Helgarpósturinn - 04.05.1995, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 04.05.1995, Blaðsíða 4
HELSTU VIÐBURÐIR ( HESTAMEHNSK- UNNI 1995 5., 6. og 7. maí Stórsýningar í Reið- höllinni í Víðidal í Reykjavik. 5. maí Stóðhestar dæmdir í Gunnarsholti. 6. maí Stóðhestasýning i Gunnarsholti. íþróttamót Skugga I Borgarnesi. 12. - 13. maí íþróttamót Harðar á Varmárbökkum. Iþróttamót Sörla á Sörlavöllum. Iþróttamót Sleipnis á Selfossi. 12. - 14. mai Meistaramót Fáks í hestaíþróttum. 13. maí Iþróttamót Dreyra á Æðarodda. 19. - 20. maí Iþróttamót Mána á Mánagrund. 20. maf Gæðingakeppni Sóta í Mýrarkoti. Gæðingamót Skugga í Borgarnesi. 20. - 21. maf íþróttamót Gusts ( Glaðheimum. Delldarmót Hlíðar- holtsvelli. Iþróttamót Andvara á Kjóavöllum. 26. - 27. maí Gæðingakeppni Sörla á Sörlavöllum. 27. maí Gæðingakeppni Dreyra á Æðarodda. 27. - 28. maí Gæðingakeppni Gusts I Glaðheimum. 30. - 31. maí Dóma kynbótahrossa í Víðidal, Reykjavík. I. - 2. júní Dómar kynbótahrossa í Víðidal, Reykjavík. I. - S. júní Hvítasunnukappreiðar Fáks í Reykjavík. 3. júní Yfirlitssýning kynbóta- hrossa í Reykjavík. 5. júní Verðlaunaveiting kyn- bótahrossa í Reykjavík. 3. - 5. júní Félagsmót Freyfaxa og úrtaka vegna Fjórð- ungsmóts i Stekk- hólma. 6. - II. júní Dómar, yfirlitssýning og sýning kynbóta- hrossa á Hellu. Félagsmót Geysis á Hellu. 9. - 10. júní Gæðingakeppni Harð- ar á Varmárbökkum. íslenski hesturinn: íslenski hesturinn hefur farið sannkallaða sigurför um lönd og álfur á undanförnum árum og áratugum og því fólki sem stund- ar útreiðar á íslenska hestinum fer sífellt fjölgandi. Hér á landi er nú talið að séu um 75 þúsund hross og félagar í hestamannafé- lögum eru um 8 þúsund talsins, og mun fleiri stunda hesta- mennsku. Erlendis eru nú til tug- þúsundir íslenskra hesta, sem ýmist eru fæddir ytra eða hafa verið fluttir héðan en árfega eru flutt út tæplega 3 þúsund hross til fjölmargra þjóðlanda. Það er til marks um þann mikla áhuga sem er á íslenska hestin- um erlendis, að annað hvert ár eru haldnir Heimsleikar á ís- lenskum hestum, þar sem kepp- endur hvaðanæva að úr heimin- um koma saman og dæmd eru kynbótahross frá hinum ýmsu þjóðlöndum, öll að sjálfsögðu hreinræktuð íslensk hross, hvar sem þau annars kunna að vera fædd. Heimsleikarnir verða í sumar í Sviss en voru fyrir tveim- ur árum í Hollandi og verða 1997 í Noregi. Mest er útbreiðsla ís- lenska hestsins í Þýskalandi, en mikill fjöldi hrossa er einnig í Sví- þjóð, Danmörku og mörgum öðr- um Evrópuríkjum auk þess sem áhugi fer vaxandi í Norður-Amer- íku. Fjöldi tímarita er gefinn út um íslenska hestinn eingöngu. Þar er ekki aðeins átt við ís- lensku ritin Hestinn okkar og Eiðfaxa, heldur koma líka út blöð í Danmörku, Noregi, Finnlandi, Svíþjóð, Þýskalandi, Hollandi, Austurríki, Sviss, Kanada, Bandaríkjunum og víðar. íslenski hesturinn er talinn Margt hefur breyst frá fyrstu Landsmótum hestamanna. Hér er dómnefnd kynbótahrossa að störfum á móti 1954, talið frá vinstri: Bogi Eggertsson, Símon Teitsson, Gunnar Bjarnason, Jón Jónsson (faðir Pálma í Hagkaupi) og Jón Pálsson. EDDA - HESTAR Þýska hrossaræktarkonan Heidi Schwörer með stóðhest sinn Stíganda 625 frá Kolkuósi. Þjóðverjar hafa náð góðum tökum á ræktun íslenska hestsins og um leið vex útflutningur héðan ár frá ári. Hin mikla og vaxandi út- breiðsla íslenska hestsins hefur vafalaust að verulegu leyti hald- ist í hendur við aukna velmegun og aukinn frítíma fólks á Vestur- löndum. Þar ber þó að hafa í huga að hesturinn keppir að sjálfsögðu við fjölmargar aðrar tómstundaiðkanir sem fólki standa til boða og það er alls ekki sprottið af sjálfu sér hve vinsæll hesturinn er orðinn bæði heima og úti í löndum. Það blés nefnilega ekki byrlega fyrir íslenska hestinum um