Helgarpósturinn - 18.05.1995, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 18.05.1995, Blaðsíða 4
TRYLLI- TÆKIN VAKNA AF VETRAR- DVALAN- UM Þegar lóan kemur og kveður burt snjóinn fara akstursíþróttakappar landsins að hugsa sér til hreyfings. Að vísu á þetta ekki við um vélsleðamenn, þeir ráku endahnútinn í keppnistímabilið hjá sér um síðustu helgi á (safirði, þar sem fram fór síðasta umferð Islandsmótsins í vélsleðaakstri. En rallarar ræsa sín tæki í fyrsta sinn í sumar á laug- ardaginn, þann 20. maí, með „Fjörukráarralli", sem fram fer í nágrenni höfuðborgarinnar, um gamalreyndar rallleiðir Reykjaness. Eins og sjá má af eftirfar- andi keppnisdagatali Landssambands íslenskra akstursíþróttaféiaga (L.I.A.) fyrir árið 1995 verður nóg um að vera í ár: Rall, kvartmíla, tor- færa, rallýkross, moto- cross o.fl. Nánari upplýs- ingar um hverja keppni fást hjá viðkomandi akst- ursíþróttafélagi eða L.I.A., Bíldshöfða 14, 130 Reykjavík, s. 674590. Maí: 20. Rall (BÍKR): Suðumes 21. Kvartmíla (Kvartmíluklúbburinn, KK): Kvartmílubraut- inni Kapelluhrauni 27. Torfæra (BA): Akureyri 28. Rallýkross (BÍKR): Rallýkrossbraut við Krýsuvíkurveg Júní: 4. Mótókross (Vélhjólaiþróttaklúbb- urinn.VÍK): Gryfjum við Bláfjallaafleggjara 10. Torfatra (Jeppaklúbbur Reykjavíkur) I 1. Rallýkross (BÍKR): Rallýkrossbraut við Krýsuvíkurveg 18. l/8-míla (BA): Akureyri 24. Rall (BÍKR) Lýsing á keppnisflokkum Landssambands íslenskra akstursíþróttafélaga (LÍA) Hverjar eru keppnisgreinarnar, sem keppt eríí akstursíþróttum á íslandi? Hvaða reglur gilda um skipulag keppna íþessum greinum og um útbúnað ökutækja íþeim? 1. KVARTMÍLA OG SAIUDSPYRIUA Þær reglur um keppnishald í kvartmílu sem farið er eftir á ís- landi miðast við reglur sem gefnar eru út af NHRA í Banda- ríkjunum og gilda þær almennt sem alþjóðareglur. Reglur um sandspyrnu eru samdar af Kvartmíluklúbbnum með hlið- sjón af alþjóðareglum um kvart- mílu, þar sem enn hafa ekki ver- ið gefnar út alþjóðareglur um sandspyrnu sem slíka. Hað er kvartmíla? í stuttu máli er kvartmíla hröðunarkeppni milli tveggja ökutækja úr kyrrstöðu út ákveðna vegalengd, vanalega 1/4 úr mílu (1/8 úr mílu telst líka lögleg vegalengd í þessu sambandi). Reglur jýeppnin fer fram á þar til gerðri, malbikaðri braut. Kepp- endur stilla sér upp hlið við hlið við brautarendann og eru ræst- ir með ljósabúnaði, sem líkist umferðarljósum (kallaður „jóla- tré“). Þegar ökutæki fer frá rás- línu gangsetur það rafeinda- klukkur sem síðan stöðvast þegar það rýfur ljósgeisla í enda brautarinnar. Þannig er brautartími ökutækisins mæld- ur. Það er keppt í mörgum flokk- um í kvartmílu. Til íslands- meistara hefur verið keppt í alls 6 mismunandi flokkum fyrir bíla og þremur bifhjólaflokkum. í ár eru áætlaðar 4 keppnir á kvartmílubrautinni í Kapellu- hrauni, sem gefa eiga stig til ís- landsmeistara. Hvað er sandspyma? Sandspyrna er, eins og kvart- mílan, hröðunarkeppni milli tveggja ökutækja út ákveðna vegalengd, en munurinn felst í því að í stað malbikaðrar braut- ar er keppt á sandi. Eins og gef- ur að skilja skiptir — auk vélar- aflsins — dekkjabúnaður meg- inmáli í sandspyrnu. Reglur Sandspyrna er útsláttar- keppni, þar sem það eitt ræður útslitum í hverri spyrnu, hver er fyrstur yfir marklínuna (en ekki eiginlegur brautartími). í upphafi er þó tekinn brautar- tími, svo hægt sé að raða kepp- endum upp í sanngjarna riðla. Ræsing fer fram með sama hætti og í kvartmílu. Allar nánari upplýsingar fást hjá Kvartmíluklúbbnum, Bílds- höfða 14, s. 674530 og hjá Bif- hjólasamtökum lýðveldisins, Sniglum, Bíldshöfða 14 130 Rvk, s. 5674631 Vettvangur torfærukeppninnar við Akranes. 