Helgarpósturinn - 17.07.1995, Side 8
FRETTIR
Kostunaraöilar telja pening-
unum vel variö
Sjónvarpsmenn
eru duglegirað
fá kostunaraðila
#Aárinu 1994 hafði Ríkissjónvarpið 23,3 milljónir
króna í tekjur vegna kostunar fyrirtækja og stofnana.
Ætla má að við þessa upphæð megi bæta umtals-
verðum fjárhæðum vegna vöruskipta Sjónvarpsins
og viðskiptavina þess en ekki er óalgengt að kost-
unaraðilar borgi Sjónvarpinu kostun með vörum
eða þjónustu. Rað voru 58 aðilar sem kostuðu 28
sjónvarpsþætti eða þáttaraðir og íþróttaútsendingar.
íslenskar getraunir
voru stórtækastar í kost-
un sjónvarpsefnis á síð-
asta ári, en þær greiddu
tæpar 5 milljónir króna
vegna knattspyrnuút-
sendinga.
Sigurður Baldursson hjá
íslenskum getraunum
sagði að þeir greiddu
sjónvarpinu vikulega
150.000 krónur vegna út-
sendinga frá ensku knatt-
spyrnunni og vegna þátt-
arins 1 X 2. Sigurður sagð-
ist halda að þessi upp-
hæð hafi verið greidd 32
sinnum á síðasta vetri.
Samtals má því áætla að
íslenskar getraunir hafi
greitt 4,8 milljónir króna
til Ríkisjónvarpsins á
þessu tímabili.
„Það er trúnaðarmál, við
erum að kaupa auglýsingar
fyrir visst fé," segir Adolf
Olason hjá Mjólkursam-
sölunni, aðspurður hve
mikið fé fyrirtækið Ieggur
í kostun. „Þetta eru engir
stórpeningar. Við erum
ekki bara að auglýsa, við
erum líka að styrkja
þáttagerð og erum að
reyna að vera þjóðfélags-
lega ábyrgir. Það eru allt-
af einhver tækifæri í boði
varðandi kostun en það
er ekki mikið. Við styrkt-
um þáttinn íslenska
íþróttavorið því okkur
fannst upplagt að tengja
Fjörmjólkina því efni.
Annars eru menn alltaf að
velta þessari leið til aug-
lýsinga fyrir sér. Kostun
hefur fengið töluverða
neikvæða umfjöllun," seg-
ir Adolf.
c Sex hæstu
kostunaraðilar
Ríkissjónvarpsins
1. íslenskar getraunir
2. Stilling
3. Upplýsingaþjónusta
landbúnaöarins
4. Visa
5. Bifreiðarog
landbúnaðarvélar
6. Mjólkursamsalan
KOSTUN BORGARSIG
„Ég hvgg að útsending-
ar frá Olympíuleikunum
og Heimsmeistarakeppn-
inni í knattspyrnu og
handbolta, sem eru end-
urteknar allt að fimmtíu
sinnum, komi mjög sterkt
út,“ segir Einar S. Einars-
son, framkvæmdastjóri
Visa ísland. „Annars er
það þátturinn Visa-sport
á Stöð 2 sem er lang-
stærsti einstaki kostunar-
liðurinn hjá okkur en ég
býst við að að honum frá-
töldum sé kostnaður okk-
ar vegna þessa liðar um
tvær milljónir króna og ég
tel þeim fjármunum vel
varið. Við höfum verið að
borga um það bil hálfa
milljón króna vegna við-
burða eins og Olympíu-
leikanna. Þetta er á marg-
an hátt ákjósanlegur aug-
lýsingamáti miðað við
hvað það nær til margra
og miðað við hve hægt er
að ná til margra fyrir hlið-
stæðan pening." ■
„Ég ætlaði að reyna að koma
smávegis af gróðri fyrir framan
hjá okkur, setti niður birkitré,
rósir og sumarblóm, en þessu
hefur verið stolið," segir Bjarni
Kjartansson, forstöðumaður
Sundhallarinnar í Reykjavík. „-
Þetta var sett niður fyrir mánuði
síðan. Rósirnar voru horfnar
tveimur dögum síðar en birkið,
sem var nærri tveir metrar á
hæð, þráðbeint og fallegt, hvarf
núna fyrir helgina. Hvort hér er
um nytjastuld að ræða eða hrein
skemmdarverk skal ég ekki segja
en manni verður óneitanlega
hugsað til allra öldurhúsanna
hér í miðbænum, þeim hefur
fjölgað mikið á undanförnum ár-
um. Sjálfur bý ég í miðbænum og
hef orðið var við aukinn umgang
að næturlagi og manni dettur í
hug að hér hafi verið að verki
einhver sem var að koma úr öld-
urhúsi og kaus að koma innræti
sínu á framfæri á þennan hátt,“
segir Bjarni.