miðja Gunnar Bjarnason, 'guðfaðir" íslenska hestsins. þessa öld, þegar vélvæðingin hélt innreið sína í íslenskar sveitir. Jeppar og dráttarvélar virtust ætla að ryðja þarfasta þjóninum úr vegi og um skeið virtist vandséð hvaða hlutverki hesturinn ætti að gegna. Yrði hann aðeins notaður sem smala- hestur á afréttum og Jil útreiða fyrir uppflosnaða bændur á möl- inni eða yrði mögulegt að finna honum nýtt hlutverk í nýjum heimi? - Svarið liggur auðvitað þegar fyrir, en baráttan fyrir framtíð íslenska hestsins var hreint ekki auðveld. Enginn einn maður á eins stór- an þátt í að finna íslenska hestin- um ný verkefni á nýjum tímum eins og Gunnar Bjarnason fyrrum ráðunautur Búnaðarfélags ís- lands í hrossarækt og ráðunaut- ur Félags hrossabænda um út- flutningsmál. Gunnari tókst með aðstoð áhugasamra bænda og hestamanna að kveikja áhuga á hestinum sem reið- hesti þegar hans var ekki lengur þörf sem vagn- og vinnuhests. Um miðja öld- ina var stofnað Landssam- band hestamanafélaga og byrjað var að efna til skipu- lagðra hestamannamóta, þar sem Landsmót hesta- manna á fjögurra ára fresti urðu aðal viðburðurinn. Gunnar hafði síðar for- göngu um að kynna hest- inn á erlendri grundu og hann var aðalhvatamaður- inn að stofnun FEIF sem eru alþjóðleg samtök eig- enda íslenskra hesta. Þau samtök gangast meðal ann- ars fyrir alþjóðlegri kynn- ingu á hestinum og halda Heimsleika íslenskra hesta annað hvert ár. Gunnar Bjarnason er heiðursfor- seti samtakanna og auk þess hefur honum hlotnast margvíslegur heiður fyrir störf hans hér heima, svo sem frá Landssambandi hestamannafélaga og Fé- lagi tamningamanna og hann hefur hlotið Fálkaorð- una fyrir störf sín. Gunnar Bjarnason verður áttræður síðar á þessu ári, en er enn vakinn og sofinn að vinna að útbreiðslu ís- lenska hestsins. Gunnar er sann- kallaður “guðfaðir” hesta- mennsku á íslenskum hestum á þessari öld. ■ henta mjög vel til hinna fjöl- breytilegustu nota og hefur það líklega ráðið mestu um út- breiðslu hans. Hesturinn er smá- vaxinn og oftast meðfærilegur, en flokkast þó sem “hestur” sam- kvæmt alþjóðlegum stöðlum en ekki “pony”. Hann er afar fjöl- hæfur að hæfileikum, því ekki að- eins býr hann yfir fimm gangteg- undum, heldur hentar hann einnig við mjög ólíkar aðstæður. Hann nýtur til dæmis vinsælda meðal sjúkraþjálfara sem vinna með fötluðum. Hann er eftirsótt- ur hestaleigu- og reiðskóla- hestur. Þá er hann þolinn og duglegur ferðahestur og oft má sameina í einum og sama hesti góðan heimilis- og fjölskylduhest og keppn- ishest fyrir vana reiðmenn. Margir útlendingar sem hafa kynnst íslenska hestin- um fyrir tilviljun hafa losað sig við hesta af öðrum kynj- um eftir að hafa kynnst hin- um smávaxna, norræna gæðingi sem talið er hafi að mestu verið ræktaður hér á landi án kynblöndunar allar götur frá landnámsöld. Hérlendis fer áhugi á hestamennsku einnig sífellt vaxandi. Hrossafjöldinn er mikill og hestamannafélög eru starfandi í nánast hverju einasta sveitarfélagi á landinu. Hesthúsahverfi eru til dæmis að verða jafn sjálfsagður hluti af skipu- lagi bæja hér á landi og hver önnur hverfi og mun slíkt vera einsdæmi í heim- inum. íslendingar nota hestinn til allra mögulegra hluta líkt og útlendingar: Hann er keppnishestur, vinnuhestur, tómstunda- gaman, ferðahestur, vinur og fé- lagi og mikilsverður búpeningur hjá fjölda bænda sem rækta hross handa sístækkandi hópi kaupenda um allan heim. Margir íslenskir bændur eiga tugi hrossa, sumir hundruð og er- lendis má finna búgarða með allt að 450 íslenskum hrossum. NEÐRI FÁK (við Bústaðaveg) Hesthús nr. 7 Skrifstofa Sölustöð UTFLUTNINGUR - KAUP - SALA EDDA HESTAR Sími: 588 6555 - Fax: 588 6559 - Bílasími: 985 36933

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.