3. RALL Hvað er rall? Rall er keppni á bifreiðum, sem hefur verið breytt mismik- ið í þeim tilgangi. Rall fer fram á almennum vegum, en þeim leið- um, sem ekið er um í keppninni er skipt upp í ferjuleiðir og sér- leiðir. Keppnin sem slík fer fram á lokuðum sérleiðum, það er á (malar)vegum, sem umferð er lokað um meðan á keppni stendur. Ferjuleiðirnar tengja sérleiðirnar. Reglur Keppt er í þremur flokkum, eða „gengjum“: Gengi N: Óbreyttar bifreiðar; gengi A: Breyttar bifreiðar; gengi X: Sér- smíðaðar bifreiðar. Þessum þremur megingengjum er síðan skipt niður í undirgengi eftir vélarstærð. Strangar kröfur eru gerðar um öryggi í rallkeppnum; þess vegna eru þeir bílar sem flokk- aðir eru sem „óbreyttir" líka út- búnir með veltibúri, sterkari fjöðrun auk annars búnaðar, sem nauð- synlegur er en lýtur ströngum reglum. Nú í ár verður keppt þriðja árið í röð keppt í hinum svokallaða „Norð- dekk-flokki“, sem er flokkur bíla með minna en 1600 ccm vélar og drif á einum öxli, og eru skráðar og standast skoðun hjá Bifreiðaskoðun íslands. Flokkurinn er sérstaklega ætlaður til að auðvelda ralláhugamönnum að hefja þátttöku í ralli, án þess að neyðast til að fjárfesta um of í dýrum keppnisbíl, sem keppt gæti við þá bestu (hvort sem er í gengi N eða X). Veitt eru sér- stök verðlaun fyrir sigur í Norð- dekk-flokknum. Allar nánari upplýsingar fást t.d. hjá B.Í.K.R., Bíldshöfða 14, 130Rvík.,s. 5674630. íslandsmeistararnir í rallakstri feðgarnir Rúnar Jónsson og Jón Ragnarsson á fullri ferð. 5. TORFÆRA Hvað er torfæra? Torfærukeppni er keppni í torfæruakstri á þar til gerðum farartækjum, jeppum. Vett- vangur torfærukeppna eru iðu- lega illkleif hraunbörð, malar- og sandgryfjur og viðlíka tor- færur. Reglur Þó íslensku torfærukeppnirn- ar séu séríslenskt fyrirbrigði, haldnar eftir landsreglum LÍA, byggist skipulag þeirra á al- þjóðlegum reglum F.I.A. Keppn- isjeppum er skipt í tvo flokka, götujeppa annars vegar og sér- útbúna jeppa hins vegar. Sérút- búnir jeppar þurfa hvorki að vera á skrá né skoðaðir. Keppnin gengur út á það að þátttakendur safni stigum með því að aka eftir fyrirfram mörk- uðum brautum, annars vegar er um að ræða brautir, þar sem á að reyna að komast eins langt og hægt er og hins vegar tíma- braut. I fyrra tilvikinu eru stig eftir því hve langt þátttakandi kemst (og mínusstig ef brautar- merkingar eru snertar og ef bakkað er meira en ein bíll- engd), í því seinna reiknast stigin eftir því hvar í röð kepp- enda hver lendir. Allar nánari upplýsingar um torfærukeppnir fást til dæmis hjá Jeppaklúbbi Reykjavíkur, Bíldshöfða 14, 130 Rvík, s. 5674811. j eo ( s Tiy^ ) 'o ÚRVAL NÝLEGRA MAZDA BÍLA OG FJÖLDI ANNARRA NOTAÐRA BÍLA Hestöfl úr „gladlofti" Hin sakleysislega skammstöf- un N02 stendur fyrir efni nokk- urt, sem mörgum keppendum bæði í torfæru og kvartmílu er orðið nánast jafn mikilvægt og bensín. Nituroxíð, öðru nafni hlátur- gas eða „glaðloft" hjálpar til að ná fleiri hestöflum úr vélum keppnisbíla. Gasið er geymt á kút í bílnum og er leitt inn í brennslurými vélarinnar. í stuttu máli virkar „nítró“-búnað- urinn — eins og þessi útbúnað- ur er venjulega kallaður — þannig, að þegar ökumaður bíls- ins telur að ekki veiti af nokkr- um hestöflum til viðbótar, til dæmis þegar jeppi tekur á sprett upp bratta hlíð, þá ýtir hann á rofa og hleypir skammti af „glaðlofti“ inn á vélina; við þetta eykst aflið sem næst út úr brunanum í sprengirými vélar- innar til muna. Áhrifunum má helst líkja við adrenalínsprautu, sem íþróttamaður gæti skammt- að sér sjálfur í hvert sinn sem hann þarf mest á að halda, svo sem í erfiðum hlaupasprett. Nú er svo komið, að nær allir keppendur í torfærunni hafa út- búið jeppa sína með „nítró- kitti“, en þessi tækni er þó upp- runnin úr kvartmílunni, þar sem hún hefur verið notuð lengi. Notkun nítró-tækninnar hefur þann kost umfram aðrar leiðir til að galdra meiri kraft úr bens- ínvélum, að hún er auðveld og einföld og skilar hlutfallslega mikilli kraftaukningu án þess að. kosta þurfi til dýrra breytinga á vélinni („tjúnningu"), svo sem með hækkun þjöppunarhlut- falls, plönun á heddi og svo framvegis. Slíkar breytingar leggja líka alltaf meira á vélina, gera ganginn í henni erfiðari og getur stytt líftíma hennar. Aukahestöflin, sem fást á þennan þægilega hátt með að- stoð „glaðloftsins" hafa því skilj- anlega glatt margan keppnis- manninn. Nitrogas hleypir jeppunum T3 inqq&siegniljÍBJííni&^

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.