Frjáls verslun - 01.03.1945, Side 13
smíðað og var 70 lesta. Var Sörensen lengi með
þetta skip, en lét af skipstjórn, er hann var gam-
all orðinn. Hét sá Jessen, er þá tók við skipinu,
og skömmu síðar fórst það fyrir Vesturlandi
og þá um leið annað skip, er Clausen átti og hét
Geirþrúður.
Hafnsögumaður sá, er stýrði skipum til Borð-
eyrar í þennan tíma, var Ólafur á Kolbeinsá
Gíslason. Þótti hafnsögugjaldið dýrt. Það kost-
aði 28 dali að leiðbeina skipi inn, en 16 dali út.
Sumir spöruðu sér þau útgjöld, og kom þó ekki
að sök.
Spekúlantar komu jafnan um fardaga. Máttu
þeir ekki verzla nema mánuð; — urðu annars
að borga sektir, en pantaðar vörur máttu þeii'
afgreiða, þótt síðar væri.
Kvenfólk var afarfíkið í að fara út í spekú-
lantana; kom það oft hundruðum saman á Borð-
eyri, og var tanginn stundum fullur. Var þá orð-
tak þeirra dönsku: „Margur pilsungi í dag.“
Dálítið verzluðu konurnar; keyptu helzt klúta
eða léreftsbætur, en höfðu afar gaman af að
skoða kramið. Svo var og með unglingspilta, að
þeir sóttust mjög eftir því, að komast út í spekú-
lantana. Höfðu þeir að jafnaði pelaglas með sér
og snýktu þá á það, áður en þeir færu. Bændur
höfðu gjarnan þriggja pela flöskur, og um Finn
á Fitjum er það sagt, að hann kom með kút fyrir
nestispela. Voru spekúlantar örlátir á áfengið,
og engum neitað um á ferðapelann. En á kvöld-
in var venja spekúlantanna að bera sig saman
um það, sem gerzt hafði um daginn. Kom þá
stundum upp úr kafinu, að sami maður hafði
komið til þeirra allra með kút, og náð sér þann-
ig í allgóðan forða af brennivíni. Var þá talað
um að takmarka brennivínsgjafirnar, en Bjarni
Sandholt, bróðir Árna og félagi þeirra Clausens,
tók málstað viðskiptamannanna. Sagði hann, að
þetta væri eina skemmtunin, sem þessi grey
hefðu á árinu, þegar þeir kæmu, og varð nú
engin fyrirstaða með að gefið væri á ferðapel-
ann.
Verzlunin óx stórum við það, að spekúlantar
komu. T. d. var áður tekið til meðalheimilis 2þ4
kg. af kaffi til ársins, en nú um 15 kg. Áður 5-—6
pottar af brennivíni, en nú þótti ekki mikið, þó
tekin væri tunna.
Kornvara var flutt laus í skipunum, en
brennivínstunnur og kvartil voru á dreif innan
um kornbynginn, og þurfti oft að grafa upp, ef
eftirspurnin var meiri eftir brennivíninu en
kornmatnum. Kornvaran var í stórlestinni, en
tjara og járn í framlestinni.
Til meðal heimilis (10—12 manna) voru tekn-
ar 7 tunnur af kornmat. Hálftunna af rúgmjöli,
40 kg., kostaði 8 dali. Sama verð var á ertum og
rúgi, en bankabygg var tveim dölum dýrara, og
sama verð var á heilrís og hálfrís, sem selt var
í 50 kg. pokum. Þekktist sú kornvara ekki þar
um slóðir, fyrr en spekúlantarnir komu.
Brennivínspotturinn kostaði 1 mark, en í
tunnum kostaði hann 14 skildinga, og fylgdi
tréð með, gefins. Annað áfengi var extrakt,
mjöður og rauðvín. Bæjerskt öl höfðu spekúlant-
arnir einnig, en aðeins sem skipsforða, og seldu
það ekki, en veittu einstaka mönnum. Rjól kost-
aði tvö mörk, en rulla 4 mörk pundið. Vindlar
kostuðu ríkisdal hundraðið, slæm tegund, en
aðrir mjög dýrir. Lítið var um reyktóbak; var'
það selt í bréfum og hét ,,Kardus“, ,,Biskup“ og
,,Blámaður“.
Ull var tekin á túmark pundið, tólg á ríksort
og sellýsi á 25 dali tunnan. Var þetta aðalvara
landsmanna. Þá voru og lambskinn keypt á 8
skildinga, tófuskinn mórauð á 4 dali, en hvít á
2 dali. Selskinn voru ekki seld.
Framan af komu spekúlantar sér saman um
vöruverð, áður en þeir byrjuðu verzlunina, en
er Glad spekúlant kom á skipi sínu, Agnet í
Köje, þá sveik hann alla þá samninga. Seldi
miklu ódýrara og gaf betur fyrip innlendu vör-
una. Glad seldi t. d. kaffið á 20 skildinga, sem
hinir seldu á ríksort. Kom Glad hvert sumarið
eftir annað, og urðu hinir spekúlantarnir að
breyta vöruverði sínu eftir honum, hvort sem
þeim var það ljúft eða leitt.
Árið 1853 kom og Jóhannes forgyllti frá
Reykjavík. Var það skip Grosseraverzlunarinn-
ar, og var með því Jón Stefánsson frá Straumi
á Skógarströnd, hét Clausen skipstjóri. Ekki
kom það skip oftar. Þá kom og einu sinni Ásgeir
Ásgeirsson frá ísafirði, síðar etazráð. Hét skip
hans Lovísa. Þorlákur kaupmaður Johnsen frá
Reykjavík kom og eitt sumar á ensku skipi, og
ýmsir fleiri komu, er ekki verða hér taldir.
Það var venja spekúlanta að taka sér einn
hátíðisdag um kauptíðina. Völdu þeir til þess
afmælisdag Clausens gamla í Stykkishólmi.
Fóru þeir þá út að Reykjalaug og voru þar, sem
hveralækurinn skiptist, og síðan er kallaður
Kaupmannahólmi. Höfðu þeir með sér klyfja-
hesta og á þeim svínsflesk, skonrok, öl, brenni-
vín og romm. Voru þangað allir velkomnir og
hverjum veitt eftir vild. Notuðu héraðsmenn vel
boðið, og var aðsókn sem á hvalfjöru. Enginn
kvenmaður sótti þó þessa samkomu.
Annars var yfirleitt hver dagur öðrum líkur
meðan spekúlantarnir dvöldu á Borðeyri.
Klukkan að ganga 6 á morgnana fór kokkur-
inn á fætur og ferjumaðurinn. Var þá oft kom-
ið margt fólk á tangann. Gekk svo ferjan milli
skips og lands allan daginn og langt fram á nótt,
FRJALS VERZLUU
13