ILLA GENGIÐ FRÁ LJÓÐINNI EFTIR
VIÐGERÐARVINNU I FYRRA
„Það er náttúrlega næturvakt á
staðnum ei^erfitt um vik að fylgj-
ast með því sem gerist utandyra.
Lögreglan virðist hafa í nógu
öðru að snúast. Mér finnst til
dæmis skrítið þegar verið er að
eltast við menn vegna þess að
þeir keyra fimm eða tíu kílómetr-
um hraðar en stendur á ein-
hverju skilti en síðan gengur alls
kyns lýður laus og fær í mesta
lagi klapp á bakið,“ segir Bjarni.
„Eftir viðgerðir á húsinu í fyrra
var mjög illa gengið frá lóðinni.
Við höfum verið að reyna að
fegra í kringum okkur en þegar
viðbrögðin eru svona er það
náttúrlega frekar letjandi. Þetta
kostar allt peninga og við þyrft-
um að fá meira fé til þessara
nota. Hér hafa verið að undan-
förnu krakkar í átaksverki á veg-
um borgarinnar. Þau eru alveg
frábær, halda mjög vel áfram og
eru dugleg, eins og fólk er þegar
það sér einhvern árangur af
vinnunni," segir Bjarni. ■
Vala Sveinsdóttir afgreiðslustúlka
og Kjartan Bjarnason laugarvörður
hjá öðru keranna sem rósum og
birkitrjám hefur verið stolið úr.
Þar eru nú bara eftir lítil sumar-
blóm.
Hjartveikur drengur hlaut bata
fyrir k raftave rka p red i k u n
• „Drengurinn minn hlaut undraverðan bata vegna hjartagalla
fyrir tilbeiðslu predikarans Benny Hinn. Læknarnir hafa orðið
undrandi yfir atburðinum þar sem drengnum var ekki spáð bata.“
ans. I raun var okkur sagt að
færi drengurinn ekki til aðgerð-
ar strax myndi hann ekki ná
tveggja ára aldri. Það var því
ekki um neitt annað að ræða en
að fara út með drenginn í að-
gerð sem heppnaðist vel í alla
staði. Þar var þræddur gangráð-
ur í hjartað sem átti að hjálpa
drengnum. Gangráðar sem slíkir
eru undantekningarlaust látnir
standa þegar ísettir hafa verið.“
Svava segir að þrátt fyrir að
aðgerðin hefði lukkast sem best
mátti vera, hefði eftirmeðferðin
ekki farið sem skyldi og hafði
þær hörmulegu afleiðingar í för
með sér að drengurinn varð fyr-
ir langvarandi súrefnisskorti til
heilans með fyrrgreindum af-
leiðingum.
fSALNUM ER HJARTVEIKUR
HSTAKLINGUR“
Svava segir þau hjónin ásamt
Jóhanni litla hafa komið til sam-
komu Benny Hinn í ágúst síðast-
liðnum í Kaplakrika í Hafnarfirði
án nokkurra væntinga og fengið
sæti hægra megin í salnum.
„Það var í sjálfu sér stórkostlegt
að berja þennan mann augum
og sjá hvernig hann bar sig að
störfum, en þegar samkoman er
um það bil hálfnuð hefur Benny
upp rödd sína til okkar og segir
að fram í salnum, hægra megin
sé hjartveikur einstaklingur sem
um það bil sé að fá lækningu
sinna meina. Það hvarflaði aldr-
ei að mér að maðurinn ætti við
okkur sjálf, en gerði sem hann
Sagði Svava Sigurðardóttir,
móðir Jóhanns Kristins Guðjóns-
sonar, sex ára fjölfatlaðs drengs,
í samtali við Póstinn. Fjölskyldan
er búsett á Selfossi og frelsaðist
í Hvítasunnusöfnuðinum nokkr-
um mánuðum eftir hjartaaðgerð
Jóhanns, sem fæddist með afar
sjaldgæfan hjartagalla og var
um tíma ekki hugað lengra líf en
fram að tveggja ára aldri. Svava
segir bata drengsins eftir heim-
sókn þeirra til samkomu Benny
Hinn næsta ótrúlega og vera lík-
asta kraftaverki þar sem lækna-
vísindin höfðu gefið upp alla
von um bata þegar þar var kom-
ið sögu. Þegar aðgerðin var
framkvæmd, var Jóhann litli að-
eins níu mánaða gamall en hann
er sex ára í dag. „Sérfræðingar
höfðu sannfært okkur hjónin um
að vonir til bata væru engar og
drengurinn myndi ekki ná sér
aftur vegna súrefnisskorts sem
hann varð fyrir til heilans eftir
hjartaaðgerðina og gerði það að
verkum að hann hefur ekki náð
þroska á við jaínaldra sína í
dag.“
HLAUT HEILASKADA VIÐ EFTIR-
MEÐFERÐ HJARTAAÐGERÐAR
„Jóhann fæddist með afar
sjaldgæfan hjartagalla, nánar til-
tekið þrengsli undir ósæðar-
loku, en lokan sem er á milli
vinstri gáttar og vinstri slegils
hafði fest vitlaust ofan í hjartað.
