Vísbending


Vísbending - 03.11.2006, Qupperneq 4

Vísbending - 03.11.2006, Qupperneq 4
V ÍSBENDING (Framhald af síðu 3) mikils virði og til þess að varðveita hann færa menn fómir. Hér á eftir verður íj allað um það hverju þjóðin kostar til með því að tala íslensku og hvaða tungumál önn- ur koma til greina. Með þessu móti geta menn betur metið hvort íslensk menning hefur fengist á kostakjörum eða hvort þjóðin er kannski að greiða hana allt of dým verði. Það er svo líka áhugavert að velta því fyrir sér hvort íslenskt mál er undirstaða sjálfstæðis landsins. Sé svo kann íslenskan að hafa sérstakt hagrænt gildi, því margir telja að sjálfstæð þjóð leggi harðar að sér en sú sem er undir er- lendum herrum.“ Niðurstaðan var sú að kostnaðurinn, eða verðmæti tungunnar ef þannig væri á málið litið, væri um 4% afþjóðarframleiðslu.1 Greinin var sem sé alls ekki skrifuð tilþess að leggja til að við tækjum upp ensku í stað íslensku. Ekki frekar en að grein sem ég skrifaði um kostnaðinn við að haldajól á Islandi hefði það að markmiði að Islendingar legðu af jólahald. Þetta hefðu allir hæglega getað kynnt sér með því að lesa greinina en gefa sér ekki fyrir fram efni hennar. Rétt enska er betri en röng íslenska að er enginn vaft á því að nauðsyn- legt er að efla íslenskukunnáttu lands- manna og sér í lagi þeirra sem fást við viðskipti. Virðing fyrir þeim sem talar rangt, fer með málvillur eða talar með hreim eða slettir ensku er minni en fyrir hinum sem talar og ritar fagurt og rökrétt mál. Meirihluti viðskiptafræðinga (sem (Framhald af síðu 2) eins og þegar General Motors breytti bandaríska bílamarkaðinum með því að bjóða viðskiptavinum meira úrval af bílum af því að bíllinn var ekki lengur einungis farartæki. Nýjar leiðir Stjórnendur fyrirtækja einblína allt of oft á hagræðingu og hámörkun hagnað- ar og vandamálin við að reyna að láta hlut- ina ganga upp í baráttunni við samkeppn- isaðilana um sama framboðið og sömu eftirspumina. Stundum ernauðsynlegt að íhuga nýjar leiðir sembreyta leiknum fyrir- tækinu i hag. Upphafþess ferils snýst oftar en ekki um að ftnna út hvað af því sem fyrirtækið hefur gert hingað til á það ekki að gera í ffamtíðinni. Ferillinn snýst enn fremur um að ftnna út hvaða möguleikar og allra íslendinga) er þágufallssjúkur. Fyrirnokkru heyrði ég lækni flytja fyrir- lestur um rekstur, skörulegan og skýran, og þótti mér mikið til koma. Það eina sem þó situr eftir af fróðlegu erindi var niður- lag síðustu glærunnar. „Læknum vantar ...“ og ekki man ég framhaldið en hitt varð mér ljóst að lækna og viðskiptafræðinga vantar tilftnnanlega tilsögn í málfræði. Við getum þó huggað okkur við að hann sagði ekki „læknirum vantar.“ íslenskan er fagurt tæki í höndum þeirra sem kunna vel með hana að fara. Hún opnar okkur dyr að sögunni, að bók- menntaheimi og menningu sem glatast ef tungan glatast. Gjaldið sem ég reiknaði um kostnað við íslenskuna samsvarar um 12 þúsund króna gjaldi á meðalfj ölskyldu á mánuði. Mér finnst það ekki hátt gjald fyrir að geta lesið Eddukvæði og Halldór Laxness mér ti 1 skemmtunar og upplyft- ingar. Það vill svo til að þetta er svipuð fjárhæð og það kostar að vera áskrifandi að öllum dagblöðum og sjónvarpsstöðv- um hér á landi. En það verður aldrei svo að þjóðin ákveði einn góðan veðurdag að hætta að tala íslensku og taka upp ensku hennar í stað. Eg hef heldur enga trú á því að íslensk fyrirtæki fari almennt að taka upp ensku í samskiptum sín á milli. Islendingar geta eflt virðingu fyrir við- skiptum með því að efla kennslu í íslensku í háskóladeildum. Þeim peningum væri vel varið því að færni i móðurmálinu fer saman við skýra hugsun.Q 1 Benedikt Jóhannesson, Hvað kostar að tala (s- lensku?, gefin út í safninu Greinaraf sama meiði, greinasafn helgað Indriða Gíslasyni sjötugum. Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla (slands 1998. eru fyrir hendi, með því að nota einföld tól eins og Kim og Mauborgne kynna og hætta að styðja sig við ljósastaurinn. Þetta ferli snýst um, í sinni einföldustu mynd, þær grundval larspurningar sem all- ir stjómendur verða að vita svarið við - í hvaða „bissness" emm við? Og í hvaða „bissness“ ættum við að vera? Svarið er ekki alltaf auðfundið en með þ ví að tileinka sérhugmyndafræði ffumkvöðulsins ffekar en að einblína á hagræðingu er hægt að stökkbreyta viðskiptamódelinu sem getur skapað fyrirtæki ffamtíð sem ellegar ætti sér eingöngu fortíð.Q Leiðrétting í 36. tbl. er greinin Skuldirjyrirtœkja. Á mynd sem fylgdi greininni var ranglega talað um skuldir Exista en átt er við skuldir Bakkavarar. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Aðrir sálmar v____________________________________y Rætnifullar rógstungur Hópur þingmanna rneð Sigurð Kára Kristjánsson í broddi fylkingar vill breyta hegningarlögum þannig að hart verði tekið á þrjótum þeim sem nreiða æm annars manns. Svo má ekki valda fjöl- skyldu hans óþarfa sársauka því að það gæti kostað árs fangelsi. Fyrir nokkrum ámm lét Sigurður G. Guðjónsson um- mæli falla um þátt Kjartans Gunnarsson- ar í því Landsbankinn hafnaði því að veita Stöð 2 lán. Kjartan sagðist hvergi hafa nærri þeirri ákvörðun komið og Sig- urður gat ekki sannað sitt mál. Engu að síður voru orðin látin standa. Þetta var kjánalegurdómuren Kjartan stóð eflaust jafnréttur eftir. Rökin vom þau að sem opinber persóna yrði Kjartan að láta ým- islegt yfír sig ganga. Það má sem sé ljúga upp á Kjartan. DV sérhæfði sig i æm- meiðingum og tapaði reyndar mörgum málum fyrir siðanefnd blaðamanna þrátt fyrir að ritstjórinn segði blaðið óbund- ið af þeim því að það hefði sínar eigin reglur. Þetta var sagt af djúphygli eins og ritstjórans var von og vísa. Líklega er frumvarpið tilraun til þess að koma í veg fyrir slys af því tagi sem DV og dómur Hæstaréttar um Kjartan var. En er ekki of langt gengið þegar sagt er: „Ef maður dróttar að öðrum manni einhverju því, sem verða myndi virðingu hans til hnekkis, eða kynni að valda honum eða fjölskyldu hans óþarfa sársauka, eða ber slíka aðdróttun út, þá varðar það sektum eða fangelsi allt að 1 ári.“? Hvemig á að vita hvað kynni að verða virðingu manna til hnekkis eða valda þeirn sársauka? Einum sámar þegar sagt er að faðir hans sé alræmdur, annar lætur sig það litlu varða. Þó að margir gaspri af gáleysi er það hættulegt að hafa viðurlög of ströng. Réttara væri að hafa myndarlega sekt en árs fangelsi. Flestir myndu hika við að kæra ósannsögli þótt meiðandi væri ef sá setn talaði þyrfti að dúsa ár í steinin- um. Þá þyrfti líka að stækka fangelsin ef eftir lögunum væri farið. Ef einhverjum (eða fjölskyldu hans) sárnar kaldhæðni gæti sá sem þetta ritar orðið fjarverandi í langan tíma. Sárnar Jóni Baldvin og fjölskyldu þegar sagt er Itann hafí látið njósna urn Svavar? bj ^Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Benedikt Jóhannesson Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23, 105 Reykjavík. Sími: 512-7575. Myndsendir: 561-8646. Netfang: visbending@talnakonnun.is. Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Háskólans. Prentun: Gutenberg. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita ^án leyfis útgefanda.______________ 4

x

Vísbending

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.