Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1945, Blaðsíða 15

Frjáls verslun - 01.03.1945, Blaðsíða 15
Eigum við oð fara í stríðið? Mr. STIMSON, hormálaráðhorra Bandaríkjanna, kom snöggvast til Reykjavíkur í júlíbyrjun 1943. Hann átti tal viö íslenzka blaðamenn. Einn þeirra spuröi ráðherrann hvort hánn teldi ekki aö ísland iieföi mikla þýöingu fyrir úrslit styrjaldarinr.ar. „Jú,“ svaraði Mr. Stimson. „Þess vegna erum við liér.“ í þessu fáorða svari ráðherrans er allur sannleik- urir.n sagöur, bœöi um návist brezks og amerísks herafla hér á landi. Enginn er bættari, þótt ve:iö sé aö halda á lofti einhverri sólskinssögu um þaö, að Brotar og Bandaríkjamenn hafi komið hingað til þcss cins að vernda ísl.nzku þjóðina. Þeir komu hingaö vegna þess, að lega landsins gerir þaÖ að til- völdu eyvirki og vegna þess að þeir þurfíu á þessu „eyvirki norðursins" að halda sjálfum sér til verndar. Þetta er alls ekki sagt í ásökunarskyni. Þótt við gerðum okkur ekki fyrirfram ljóst, hver áhrif „al- ger styrjöld" mundi hafa á aðstöðu okkar, er vor- kunnarlaust að skilja það nú. Og úr því það átti fyrir okkur að liggja að taka við erlendum herafla, hefðu sennilega fáir íslendingar kosið aðra aðkomu- menn fremur en þá sem urðu. Sambúðin hefur veriö slík, að hvorugur aðili telur sig hafa ástæðu til stór- felldra umkvartana. Hervaldinu hefur yfirleitt verið beitt af mikilli lempni, enda hafa íslendingar ekki gefið tilefni til harðneskjulegra ráðstafana. Þá verð- ur að telja, að íslenzka þjóðin sætti sig betur við þá frelsisskerðingu, sem óhjákvæmilega leiðir af hinni breyttu aðstöðu, fyrir það tvennt, að þær þjóðir, sem hér hafa herafla, telja sig berjast fyrir þeim málstað, sem íslendingum er hugstæður, og að því er treyst, að þessar þjóðir hverfi héðan með herafla sinn og hernaöartæki að ófriðnum loknum. ★ í stöku brezkum blöðum — og þá einkum þeim, sem þarlendir útgerðarmenn standa að — hefur stundum verið fjargviðrast yfir því, hvað íslend- ingar græddu mikið á stríðinu. Jú, við höfum selt Bretum fisk fyrir umsamið verð og hagnazt vel á sölunni. En hver er kominn til að segja, að okkar hagur á þeim viðskiptum sé meiri en þeirra? Hér er ekki átt við þann gróða, sem brezkir milliliöir kunna að hafa fengiö fyrir sína fyrirhöfn, heldur blátt áfram það, að matvælaástandið þar í landi hcíur verið slíkt, að þoir liafa ekki mátt án fisksins vera. Bretar hafa ekki borgað íslendingum meira fyrir sinn fisk cn brezkum fiskimönnum og öðrum fyrir sambærilega vöru. Hvaða aðstöðu höföum við líka — og það undir tvöföldu hernámi — til að kúga brezka heimsvcldið til að greiða yfirverð fyrir fram- lei'Csluvöru okkar? I-Iver mundi neita því, að reikningslega höfum við bætt hag okkar stórkostlega síðan styrjöldin hófst, ekki sízt á fisksölu til Bretlands? En hvor gctu.r sagt um það, hvað miklu af þessum stríðs- gróða v.rður óhjákvæmilega að verja til þeirrar uppbyggingar íslenzkra atvinnuvega, sem fyrir ligg- ur að ófriðnum loknum, ef íslenzka þjóðin á að hafa nolckra von um að geta haldizt við í landi sínu ? Þrátt fyrir hina öflugu hervernd, sem við höf- um búið undir nálega fimm ár, höfum við orðið að færa miklar fórnir bæði í dýrum verðmætum og mannslífum. Mesta keppikefli hverrar eyþjóðar, sem vill vera sjálfstæð, er að þurfa ekki að leita til ann- arra um siglingar að og frá landinu. Fyrir stríð vorum við fjarri því að vera sjálfum okkur nógir í þessu efni, og þó erum við fjær því marki í dag en við vorum þá. Hvað verður mikið eftir af stríðs- gróðanum, þegar við erum búnir að koma okkur upp nægilegum farkosti — skipum og flugvélum ■— til þess að annast allar flutningaþarfir landsmanna og allar fiskveiðar; þegar við auk þess erum búnir að eignast nægilegar vélar og verksmiðjur, sem við vitum að verða að vera af nýjustu, fullkomnustu og þá auðvitað dýrustu ■— gerð, ef líkindi eiga að vera til þess, að við getum haldið velli í samkeppn- inni við aðrar þjóðir, án þess að slá af þeim lífs- kröfum, sem við höfum nú tamið okkur? Þótt við kunnum að vera svo bjartsýnir að ætla, að við fáum allt, sem við þörfnumst til nauðsynlegs viðhalds og eflingar framleiðslu okkar, eins ódýrt og greiölega og hugsast getur, væri mjög óvarlegt að loka aug- unum fyrir þeim möguleika — að maður ekki segi þeim líkindum — að talsverðir framleiðslu- og at- vinnuörðugleikar verði frá því að ófriðnum lýkur, þar til hin nauðsynlega „nýsköpun" er komin í FRJALS VEllZLUN 15

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.