Helgarpósturinn - 20.04.1995, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 20.04.1995, Blaðsíða 2
HVAO ER I SJONVARPINU? m GBÓK SLYSAVAKT Slysadeild og sjúkra- vakt Borgarspítalans eru opnar allan sólar- hringinn og sinna slysa- og neyðartilfellum. Sími slysadeildar er: 696641. Neyðarsími Lögregl- unnar í Reykjavík er 11166/0112. LÆKIUAVAKT Veittar eru upplýsingar um læknavakt og lyfja- búðir í símsvara Lækna- félags Reykjavíkur: 5518888. VAKT Allar nauðsynlegar upp- lýsingar um neyðar- og bakvaktir tannlækna eru lesnar inn á símsvara 681041. SLÖKKVIUÐ Slökkviliðið í Reykja- vík hefursíma 11100, slökkviliðið í Hafnarfirði síma 51100 og slökkvilið- ið á Akureyri síma 22222. LYFJAVARSLA Ávaktallan sólarhringinn verður vikuna 21. til 28. apríl Laugarnesapótek, s. 38331. Upplýsingar um kvöld-, nætur- og helgarþjónustu apótekanna í Reykjavík fást í síma 551-8888. BILANIR (Reykjavík skal tilkynna hitaveitu- og vatn- sveitubilanir í síma 27311, sem er neyðar- sími gatnamálastjóra. Rafmagnsbilanir í Reykjavík er unnt að til- kynna í síma 686230, og unnt er að tilkynna síma- bilanir 105. KVÖLPOPIUUIU STODVA Eftirfarandi bensínaf- greiðslustöðvar hafa að jafnaði opið til kl. 23.30: Shell: Skógarhlíð og Hraunbæ. Esso: Ártúnshöfða, Skóg- arseli, Ægisíðu, Lækjarg. Hf. Olís: Álfabakka, Álfheim- um, Gullinbrú, Garðabæ. VAGIUAR SVR Síðustu ferðir úr miðbæ út í úthverfin eru sem hér segir: Leið 10 í Árbæ: frá Hlemmi kl. 00.00 Leið 14 og 15 í Grafar- vog: frá Hlemmi kl. 00.00. Leið 111 og 112 i Breiðholt: úr Lækjargötu kl. 00.00. Allar nánari upplýsingar um leiðakerfi SVR fást milli kl. 7 og 24 í síma 12700. ÚTIVISTAR- SVÆÐI Fjölskyldu- og hús- dýragarðurinn í Laug- ardal eropinn kl. 13-17 alla virka daga nema mið- vikudaga, þá er lokað. Um helgar er opið kl. 10- 18. Grasagarðurinn í Laugardal eropinn alla virka daga kl. 8-22 og kl. 10-22 um helgar. Ríkissjónvarpið FIMMTUDACUR 17.00 Fréttaskeyti 17.05 Leiðarljós 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 Stundin okkar (e) 18.30 Strokudrengurinn Astrid Lindgren enn á ferð. 19.00 Prinsinn oq betlarinn Bresk teiknimynd. 20.00 Fréttir & veður 20.40 Oddaflug Hörkuspennandi heimildarmynd um gæsir, svona í tilefni af sumarkom- unni. 21.25 Syrpan 21.50 Konunglegt brúðkaup Með þessari stórkostlegu og stór- skemmtilegu dans- og söngvamynd með Fred Astaire lýkur glæsilegri dag- skrá sjónvarpsins i tilefni dagsins. Þao á greinilega engum að leiðast í kvöld. FOSTUDACUR 17.00 Fréttaskeyti 17.05 Leiðarljós 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 Draumasteinninn 18.25 Úr riki náttúrunnar 19.00 Væntingar og vonbrigði Þetta er ekki neimilaarþáttur um Þjóðvaka, heldur ný amerísk ung- linqasápa. 20.00 Fréttir & veður 20.40 Sterkasti maður heims Magnús Ver titilinn - eða hvað? 21.45 Ráðgátur Þessir þættir mæla með sér sjálfir í allri sinni dýrð, svo það er óþarfi að mæra þá meira að sinni. 22.35 Heymæði Ekki ýkia spennandi titill, en Bauninn er alltat traustur. Dönsk mynd byggð á sögu eftir Panduro um dómaragrey semlendir í alls kyns veseni. 00.00 Neil Young unplugged Young gamli verður betri með hverju árinu oq ekki versnar hann við að vera tekinn úr sambandi. LAUCARDAGUR 09.00 Morgunsjónvarp barnanna 10.50 Hlé 12.20 Hvita tjaldið (e) 12.40 Á tali hjá Hemma Gunn (e) 13.55 Enska knattspyrnan 15.50 Syrpan(e) 16.15 íþrottir 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 Einusinni var... 18.25 Ferðaleiðir 19.00 Strandverðir Pamela ætlar í flugvél en er stoppuð í vopnaleitinni því nýja, fullkomna græjan í hliðinu fattar ekki muninn á plastísku sprengiefni og náttúrulegum strandvarðarbarmi. 