Helgarpósturinn - 13.07.1995, Qupperneq 4
I
Horft niður í gamla byggðakjarnann. Fyrir miðri mynd er
Ragnheiður Júlía, aðstoðarkona blaðamanns.
Stemmningsmynd úr Flatey.
„Tíminn er afstæður eins og
við vitum en í Flatey er hann
ekki til,“ sagði Guðmundur Lá-
russon, framkvæmdastjóri
ferjubátsins Baldurs, sem er
þjóðvegur yfir Breiðafjörðinn,
en Guðmundur tók að sögn við
starfinu af fyrirrennara sínum,
Leifi heppna, sem fór til Amer-
íku. „Tímaskynið þar miðast
við komur ferjubátsins og flóð
og fjöru. Útlendingar finna
sterkt til nálægðar við náttúr-
una í eyjunni og hverfa til sjálfs
síns eins og Palli sem var einn í
heiminum. Um leið þá hverfur
einsemdin sem fólk finnur
gjarnan til í stórborgum innan
um milljónir manna.“
FORN MENNINGAR-
STAÐUR OG AFDREP
LISTAMANNA NU-
TIMANS
Þeir eru fleiri sem bera hlýj-
ar tilfinningar til Flateyjar en
Guðmundur Lárusson.
„í Flatey var ég fjóra daga,
fann þar yndi margt. Eyjan var
sem aldingarður, alla daga
hlýtt og bjart. í Flatey vildi ég
ævi una, á eintaii við náttúr-
una.“
Þannig orti Þórbergur Þórðar-
son um Flatey og fleiri skáldum
hefur hún orðið yrkisefni eða
uppspretta hugmynda og
frjórra listaverka. Guðbergur
Bergsson skrifaði ljóðabók sína
um Flateyjar-Frey í eynni og
fleiri skáld og myndlistarmenn
höfðu þar lengri eða skemmri
viðdvöl, þar má nefna Jón
Gunnar Árnason, Jón Yngva,
Steinar Sigurjónsson, Nínu Björk
Árnadóttur, Jökul Jakobsson að
ógleymdum Baltasar. Skáld-
Rósa kastaði einnig fram vísu
Þvottur blaktir við snúru í
Flatey og í baksýn er svo-
nefndur Grýluvogur.
um Flatey í sína tíð. „Væri ég
tvítugsaldri á, og ætti von til
þrifa. Mér ég kjósa vildi þá, að
mega í Flatey lifa.“
Og Halldór Laxness sagði um
Flatey. „Kanski er þetta sjálf
óskanna ey, þar sem sælan rík-
ir og tíminn líður ekki.“
SÖGUSLÓDIR
í Flatey settist fyrsti land-
námsmaður Vestureyja og alla
tíð síðan hefur Flatey gegnt
forystuhlutverki meðal eyj-
anna. Á fyrstu árum íslands-
byggðar var þar fjölmennt
stórbýli og seinna kom eyjan
við í innanlandsátökum Sturl-
ungaaldar. Síðan fóru erlendir
kaupmenn að verða tíðir gestir
í eynni til að versla við Breið-
firðinga. Árið 1777 var lögfest
verslun í Flatey með konungs-
leyfi og eyjan varð helsti versl-
unarstaður við innan og norð-
anverðan Breiðafjörð fram
undir miðja þessa öld. Allir
sem koma til Flateyjar leggja
leið sína í kirkjuna sem var
byggð árið 1926 en hana er nú
verið að endurbyggja. Bók-
hlaðan gamla bak við kirkjuna
er sú elsta á landinu, byggð ár-
ið 1864, og fleiri gömul hús
gera Flatey að merkilegu sýnis-
horni liðins tíma.
i
i
i
<
t
Stórkostleg saga og margrómuö náttúrufegurð
SigEng um WstureMar og leid-
sögn um Flatey meo ykkar manni
Saga eyjarinnar er stór-
kostleg en hún var mið-
stöð verslunar, sam-
gangna, menningar og
lista áður fyrr. Þegar
vegasamgöngur voru lé-
legar hringinn í kring-
um fjörðinn, sérlega
norðurfrá, sigldu bænd-
ur til Flateyjar og sóttu
hingað ýmsa þjónustu.
