Frjáls verslun - 01.03.1945, Page 6
Framtíð heimsviðskiptanna.
í SÍÐASTA BLAÐI birtust nokkrir kaflar
úr erindi Magnúsar Kjaran um Alþjóðaráð-
stefnu kaupsýslumanna, sem haldin var í Rye
í New York fylki dagana 10.—18. nóv. síðastl.
Jafnframt var þess getið, að síðar yrði sagt
nánar frá þessu sögumerka móti, tillögunum,
sem þar voru samþykktar, og stefnunni, sem þar
var mörkuð.
Eins og menn muna, sóttu mótið fulltrúar frá
fimmtíu og tveim þjóðum. Fundir voru haldnir
daglega, og stóðu þeir oftast 21/>—3 klukku-
stundir fyrir hádegi og tvær stundir eftir há-
degi. Átta nefndir voru skipaðar, og voru 35
menn í þeim flestum. íslendingar fengu sæti í
öllum þessum nefndum.
Fulltrúar íslands á ráðstefnunni voru: Hall-
grímur Benediktsson, Magnús Kjaran, dr. Odd-
ur Guðjónsson, Eggert Kristjánsson og Harald-
ur Árnason. Þeir Magnús Kjaran og Haraldur
Árnason komu heim skömmu fyrir áramót og
dr. Oddur all-löngu síðar. Eggert Kristjáns-
son er nýlega kominn, en Hallgrímur Benedikts-
son ennþá ókominn.
Magnús Kjaran flutti erindi sitt 22. jan. og
greindi sérstaklega frá störfum þeirra nefnda,
er þeir Haraldur höfðu átt sæti í. Magnús var í
tveim nefndum. Fjallaði önnur um vérzlunar-
stefnu þjó'öa, en hin um hráefni og matvæli.
Haraldur Árnason átti sæti í nefnd, sem fjallaði
um einstaklingsframtak og verndun þess. Verð-
ur hér á eftir stuttlega rakið efni þeirra tiilagna,
er þessar þrjár nefndir lögðu fram og síðan
hlutu einróma samþykki ráðstefnunnar í heild
sinni.
T erindi sínu komst Magnús Kjaran að orði á
þessa leið:
„Af ályktuiiiiniiin er augljóst, hvað í iiefntl-
iiiii þessum Iiefur verið efst á baugi: FRFILSI
OG MANNRÉTTINDI. Frelsi til athafna og
réttur allra til að njóta gæða lífsins. Það er
afurða móður jarðar í hollu fæði og góðu
klæði og þeirra þæginda, sem tæknin getur
veitt fyrir árangur mannsandans.“
Með þessu er í fáum orðum lýst þeirri stefnu,
sem manni virðist að mörkuð hafi verið á þess-
ari ráðstefnu einum rómi, án mótmæla úr nokk-
urri átt. Er langt síðan svo einart og rögg-
samlega hefur verið tekið í streng með frjálsri
verzlun bæði í milliríkjaviðskiptum og innan-
landsviðskiptum einstakra þjóða. Þarf ekki að
efa, að svo samróma og ágreiningslausar yfir-
lýsingar frá fulltrúum 52 þjóða munu hafa víð-
tæk áhrif. Mætti ef til vill í þessu sambandi
benda á, að hér á landi hafa þau tíðindi nýlega
gerzt, að stjórnmálaflokkur, sem ekki hefur
þótt bera frjálsa verzlun sérstaklega fyrir
brjósti, lýsir nú yfir óskoruðu fylgi sínu við þá
viðskiptastefnu.
BRÉF ROOSÉVELTS FORSETA
Ráðstefnan hófst á því, að formaður Ame-
ríkudeildar alþjóða-verzlunarráðsins, Eliot
Wadsworth, las upp bréf það frá Roosevelt
Bandaríkjaforseta, sem hér fer á eftir:
Hvíta húsinu, Washington.
Mér er ánægja að því að bjóða velkomna til
Bandaríkjanna kaupsýslumenn annarra landa,
sem koma ásamt amerískum kaupsýslumönn-
um saman á alþjóða verzlunarráðstefnu. Þessi
ráðstefna er veigamikið skref í áttina til góðra
framtíðarsamskipta, ekki einungis meðal
kaupsýslumanna ýmissa landa, heldur og
meðal þjóðanna sjálfra.
Kaupsýslumenn hinna sameinuðu þjóða og
þeirra þjóða, sem halda bandalag við þær,
hafa gert mikið til að tryggja vopnum vorum
sigur. Nú heina þeir huga sínum að þeim
vandamálum, er því eru samfara að koma
aftur á fót örum viðskiptum allra þjóða á milli
að stríðinu loknu, og gerist þetta án þess að
í nokkru sé slakað á hinum stríða straumi
birgða til allra ófriðarsvæða. Þeirri skoðun
vex nú ört fylgi, að aukning alþjóðaviðskipta
eftir stríð sé undirstöðuatriði efnalegrar vel-
megunar og öryggis allra landa.
Að stríðinu loknu liljóta heimsviðskiptin
að þróast á þeim grundvelli, að öllum sé gerl;
FRJÁLS VBRZLUN
6