Helgarpósturinn - 06.04.1995, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 06.04.1995, Blaðsíða 6
JEPPAR • ¥ > löisíft FIMM-TIU ÐWGUJ R»6 Hirað kosta breyting- arnar? Eftalið er sam- an, hvað allar breytingarnar á hvorum bíl fyrir sig kosta, kemur eftirfarandi dœmi út: Samtals verð á nauðsynlegustu varahlutum og vinnu við ham- skiptin, kostaði hjá Bílabúð Benna fyrir Patr- olinn 277.600 kr. stgr. Við þetta verð bœtast aukahlutirnir (millikœlir, spil o.fl.) og dekkin og felgurnar. Heild- arkostnaður við breytingar jepp- ans sem myndin er af nálgast því 600.000 kr. Fyrir Terranoinn eru sambœrileg- ar tölur um 170.000 og um 400.000. m Nissan Terrano II oa Nissan Patrol breytt fyrir íslenskar aðstæöur MISSAIU PATROL. GERÐUR AÐ ALVÖRU FJALLABIL Bíllinn sem við fjöllum um hér og myndin er af, Nissan Patrol 2,8 túrbódísel árgerð 1995, var breytt hjá Bílabúð Benna, Vagn- höfða 23, Reykjavík. pósturinn leitaði til fagmanna þess fyrir- tækis til að fræðast nánar um þessar breytingar. Við breytingu á slíkum bíl ligg- ur það til grundvallar, að billinn er settur á 35 tommu dekk. Um það snúast jeppabreytingar yfir- leitt, að brejda bílnum þannig að hann geti notfært sér stór dekk. Það eru í raun dekkin sem stjórna því, hvað bíllinn drífur, þar af leiðandi þarf að breyta öll- um bílnum fyrir dekkin. Breyt- ingarnar eru ein keðja og engin keðja er sterkari en veikasti hlekkurinn. Það er því mikilvæg- ast að ákveðið sé strax í upphafi, hve langt á að ganga í breyting- unum, þannig að þær séu allar í samræmi. Patrolinn býður upp á einstaklega góða möguleika til breytinga. Hann er búinn gorma- fjöðrun að aftan og framan, diskabremsum á öllum hjólum og mjög sterkum hásingum. Hann er iíka langur á milli hjóla og rúmgóður og síðast en ekki síst er hann tiltölulega léttur. Margir hafa kosið að setja 33 tommu dekk undir Patrolinn og breyta honum í samræmi við það. Reynslan hefur þó sýnt, að 35 tommu dekk koma enn betur út, þau eru tveimur tommum hærri, sem þýðir að þau hækka bílinn um eina tommu. Þau hafa reynst bjóða mun betra grip í snjó, sem er mjög mikilvægt. Það má líta á 35 tommu dekkin sem lágmarksstærð fyrir Patrolinn, ef ætlunin er að útbúa hann fyrir akstur í snjó og upp á jöklum, auk þess sem þau gefa bílnum aukna hæð undir kúlu sem er líka betra fyrir sumaraksturinn. Hjá Bílabúð Benna er komin ára- löng reynsla af breytingum á Patrol-jeppum sem hefur leitt til mikillar framþróunar á því sviði. í upphafi var látið nægja að bod- dýlyfta þeim en nú hafa ástralsk- ir gormar tekið við. Ástralskir jeppamenn hafa verið að ein- beita sér að svipuðum hlutum og við íslendingar, það er að segja, þeir aka mikið við svipað erfiðar aðstæður og við. í Astralíu er lengsta vegakerfi án malbikunar í heimi. Þeir eru því við þróun breytinga mest að hugsa um að það fari vel um farþega, þótt bíll- inn sé vel hlaðinn og ekið sé á vondum vegum eða utan vega. Þeir hafa hannað þennan fjöðr- unarútbúnað sem notaður er núna í breytingarnar á Patroln- um. Búnaðurinn, í þessu tilfelli gormar, er sérhannaður fyrir hverja bílategund, meira að segja er tekið tillit til þess hvort bíllinn er búinn spili eða ekki. Patrolinn er með sérstaka dem- para og sérstaka gorma, sem eru valdir eftir því líka hvort bíllinn er með spil eða ekki eða til dæm- is hvort hann er með aukatank eða ekki. Það sérstaka við þessa áströlsku gorma er það aðallega, að þeir eru misvafnir: Þeir eru þykkir neðst og þynnast eftir því sem þeir snúast ofar. Þetta gefur miklu betri og lengri fjöðrun, án þess að hún verði mjög stíf. Þegar bíll með gormafjöðrun er hækkaður upp skekkjast há- singarnar undir bílnum. Þær þarf að rétta af með því að færa ská- stífurnar; fremri stífurnar eru síkkaðar niður til að breyta spindilhallanum, sem er nauð- synlegt til að bíllinn rétti sig eðli- lega af eftir beygju. Mikilvæg við- bót er stýrisdempari, sem er af Rancho-gerð í þessum Patrol. Að aftan er demparafestingum breytt, til að ná hámarks fjöðr- unarvegalengd. Núna eru komnar á markaðinn ný gerð af brettaköntum, sem þykja mun fallegri en eldri gerð- in. Það er líka skorið meira úr brettunum, sem þýðir meira svigrúm