Lokan hafði fest undir ósæðar-
lokuna og þannig ollið þreng-
ingu frá hjartanu og út til líkam-
Jóhann Kristtgh Giiðiónsson aö
heimili sími á Selíossi: „Lækning
hans var sem krafíayemljkiis!.“
segir móðir hans.
C „Þegar ég lagði
hendur mína yfir
drenginn minn,
fannst mér sem hlýr
straumur færi frá
mér og yfir í litla
drenginn. Tilfinning-
in sem þessu fylgdi
var svo skýr að hún
var allt að því áþreif-
anleg.“
bað um og lagði hendur á dreng-
inn þegar Benny bað svo. Hvað
fór á eftir þykir mér erfitt að út-
skýra á annan máta en að um
kraftaverk hafi verið að ræða.
Þegar ég lagði hendur mínar yfir
drenginn minn, fannst mér sem
hlýr straumur færi frá mér og yf-
ir í litla drenginn. Tilfinningin
sem þessu fylgdi var svo skýr að
hún var allt að því áþreifanleg."
LÆKNARNIR STÓÐU ORÐLAUSIR
„Eftir samkomuna leiddi ég
hugann öðru hverju að þessu,
en ekki svo að ég hefði sann-
færst um lækningu sonar míns,
þar sem læknavísindin höfðu
staðhæft að bata Jóhanns
myndi aldrei bera að. Drengur-
inn hefur verið undir ströngu
eftirliti sérfræðinga og tíu dög-
um eftir komu Benny til landsins
fór hann í reglubundna skoðun
til hjartasérfræðings í Reykja-
vík. Við þá skoðun kom fram,
lækninum til undrunar, að gang-
ráðurinn sem þræddur hafði
verið í hjartað var skyndilega
orðinn óþarfur og að framfara
hafði orðið vart hjá drengnum
frá síðustu skoðun. í dag er
gangráðurinn óþarfur, og verð-
ur brátt tekinn úr barninu þar
sem hann þjónar engum tiigangi
lengur. Læknarnir eiga engin
orð til að útskýra þetta með öðr-
um leiðum en að um kraftaverk
væri sannlega að ræða.“
PENNY HINN VÆNTANLEGUR
I ÞESSARI VIKU
Þann 21. ágúst síðastliðinn
hélt bandaríski kraftaverka-
læknirinn Benny Hinn opna
fjöldasamkomu í Kapiakrika í
Hafnarfirði og var fullt út að dyr-
um. Nú stefnir Benny aftur hing-
að til lands og er væntanlegur á
þriðjudag til Reykjavíkur, með
mun meiri viðbúnað og fylgdar-
lið en hann flaug með hingað til
lands í fyrra og segja margir að
samkoman verði mun glæsilegri
en áður. Hverju sem því líður, er
kraftaverkapredikarinn væntan-
legur hingað á þriðjudag og
dvelur hérlendis um nokkurra
daga skeið. Þá mun predikarinn
koma fram á vegum sjónvarps-
stöðvarinnar Omega á hverju
kvöldi uns dvöl hans iýkur hér-
lendis en talsmenn sjónvarps-
stöðvarinnar segja tilfelli Jó-
hanns vera síður en svo eins-
dæmi þar sem fjölmargir hafi
hlotið lækningu fyrir tilbeiðslu
Benny hériendis nú þegar og
muni væntanlega verða fram-
hald á þeim kraftaverkum. ■