Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1945, Side 19

Frjáls verslun - 01.03.1945, Side 19
að gera ríkisstjórnina tortryggilega vegna hinna yfirgnæfandi áhrifa ,,rauðu“ flokkanna, (4 af 6 ráð- herrunum eru tilnefndir af Sósíalistaflokkunum), þegar vitað er, að Framsókn sótti til skamms tíma mjög fast að koma á „vinstri“ samvinnu. Og þó er kannske sárast af öllu að þurfa að horfa upp á það, að Ólafur Thors, sem samkvæmt hlutarins eðli átti að vera manna ólíklegastur til að vígjast heimasæt- unni frá Kreml, skuli hvíla þar, sem Hermanni var ætlað að hjúfra sig. En erum við nú ekki að komast að kjarna máls- ins? Er ekki að renna upp fyrir okkur skýringin á því, hvers vegna Framsókn situr eftir með sárt ennið ? Meðvitundin um hina „dýrðlegu einangrun11 þjóð- arinnar — sem okkur fannst að vísu ekkert „dýrð- leg“, meðan hún var — er mörgum okkar svo í blóð runnin, að við höfum ekki áttað okk- Dýrðleg ur á hinni breyttu tilveru. Við höfum einangrun. ekki látið okkur fyllilega skiljast, að hið unga lýðveldf liggur svo um þvera þjóðbraut, að bylgjur erlendra áhrifa skella með fullum úthafsþunga á ströndum þess. Þegar vér lítum til sjálfstæðisbaráttu okkar síð- ustu áratugina, mætti ætla, að við værum svæsnir einangrunarsinnar. Magnús Stephensen landshöfð- ingi lét í ljós ótta um, að hættuleg áhrif Dana hér á landi mundu leiða af stofnun Islandsbanka. Bjarm frá Vogi óttaðist mjög, að jafnréttisákvæði sain- bandslaganna yrði til þess að Danir streymdu hing- að þúsundum saman og menguðu hinn kynhreina, íslenzka þjóðstofn. Alveg fram á síðasta misseri hafa margir þjóðhollir og sannir íslendingar borið sams konar ugg í brjósti. En það er eitthvað annað, en að við seum ein- angrunarsinnar; — hver vill heita ísólatíónisti, eins og vondu mennirnir í Ameríku, sem eru allt af að stríða blessuðum forsetanum ? Enginn. Ekki held- ur Hermann og Tímamennirnir hans, þótt þeir þyk- ist standa manna fremstir í alls konar þjóðlegheit- um og sjálfstæði. Nei. Ófarnaður Framsóknar stafar af því, að Tímamennirnir sáu ekki í tíma, hvert straumur tímans lá. Úr því að Winston Churchill var búinn að taka í hendina á Jósep Stalin í „Gegn lilutar- Teheran, var engin leið að hneyksl- ins eðli.“ ast á því, að Ólafur Thors tæki í hönd Brynjólfs Bjarnasonar. Og þegar jafn sanngjarn og mannúðl'egur umbótamað- ur og Franklin Roosevelt hafði tekið upp nána og einlæga samvinnu við kommúnista, gat ekkert verið því til fyrirstöðu, að flokksmenn Stefáns Jóhanns gerðu slíkt hið sama. Hinn slysalegi misskilningur Framsóknar var sá, að treysta á, að varðveizluöflin (íhaldið) og byltingaöflin (kommúnistar) gætu alls ekki tekið höndum saman — af því að það væri „gegn hlutarins eðli“. Þótt við séum að vonum orðn- ir tortryggnir á einlægni og hvatir stjórnmála- manna, bæði vegna erlendra og innlendra atburða, undanfarin ár, ætti að vera ástæðulaust að van- treysta því, að leiðtogar bandamanna óski þess af alhug, að tryggja megi friðinn í heiminum. En til þess að það geti tekizt án þjóðfélagsbyltinga, er ó- hjákvæmilegt að sættir komist á milli hins vestræna kapítalisma og hins austræna kommúnisma, eða — ef menn vilja heldur — að einhver leið verði fundin, sem jafn greiðfær sé (eða torfær) atvinnurekendum og verkamönnum. Hermann Jónasson telur sig búinn þeim eigin- leika að „vita á sig veður“ fyrr en aðrir menn. Sennilega nær þessi veðurvitund Hermanns ekki út fyrir landsteinana, og er það honum mik- „Þrír ið mein, því keppinautarnir eru stórum stórir.“ betur settir til þess að „aðhæfast" því, sem er að gerast úti í heiminum, einkum þó kommúnistar. Þeir segja líka fullum fetum, að lífs- ljós fyrstu þingræðisstjórnar íslenzka lýðveldisins hafi kviknað á Teheran-ráðstefnunni í fyrra. Og úr því heimurinn hefur sína „þrjá stóru“, hví skyldum við þá ekki einnig hafa okkar „þrjá stóru“ ? Eigum við kannske ekki okkar Stalin, þar sem Brynjólfur er? Eða hver er betri Churchill en Ólafur? Og þótt Stefán Jóhann sé ekki eins vel tenntur og Franklin Roosevelt, sjá allir, að bros hans er saklaust og hreint. Enginn hinna þriggja „stóru“ er samt jafn tilval- inn í hlutverk sitt og Hermann, — sem de Gaulle. „ . . Það vill meira að segja svo vel til, að Eiim niumi. TT , , _v, . Hermann hefur smn eigm Pctain, erfitt gamalmenni, sem hann elskar ekki úr hófi fram. Haft er eftir einum kunnasta stjórnmálamanni landsins, að prentaraverkfallinu væri mest að þakka, að stjórnarsamvinnan náðist. Ef ekkert hlé hefði orðið á útkomu blaðanna, hefði sundrungarbálið verið óslökkvandi og þjóðin orðið að Blöðin og sætta sig áfram við leiðsögu óæfðra ut- bróðernið. anþingsmanna. Þótt illt sé til afspurnar, er þetta lík- lega hverju orði sannara. Og það naprasta af öllu þessu er, að blöðin voru allt af að predika um nauð- synina á víðtæku stjórnarsamstarfi. En þeim fórst það svo óhönduglega, að þau egndu til ófriðar, þegar þau voru að hvetja til sátta. Maðurinn, sem þakkaði prentaraverkfallinu stjórnarsamvinnuna, er svo kunnugur íslenzkri blaðamennsku, að hann vissi vel hvað hann söng. En þessi vitnisburður er enn ein bendingin um það, að íslenzk blaðamennska sé á lægra stigi en svo, að samboðið geti talizt þjóð, sem hreykir sér af því að bera af öðrum að andlegu atgervi og þá einkum bókmenntaafrekum. , Við erum miklir andans menn, Islendingar. Við 19 FRJALS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.