fyrir hjólin að fjaðra án þess að hækka boddýið meira frá jörðu. Kúnstin er sú, að láta dekkin mest um að hækka bílinn en hækka boddýið frá undir- vagninum sem minnst, þannig er betra að ganga um bilinn og þyngdarpunkturinn helst eins neðarlega og hægt er — þannig verður bíllinn líka stöðugri. Mjög er vandað til frágangsins á þess- um boddýbreytingum, bretta- breikkanirnar til dæmis spraut- aðar í lit bílsins og allt er ryðvar- ið í krók og kring. Síðan er bætt við gangbrettum alla leið milli brettakantanna; auk þess að vera til að stíga á verja þau bil- inn fyrir grjóti og drulluaustri, sem eykst með stóru dekkjun- um. Til að auka vélaraflið og minnka eyðsluna er settur milli- kælir í bílinn. Patrolinn er með 2,8 lítra, sex strokka túrbódísel- vél, sem skilar 115 hestöflum óbreytt. Millikælirinn eykur aflið um allt að 20 prósent og minnkar eyðsluna og minnkar slit á vél- inni. Túrbínan snýst allt upp í 100 þúsund snúninga á mínútu og hitar með því loftið sem leiðir til þess að rúmmál þess eykst. Millikælirinn kælir loftið sem kemur út úr túrbínunni og skilar þannig meira lofti inn í brennslu- rýmið en ella. Með því að þrýsta meira súrefni inn í vélina fæst meiri kraftur út úr brunanum. Millikælirinn sem notaður er í Patrolinn er amerískur háflæði- keppniskæiir, sem reynst hefur mjög vel. Síðast en ekki síst er Patrolinn útbúinn með sterku fjögurra tommu spili með fjarstýringu. Það er fellt snyrtilega inn í fram- endann á bílnum, svo að það ber lítið á því, það skagar ekki fram fyrir stuðarann. Þetta ver spilið líka fyrir óæskilegum óheinind- um af götunni. Ljóskastarar eru líka sjálfsagðir aukahlutir; Patr- olinn er búinn annars vegar sér- stökum tveggja geisla IPF-köstur- um, og hins vegar svokölluðum fiskauga-kösturum til nota í hríð- arveðri og skafrenningi. Dekkin sem sett voru undir Patrolinn eru 35 tommu gróf BF-Goodrich, negld, á 10 tommu léttmálms- felgum. Þegar bíllinn er settur á þessi stóru dekk er líka bætt í bíiinn sérstökum rafboða, ís- lenskri uppfinningu, sem aðlagar hraðamælinn að dekkjastærð- inni. Að endingu er sjúkrakassa og slökkvitæki bætt í bílinn. MISSAN.TERRAMO II: SA NYTISKULEGI Terrano II-jeppinn er nýjasti jeppinn á markaðnum hér á iandi, hann kom hingað fyrst á síðasta ári. Hönnunin á honum ber þess merki að vera ætlað að 8 i eiga heima á breiðgötum stór- borganna, ef til vill, frekar en uppi á fjöllum. Munur- inn á Patrol og Terrano II er þó nokkuð mikill. Patrolinn er mun eldri hönnun en eins og fyrr segir mjög traustur jeppi og vel til breytinga fallinn. Terranoinn er minni bíll og mun léttari. Hann er líka búinn minni túrbódíselvél, fjögurra strokka 2,4 lítra. Hann býður þó eins og Patrolinn upp á góða möguleika til breytinga. Þar sem hann er mun léttari en Patrol- inn eru 33 tommu dekk mjög hæfileg fyrir þann bíl. Hann er með sjálf- * stæða fjöðrun að framan, þannig að það er frekar erfitt að hækka hann mikið þar. Til þess að koma dekkjunum undir hann er brugðið á það ráð að hækka hann á boddýinu um tvær tomm- ur, sem er tiltölulega lítil hækk- un. Það er skorið frekar mikið úr brettunum hins vegar, sem gefur það svigrúm sem uppá vantar til að'33ja tommu dekkin geti fjaðr- að eins og þarf. Stigbretti og spil bætast við eins og á Patrolnum, þar að auki króm-spilgrind. Það er aðeins bætt undir gormana að aftan, skipt um höggdeyfa og stýrisdempara, stýrisstöngin er lengd lítillega, hraðamælirinn er leiðréttur með samskonar tæki og í Patrolnum, brettakantarnir eru sprautaðir og að lokum þarf að hjólastilla bílinn og hemla- prófa. Nýr sjúkrakassi og slökkvitæki fylgir auðvitað Iíka. Þessar breytingar krefjast þess að bíllinn sé sérskoðaður og vigtaður, sem hefur í för með sér aukakostnað. Eins og sjá má af samanburð- Fjögurra tommu Warn-spil. Upphækkunarsett fyrir Patrol. 35 tommu BF Goodrich-dekk. inum á óbreyttum og breyttum Terrano er munurinn mjög mik- ill, bíilinn tekur nánast stökk- breytingu. Forvitnilegt væri reyndar að sjá Terranoinn á 35 tommu dekkjum, því eins léttur og hann er ætti hann að verða hörkuduglegur í snjó þannig út- búinn. ■

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.