Fregnir - 01.12.1983, Side 10

Fregnir - 01.12.1983, Side 10
10 Stofnun Árna Magnússonar á íslandi. Bokasafn. Upphaf hókasafns Stofnunar Árna Magnússonar á íslandi má rekja til vorsins 197o, en þá flutti stofnunin (þá Handritastofnun íslands) úr Safna- húsinu við Hverfisgötu í Árnagarð, nýbyggðan. Vorið 197o hófst skráning og önnur vinna við safnið, sem^þá var 2175 bindi. Kjarni þess safns voru bækur úr bókasafni JÓns Asbjörnssonar hæsta- réttardómara, sem hið íslenzka fornritafélag, áburðarverksmiðjan hf., Flugfélag íslands hf. og Loftleiðir hf. gáfu, dánargjöf Steins Dofra ætt- fræðings og gjöf Einars Ó1. Sveinssonar þáverandi forstöðumanns stofnunarinnar. En mestu munaði um bókasafn Þorsteins M. Jónssonar fyrrum skóla- stjóra og alþingismanns og konu hans, Sigurjónu Jakobsdóttur. Safnið var keypt til Árnastofnunar samkvæmt sérstökum samningi milli ríkisstjórnar- innar og þeirra hjóna, og afhent 1972. Safninu fylgir helmingur af kaupverði þess, og skal því fé varið til bókakaupa. Erfingjar Árna^Pálssonar verkfræðings buðu Árnastofnun forkaupsrétt á þeim bókum úr safni hans, sem stofnunina^vanhagaði um. Þannig eignaðist stofnunin margar fágætar og merkar bækur um íslensk og fornnorræn^efni. Safnið eignaðist nýlega tvö önnur einkabókasöfn, Leikritasafn Andrésar G. Þormars og bókasafn Gunnars Gunnarssonar rithöfundar. Sumarið 1983 var stofnuninni svo afhent bókasafn Einars Ó1. Sveinssonar, en í því safni er m.a. prýðisgott safn sérprenta. í lögum um stofnunina segir, að henni sé ætlað að vinna að aukinni^þekkingu á máli, bókmenntum og sögu íslensku þjóðarinnar fyrr og^síðar, og er þvi megináhersla lögð á að afla bóka um þau efni. Innan stofnunarinnar er einnig starfandi þjóðfræðadeild, og er rétt að geta þess hér, að á hennar vegum er mikið safn hljóðritana af sögum, kvæðum og lögum varðveitt í stofnuninni. Margvíslegar "jaðargreinar" tengjast þe im fræði- greimom, sem nefndar voru hér að ofan, svo safnið

x

Fregnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.