Frjáls verslun - 01.03.1945, Side 16
framkvæmd. Það er hætt við, að þörf kunni að
vera fyrir eitthvað af stríðsgróðanum til þess að
standast þann halla.
★
Fyrir þjóð, sem lengstum hefir varla haft í sig
né á, er stríðsgróðinn okkar afar mikill. En ekki
ætti hernaðarþjóðunum að vaxa slíkir smápeningar
í augum. Við skulum hugsa okkur að öfundarkenn-
ingum vissra enskra útgerðarmanna um ómaklegan
stríðsgróða yxi svo fylgi meðal Bandamanna, að
þær yrðu almenningsálit í Bretlandi, Bandaríkjun-
um og Rússlandi. Næst þegar þeir Roosevelt og
ChurchiJl færu til fundar við Stalin, yrðu þessi mál
tekin til athugunar. Þessum þrem höfuðkempum
kæmi saman um, að íslendingar hefðu ekki lagt
nærri nóg á sig vegna hernaðarátaks hinna sam-
einuðu þjóða. Væri ekki rétt að þessir útsmognu
stríðsgróðamenn fengju að borga fyrir alla her-
verndina og hagkvæmu verzlunarsamningana ?
Jú, mikil undur! Svo væri kallað á þrjá fjármála-
sérfræðinga, sinn frá hverri þjóð, og þeir beðnir
að telja saman stríðsgróða íslendinga og hafa nið-
urstöðutölurnar til eftir kaffi. Síðan væri umræð-
unni frestað, en þrenningin færi út að fá sér hress-
ingu. Meðan stórmennin þrjú væru að drekka kaffið,
bærist talið að stríðskostnaðinum. Um leið og upp
væri staðið, liti Winston Churchill á úrið sitt og
segði: ,,Jú, þetta er meiri stríðskostnaðurinn. Vitið
þið, hvað stríðið hefur kostað sameinuðu þjóðirnar
þessa stund, sem við höfum verið að renna út úr
einum kaffibolla?" Hann mundi nefna nokkur hundr-
uð milljónir króna.
Svo yrði tekið aftur til starfa og þá legðu fjár-
málasérfræðingarnir fram niðurstöðutölurnar um
stríðsgróða íslendinga. Og hvað kæmi þá upp? Jú,
stríðsgróði íslendinga myndi nægja til að borga
stríðskostnað sameinuðu þjóðanna meðan „þeir
stóru“ væru að drekka eftirmiðdagskaffið sitt. Alls
ekki meira! Þá mundi Winston segja: ,,Ekki getum
við verið svo lúsarlegir að fara að skattleggja þessa
menn, úr því að þeir geta varla kostað stríðið drykk-
langa stund.“ Þar með væri það ,,fjáraflaplan“ farið
forgörðum.
★
En það er ekki víst, að íslendingar væru samt úr
sögunni. Væri ekki hægt að láta þá segja fasista-
ríkjunum stríð á hendur? Jósef Stalin gæti upplýst,
að honum væri kunnugt um menn á íslandi, sem
hefðu gert það að skilyrði fyrir ,,vinstri“ samvinnu
eftir kosningarnar 1942, að íslendingar tækju virk-
an þátt í vörnum landsins. Ekki mundi lengi þurfa
að eggja þá pilta.
Segjum, að íslendingar fengju ákveðin tilmæli frá
einhverju eða einhverjum stórvelda Bandamanna
um að fara í stríðið. Myndi stjórn og þing þurfa að
hugsa sig lengi um svarið? Væri ekki einsætt að
vitna til þess, að ísland hefur lýst yfir ævarandi
hlutleysi sínu, og að ríkið er vopnlaust? Gæti ekki
stjórn og þing með sanni sagt, að þar sem hlutleys-
isyfirlýsingin væri eitt af mikilsverðustu grundvall-
aratriðunum í sjálfstæðri tilveru okkar, yrði að bera
málið undir þjóðina? Mætti ekki minna á, að fyrir
styrjöldina fóru ýmsir af leiðtogum Bandaríkjanna
hinum mestu viðurkenningarorðum um Islendinga,
einmitt fyrir það, að vera hlutlausir? Eða hafa menn
gleymt þeim ummælum, sem höfð voru, þegar ts-
landssýningin var opnuð í New York, — um litlu,
friðsömu, vopnlausu fyrirmyndarþjóðina í Norðr-
inu? Væri ekki óhætt að segja, að við teldum okkur
eiga meiri rétt til að sitja samkundu frjálsra þjóða,
með því að vera trúir yfirlýstri stefnu okkar og
hugsjónum, heldur en með því að láta hrekjast af
settri braut? Mætti ekki spyrja Winston Churchill,
hvort hann hefði gleymt því, sem hann mælti af
svölum Alþingis 16. ágúst 1941? Mætti ekki spyrja
hinn göfuga „verndara smáþjóðanna" í Kreml, hvort
honum þætti það ekki grátt gaman, að vilja neyða
ævarandi hlutlausa og vopnlausa smáþjóð út í
styrjöld?
★
Alls þessa mætti spyrja og margs fleira. Og svo
mætti að endingu segja eins og er:
1. Til þess að meta rétt skaða íslendinga af
völdum styrjaldarinnar, á mönnum og eignum,
er nauðsynlegt að hafa hugfast, að Bretar eru
400 sinnum fleiri en við, Bandaríkjamenn rúm-
lega þúsund sinnum fleiri og Rússar um 1500
sinnum fleiri.
2. Hinn margumtalaöi stríðsgróði okkar er að
miklu leyti fólginn í því, að Bretar hafa greitt
okkur sama verð og öðrum fyrir matvæli, sem
þeir gátu ekki án verið.
Þessi ,,stríðsgróði“ verður því að eins raun-
verulegur, að við getum fyrir hann keypt skip,
vélar og verksmiðjur, sem tryggja efnahags-
lega framtíð okkar í landinu og nægi auk þess
til þess að jafna þau skakkaföll, sem óhjá-
kvæmileg má telja vegna atvinnuröskunar að
ófriðnum loknum.
3. Það er alviðurkennt (sbr. „Þess vegna erum
við hér“ og ótal fleiri ummæli í sömu átt), að
afnot eyvirkisins í norðrinu hafi ómetanlega
þýðingu fyrir úrslit styrjaldarinnar. Nú vill
svo til, að þetta eyvirki er eign okkar íslend
inga og einskis annars. Við höfum ekki krafizt
neinnar greiðslu fyrir afnot þessa eyvirkis,
enda verða þau vart metin til fjár.
Hins vegar gæti það verið fróðlegt fyrir
einhverja snjalla herfræðinga Bandamanna,
að meta til hernaðarstyrks þá bættu aðstöðu,
sem hinar sameinuðu þjóðir hafa fengið við
afnot íslands. Mundi ekki þessi bætta aðstaða
FRJÁLS VERZLUN
16