Fregnir - 01.12.1983, Side 3

Fregnir - 01.12.1983, Side 3
3 Frá læknisfræðibókasöfnunum Bókaverðir læknisfræðibókasafna á höfuðborgar- svæðinu hafa um langt skeið haft með sér nána samvinnu. Auk daglegra samskipta hafa funda- höld tekið á sig fastari mynd. Reglulegir sam- ráðsfundir bókavarða eru nú haldnir á tveggja mánaða fresti. Sem stendur eiga bókaverðir 9 stofnana aðild að þessum fundum, þ.e.Borgar- spítali, Heilsuverndarstöð, Hjúkrunarskóli ís- lands, Keldur/Rannsóknastofa Háskólans, Kleppur /Geðdeild Landspítala, Landakot, Landlæknir Landspítali og Reykjalundur. Þessar stofnanir taka að sér til skiptis að halda fundina og eykur það á gagn þeirra og gaman, en fundar- efni hverju sinni ræðst af viðfangsefnum og vandamálum hvers tíma. Um 16 manns starfa á læknisfræðibókasöfnunum um þessar mundir. G/H Síðastliðinn nóvember gafst undirritaðri kostur á að skoða nokkur læknisfræðibókasöfn í Denver Colorado. Söfn þessi voru ákaflega misjöfn bæði að stærð og búnaði . Það, sem var þó sam- eiginlegt þeim öllum, var, hversu góða þjón- ustu þau veittu, og var minnsta safnið enginn eftirbátur þeirra stærri í þeim efnum. Ein ástæðan fyrir því er öflug samvinna á milli bókasafna í heilbrigðisfræðum í Colorado. Hafa þessi söfn með sér samtök, Colorado Council of Medical Librarians - CCML - . Aðal- markmið CCML er að auðvelda millisafnalán og gefa árlega út tölvuunna samskrá yfir tímarit og ritraðir, sem berast reglulega í þau 36 söfn sem eiga aðild að samtökunum, svo og gamlan forða. Þá hafa læknisfræðibókasöfn á Denver-svæðinu einnig bundist samtökum - Denver Area Health Sciences Library Consortium. Eitt af verk-

x

Fregnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.