Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1945, Qupperneq 12

Frjáls verslun - 01.03.1945, Qupperneq 12
Borðeyrarverzlun Ludvif; Hjálmtýsson hefur sent blaðinu þessa fróðlegu frásögn. Ifafði hann fundið hana í gömlu blaðadóti, og' verður ekki sagt með neinni vissu, úr hvaða riti hún er tekin. Höfundur hennar hét Jónadab Guðmundsson frá Núpi. Borðeyri varð löggiltur verzlunarstaður 28. des. 1846. Til þess höfðu Strandamenn og Vest- ur-Húnvetningar orðið að sækja í kaupstað til Stykkishólms eða Hólaness. Það var auðvitað gott frá því sem að þurfa að fara í kaupstað til Hafnarfjarðar, eins og áður var. Menn hugðu gott til, að kaupstaðarleiðin styttist. En svo leið næsta vor, að ekkert kaupfar kom til Borðeyrar, og olli það nokkrum áhyggjum. Hafði enginn þorað að sigla inn milli Illugastaðaboða og Kýr- hamarsboða, og er þó vika sjávar á milli. Þá var það, að héraðshöfðinginn Jón kammerráð á Mel- um reið suður til Stykkishólms og með honum séra Þórarinn á Stað Kristjánsson, síðar pró- fastur á Prestsbakka, til þess að reyna að telja Clausen kaupmann þar á að senda spekúlant til Borðeyrar. Clausen kaupmaður var ríkur vel, og átti hann 27 skip í förum, er mest var. Hann var lengi tregur til ferðarinnar, en lét þó loks tilleiðast, er kammerráðið hét honum að veði 40 hdr. í jörðinni Hofsstöðum í Miklaholtshreppi, fyrir því, að ekkert yrði að skipinu. Var þetta bundið fastmælum, og skyldi skipið koma á næsta vori. Snemma morguns dag einn í júníbyrjun árið 1848, í norðan stórgarði og þoku, svo illa sá til sólar, urðu menn varir við siglingu fyrir utan Hrútey. Skipið hélt kyrru fyrir um stund, hefur ekki þótt árennilegt að leggja inn í brimskafl- inn þar fyrir innan. Svo lagði það inn Hrút- eyjarsund og beint inn á Borðeyrarhöfn. Eng- inn hafnsögumaður var með skipinu, en maður frá Búðum, er hafði komið einu sinni til Hrúta- fjarðar, stýrði skipinu inn, og þótti það áræði mikið. Þetta fyrsta Borðeyrarskip hét „Ungi Svan- 13 urinn“, var það tvímöstruð skonnorta, 48 tonn, en skipstjórinn hét Sörensen. Var hann einn hinn bezti skipstjóri Clausens og hugaður vel. Sá hét I. C. Brant, er rak verzlunina á skipinu. Var hann einn af beztu mönnum Clausens. Þótti Clausen mjög vænt um hann og lét hann sjá um reikninga sína í Kaupmannahöfn. Brant þessi var mesti gæðamaður. Þá var með skipinu Árni Sandholt kaupmaður og félagi Clausens. Hann var grænlenzkur í aðra ættina, en ann- ars frá Sandhaugum í Þingeyjarsýslu. Höfðu beir Brant verkaskipti þannig, að Brant var við bókina, en Árni var viktarmaður uppi á þilfari. Það var uppi fótur og fit í nærsveitum, er skipkoman spurðist, og fóru menn í hópum til kaupstaðar, og var því sem næst öll varan keypt upp á einni viku. Næstu tvö ár kom svo ekkert skip til Borð- eyrar, en síðan fóru spekúlantar að koma og urðu allmargir sum vorin. Árið 1850 kom þangað Hillebrant frá Hóla- nesi, sá er byggði þar fyrstur verzlunarhús, og með honum félagi hans, Bergmann, sem kall- aður var ,,ístrumagi“. Hét skip þeirra Fortúna, en skipstjóri Tönnesen. Það ár kom og Jacobsen kaupmaður frá Skagaströnd á skipi sínu, Ex- periment. Var það stór skonnorta. Var skip- stjórinn Riis, faðir kaupmannsins, sem seinna var á Borðeyri. Clausen sá, að Ungi Svanurinn var of lítill, og sendi nú stærra skip, er Meta hét. Var Sören- sen skipstjóri á því. Clausen gamli átti tvo syni, Vigent stúdent og Holgeir kaupmann, en dóttur eina, er gift var Zöllner lögfræðingi. Kom Zöll- ner eitt skeið til Borðeyrar. Holgeir var um stund kaupmaður á Metu. Þetta skip var ný- FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.