Helgarpósturinn - 08.05.1995, Side 17

Helgarpósturinn - 08.05.1995, Side 17
 WjjgN M ÐWGliJ R1 IÞROTTIR Stálmaðurinn Ul við dauðans dyr Norski skíðagöngukappinn og gulldrengurinn Vegard Ulvang ræðst aldrei á garðinn þar sem hann er lægstur. Á dögunum var hann í einum af óteljandi leið- öngrum sínum. Að þessu sinni lá leið hans til Nepal, en þar ætlaði hann að leggja að fótum sér fjall- ið Drangnag-Ri í Himalayafjöllun- um. Það tókst hins vegar ekki hjá Ulvang því hann veiktist hastar- lega af nýrnabólgu og var ekki hugað líf um tíma. En það þarf meira en ómerkilega nýrnabólgu til að leggja að velli heljarmenni eins og Islandsvininn Ulvang, sem hristi af sér slenið og er nú kominn heim til Noregs, að vísu sjö kílóum léttari, en fjallhress og er þegar farinn að skipuleggja skemmtigöngu yfir Kólaskagann í júlí.B Ulvang allur að koma til í kjöltunni á kærustunni. Þegjandi samkomulag Perluvinirnir þegja einbeittir. Kvikmynda- leikararnir Jack Nicholson og Sean Penn eru bestu vin- ir, þrátt fyrir taisverðan a I d u r s m u n. Báðir eru þeir þungt haldnir af ólæknandi íþróttadellu og láta sig helst ekki vanta þegar LA Lakers spila. Þeir fé- lagarnir ræðast ekki við á rneðan leik stendur, held- ur horfa sem fastast á sjálfan leikinn. Þeir ættu þó að geta brosað út í annað núna, því Lakers er komið í átta liða úrslit.B Helgi Dan áfram gulur og glaður. Oulir og glaöir Helgi end- urkjörinn Helgi Daníelsson, fyrrum lands- liðsmarkvörður og markvörður í gullaldarliði Skagamanna, var endurkjörinn formaður stuðn- ingsmannaklúbbs Skagamanna á fundi félagsins fyrir skömmu. Stuðningsmannaklúbburinn er mjög sterkur, en félagar í honum eru rétt um fjögur hundruð. Klúbburinn hefur lagt félaginu til talsvert fé sem safnast hefur í fjáröflunum.B Ekki pen- ingagráð- ugur Landsliðsþjálfari Svía í knatt- spyrnu, hinn rólyndi Tommy Svenson, hafnaði tilboði um þjálf- arstarf hjá spænska stórliðinu Atletico Bilbao. Svenson hafði sjálfur sagt að tilboðið væri ótrú- lega gott og sænska knatt- spyrnusambandið ætlaði ekki að standa í vegi Svensons. Þessi ákvörðun kemur því dálítið á óvart.B Slappur tennisleikari Franska tennisstjarnan og þokkadísin Mary Pierce varð að hætta keppni vegna veikinda strax í annarri umferð á stóru tennismóti í Hamborg nú fyrir helgi. Pierce, sem reiknað var með að myndi hreppa efsta sæt- ið á mótinu, er eins og fleiri stór- stjörnur í tennisnum að búa sig undir opna franska meistaramót- ið, sem h.efst í París í lok maí.B Gerist áskrifendur að Mánudagspóstinum og Helgarpóstinum og takið þátt í áskrifendahappdrætti. í ágúst verður þessi glæsilegi hálfsjálfskipti Renault Twingo að verðmæti 968.000 krónur dreginn út. Allir áskrifendur - gamlir og nýir - eiga jafna möguleika á að eignast þennan bíl fyrir áskriftarverðið - 999 krónur á mánuði Pösturmn Ódýrasta f réttablaðið á landinu, það hraðasta, sprækasta og langskemmtilegasta Posturinn Fjölbreytt blanda af fréttum, úttektum, greinum, viðtölum og skemmtiefni. Ungt blað og lifandi. Suðurlandsbraut 14 Sími 568 1200 & 581 4060 Mrs. Gazzafire á leið til VINNU. Milljóna VIRÐI Englendingar velta stöð- ugt tyrir sér framtíð Pauls Gascoigne sem átt hefur við langvarandi meiðsli að stríða. í ný- legri blaðagrein sagði Bobby Robson, fyrrver- andi landsliðsþjálfari Englendinga, að hann vildi Gazza gjarnan í vinnu en Robson þjálfar nú Portó. Taldi hann Gazza á milii 500 og 1000 milljóna króna virði. Robson segir að í formi sé Gazzi þessara peninga virði en telur að líklega fari hann nœst til EnglandsM

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.