Helgarpósturinn - 17.07.1995, Síða 4
FRETTIR
Hannes mætti en Steingrímur afboðaði komu sína.
Bastilludagurinn var hald- fagna bastiiludeginum. Þing-
inn hátíðlegur í franska
sendiráðinu á föstudaginn.
Vegna umdeildra kjarnorku-
tilrauna Frakka var búist við
mótmælum og var lögreglu-
vakt við sendiráðið. Tveir
þingmenn boðuðu forföll,
þau Steingrímur J. Sigfússon
og Kristín Ástgeirsdóttir, en
fjarvera þeirra var frekar
hjákátleg í ljósi þess að
þessir þingmenn hafa aldrei
sést áður í sendiráðinu að
menn eru reyndar sjaldséðir
hrafnar á þessum degi og
eini ráðherrann sem lét sjá
sig var Björn Bjarnason. Lög-
reglan hafði lítið að gera því
einu mótmælin komu frá
Ástþóri Magnússyni í Friði
2000. Hann afhenti mót-
mælaskjal ásamt vinkonu
sinni, Hörpu Karlsdóttur, sem
reyndar varð eftir í sam-
kvæminu og skemmti sér
hið besta.
Meðal annarra gesta
máttti sjá Elínu Pálmadóttur,
Boga Ágústsson, Albert Jóns-
son, Sigurð Pálsson, Kristínu
Jóhannesdóttur, Þorra Hrings-
son, Jóhann Sigurjónsson, Egil
Helgason og Hannes Hólm-
stein Gissurarson. Sá síðast-
nefndi lét þess reyndar sér-
staklega getið að hann væri
mættur í samkvæmið vegna
þess að hann hefði heyrt að
aðrir ætluðu að hundsa
veisluna.
„Afar sorglegt að sambræður
mínir séu jafn ginkeyptir og
raunin er“
Steingrímur J. Sigfússon hefur
aidrei mætt í franska sendiráðið
en boðaði mótmælaforföll.
„Mér finnst það afar sorglegt
að sambræður mínir skuli vera
svona ginkeyptir í örvæntingu
sinni fyrir öllum þeim gulrótum
sem að þeim er haldið. Mér
finnst einfaidlega að taka ætti í
taumana svo koma mætti í veg
fyrir að þetta mein vaxi í íslensku
þjóðfélagi
og þá er ég
ekki bara að
tala um
kraftaverka-
lækningar
heldur trú-
arbrögð af
öllu tagi.“ ■
Hvað segir Kolfinna
Baldvinsdóttir sagnfræðingur
um kraftaverkalækningar?
JÓNAS SlGURGEIRSSON.
Hannes að
UÚKA KLIPPINGU
Þáttur Hannesar Hólm-
steins Gissurarsonar og
Jónasar Sigurgeirssonar
um Bjarna Benediktsson
var sýndur í Ríkissjón-
varpinu á dögunum. Von
er á fleiri þáttum frá
Hannesi þvíþessa dag-
ana er hann að tjúka
klippingum á sambœri-
legum þœtti um Ólaf
Thors sem sýndur verður
á nœstunni. Á teikni-
borðinu er einnig þáttur
um Jón Þorláksson sem
verður með svipuðu
sniðiM
■BB
LEIÐENDUR
AUGLÝSA
ÞOKKAFULLAR
IÐRAHREYFINGAR
Sérstœðar auglýsingar
fagtímaritanna taka á sig
skemmtilegustu myndir
ef mið er tekið afþeim
sem ber fyrir augu al-
mennings að öllujöfnu.
Þannig kappkosta lyfja-
framleiðendur við að
auglýsa vöru sína á lit-
ríkan og kumpánlegan
hátt í tímaritum á borð
við hin íslensku lyfjatíð-
indi og má þar sjá geð-
deyfðarlyf auglýst á
kostulegan hátt en
áhersla er eetíð lögð á
kraftmikla verkun hinna
íslensku lyfja.
Þá leggja hinir íslensku
umboðsaðilar lyfjanna
einnig áherslu á þokka-
fullar iðrahreyHngar
með lyfjum sínum sem
bœta, hressa og kœta að
eigin sögn en þess skal
þó getið að litadýrðin er
œtluð þeim sem út skrifa,
nefnilega lœknunum og
lesa þeirþví manna mest
tímarit sem þessi. Augiýs-
ingamátturinn leynist
víða og endar jafnvel í
munnum þeirra manna
sem til heimilislœknanna
leita, eftir lestur sem
slíkan og œttu auglýsing-
arnar afþeim sökum að
borga sig upp á mettíma
efmarka má lyfjanotkun
íslendinga og skriftar-
gleði lœknanna. ■
Foreldragæsla Fossvogsins þrýstir á lögreglu
Leikvöllurinn að Kvistaborg í Fossvoginum þar sem ungur maður áreitti börn og leitaði á ítrekað síðastliðið haust áður en upp komst.
Krefjast
• Foreldragæslan svokallaða sem sett var á laggirnar í Foss-
vogshverfi Reykjavíkur á síðastliðnu ári og nokkuð hefur borið á
í fjölmiðlum að undanförnu hefur nú verið starfrækt um nokkurt
skeið við fögnuð íbúa hverfisins.
Telja margir starfsemi hennar
afar þarfa þar sem skipulögð
foreldragæsla í íbúðarhverfum
sé nauðsynleg, þar sem nokkuð
hafi borið á kynferðisglæpum
og áreitni kringum leiksvæði
ungra barna.
