Helgarpósturinn - 17.07.1995, Page 16
IÞROTTIR
Mpgta pppp
ift“ í I oiftri?
Það snyst allt um fótbolta á 0
Fyrstudeildarlið Leifturs frá
Ólafsfirði þykir leika skemmti-
legan sóknarbolta, skýringuna
segja sumir vera snjöll leik-
mannakaup en aðrir segja
stemminguna á Ólafsfirði vera
skýringuna á góðu gengi liðsins.
„Þótt eflaust eigi skynsamleg
leikmannakaup Ólafsfirðinga
þátt í velgengninni þá er það lík-
lega stemmningin í kringum liðið
sem gerir gæfumuninn," segir
Sverrir Sverrisson, markvarða-
skelfir. Hvað sem því líður þá er
alveg ljóst að liðið hefur í her-
búðum sína fjóra fyrirliða. Þor-
valdur Jónsson markvörður var
fyrirliði Leifturs í fyrra, Júlíus
Tryggvason var fyrirliði Þórs,
Ragnar Gíslason var fyrirliði í
Stjörnunni og Gunnar Oddsson
var fyrirliði í Keflavík og er nú-
verandi fyrirliði Leifturs. Það
liggur beinast við að spyrja einn
af leikmönnum liðsins sem ekki
er fyrirliði, hvernig stemmningin
sé. PÓSTURINN spurði Sverri um
stemmninguna í klefanum fyrir
leiki. „Ég hef aldrei kynnst öðru
eins „peppi“. Það góða er að allir
þessir fyrirliðar eru algjörir
höfðingjar.
Hvernig er þá stemmningin í
bænum?
„Það snýst náttúrlega allt um
boltann hérna, maður fer ekki út ’
í búð án þess að spjalla við að
minnsta kosti tíu manns um fót-
bolta á leiðinni. Og það eru allt
frá sjö ára krökkum upp í níræð-
ar konur. Stemmningin er engu
lagi lík.“ ■
Sverrir Sverrisson.
Knattspyrnumaðurinn
Eyjólfur Sverrisson er nýkom-
inn til landsins eftír að hafa
skoðað aðstæður hjá Sund-
erland. Eins og fram hefur
komið í fréttum þá varð ekk-
ert af samningum milli
enska liðsins og Jolla. Eyj-
ólfur kom til landsins seint
á laugardagskvöldið, sama
dag og lokað var á félaga-
skipti innanlands. Mörgum
Sauðkræklingum hefði efa-
laust þótt vænt um að fá
jafn gríðarlegan liðstyrk og
Jolli er, og ekki virðist
Tindastólsmönnum veita af
einhverjum stuðningi.
Reyndar unnu Tindastóls-
menn Þrym 10-0 nýlega í
„Derby“leik. Það var merki-
legast við þann leik að 9
Tindastólsmenn skoruðu í
leiknum, en annar af senter-
um liðsins skoraði ekkert
mark. Líklega hefur hann
lagt nokkur upp. Eyjólfur
Sverrisson hefur skorað 73
mörk fyrir Tindastól í 99
leikjum, hann vantar því
einungis einnleik til að ná
100 leikjum. Stuðnings-
menn Tindastóls óskuðu
sér sjálfsagt að hann gengi
ti liðs við þá þó ekki væri
nema til að ná 100 leikja
markinu. Eyjólfur hefur ekki
spilað á Sauðárkróki síðan
hann héit utan til Stuttgart.
Aðspurður um hvort hann
væri á leið í Tindastól, hló
hann við og sagðist enga trú
hafa á því. Hann ætti það
bara inni síðar. ■ •
Illa hittar
KEILUR
Okkar mönnum hefur
ekki gengið sem best á
heimsmeistaramótinu í
Keilu í Reno í Neoada.
Þeir eru í 83. til 307.
sœti á mótinu. Skástum
árangri hefur Ásgeir Þórð-
arson náð en hann er í
83. sœti með 4204 stig
eða 200 að í meðalskor.
Ásgrímur Helgi Einarsson
er með 4040 stig eða 192
í 177. sœti. Valgeir Guð-
bjartsson erí 199. sœti
með 3998 stig eða 190.
Björn Sigurðsson er í220.
sœti með 3968 eða 188.
Kristján Sigurjónsson er í
255. sœti með 3893 eða
185 og Halldór Ragnar
Halldórsson er í 307. sœti
með 3771 eða 179. ■
Bett í
ÍSLENSKA
LANDSLIÐINU
Búið eraðvelja 16
manna hóp í U-16 ára
landslið íslands sem tek-
ur þáft í Norðurlanda-
mótinu í Soíþjóð annan
til sjötta ágúst. Það er
tvennt mjög merkilegt við
þessa frétt. Fyrir það
fyrsta þá eiga „Reykjavík-
urrisarnir“ Fram og KR
ekki nema einn fulltrúa
hvor í liðinu. Sömu sögu
er að segja af skaganum.