20.00 Fréttir & veður 20.35 Lottó 20.45 Simpson-fjölskyldan 21.15 Anna Lee - Villigata Anna Lee með kurt og pí kveður í kútinn pólití. 23.00 Doors Þrátt fyrir slappan Kilmer og enn slappari leikstjórn Stones naði þessi mynd að vekja upp Dyradrauginn svo um munaði fyrir fjórum árum. Og músíkin stendur auðvitað fyrir sinu. suiuniuDACUR 09.00 Morgunsjónvarp barnanna 10.25 Hlé 15.00 Þýsk sálumessa Fyrir fagurkera. 16.45 Hollt og gott (e) 17.00 Ljósbrot 17.40 Hugvekja 17.50 Táknmalsfréttir 18.00 fslandsmót í frjálsum dansi Þetta finnst blessuðum börnunum ábyggilega miklu skemmtilegra en eittnvað endemis barnaefni alltaf hreint. Ha? 19.00 Sjálfbjarga systkin 19.25 Roseanne Maður var búinn að fá leið á frétta- stofugenginu breska, en svei því ef maður er strax farinn að sakna þess aftur... 20.00 Fréttir & veður 20.40 Bræður í stríði Hin sívinsæla Smuga í brennidepli aldrei þessu vant. 21.30 Jalna 22.20 Helgarsportið 22.45 Hamingjusöm fjölskylda Tékknesk tragikómedía úr heimi smá- borgaranna. c 0 Stoð2 FIMMTUDAGUR 14.30 Leiðin til Bali Gamalt og alveg sæmilega þolanlegt grín - og pó. 16.00 Hiartsláttur Dúnk-aúnk-dúnk-dúnk...Dó! mundi Hómer segja og skipta yfir á wrest- ling. 17.30 MeðAfa(e) 18.45 Litla hryllingsbúðin 19.19 19.19 20.00 Dr. Quinn Það hefur lengi staðið til að setja eitt- hvað komment á þennan dagskrárlið en það hefur bara ekki þótt pess virði að eyða plássi í það ennþá. 20.55 Seinfeld Sjá komment á Dr. Quinn. 21.50 Byssan i veskinu Voða voða fyndin mynd um konu sem finnur byssu og þykist vera krimmi og á kall sem er lögga og svona allskon- ar skemmtilegheit. 23.20 Öfund og undirferli Karríerkonur kyta. 00.50 Koss kvalarans Kyssa mömmu góða nótt og fara að lulla núna krakkar. FOSTUDAGUR 15.50 Poppogkók(e) 16.45 Nágrannar Þættir um konur sem eru svo mjóar að maður gæti helst trúað að þær væru dauðar. 17.10 Glæstarvonir 17.30 Barnaefni 18.15 NBA-tilþrif 18.45 Sjónvarpsmarkaðurinn 19.19 19.19 20.20 Eiríkur 20.50 Lois og Clark Og enn er rannsóknarblaðakonan snjalla, hún Lois, ekki búin að fatta það að gæinn í jakkafötunum og gæ- inn í bláu nærfötunum eru einn og hinn sami. Enda Clark alltaf með súp- erdularqleraugun í dagvinnunni. 21.45 Viðundraveröld Slöpp endurvinnsla á aðalhugmynd- inm á bakvið Roger Rabbit. 23.25 lllur snýr aftur Barnapíuhorrormúví. 01.00 Kviksyndi Snillingurinn Donald Sutherland djúpt sokkinn í kviksyndi meðalmennskunn- ar. 02.30 í beinni frá dauðadeild Rusl. LAUCARDACUR 09.00 MeðAfa 10.15 Barnaefni 12.00 Sjónvarpsmarkaðurinn 12.25 Fiskur án reiðhjóls (e) 12.50 Læknaskólinn Man einhver eftir Steve Guttenberg? Hannjék í, æ, hérna... 14.35 Úrvalsdeildin 15.00 3-bíó - Oliver Twist Klassíker með Alec Guinness. 16.55 Fyrir frægðina 17.50 Poppogkók 18.45 NBA-molar 19.19 19.19 20.00 Fyndnar fjölskyldumyndir 20.35 BINGÓ LOTTÓ 21.50 Ég giftist axarmorðingja Þér var nær. 23.25 Siðasta launmorðið Atvinnumorðinqi lætur prívatlífið þvælast fyrir vioskiptahagsmunum. Bömmer fyrit hann. 00.55 Ástarbraut 01.25 TwinPeaks Sæmilegasta afþreyinq soðin upp úr ofmetnustu sjónvarpspáttum siðari ára. 02.40 Hart mætir hörðu Frönsk bang-bang- og blóðdella. suiuiuuDACUR 09.00 Barnaefni 12.00 Áslaginu 13.00 jþróttir 16.30 Sjónvarpsmarkaðurinn 17.00 Húsið á sléttunni Lára fær nýjan skó og hlakkar mikið til að fá hinn skóinn, sem er búið að lofa að hún fái í jólagjöf. 