Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1945, Page 5

Frjáls verslun - 01.03.1945, Page 5
2. TBL. 7. ÁRG. X 9 4 5 FRJALS VERZLUNARMANNAFELAG REYKJAVIKUR VERZLUN Hin síðustu misseri hefir verið mikið talað um „nýsköpun“ hér á landi, og þó skiljanlega aldrei meir en um þær mundir sem hin nýja ríkisstjórn var að fæðast, enda telur hún sig fyrst og fremst til þess í heiminn borna, að koma nýsköpun atvinnuveg- anna í framkvæmd. í þessu efni virðist stjórnin hafa sterkari leik á borði en nokkur stjórn hefir áður haft á íslandi. Þörfin á nýsköpun er öilum augljós, og er í því sambandi nægilegt að benda á skipaskortinn, verksmiðjuskortinn, vélaskortinn og húsaskortinn. Þótt ekki séu fleiri at- riði tekin, eru hér fyrir hendi nægileg verkefni um ófyrirsjáanlega framtíð. Það er þakk- látt og gott verk að leysa þessi aðkallandi nauðsynjamál og hverri stjórn lífvænlegt. En sterkasti leikur stjórnarinnar er sá, að hún hefir gnægð fjár úr að spila, alveg gagnstætt því sem verið hefir um allar undanfarnar stjórnir. Og svo hefir stjórnin að báki sér þjóð, sem á skömmum tíma hefir vaxið svo greinilega frá barlómi og úrræðaleysi, að hún ræður sér varla fyrir bjartsýni og framfarahug. Það eina, sem um þessar mundir virðist geta vakið andúð og vantraust á stjórninni, er, að hún færi að predika óþarfa gætni og aðsjálni. En ekki virðast nein líkindi til þess, að hana hendi slík slysni. Um hina verklegu nýsköpun er sem sagt allur þorri landsmanna sammála. Gall- inn er bara sá, að við getum ekki vitað með neinni vissu, hversu lengi við þurfum að lifa í voninni um nýsköpunina, vegna þess, að flest af því, sem til hennar þarf, verður að sækja til útlanda. Aftur eru ýms atriði í löggjöf okkar og framkvæmdum, sem vissulega þurfa ný- sköpunar við og hægt er að byrja að vinna að, hvaða dag' sem er. Væri það til dæm- is ekki tilhlökkunarefni að fá skattalög, sem væru í einhverju samræmi við réttarmeð- vitund þjóðarinnar, veittu framtakinu aukna örfun og aukið öryggi og vektu þann þegn- skap skattgreiðenda að öll skattsvik væru svívirðileg að almannadómi. Eða væri ekki þörf á að losa eitthvað um skrúfurnar, sem nú um langan aldur hafa verið hertar að öllum viðskiptum landsmanna til fjárhagslegs ófarnaðar og ýmiskonar spillingar? Hinu unga lýðveldi er vissulega þörf margvíslegrar nýsköpunar — nýsköpunar í at- vinnuvegum, nýsköpunar í löggjöf, en þó líklega umfram allt nýsköpunar í hugsunar- hætti þjóðarinnar: meiri heiðarleik og þegnskap, minni sviksemi og sérdrægni.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.