Helgarpósturinn - 04.05.1995, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 04.05.1995, Blaðsíða 7
 Þrjú merkustu hrossakynin: oq Hornafjarðarhrossin að, og þegar á öldinni sem leTð hefur þar náðst afar góður ár- voru hrossin frá Svaðastöðum annáluð víða um land. Merkasti stofnfaðir kynsins á þessari öld er Sörli 71 frá Svaðastöðum og eiga öll hrpss af Svaðastaða- stofni hann að forföður. Svaða- staðastofninn er talinn greinast í fimm greinar. Merkastar þeirra eru Kolkuóssgreinin og Kirkju- bæjargreinin auk Sauðárkróks- greinarinnar sem þó er orðin töluvert fjarskyld grunnstofnin- um. Minna afgerandi eru svo Hofstaðagreinin og Axlarhaga- reinin. Hross af Svaðastaðastofni hafa náð mikilli útbreiðslu meðal eig- enda íslenskra hesta erlendis, ekki síst Kolkuóssgreinin sem er mjög þekkt í Þýskalandi enda angur í ræktun hennar. Of langt mál yrði að telja upp alla merka stóðhesta af þessu út- breidda hestakyni, en þar má þó nefna Létti 137 og Sörla 168 frá Svaðastöðum, Hörð 591, Stíg- anda 625 og Rauð 618 frá Kolku- ósi, Þátt 722 og Ljóra 1022 frá Kirkjubæ, Goða 401 frá Axlar- haga, Sörla 653, Hervar 963 og Kjarval 1025 frá Sauðárkróki og Sóma 670 frá Hofstöðum sem all- ir hafa haft afgerandi áhrif á hrossaræktina undanfarna ára- tugi. Þess má og geta að einn frægasti stóðhestur síðari ára, Týr frá Rappenhof í Þýskalandi er hreinræktaður og skyldleika- ræktaður af Kolkuóssgrein Svaðastaðastofnsins. ■ Svaðastaðastofninn, SVADASTAÐA- STOFiUinilU Svaðastaðastofninn sem kenndur er við bæinn Svaðastaði í Viðvíkursveit austan Héraðs- vatna í Skagafirði er talinn út- breiddasti og merkasti hrossa- stofn íslenska hestakynsins. Hrossin eru oft fínleg að bygg- ingu og næm og fjörug reiðhross enda talin mótuð af skapgerð hinna söngelsku og léttlyndu Skagfirðinga sem löngum hafa talið sæluviku að vetri og tíma stóðrétta á hausti jafn mikilvæga tíma ársins og sauðburð og hey- annir. Margir telja að samfellda sögu stofnsins megi rekja allt aftur til 1750 þegar forfeður núverandi eigenda Svaðastaða settust þar Ættfræði hrossa er alveg sér- stök grein hestamennskunnar og ómissandi þáttur í hrossarækt, enda byggist ræktun búfjár að sálfsögðu á vitneskju um ættir og eiginleika þeirra hrossa sem notuð eru til undaneldis. íslend- ingasögurnar greina frá mörgum mönnum sem greinilega höfðu áhuga á hestum og hrossarækt og sumir höfðu mikinn metnað fyrir hönd hrossa sinna ekki síð- ur en margir nútímamenn. Sumir lögðu til dæmis áherslu á að eiga hrossastóð sem væri samstætt að lit, en það varð síðar vel þekkt víða um heim að hrossa- ræktendur vildu hafa hvert kyn með einum lit, væntanlega til að aðgreina það frá öðrum þar sem mikill samgangur var milii landa og landshluta. Ákvörðun var til dæmis tekin um það um síðustu aldamót að allir norskir Fjarða- hestar skyldu vera bleikálóttir á lit og var stóðhestur með þeim lit, Haraldur hárfagri að nafni, valinn til að vera forfaðir kynsins sem nú ber allt lit hans. Einangrun íslands hefur trú- lega gert það að verkum að hér var ekki þörf á að aðgreina hestakyn með litum, þótt sumir bændur hafi viljað hafa sam- stæða liti og vilji jafnvel enn. Litaauðgin er því eitt af sérkenn- um íslenska hrossastofnsins og hér má finna nær alla þekkta hrossaliti í heiminum. En þótt íslenska hestakynið sé aðeins eitt hafa í aldanna rás þró- ast hestaættir með sínum sér- kennum sem bæði hafa mótast af smekk hrossaræktendanna og af ytri aðstæðum. Merkastar þess- ara hrossaætta eru taldar Hindis- víkurkynið, Hornafjarðarhrossin en þó einkum hinn skagfirski Svaðastaðastofn sem hlotið hefur mesta útbreiðslu. Önnur kyn voru einnig þekkt fram á þessa öld en hafa nú horfið, svo sem Brún- kollukynið á Rangárvöllum, Stokk- hólmaættin í Skagafirði og Varma- lækjarhrossin í Borgarfirði. Fróðlegt er að líta nánar á þessi kyn íslenskra hrossa, en deilur um þau og samanburður á kost- um þeirra hefur löngum komið blóði hestamanna til að renna ör- ar um