Hér var bæði læknir og
prestur og verslun. Sag-
an er auðvitað mark-
verðust en eyjan er líka
ákaflega sérstakur stað-
ur.
„Vestureyjarnar einkennast
af miklu fuglalífi en eyjarnar
nær landi eru oft ásóttar af
mink sem hefur ekki náð til
Vestureyja ennþá,“ segir
Tryggvi Gunnarsson leiðsögu-
maður í Flatey. „Það er helst
eitt og eitt kvikindi sem hefur
komist þetta á ís. Ég hef líka
boðið uppá ferðir upp í Reyk-
hóla og við höfum verið með
smá viðleitni til að vera með
ferðir innan héraðs."
Ég held að hver maður hafi gott af því að drepa sér til matar einu sinni á ævinni," seg-
ir Tryggvi Gunnarsson í Flatey. Þó að ég sé ekki mikill veiðimaður Þá finnst mér stór munur
á veiðni, samanber eyðni, og hinu að geta borið sig eftir björginni. En því miður eru
alltaf menn sem ganga illa um náttúruna. Tryggvi segir að selum og öðrum sjávarspen-
dýrum hafi fækkað í Breiðafirði og kennir þar aðgerðum náttúruverndarsamtaka. „í
kjölfar þess jukust grásieppuveiðar hér í firðinum en selurinn er gjarn á að flækja sig í
netunum og drepast þannig. i Skáleyjum halda menn þó enn í selveiðar og veiða og
gera að sel samkvæmt gamalli hefð."
Ég ákvað í tengslum við Flat-
eyjardagana sem eru framund-
an að taka á móti því fólki sem
ætlar með mér í siglingu um
Vestureyjarnar,“ sagði Tryggvi
Gunnarsson. „Þetta er ekki
mjög ítarleg leiðsögn en ég
tæpi á því helsta. Ég geng með
fólki um eyjuna og sýni það
helsta, til dæmis kirkjuna með
myndskreytingum Baltasars en
þær innihalda ýmsa sögu-
punkta um vinnubrögð í eyjun-
um, til dæmis bátasmíði sel-
veiði og fuglatekju.“ Baltasar
og Jökull Jakobsson dvöldu í
eyjunni árið 1964 og skrifaði
Jökull þar bókina Síðasta skip
suður sem Baltasar mynd-
skreytti. „Flatey var á þessum
tíma á miklu samdráttarskeiði
og margt dapurlegt í bókinni,“
segir Tryggvi. „Annars er þetta
ágæt bók en ekki gallalaus."
Saga eyjarinnar er stórkost-
leg en hún var miðstöð versi-
unar, samgangna, menningar
og lista áður fyrr. Þegar vega-
samgöngur voru lélegar hring-
inn í kringum fjörðinn, sérlega
norðurfrá, sigldu bændur til
Flateyjar og sóttu hingað ýmsa
þjónustu. Hér var bæði læknir
og prestur og verslun. Sagan
er auðvitað markverðust en
eyjan er líka ákaflega sérstak-
ur staður.
Móðir Tryggva, Svanhildur
Jónsdóttir er bóndi í Flatey
með kindur og æðakollur, en
hún rekur líka tjaldstæði og
selur gistingu.
Þeir sem kjósa að njóta þess
sem Tryggvi Gunnarsson hef-
ur uppá að bjóða greiða 1.500
krónur fyrir náttúruskoðun og
leiðsögn. „En það kostar 500
krónur fyrir börn, en bara má
greiða fyrir fyrir eitt barn, hin
fá frítt. Mér finnst ekki að það
eigi að refsa fólki fyrir að eiga
börn.“ Ef að fólk vantar tilefni
til að heimsækja Flatey þá hefj-
ast Flateyjardagar í eynni þann
13. júlí með listsýningum,
sögusýningum, inni- og útileik-
húsi en hápunktur daganna
verður 11. til 13. ágúst og þá
verður einnig haldið aflrauna-
mótið, Vestfjarðavíkingurinn.
Trygvi er með farsímann 85
30000, og gefur allar upplýs-
ingar auk þess sem menn geta
bókað sig í ferðirnar og miðast
túrinn með Tryygva við ferðir
Baldurs þannig að þeir sem
vilja getað notið alls þessa og
tekið bátinn aftur út í Hólm að
því loknu.
I
I
I
4
I