Fréttabréf Bókavarðafélags Íslands - 17.07.1971, Qupperneq 2
2.
eyðilagði mikinn hluta háskólabyggingannao I febrúar 1971 var þessu verkefni þó
lokið og skýrslan lögð fyrir háskólaráð»
Verkefnið er í tveim megin-hlutum. Pyrst er gagngerð athugun á starfsemi allra
hinna 12 sérdeilcla bókasafnsins, og seinni hlutinn eru tillögur til umbóta» I þeim
hluta má nefna tillögur um námskeið fyrir starfsmenn safnanna, samræmingu í vinnu-
aðferðum hinna ýmsu safna, miðstöð fyrir tæknilega hlið bókasafnsþjónustunnar
(flokkun, skráningu o. s. frv.) reglur fyrir skiptingu fjármagnáánstil bókakaupa
milli hinna ýmsu deilda skólans, bókabúð fyrir háskólastúdenta, bókaekipti og loks
er lögð fram ítarleg tillaga um skipulagningu væntanlegrar bókasafnsbyggingar og
reiknuð út stærðarhlutföll hverrar deildar með tilliti til framtíðar bóka- og bóka-
varðarþörf skólans.
Alls er skýrslan 91 áiða f jölrituð og á spænsku.
"FYRIR BÖRF"
"Þið hafið reist þeim höll, sem er alltof falleg, þau munu rífa hana niður", sögðu
hinir svartsýnu. Þessi höll er samsetning níu, hvítra hringlaga bygginga, sem settar
voru niður milli u. þ b. hundrað ferhyrninga í blokkahverfi. Hún er eyja leyndar-
dóma og mennta í miðju bæjar, sem ekki hafði af mörgu slíku að státa. Borgin heitir
Clamart (íb. þO þús.) við Signufljót í nánd við París. Höllin er barnabókasafn,
sem bömin rífu e k k i niðurj en lögðu hinsvegar samstundis undir sig.
Og hvað dregur börnin, að? Ef til vill er það skjólið, sem þetta hús veitir, innan
þess eru þau örugg, því þetta er þeirra hús. í>að gæti líka verið ljós viðurinn á
veggjum og loftum, loirflícarnar á gólfunum, öll þessi náttúrulegu efni, sem vekja
þægindakennd, eða kannski hunangsguiir litir ljósanna, húsgagnanna og bókahillnanna.
"Formið er ekki fyrir mestu", segja arkitektarnir fjórir, sem byggðu húsiðs "Fegurð
byggingarlistarinnar skapast af því lífi , sem myndast innan byggingarinnar". Bömin
sanna orð þeirra. Nú eftir að starfsemi safnsins er hafin, keppast allir um að lofa
það, en sú var ekki raunin, þegar tillögur kornu fyrst fram um að byggja það þrem
árum áður, Menn töldu þörfina á fleiri bílastæðum miklu brýnni. Bókasafnið var
homreka, allt þar til stofnað var félag bókavina. Félagið hafði það að markmiði að
glæða lestTarlöngun bama og veita þeim aðstöðu til að svala henni. Hér skal ekki
lýst öllu því, sem þetta félag þurfti á sig að leggja með fiáröflunum og fleiru.
Þeir fengu í lið með sér sérhæfðan bókavörð, og að lokum lét bæjarstjóm Clamart
undan og gaf einn hcktara lands undir bygginguna. Lóðin er í einu bamflesta hverfi,
sem fyrirfinnst í útborgum Parísar og voru þar um sex þúsund böm á litlu svæði,
alls óvön lestri utan námsbókanna. Tveim árum síðar var safnið opnað og eitt þúsnil
böm innrituðust fyrstu 3 dagana. Nú annar safnið varla eftirspurn lengur.
Þetta bókasafn er talið hafa gefist svo vel og reynst bömun\im, sem aðgang höfðu að
því svo . mrkilvægt að það hefur vakið athygli bæði í Frakklanai og annarsstaðar.
Það hefur vakið áhuga f.'ölda annarra bæjarfélaga á bókasafnsbyggningu fyrir börn
og þá einkum þar sem stór blokkahverfi er að finna, með þúsundum íbúa en litlu við
að vera fyrir böm og unglinga, svo sem er í ýmsum hverfum Reykjavíkur og nágrennis.
G. S.
HUGLEIÐING UM SÉRFRÆÐIBÖKASÖFN
Allt fram á seinustu ár hefur lítil rækt verið lögð við sérfræðbókasöfn hér á landi
og hlutverk þeirra mjög vanmetið. Á þessu hefur nú orðið umtalsverð breyting, sem
betur fer, en þó er ástand margra sérfræðibókasafna enn langt frá því viðunandi. Má
þar einkum nefna húsnæðisskort, sem háir mjög ymsum þessara safna og hefur staðið A
þeim fyrir þrifum. Vert er þó að geta þess, að sums staðar hefur verið úr þessu bætt
á síðustu árum og vonandi, að því verði haidið áfram.
I heimi örrar tækniþróunar og nýunga á öllum sviðum er einkar mikilvægt, að til séu
góð sérbókasöfn í stofnunum og fyrirtælcjum, svo að hægt sé að leita upplýsinga og
fræðast um eitt og annað, sem viðkemur starfsemi og rekstri hverrar stofnunar fyrir
sig. Þótt margt fróðlegt sé að finna í almenningsbókasöfnum, geta þau aldrei orðið
að sama gagni og sérsöfnin, og svo eru þau siðarne'frid á sjálfum vinnustaðnum, og
því þægindi og tímaspamaður að því að nota þau.