Frjáls verslun - 01.03.1945, Qupperneq 14
og oftast hlaðin af fólki og ull og annari vöru.
Flestir spekúlantarnir létu hönd selja hendi,
en Bjarni Sandholt og Bryde lánuðu nær eftir
vild.
Um sama leyti og spekúlantarnir fóru að
koma á Borðeyri, komu þeir einnig á Skeljavík
við Steingrímsfjörð, en hún er litlu innar en nú
stendur Hólmavíkurkaupstaður. Var útlend
vara afhent þar, en svo komu bændur aftur með
sína vöru á áttæringum til Borðeyrar.
Enginn kofi var á Borðeyri fyrstu árin sem
spekúlantarnir komu þar, og ekki fyrr en Pétur
'Eggerz reisti þar hús árið 1860. Var það 24 álna
langt og 12 álna breitt.
Hann tók vörur þær af skipum Clausens, sem
ekki gengu út, og verzlaði með þær. Síðan stofn-
aði hann verzlunarfélag ásamt þeim Páli Vídalín
í Tungu og Skaptasen lækni. Hét það Verzlunar-
félag Húnvetninga, og var hlutafélag, en hlut-
vrinn var 25 dalir.
Félag þetta gat ekki ] rifizt, og misstu menn
liluti sína. Keypti Zöllner þá húsið af Pétri, en
Bryde byggði nýtt hús á tanganum. Úr því féllu
niður spekúlantaferðir til Borðeyrar og höfðu
þær staðið frá 1846 til 1879, cða í nær 38 ár.
Uin mcrking vöiTisendinga.
Mörgum, er íá vöi - sendar með skipum erlendis
frá, er kunnugt um óþægindi er af því hjótast, er
' rörurnar eru sammerktar öðrum. Stundum getur
þetta orðið til þess, að vörurnar eru fluttar á skakk-
an stað, töf og kostnaður orðið af þessu, eða þá að
kassana verður að opna í geymsluhúsi viðkomandi
eimskipaafgreiðslu, sem oft er ekki þægilegt.
Mér virðist, að þetta mætti algerlega fyrirbyggja
með því, að einhver samtök innflytjenda, t. d. Verzl-
unarráðið eða Verzlunarmannafélagið, gengist fyrir
því, að hver innflytjandi hefði sitt ákveðna merki
og væri fyrir því samþykkt, að enginn annar mætti
nota það. Skrá yfir þessi merki, svo og nöfn eig-
enda þeirra, væri svo fjölrituð, og fengi hver inn-
flytjandi sitt eintak. Mér finnst eðlilegast, að Verzl-
unarráðið gangist fyrir þessu; það yrði til mikilla
jiæginda. Dálítil fyrirhöfn og kostnaður yrði við
þetta í upphafi, og skrána yrði að endurnýja árlega.
En ég held, að það mundi svara kostnaði.
Ef til vill gæti þetta einnig orðið til þess að flýta
fyrir afgreiðslu í geymsluhúsum eimskipaafgreiðsl-
anna og gera hana eitthvað auðveldari. Ef hver
innflytjandi hefur sitt merki og enginn annar, hlýt-
ur það að vera auðveldara fyrir afgreiðslumennina
að finna og afhenda vörurnar.
Þorsteinn Jónsson.
+
Hinn 11. október síðastliðið ár andaðist Árni
Einarsson, fyrrv. kaupmaður, Vesturgötu 45,
Reykjavík. Hann var sonur merkishjónanna
Einars Árnasonar, kaupm. og Guðrúnar Lúð-
víksdóttur Knudsen. Ilann var fæddur 12. jan.
1890 í Reykjavík.
Þessi mæti maður var meðlimur Verzlunar-
mannafélags Reykjavíkur og virkur félagi þess
um langt skeið, eða þar til hann varð fyrir því
áfalli, er bægði honum frá allri vinnu og varð
honurn, eftir margra ára vanheilsu, að aldurtila.
I mörg ár sat Árni í stjórn V. R. og var um
skeið formaður þess. Hann var einn af þeim á-
hugamönnum félagsins, er urðu til þess að end-
urvekja félagið árið 1920. Á 50 ára afmæli fé-
lagsins var hann kjörinn heiðursfélagi.
Stendur félag vort í mikilli þakkarskuld við
| enna framliðna, vinsæla félaga, er hafði með
starfi sínu og fórnfýsi í þágu félagsins áunnið
sér mikið traust og virðingu félagsbræðra sinna,
cnda alltaf reiðubúinn að vinna félaginu sem
mest gagn hann mátti, á meðan kraftar hans
og heilsa leyfðu.
Blessuð sé minning þessa góða drengs og fé-
laga.
H. H.
14
FKJÁLS VEKZLUN