æðar. HIIMDISVÍKURKYIUIÐ Hindisvíkurhrossin eru kennd við bæinn Hindisvík á Vatnsnesi, þar sem þau hafa verið ræktuð um langan aldur. Hrossin hafa ávallt notið nokkurra vinsælda, en sá er mótaði þau öðrum frem- ur var séra Sigurður Norland í Hindisvík, kunnur klerkur og fræðimaður og mikill áhugamað- ur um hrossarækt. Hrossin hafa þótt fremur smá- vaxin og skaphörð, sem trúlega stafar af mikilli skyldleikarækt, einangrun og óblíðri náttúru norður við hið ysta haf þar sem ekki er sjálfgefið að veturinn sleppi öllu stóðinu heilu fram á græn grös næsta sumars. Skipu- Ieg ræktun Hindisvíkurhrossa er nú hvergi stunduð hér á landi nema heima í Hindisvík, en nokkr- ir aðilar í Þýskalandi eru einnig að koma sér upp hrossum af þessu kyni og margir telja þau gefast vel til blöndunar við önnur hross, þar á meðal hross af Svaðastaða- stofni. Merkasti stóðhestur síðari ára af Hindisvíkurkyni var án efa Gló- blesi 700 frá Hindisvík. HORIVIAFJARÐAR- HROSSIIU Hornafjarðarhrossin í Austur- Skaftafellssýslu eru tvímæla- laust annað þekktasta hrossa- kyn landsins en þau eru öll talin eiga hryssuna Öðu-Rauðku frá Árnanesi að formóður. Horna- fjarðarhrossin eru öðru fremur talin hafa mótast af náttúru hér- aðsins þar sem treysta þurfti á sterk og örugg hross til ferða- Iaga og vinnu og ekki síst til að flytja fólk og farangur yfir belj- andi jökulföll. Þung en traust skapgerð og mikill líkamsstyrkur hefur því löngum þótt einkenna hornfirsku hrossin og hestar af þessu kyni eru eftirsóttir ferða- hestar. Mjög afgerandi stóðhestar af þessu kyni fyrr á öldinnu voru feðgarnir Skuggi 201 frá Bjarna- nesi og Nökkvi 260 frá Hólmi, helstu ættfeður nútíma Horna- fjarðarhrossa. Hreinræktuð Hornafjarðarhross hafa ekki ver- ið afgerandi á hestamótum síð- ustu ár, en áhrifa stofnsins gætir hins vegar víða þar sem hrossin hafa blandast öðrum kynjum. / II fji I 7:zl-\r_ Dalshrauni 1, Hafnafirði Reykianesbrautina Efþu kaupir dekk ogfelgur saman SANDTAK Hvers ber að gæta tiegar hesiur er keyptur? Ráðlegt er að fá dýralækni til að kanna almennt heilsufar hestsins áður en kaupin eru gerð. Sérstaklega er ástæða til að dýralæknir kanni hvort hesturinn er með heymæði eða spatt og hvort upp gefinn aldur sé rétt- ur. Fáið ávallt að vita hvaðan hesturinn er og sjálfsagt er að ættartafla fylgi. Gott getur verið að kanna hjá fyrri eig- anda hve lengi hann átti hestinn og hvort kunnugt sé um einhver vanda- mál. - Oft eru þeir hestar spenntir og tolla ilia í högum, sem oft og lengi hafa gengið miili eiganda. Þegar þið prófið hestinn er m.a. rétt að hafa eftirfarandi atriði í huga: Hest- urinn á að standa kyrr þegar hnakkur er lagður á hann, og einnig þegar stigið er á bak. Rétt er að athuga hvort hann sýnir merki um slægð tauga- veiklun, til dæmis ef skrjáfar i hlífðar- fötum eða ef knap- inn hreyfir sig á baki. Einnig hvort hann er sjónhrædd- ur, óttast til dæmis drasl sem á vegi hans verður, svo sem plast á girðing- um eða annað þess háttar. Einnig er mikilvægt að hest- urinn sé fús af stað frá húsi eða rétt, og sýni ekki merki um kergju, hvað þá hrekki. Eins á hest- urinn að láta vel að stjórn í útreiöartúr og ekki sýna til- hneigingu til ofríkis eða að vilja snúa við og hlaupa heim. Gætið þess vegna vel að því að ríða hestinum einum að og frá húsi til reynslu. Auk þessara þátta er svo jafnan rétt að kaupandi kanni vel hvaða hestgerð hann er í raun að leita að, og hvað væntanlegur reið- hestur má kosta. Sumir vilja til dæm- is viljugri hesta en aðrir, einn vill al- hliða ganghest á meðan annar leitar að kiárhesti, sumir vilja efni í keppnis- hest en aðrir ferða- hest og þannig mætti endalaust halda áfram. Kaup á hesti eru vandasöm og mikilvægt að vel takist til. Hesturinn þarf skilyrðislaust að vera gallalaus, en á hinn bóginn þarf kaupandinn svo einnig að hafa f huga að hestarnir eru misgóðir og jafn misjafnir og þeir eru margir. ■

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.