Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1945, Qupperneq 17

Frjáls verslun - 01.03.1945, Qupperneq 17
svara til æðimargra herfylkja, æðimargra her- skipa og æðimargra flugvéla? Mundi ekki hin litla þjóð, sem lagt hefur til „eyvirkið í norðrinu“, hafa létt svo hernaðarátök hinna sameinuðu þjóða, að hún yrði ekki gerð aftur- reka við dyrnar, ef hún óskaði að sitja sam- kundu þeirra? í þessu efni virðist almenningsálitið á íslandi svo sterkt og ákveðið, að tilmælum um að fara í stríð- ið verður varla svarað nema á einn veg. Friðarr. Hermannaglettur Síðastliðin 3 ár hefur all fjölmennur amerískur her haft aðsetur í Englandi. Bretar og Bandaríkja- menn eru næsta ólíkar þjóðir hvað eðlisfar snertir og háttalag allt, — það vitum við Islendingar af eigin reynslu, — en þó hefur sambúð þeirra verið góð, — eins og líka vera ber um vopnabræður og samherja. Hins vegar hafa báðir aðiljar, hvor um sig, fundið ýmislegt athugavert og hjákátlegt í fari hins, og þannig hafa orðið til margar hnittnar og skemmtilegar kímnisögur. Nýlega birtist grein í ensku tímariti, þar sem sagt er frá nokkrum „bröndurum", sem orðið hafa til á þennan hátt, og þar sem íslenzkir lesendur eru málunum kunnugir, má telja víst, að þeir muni hafa gaman af að heyra þá helztu: Amerískur hermaður er á ferð í enskri járnbraut- arlest. I vagninum með honum er aðeins einn ferða- félagi, gamall maður. Soldátanum er kunnugt um það, hversu frábitnir Bretar eru öllum samræðum við ókunnuga, og þess vegna situr hann án þess að mæla orð frá munni og jórtrar tyggigúmmið sitt með þjóðlegum ákafa. Eftir nokkra hríð snýr gamli maðurinn sér að honum og segir: „Þetta er ekki til neins, ungi maður. Ég get ekki heyrt stakt orð af því, sem þú ert að segja, því að ég er með öllu heyrnarlaus." Annar amerískur hermaður kveðst alla tíð hafa haft grun um, að Englendingar væru yfirleitt hálf- vitlausir bjánar, en fullvissu um þetta þykist hann hafa fengið eitt sinn, er hann var á gangi um af- skekkt hérað í Oxfordshire. Gamall uppgjafa hers- höfðingi, enskur, bauð honum að aka með sér í vagni sínum, og þáði hann það. Ameríkananum til mikillar undrunar snéri hershöfðinginn sér við öðru hvoru og stráði dufti á veginn fyrir aftan sig. Loks gat sá fyrrnefndi ekki lengur orða bundizt og spurði, hver væri tilgangurinn með þessu furðu- lega athæfi. Gamli stríðsmaðurinn svaraði stuttur í spuna: „Þetta duft er eitur, sem ég nota til þess að verjast árásum ljóna.“ FEJÁLS VEEZLUN „Ég er ekki ýkja kunnugur enskum staðháttum, en þó þykist ég viss um það, að hér í Oxfordshire finnast engin blóðþyrst villidýr — sízt af öllu ljón.“ Hershöfðinginn horfði á Ameríkanann, liörkuleg- ur á svipinn, og svaraði: „Nei, hér eru engin ljón, og það kemur sér líka vel, því að þetta eitur er æfa- gamalt og til einskis nýtt framar.“ Fyrstu vikurnar eftir innrásina á meginlandið brutust amerísku hersveitirnar áfram með miklum hraða, og fannst þeim þá bandamenn þeirra, Bret- ar, vera óþarflega svifaseinir. Þá varð þetta að orðtæki: „Ameríkanarnir nota vélasveitirnar til að brjótast áfram. Kanadamenn nota dug og djörfung til að ryðjast áfram. Bretar nota tímann til einskis." Og hér er annað um sama efni: „Þegar stríðinu lýkur, verða Rússarnir staddir í Berlín, Arneríkan- arnir í Vín, en Bretarnir í Caen.“ Og svo er sagan um amerísku hermennina þrjá, sem fóru í bíó til að sjá kvikmyndina „Sigur í eyðimörkinni“ (Desert Victory). Sá fyrsti fór út eftir fimm mínútur, öskuvondur yfir því, að Betty Grable lék ekki í myndinni. Sá næsti sat inni, þang- að til ólætin við E1 Alamain byrjuðu, en fékk þá taugaáfall og var borinn út. En sá þriðji og síðasti harkaði allt af sér og stóð ekki upp fyrr en sýning- unni var lokið — og var svo sæmdur einu heiðurs merki í viðbót. I lok þessarar greinar segir höfundurinn, að allt sé þetta góðlátlegt grín og vekur athygli á því, að hann hafi heyrt allar skrítlurnar um Ameríkanana í félagsskap með hermönnum þeirrar þjóðar, en hin- ar hafi Bretar sjálfir sagt sér. Það telur ha in góðs vita. Giftið yður fyrir alla muni. Ef þér eignizt góða konu munuð þér verða hamingjusamur, en ef þér eignizt vonda konu, munuð þér verða heimspckingur — og sérhver maður hefur gott af því. (Sókrates.) ★ „Hann hét Einar og var mormóni," segir karl. „Ég kom eitt sinn að honum, þar sem hann hafði dottið niður um ís og hékk á skörinni. Gekk ég þá að honum og spurði, hvort hann vildi ekki taka rétta trú. „Nei,“ sagði hann. „Ég vil ekki taka rétta trú.“ Deyf ég honum þá aftur ofan í, hélt honum niðri og spurði svo: „Viltu nú taka rétta trú?“ „Nei, ég vil ekki taka rétta trú,“ sagði hann. Deyf ég honum þá enn og hélt honum lengi niðri. Er hann kom upp, spurði ég: „Viltu nú taka rétta trú?“ „Já ég vil taka rétta trú,“ sagði Einar. En af því að ég var ekki viss um, að hann mundi halda trúna og vildi, að hann dæi í réttri trú, þá ýtti ég J onum undir skörina.” 17

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.