Helgarpósturinn - 17.07.1995, Síða 9
Ivl'A'N ly ÐWG iD R
ÚTLÖND
4"
Erfingjar Wallenbergs-veldisins, fjölmiðlafælnir.
• Wallenberg-ættin sænska nýtur sérstakrar viröingar í hinum
haröa heimi viöskipta og iönaðar. Ættin á 40 prósent af öllum
veröbréfum á sænska verðbréfamarkaðnum í Stokkhólmi og í
eigu hennar eru fyrirtæki eins og Ericson, Electrolux, Stora og
Scania.
Ættfaðirinn, Peter Wallenberg,
er nú hátt á sjötugsaidri og býr
sig undir að láta veidið í hend-
ur Jacobs sonar síns og Marcus-
ar bróðursonar síns. Þeir
frændur, Jacob og Marcus,sem
nú eru tæplega fertugir, segjast
vera stoltir af Wallenberg-nafn-
inu en neita ekki að þeir finni
fyrir sterkum þrýstingi frá fjöl-
skyldunni um að þeir standi
undir nafni. Peter Wailenberg
sagði nýlega: „Mér þætti afar
miður að verða vitni að því að
þeim mistækist. Ég er reiðubú-
inn að fela þeim stjórnina að
því tilskildu að þeim lánist vel.“
EFASEMDARADDIR
Innan Wallenberg-ættarinn-
ar eru menn bjartsýnir á góðan
árangur þeirra félaga, segja þá
fullkomna hvorn annan, en hjá
öðrum, sem málið er ekki jafn
skylt, hafa heyrst efasemda-
raddir um hæfni þeirra frænda
á viðskiptasviðinu. Sven Ivan
Sundqvist blaðamaður sem sér-
hæfir sig í fréttum úr við-
skiptaheiminum hefur sagt að
að þeir frændur hefðu líklega
aldrei komist í áhrifastöður
vegna eigin ágætis, Wallen-
berg- nafnið eitt hafi fært þeim
brautargengi.
Jacob og Marcus, erfingjar
nokkurra þekktustu fyrirtækja
Svíþjóðar, þykja vernda einka-
líf sitt af ákafa sem nálgast þrá-
hyggju. Kjörorð fjölskyidunn-
ar, Esse Non Videre, (að vera,
ekki sjást) endurspeglar
tregðu þeirra til að sýna sig í
fjölmiðlum. í því eina viðtali
sem þeir hafa farið í, við
sænskt tímarit fyrir tveimur
árum, sagði Jacob: „Við lýsum
okkur best í framkvæmdum
okkar. Ég hef enga löngun til
að verða verkfæri í höndum
fjölmiðla."
TRYGGIR EVRÓPUSAMBANDIÐ
AFRAMHALDANDi VELDI
WALLENBERGA?
Það er mat manna að þegar
þeir frændur hafi tekið við
rekstri Wallenberg-fyrirtækj-
anna muni þeir hugsa sér til
hreyfings á Evrópumarkaði.
Sömu menn segja að Svíþjóð sé
einfaldlega að verða of lítil fyrir
Wallenbergveldið. Fjölskyldan
er ráðandi í sænska viðskipta-
geiranum og frekari útþensla
þar getur komið af stað pólit-
ísku fjaðrafoki og slíkt munu
þeir frændur vilja forðast. Að-
ild Svía að Evrópusambandinu
gefur þeim ómetanlegt tækifæri
til að stökkva inn á evrópska
markaði. Erik Belfrage, nánasti
ráðgjafi Peter Wallenberg, orð-
ar það svo: „í dag erum við skil-
greindir sem sænskir. lnnan
þrjátíu ára verðum við vonandi
skilgreindir sem evrópskir. í
því felst áskorunin.“B
• Rodney King, sem varö heimsfrægur árið 1992 eftir aö hafa
verið barinn af fjórum lögregluþjónum í Los Angeles, er nú enn
eina feröina búinn að koma sér í klandur.
Að þessu sinni var hann
handtekinn fyrir að leggja líf
konu sinnar, Crystal Waters, í
hættu en hann ók bíl sínum af
stað með hana hálfa inn í bíln-
um. Hún dróst með bílnum og
fór nokkra kollhnísa og sat eftir
vönkuð og skrámuð.
King var einnig handtekinn
árið 1992 fyrir að leggja hendur
á konu sína, en hún lagði ekki
fram kæru þá.
Þegar lögreglan uppgötvaði
hvern þeir voru að fara að
handtaka tóku þeir enga
áhættu en fóru með eigið
myndbandsupptökulið á stað-
ínn.
