Alþýðublaðið - 24.04.1970, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 24.04.1970, Blaðsíða 8
8 ' Fögtufd'águi?- 24.£ apriL i 5L9.70 >1 — Sígurður, segðu mér góða >ÞEIR ERU BÚNIR AÐ EYÐILEGGJA BUGTINA’ - Helgi Daníelsson ræðir við friiiubátamenn á Akranesi Magnús í Efstabæ. □ Fróðir menn segja mér, að þátttaka í hrignkelsa- veiðum á Akranesi verði mjög mikil í vor, enda eng- in fiírða ef satt er að grásleppuhrognin seljist fyrir rúmlega helmingi meira verð en í fyrra, eða á rúmar 50 kr. kílóið. Hinsvegar er afturkippur í trilluútgerð, að því að mér íör tjáð. Þó eru það uokkrir karlar, sem halda tryggð við sínar trillur og láta ekki skjót- fenginn gróða á öðrum veiðum villa sér sýn. Fyrir nokkrum dögum, þegar sól skein í heiði og reykurinn úr skorsteini Sementsverk- smiðjunnar stóð beitot upp í loítiö, rölti ég niður að höfn með myndavélina, ef ske kynni að ég rækist á eitthvað skemmtilegt. Á yfirborðinu virtist ró yfir bæj arlífinu. Höfnin var auð og tóm, enda hver einasta fleyta á sjó, en í fxystihúsunum voru viðhöfð snör handtök við að gera verðmæta vöru úr afla kvöldsins. Neðst á Akurstúninu stóðú nokkrar trillur á grænum grös>- um og sá ég í kolliton á eig- endunum, þar sem þei-r bogruðu með málni'ngarpensil í hönd og máluðu og snurfusuðu fleyið fyrir komandi vertíð. Þarna var SÆLJÓNIÐ, — en eigandi þess er einn kunnasti trillukarl hér á Skaga, Magnús Villijálmsson, eða Maggi í Efsta bæ, eiras og hann er kalteður. Ég fór upp í bátinn til hans. -— Hvað segirðu vinurinn, sagði Magnús, þegar hanin sá mig. — Ég segi ekkert, niema það er fína veðrið. Á að fara aið róa? — Ætli maður reyni það ekki. — Hvað ertu búinn að vera lesngi í þessari trilluútgerð ? ■— Það man ég ekki. Jú, ann- ars, ætli þetta verði ekki 15. árið. — Og mokfiskar alltaf? : — Nei, blessaður, þetta er ekkert orðið. Þeir eru búnir að eyðileggja bugtina með rán- yrkju síðan þeir leyfðu trollið. Áður þurfti maður að róa í ■klukkutíma til að fá góðan afla, en nú þarf maður að fara í 4 til 5 tíma til að fá í soðið. — Svona er það, vinur, sagði Magnús og hélt áfi'am að mála og ég hélt að næstu triilu. Þar hitti ég Sigurð Jónsson og mál- aði hann trillu sína BENSA með rauðum lit. aflasögu? — Ég fiska aldrei neitt. — Einhverntíma hefurðu sett í hann? — Það er 'ekki orð á því ger- andi. — Hvað hefurðu komdð með mest í land úr einum róðri? — Þrjú og hálft tcwin á fær- um. — En á línu? — Ætli' það hafi ekki verið þegar ég lenti í háfaitorfunni hérna um árið? •— Hvernig vai' það? — Ég vai' þá norður frá, þrjá tírna, skerið í Akrafjall. Ég lagði þar 5 bjóð og þegar ég fór að draga var ekkert nema háf- ur á krókunum. Ég man eftir því, að á einu bjóðinu, en á hverju bjóði voini 600 krókar, voru aðeins tveir auðir krókar. Ég fékk síðan 3 tonn á tvö bjóð, en afgoggaði af hinum þremur, þar sem ég vissi ekki hvort ég gæti losniað við háf- inn þegar í land kæmi. — Já, ég bölvaði oft í þeim róðri, enda var lman ný og mátti gjöra svo vel að setj a hana alveg upp á ný. — Og var aflinn ekikert nema háfur? — Það get ég ekki sa'gt. Mig minni!r að það hafi lífca verið tvær ýsur. Það er aldrei ann- ar fiskur þar sem háfurinn er. Hann er svo grimmur og fer sko í torfum. Þarna skammt frá er kunnuir sjósóknari, Kjartan Helgason um borð í trillu sinni, VILLA. Hann fer sér hægt, enda kom- inn af léttasta skeiði. Kjartan segir mér, að hann sé búinn að eiga þessa trillu í 8 ár -og hafi átt lítinn bát, sem einnig hét Villi og hafi keypt hann í Hafnarfirði. Á uppfyllingunni fyrir vest- an Sementsverksmiðjuna stóðu hrognkelsabátarnir í löngum röðum ag þar voru karlarnir líka að gera klárt. Tveir un'gir piltair með mik- Framhald á bls. 11. Kja me< Gísli Páll og Kristján Hagalínsson Friðrik Friðriksson og Kristján Einarsson. Sigi

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.