Fregnir - 01.12.1983, Side 6

Fregnir - 01.12.1983, Side 6
6 XV NORKÆNA BÖKASAFNAÞINGIÐf KEYKJAVÍK 24.-27. júní 1984 Afram er haldió vinnu við undirbúning þingsins. Islenska nefndin er búin aó hafa uþb. 20 fundi og 4. fundur norrænu nefndarinnar (Isplan-84) var haldinn hér í Reykjavík 19. nóvonber s.l. Bráðabirgóadagskrá þingsins verður send út fyrir áramót. Þinginu veróur þannig háttaó, aó setning fer fram síódegis sunnudaginn 24. júní í Þjóóleikhúsinu. Um kvöldið veróur móttaka á Kjarvalsstöðum. Fundastaóir eru Háskóli Islands, Háskólabíó, Norraia húsið og etv. Þjóöleikhúsiö. Hátíóaveisla verður á þriðjudagskvöldinu, en ennþá er ekki búið aö ákveóa kvölddagskrá mánudags- og miðvikudags- kvölds. 1 undirbúningi er aó fá hingaó Samaleikhús og bókmenntakvöld er einnig á óskalistanum. Stefnt er að sarrtvinnu viö bókmenntagagnrýnendur, ef úr því veróur, að haldió verði norrænt þing gagnrýnenda hér á sama tíma. Dagskráin veröur aó hluta helguö bókmenntum s.s. bama- bókinni á Norðurlöndum, nágrannabókmenntum o.fl., en einnig veröur fjallað um skólasöfn, bókasafnsþjónustu við þjóóarbrot, menntun starfsmanna í bókasöfnum / hlutverk bókasafnsfræóinga, kostnað viö upplýsingaþjónustu í nútíma- þjóófélagi og hver borgi hana, ný gögn á almenningsbóka- söfnum, millisafnalán o.fl.. Fjármálin eru mikió vandamál. Reynt er að halda þátttokugjaldi niðri eftir því sem hægt er. Þó verður það um eða yfir 3 þús. íslenskar krónur. Sótt var um styrk úr Norræna menningarmálasjóónum 150 þús. danskar krónur. Veittar voru 100 þús. danskar krónur. Sótt var um styrk frá íslenska ríkinu gegnum menntamálaráöuneytiö. Svar hefur ekki borist. Sótt verður um fjárhagsaðstoó frá Nordlnfo og allar leiðir kannaðar. Þingið er haldið fyrir starfsmenn úr öllum gerðum bóka- safna, sveitarst jómarmenn, bókasafnsstjómir og alla þá, sem þessi mál snerta. Fjöldi þinggesta er áætlaóur um 500.

x

Fregnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.