En það var einmitt vegna
myndbandsupptöku af hand-
töku Kings og sýknudóms yfir
lögreglumönnunum fjórum,
sem að handtökunni stóðu í
kjölfarið, sem óeirðir brutust út
í Los Angeles árið 1992 með
þeim afleiðingum að 53 létu líf-
ið og skemmdir voru unnar fyr-
ir 70 milljarða króna.
King streittist sama og ekkert
á móti handtökunni, var bara
með smá múður til málamynda.
Hann hefur verið látinn laus
gegn 3,5 milljóna króna trygg-
ingu. ■
Paris
í ágúst frá
kr. 21.900*
Við höfum nú fengið nokkur viðbótarsæti til Parísar á lága
verðinu í brottfarimar 2. og 9. ágúst í beinu leiguflugunum okkar
til Parísar. Bókaðu strax og tryggðu þér sæti á meðan enn er laust.
Við minnum á að við bjóðum aðeins fyrsta flokks gististaði í
sumar, alla vel staðsetta.
Flugsæti
kr. 21.900*
Skattarkr. 2.100.
\ferð samtals kr. 24.000.
Flug og hótel í viku
2. og 9 .ágúst
kr. 34.500
Skattar kr. 2.100.
Verð samtals kr. 36.000.
HEIMSFERÐIR
Austurstræti 17, 2. hæð. Sími 562-4600.
Heilsteypt upplýsingakerfi
tiorniB
a
i h
A
og
IfMCKIPTAIII
Flókin verkefni o Einfaldar lausnir
STRENGUR hf.
Metfé fyrir
amm
UPPB0ÐI
„■Golfboltinn“ sem er
gerður úr samanþjöpp-
uðum gœsafjöðrum, með
ásaumaðri leðurhúð, var
gerður 1830 fyrir stofn-
anda Luffness Golf-
klúbbsins í Skotlandi.
Golfboltinn varseldurá
uppboði fyrirrétt tœp-
lega tvœr milljónir
króna. Kaupandinn var
spœnski golfklúbburinn
Valderrama sem heldur
Ryder-keppnina 1997.
Golfboltinn var notaður
til ársins 1848, en þá
kom fram golfkúla í lík-
ingu við það sem við
þekkjum í dag. ■
WlNDOW
95 LOKSINS
TILBÚIÐ
Hugbúnaðarfyrirtœkið
risavaxna, Microsoft,
mun nú loksins vera til-
búið til framleiðslu. Það
eru fímm verksmiðjur,
sem samtals geta fram-
leitt eina milljón eintaka
afforritinu, sem sjá um
framleiðsluna en þess er
vœnst að það verði tilbú-
ið til sölu þann 24. ágúst
nœstkomandi. ■
Maður
KASTAR SONUM
SÍNUIVl FRAM
AF SVÖLUM
Maður einn í Englandi
sem var óánœgður með
yfírvofandi skilnað við
konu sína kastaði tveim-
ursonum sínum, þriggja
og fímm ára, fram af
svölum íbúðar sinnar
sem er á fjórðu hœð. Jose
Geraldo Amorim-Pimenta,
sem var fyrrverandi
knattspyrnumaður frá
Brasilíu, kastaði sér síð-
an sjálfum fram afsvöl-
unum og lést samstundis.
Synir hans tveir slösuð-
ust báðir lífshœttulega
og lést sá eldri á sjúkra-
húsi skömmu síðar. Sá
yngri er mjög þungt hald-
inn.
Amorim-Pimenta lék sem
atvinnumaður með ung-
lingaliði Flamengo í
Brasilíu áður en hann
fluttist til Englands. ■
Van Heerden, sem er til-
raunabormaður í Suður-
Afríku, komst heldur
betur í hann krappan
um daginn. Hann var á
gangi fyrir utan hús-
vagninn sem hann býr í
þegar skyndilega réðst
að honum hlébarði.
„Ég var milli tveggja
vagna þegar ég heyrði
hljóð og sneri mér við og
þá réðst hlébarðinn á
mig,“ segir Van Heerden.
Hann hrópaði á konu
sína eftir hjálp en hún
og tveir synirþeirra
hjóna gátu ekkert að-
hafst honum til hjálpar
og fylgdust bara skelf-
ingu lostin með glímu
heimilisföðurins við
villidýrið.
„Ég kýldi dýrið en tókst
ekki að koma því í burt.
Þá tók bara lífshvötin
yfírhöndina. Ég vissi
ekki hvað ég gerði, ég
var bara að berjast við
skepnuna. Mér tókst að
ná taki á hálsi dýrsins
og kyrkja það,“ segir
Van Heerden, en hann
slapp með skrámur og
bit. ■