Hins vegar eiga Keflvík-
ingar, KA-menn, Þróttar-
ar og Valsarar tvo full-
trúa hvert félag. Annað
sem vekur athygli er að
sonurJames Bett og
Auðar Hermannsdóttur,
BaldurBett, erí liðinu.
Baldur, sem ermeð ís-
lenskan og skoskan ríkis-
borgararétt, kom til
landsins fyrir um tveimur
vikum til að taka þátt í
úrtökumóti fyrir Norður-
landamótið og var valinn
í tiðið. Baldur hefur leik-
ið með KR upp flesta
yngri flohkana, en nú œf-
ir hann með unglingaliði
Aberdeen. ■
m
TAKA
Alzheiivierlyf
Það nýjasta í dópmálum
íþróttamanna er lyfsem
gefið er Alzheimersjúk-
lingum. Helsti kostur
lyfsins er sá að bað er
ekki á bannlista. I lyfinu
er efni sem hefur áhrifá
blóðsterymi til heilans.
íþróttamennirnir trúa að
lyfið auki einbeitinguna
og dragi úr þreytu. Þeir
sem helst er nefndir tit
sögunnar varðandi notk-
un á þessu nýja lyfi eru
frjálsíþróttamenn, hnefa-
leikarar, hjólreiðamenn
og lyftingamenn. ■
Það gerist nú æ algengara að íslenskir knattspyrnumenn
haldi í víking til Norðurlandanna. Svíaríki virðist njóta einna
mestra vinsælda um þessar mundir. Einn af þeim sem gerðist
atvinnumaður í knattspyrnu á árinu var Kristófer Sigurgeirs-
son, kantmaðurinn snjalli úr Breiðablik.
Kristófer gekk til liðs við hafi náð um tveimur mánuðum
sænska úrvalsdeildarliðið
Vástra Frölunda í janúar, en eitt-
hvað virðist hafa klikkað því að
hann er kominn heim og geng-
inn til liðs við sitt gamla félag.
PÓSTURINN hafði samband við
Kristófer vegna málsins.
Hvemig var úti og hvaö klikk-
aði?
„Það var mjög fínt úti en það
sem klikkaði var líkaminn. Mað-
ur er búinn að vera í bölvuðum
Imeiðslum, mér telst til að ég
úti meiðslalausum. Fyrst fékk ég
beinhimnubólgu og þegar það
var orðið gott þá fékk ég eitt-
hvað í magann sem þeir vissu
ekki hvað var.“ Kristófer segir
það ekki hafa hjálpað hversu
snemma hann fór af stað aftur
eftir meiðslin.
Hvernig stóð þá á því að þú
komst heim?
„Þetta kom þannig til að þeir
vissu náttúrlega ekkert hvað var
að mér og ég var búinn að vera
mikið meiddur. Maður sat bara
og horfði á og gerði ekki neitt
allan daginn og var farið að líða
ansi illa. Þeir hugsuðu bara um
mig og spurðu hvort ég hefði
áhuga á að fara heim. Þessu
fylgdu engar skuldbindingar og
ég tel að þeir hafi komið
rosalega vel fram við mig.“
Eftir heimkomuna hefur Krist-
ófer verið í læknismeðferð hjá
Sigurjóni Sigurðssyni, en enginn
er íþróttamaður með íþrótta-
mönnum nema hafa heimsótt
Sigurjón að minnsta kosti einu
sinni. Kristófer segir að lækni-
súrskurður hljóði á þann veg að
hann sé með krónískar tognanir
í magavöðvum sem leiða niður í
nára. Jafnvel sé talið að um kvið-
slit sé að ræða.
• „Það eina
sem ég hef yfir að
kvarta hjá
klúbbnum úti er
sjúkraþjálfarinn,
hann er hreinlega
algjör gufa.“
Svíar eru þekktir fyrir að
standa framarlega í meðferð og
lœkningu íþróttameiðsla, kom
það þér ekki á óvart að þeir
skyldu ekki ná að greina meiðsl-
in?
„Jú, en sjúkraþjálfaramálin hjá
félaginu úti eru ekki þau bestu
sem maður hefur þekkt og það
eina sem ég hef yfir að kvarta
hjá klúbbnum úti er sjúkraþjálf-
arinn, hann er hreinlega algjör
gufa.“ íslenskir knattspyrnu-
áhugamenn verða að bíða í að
minnsta kosti mánuð eftir að fá
að sjá Kristófer spila, því hann
ætlar ekki að byrja að æfa og
spiia of snemma í þetta skiptið.
Aðspurður um möguleikana á
að endurheimta landsliðssætið
sagði hann að það yrði ekki á
þessu ári en „eftir það þá verður
ekkert sem stoppar mann.“ ■