja fyrirkomulags þegar verðbólgan fer yfir sett efri verðbólguþolmörk bankans. Lágarskuldirhins opinbera gera það að verkum að þrýstingur á hið opinbera er minni en ella og svigrúm er til að nýta frekari lántökur í opinberri stjómsýslu. Það var mikið heillaspor þegar ákveðið var að leggja áherslu á að lækka skuldir ríkisins. Staða hagkerfisins væri nú öllu verri ef ríkið hefði, rétt eins og heimi 1 i og fyrirtæki landsins, haldið áfram að safna skuldum á tíunda áratuginum og í byrjun tuttugustu og fyrstu aldarinnar. Sveigjanlegur vinnumarkaður hefúr gert það að verkum að aðlögun vinnu- markaðarins í takt við breytingar í eftia- hagskerfinu hefur gengið vel fyrir sig, að mati sérfræðinga OECD. Sveigjanleikinn felst í mun færrireglum varðandi vinnu- markaðinn en annars staðar gilda í löndum OECD. Sennilega eru áhrifþessa sveigjan- leika á vinnumarkaðinum vanmetin hér á landi enda má sjá að það er hegðun verka- lýðsfélaga og vinnumarkaðarins á þeim efnahagslegu umbrotatímum síðastliðna tvo áratugi sem hefur leikið lykilhlutverk í framþróun hagkerfisins. Oftar en einu sinni hefúr samstillt átak á vinnumarkaði orðið til þess að koma í veg fyrir að víxl- verkun launa og verðlags næði að spóla upp verðbólgunni. A ðstœðurfrumkvöðla hafa farið batn- andi með auknu frelsi á fjánnálamarkaði, einkavæðingu og minna reglukerfi en áður. Að mati sérfræðinga OECD hefur það ýtt undir aukna frumkvöðlastarfsemi og nýsköpun hér á landi og kynt undir vaxtargreinum og aukinni framleiðni á síðustu árum. íslenskir frumkvöðlar hafa eflst og eru orðnir verulega áhættusæknir og það er mikið til auknu fjármagni sem er á boðstólum að þakka. Sennilegt er þó að byltingin sé hugarfarsbreyting þar sem sögur af ótrúlegum árangri nokkurra frumkvöðla hafa orðið mörgum hvatning til ffekari aðgerða. Núereinstaklingsffam- takið allsráðandi. Aukin samkeppni stafar að vissu leyti af þátttöku íslands í Evrópska efnahags- svæðinu. Þær reglur sem hafa verið innleiddar og það skipulag sem hefur verið komið upp í samkeppnismálum hefur ýtt undir aukna samkeppni, að mati sérfræðinga OECD, sem hefur haft áhrif á efnahagslegan árangur þj óðarinnar. Eins konarmarkaðsskiptakerfi einkenndi ísland allt þangað til fyrir nokkrum misser- um og það varð til þess að atvinnulífið var meira og minna niðumeglt og lítill áhugi var á breytingum. Ahugi á samkeppni hafði mikil áhrifáaðnúmásjásamkeppni í greinum eins og flugsamgöngum, skipa- flutningum og jafnvel olíusölu en hún þekktist ekki fyrir nokkmm missemm. Samþjöppunin hefur þó einungis breytt um fonn og því er mikil vægt að hafa vökult auga með kapítalismanum hvað varðar einokunartilburði eins og Friedrich von Hayek benti á. Veikleikar érfræðingar OECD telja fram fjögur atriði sem veikleika íslenska hag- kerfisins, þ.e. efnahagslegt ójafnvægi, miklar skuldir einkageirans, hætta á bólumyndun og hætta á mistökum við efnahagsstjóm. Efnahagslegt ójafnvœgi má sj á á þvi að viðskiptahallinn er að nálgast þær stærðir sem hann náði síðla á tíunda áratuginum þegar hann var kominn í 10% af vergri landsframleiðslu og krónan lét undan. Þá er verðbólgan farin yfir efri þolmörk Seðlabankans, sem em 4%. Síðast þegar þetta gerðist tókst að lenda hagkerfinu tiltölulega mjúklega. Þó að ýmsir hafi verið iðnir við að benda á að hagkerfið stendur traustari fótum nú en þá er Ijóst að eignatengsl em flóknari nú en þá og skuldsetning meiri og það gerir marga viðkvæmari fýrir miklum áföllum. Skuldir einkageirans eru rnjög miklar í alþjóðlegum samanburði og erlendar skuldir með því mesta sem gerist í heim- inum. Það eykur hættuna á að gengis- skellur geti haft alvarlegar afleiðingar og gefur minna svigrúm til mistaka við efriahagsstjóm en ella, að mati sérfræðinga OECD. Fjármálaráðherra varaði nýlega við því að almenningur færi of geyst við lántökurtil húsnæðiskaupa en lægri vextir og aukið skuldahlutfall hafa ýtt verulega undir skuldsetningu heimilanna. Stór hluti af þessu nýj a fjámiagni virðist fara í aukna neyslu eða lúxusfjárfestingar. Hætt er við að alvarlegur brotsjór geti dregið marga á hyldýpi. Hætta á bólumyndun virðist vera æ augljósari eftir því sem hlutabréfaverð og húsnæðisverð hækkarmeira. Sérfræðing- ar OECD vara við snarpri leiðréttingu sem gæti haft alvarlegar afleiðingar fýrir heimili og fýrirtæki í landinu. Það er oft einkenni bólumyndunar að réttlætingin og útskýringamar á hækkununum verða ijarstæðukenndari en áður. Allir vilja þá græða sem mest á ævintýrinu sem gerir það venjulega að verkum að hvellurinn verður þeim mun meiri þegar stungið er á bóluna. Hœtta á mistökum við efnahagsstjórn stafar af því að ríkið hefur í gegnum tíðina, að undanskildu stuttu tímabili á tíunda áratuginum, haft tilhneigingu til að eyða of iniklu og þannig hafa ríkis- fjánnálin ekki verið nýtt sem skyldi sem stjómtækis í efnahagsmálum. Þetta flækir notkun ríkisfjármála sem stjómtæki í el'na- hagsmálum að mati sérffæðinga OECD. Það er mikið til í þessu enda hafa Seðla- bankamenn ósjaldan séð ástæðu til þess að kvarta yfir framgangi stjórnvalda og framlagi þeirra til efnahagsstjómunar í landinu. Þetta er sérstaklega hættulegt á tímum þegar ójafnvægi einkennir hag- kerfið og lítið má út af bera svo ekki fari illa. Hlutverk ríkisins í þessu tilviki er föðurleg umhyggja við að reyna að draga úr ofdrykkju í gleðinni. Ríkið þarf að taka þátt í því með Seðlabankanum að forða púnsskálinni þegar gleðin stendur sem hæst eins og fýrrverandi seðlabankastjóri Bandaríkjanna lýsti hlutverki bankans á sínum tíma. 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.