Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1945, Blaðsíða 11

Frjáls verslun - 01.03.1945, Blaðsíða 11
fjórir saman: Þorsteinn Árnason frá Reykjavík, Ólafur Benediktsson frá Akureyri, Ólafur B. Ólafs- son frá Akranesi og ég. DVöldumst þar svo, þangað til við lukum prófi í september síðastl. Þeir Þor- steinn og Ólafur Ben. hafa nú fengið góðar stöður í New York, sjálfur starfa ég á skrifstofu Fiskimála- nefndar hér í bænum, en Ólafur B. Ólafsson, sem var meðal farþega á Dettifossi, er nú nýkominn heim eftir mikla hrakninga, eins og mönnum er kunnugt." „Eru þá engir íslendingar á Rider College í vetur?“ „Jú, þeir Bjarni Albertsson og Arnbjörn Ólafs- son frá Keflavík og Gunnar Hvannberg frá Reykja- vík komu þangað í haust og munu stunda þar nám um cins eða tveggja ára skeið.“ „Hvo margir nemendur stunda nám við skólann að jafnaði?“ „Á friðartímum eru þeir allt að því 2000, en þegar við komum þangað, voru þar aðeins 300 nemcndur. þ'ar af 30 piltar.“ „Maður skyldi þá ;ella, að blómarósirnar haíi litið yldtur, landana, hýru auga?“ „Við skUlum ekkert um þaö segja,“ svarar Þor- grímur og brosir. „Annars urðum við ekki fyrir rteinum yfirgangi af hálfu hins veika kyns.“ „Ekki hafið þið verið einu útlendu nemendurnir í skólanum?“ „Síður en svo, því sú var tíðin, að þangað sóttu nemendur frá flestum löndum heims. En nú hefur styrjöldin breytt því, eins og öðru, og í fyrra voru þarna tiltölulega fáir útlendingar og flestir þeirra frá Suður-Ameríku. Þó voru nokkrir lengra að komnir, t. d. frá Kína og Filippseyjum, að ógleymd- um prinsinum mikla og mektuga frá Siam, — sem var annars bezti strákur." „Mönnum hefur þá ekkert brugðið í brún við fregnina um komu ykkar „heimskauta-búanna" ís- lenzku?“ „Nei, vafalaust ekki. Að minnsta kosti tel ég víst, að þeir hafi ekki gcrt ráð fyrir þeldökkum og skinn- klæddum Eskimóum, því John G. Gill, forseti skól- ans er mikill Islands-vinur og mjög vel kunnugur sögu okkar. Hann er góður kunningi Thors Thors sendiherra, og hafði Thor nokkrum sinnum heim- sótt Rider College og einu sinni flutt þar langt og ýtarlegt erindi um Island, sem var að allra dómi hið snjallasta. Skömmu áður en við lukum prófum var Thor gerður að heiðursdoktor við skólann.“ „Hvernig líkaði þér við Rider College, og hvert er álit þitt á amerískum skólum yfirleitt?" „Mér líkaði prýðisvel við skólann og sama er að segja um okkur félagana alla. Hann er einkar hent- ugur fyrir íslendinga, sem hafa lokið námi við Verzl- unarskóla íslands eða aðra slíka. Maður getur valið um námsgreinar eftir upplagi og áhuga. Hvað mig sjálfan snertir, þá lagði ég stund á fög, sem lúta að vátryggingum, skipulagi skrifstofustarfa og út- breiðslustarfsemi. Auk þess las ég spænsku, ensku og enskar bréfaskriftir. Ég er þeirrar skoðunar, að amerískir skólar standi sízt að baki þeim evrópisku. Að minnsta kosti hygg ég, að þetta muni vera reynsla manna varðandi nýjungar á hvaða sviði sem er. Ameríkanar eru „praktískir". Þeir kenna meðferð hlutanna í dag í samræmi við notkun þeirra á morg- un.“ „Varla mun ástæöa til að ætla, að frammistaða ykkar í skólanum hafi ekki verið ættjörðinni til sóma?“ „Við gerðum okkar ýtrasta til þess, að dvöl okkar í Ridcr College mætti frekar auka hróður íslands heldur en hitt, og ég ætla, að það hafi tekizt vonura framar. Við nutum hinnar orðlögðu hjálpsemi og alúðar landsmanna í hvívetna, og allir umgengust okkur cins og vini og gamla kunningja." „Hverjar hugmyndir gerir almenningur í Banda- ríkjunum scr um ísland?“ „Þessari spurningu ætla ég að svara með því að scgja ykkur frá atviki, sem átti sér stað, skömmu eftir komu mína til Trenton. Ég var á gangi í skemmtigarði einum, þar sem fjöldi barna var að leikjum. Tveir snáðar, á að gizka tíu ára gamlir, komu hlaupandi á móti mér, en sáust lítt fyrir. í hita leiksins rakst annar þeirra á mig, svo aö ég hrasaði. Þeir báðust kurteislega afsökunar, og var hún fúslega veitt. Tókum við nú tal saman, og þar sem mig langaði til að heyra, hve mikið þessir ungu drengir vissu um ísland og íbúa þess, þá tók ég nú að spyrja þá spjörunum úr. Mér til mikillar undrun- ar gáfu þeir skýr og skilmerkileg svör við flestu og þegar ég spurði þá, hvaðan þeim kæmi öll þessi vitneskja, þá kváðust þeir hafa fengið hana frá kennurum sínum. Að lokum spurði ég, hver hefði fundið Ameríku, og ekki létu þeir standa á svarinu. „Það var Leifur Eiríksson, og hann var ekki Norð- maöur, heldur Islendingur.“ „Það er ástæðulaust að geta þess, að ég kvaddi drengina með virktum og bað þá að skila alúðar- kveðjum til kennara sinna. Enda þótt tæplega megi draga þá ályktun af dæmi þessu, að almenningur í Bandaríkjunum hafi yfir- leitt jafn sannar og raunréttar hugmyndir um Is- land og þessir snáðar, þá ber það þó á hinn bóginn vott um vaxandi skilning. Og víst er um það, að þekking Bandaríkjamanna á högum okkar er mun meiri og fullkomnari en fólk hér. heima gerir sér almennt í hugarlund.“ FRJÁLS YERZLUN 11

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.