18.00 i sviðsljósinu 18.50 Mörk dagsins 19.19 19:19 20.00 Lagakrókar 20.55 Til varnar giftum manni Löglærð eiginkona ver ótrúan eigin- mann sinn fyrir rétti. Drama, spenna, últrafjör, og rosalega frumlegt. 22.40 60mfnútur 23.40 Álausu Ein af hinum svokölluðu rómantísku pamanmyndum frá Hollívúdd, sem yf- irleitt merkir að væmnin ber slappa brandarana ofurliði. BAKHLIÐIN Rósa Guðbjartsdóttir féttamaður á Stöð 2. Bleikar fjaðrir og glimmer á kinnum Bameignir fjölmiðlafólks hafa verið áberandi að und- anfömu, enda ekki dagleg- ur atburður að jafnmargir arftakar heimilisvina lands- manna líti dagsins ljós á jafnskömmum tíma. Rósa Guðbjartsdóttir, fréttamað- ur á Stöð 2, erein nýbak- aðra mæðra Qölmiðlaheims- ins og dvelur í bameignar- fríi þar til skjárinn tekur við aftur. Þetta er bakhlið Rósu Guðbjartsdóttur. Hvemig undirbýr fréttamaður sig fyrir beinar útsendingar? „Það er mjög misjafnt eftir því hvenær fréttirnar sjálfar eru tii- búnar, yfirleitt gefst lítill tími til undirbúnigs nema rétt til að punta sig og fara í smink. Lætin eru yfirleitt þvílík eftir afrakstur vinnu dagsins.“ Hver er lúxusinn hennar Rósu? „Helsti lúxusinn minn, innan gæsalappa, er að kaupa mér tímarit og lesa það yfir gríska salatinu á Sólon, fyrir utan það að leggjast niður í heitt vatn.“ Og besti matur í heimi, að þínu mati? „Fiskibollurnar hennar mömmu og djúpsteikti fiskurinn hans tengdapabba.“ Hefur þú séð einhver íslensk leikrit á Qölunum í vetur, og hvernig fannst þér skemmtun- in? „Ég fór á Gaukshreiðrið sem mér fannst frábær skemmtun og Pálmi Gests var stórkostlegur. Svo sá ég Snædrottninguna sem var mjög skemmtilegt ævintýri og skemmtilega upp sett sýning. í heildina var það mjög skemmti- legt barnaævintýri.“ Hver er kynþokkafyllsti ís- lenski leikarinn í dag ? „Mér finnst enginn sérstaklega kyn- þokkafullur af þessum íslensku leikurum, alla vega ekki svo áberandi að ég geti bent á einn sérstakan. Ég gæti auðveldlega bent á erlenda leikara sem mér finnst sexí hins vegar, en það var ekki spurningin, er það?“ Hver er hörmulegasta flíkin í eigu þinni?„Gamlar og ofnotað- ar, svartar stretsbuxur sem eru þó alltaf jafn þægilegar.“ Er til það lag sem vekur upp rómantískan anda hjá þér? „Eitt er það lag sem gerir mig yf- irmáta rómantíska, lagið Fallen úr myndinni Pretty Woman." Ef þú værir ekki þú sjálf, hver vildirðu þá vera? „ítölsk mammarósa sem býr í litlu þorpi, bakar brauð og gefur skipanir í allar áttir." Hver er mesti töffarinn; Bo Halldórsson, Bubbi eða Krist- ján Jóhannsson? „Ég get ekki gert upp á milli Bo og Kristjáns." Hver er fyndnasti stjómmála- maðurinn í dag? „Þetta er nú al- veg gaga. Ég get ekki svarað þessu.“ Hvað er skemmtilegasta ís- lenska timaritið að þínu mati? „Mér finnst nú eiginlega ekkert eitt standa upp úr, utan Tímarits Máls og menningar.“ Varstu diskódís eða pönkari? „Diskóið var eflaust mikið sterkara í mér og ég varð fyrir meiri áhrifum frá þeirri bylgju. En um tíma var pínu pönklykt af mér. Diskóið sigraði þó og maður mætti í Óðal með bleik- ar fjaðrir í hárinu og glimmer á kinnum.“ Besta auglýsingin á skjánum I dag? „Hún er nú svolítið skemmtilega hallærisleg, Léttu- auglýsingin með parinu. Hún er eiginlega besta auglýsingin í dag.“ Heldur þú að Jóhanna komist í stjóm? „Mér finnst nú ekki lík- legt að það verði af því í þetta sinnið." Ertu búin að sjá kvikmyndina Ein stór fjölskylda ? „Nei, ég er ekki búin að því en ég læt verða af því fljótlega.“ ■

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.