Þeir atburðir sem mesta at-
hygli hafa vakið var meint
áreitni ungs manns við leikvöll-
inn Kvistaborg við Kvistaland í
Fossvogshverfinu síðastliðið
haust, en nokkur tími leið þar
til lögreglan hafði hendur í hári
mannsins.
Þá höfðu ítrekaðar beiðnir
borist löggæslu frá íbúum
hverfisins, svo og foreldrum
barnanna. Meðal annars þurfti
tólf ára drengur á sálfræðimeð-
ferð og meðhöndiun sérfræð-
ings að halda eftir misnotkun
mannsins og gengur barnið enn
til sálfræðings vegna atburð-
anna og þess áfalls sem hann
varð fyrir.
LÖGGÆSLU ÁBÓTAVANT í
K YNFERÐISAFBROT AKÆRUM
„Foreldrar hér í hverfinu
kröfðust þess ítrekað að eitt-
hvað yrði aðhafst í málinu á sín-
um tíma, þegar hvert tilfellið fór
að bera upp af fætur öðru en
fengu þau svör jafnharðan frá
lögregiu að meðan árásarmað-
urinn hefði ekki náðst gætu þeir
ekkert aðhafst. Reyndar fengum
við þau svör frá lögreglunni að
eina leiðin til að sporna við
áframhaldandi atburðum sem
þessum, væri að standa mann-
inn hreiniega að verki við iðju
sína ásamt því barni sem hann
hefði valið sér að fórnarlambi,“
sagði Aðalheiður Karlsdóttir,
svæðisstjóri foreldragæslunnar
og íbúi í Fossvoginum, í samtali
við Póstinn. „Það foreldri fyrir-
finnst ekki sem væri reiðubúið
að fórna barninu sínu í þeirri trú
að árásarmaðurinn myndi að
Tokum gómast við voðaverkið.
Við gátum því ekki fellt okkur
við þessi svör lögreglunnar og
tókum höndum saman við
gæslu eftir nokkra hvatningu
forvarnadeildar lögreglunnar.
Þetta má segja að hafi verið for-
saga máisins og hefur leitt okkur
þangað sem við stöndum í dag.“
LEYSA MÁLIN SÍN Á MILLI MEÐ
DREIFIBREFUM 0G
FUNDARHOLDUM
Sú spurning vaknar óneitan-
lega þó hvernig foreldragæslan
hafi verið starfrækt frá upphafi
og hver sé megintilgangur henn-
ar. Við fyrstu sýn virðist sem
hér sé um öflugan félagsskap
foreldra Fossvogshverfisins að
ræða sem taki að sér að vakta
hverfi og ákveðnar götur í Foss-
voginum sem taldar séu meiri
hættusvæði en önnur. Aðaiheið-
ur segir þó svo ekki vera. For-
eldrar og svæðisstjórar gegni
ekki því hlutverki að ganga um
hverfi og inna börn sín eftir at-
burðum á leikvöllúm sem úti við
almennt. „Nú, við höfum fundað
af og til, þar sem málið hefur
verið rætt afar vandlega ofan í
kjölinn og sett saman dreifibréf
þar sem starfsemi okkar hefur
verið útskýrð fyrir hverfisbúum
hér. Við erum um þessar mundir
að undirbúa varnir gegn inn-
brotum hér í hverfinu en nú er
sá tími ársins að renna upp þeg-
ar innbrot eru hvað tíðust.“ En
hvað skyldi foreldragæslan þá
gera til að sporna við glæpum
sem áreitni pg innbrotum í Foss-
voginum? „í sjálfu sér erum við
einungis að reyna að vekja fólk
til vitundar um tilvist þessara
atburða. Þeir gerast ekki hér
fremur en annars staðar, en það
sinnuleysi sem er áberandi í
þjóðfélaginu virðist þagga at-
burði sem slíka niður. Fossvog-
urinn er ekkert áhættusvæði
umfram önnur hverfi í Reykjavík
en viðbrögð okkar hafa kannski
verið á annan hátt.“
yiUA REIÐHJÓLALÖGREGLU
IF0SSV0GINN
Þá sagði Aðalheiður að hópur-
inn væri um þessar mundir að
þrýsta á forvarnadeild lögregl-
unnar um löggæslu í Fossvogin-
um.“Þegar atburðirnir stóðu sem
hæst á sínum tíma hér, keyrðu
lögreglubílar reglulega fram hjá
leikskólanum og veit ég ekki bet-
ur en að svo sé hreinlega ennþá.
Núna reynum við að knýja fram
reiðhjólavakt lögreglumanna
sem myndi sveima um hverfið,
en slíkt var gert vegna sinubruna
í vor og bar tiiætiaðan árangur
því sinubruni hefur aldrei verið
minni en í ár.“ En hvers vegna tel-
ur Aðalheiður það ekki vera í
verkahring foreldragæslunnar að
fara slíkar eftirlitsferðir um Foss-
vogshverfið sem lögreglan gerði
fyrr á árinu með ágætisárangri?
„Foreldragæslunni er fyrst og
fremst ætlað að starfa sem
þrýstihópur á lögregluna. Þetta
eru alvarleg mál og því í raun
sjálfsagt að foreldrar hafi sjálfir
augun opin og leggjum við af
þeim sökum ekki upp í skipulagð-
ar gæsluferðir um hverfin. Það er
engin fyrirhuguð gæslustarfsemi
sem slík framundan af hálfu for-
eldragæslunnar enda kannski
engin þörf þar á. Við kjósum mun
fremur að fá varðsveit frá lög-
reglunni hingað í hverfið en að
hjóla hér um sjálf. Það ríkir ekk-
ert stríðsástand hér í Fossvogin-