Helgarpósturinn - 03.04.1996, Blaðsíða 12

Helgarpósturinn - 03.04.1996, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL1996 12 wm Séra Hóki Kristinsson í Langholtskirkju hefur staðið í ströngu upp á síðkastið. Miklar deilur hafa verið í kirkjunni og það komið niður á safnaðarstarfinu. Eiríkur Bergmann Einarsson hafði samband við Flóka og spjallaði við hann um páskana, kristna trú og heiðna íslendinga. „Þeir sem hafna Gu deyja að eilífu“ "¥" angvarandi deilur hafa staðið í Langholtskirkju .1 Jþar sem séra Flóki Kríst- insson er safnaðarprestur. Deil- urnar hafa skilið eftir djúp sár og ekki batnaði ástandið í kirkj- um landsins þegar alvarlegar ásakanir voru bornar á biskup íslands, yfirmann kirkjunnar. Nú þegar ein helsta hátíð kirkj- unnar er framundan eru þessar deilur ekki leystar og margir vilja af þeim sökum ekki sækja kirkju. En hvernig skyldi páska- haldið verða hjá séra Flóka í ár? „Það er nú þannig með okkur prestana að við höldum upp á páskana með söfnuðinum og leggjum mikla vinnu í páska- predikunina. Það er því fyrst og fremst gegnum helgihatdið sem við höldum upp á páskana. í mínum huga eru páskarnir miklu meiri hátíð en jólin, enda eru þeir hin upphaflega, elsta og eiginlegasta hátíð kirkjunn- ar. Hver eincisti sunnudagur er eins og bergmál af páskadegin- um — upprisudeginum. Þess vegna er páskadagurinn undir- staða alls helgihalds kirkjunn- ar.“ Hvernig leggst lielgihaldið í þig í kjölfar þessara deilna innan kirkjunnar? „Ég fel þetta Guði í vald og treysti honum. Þess vegna hef ég engar áhyggjur af helgihaldi páskanna.“ Ná hefur mikið gengið á innan kirkjunnar og margt kristið fólk vill afþeim sökum ekki fara til kirkju um pásk- ana. Hvernig getur þetta fólk haldið páskana hátíðlega og iðkað sína trá — fjarri kirkjuhúsinu? „Eg myndi biðja það að hugsa sig betur um áður en það tekur slíka afstöðu, en ég hef raunar engar aðrar sérstakar ráðlegg- ingar til þess fólks. Sú mann- eskja sem telur sig ekki eiga er- indi í kirkjuna á mestu hátíð hennar er á villigötum — jafnvel þótt í huga hennar séu von- brigði vegna deilumála ein- stakra manna. Þetta fólk er jafn- framt á villigötum vegna þess að páskaboðskapurinn hefur fullt gildi þótt einhverjir menn séu ósáttir sín á milli. Jafnvel þótt fólk sé ekki sátt við prest- inn sinn af persónulegum ástæðum þá er presturinn að- éins þjónn safnaðarins og fólk kemur ekki í kirkju vegna prestsins, organistcuis eða kórs- ins. Það kemur í kirkju til þess að þjappa sér saman sem sam- félag um sameiginlegan mál- stað; nokkuð sem hefur ekkert með einstaklinginn að gera sem þjónar söfnuðinum. Ég hef eng- ar áhyggjur af því fólki sem hef- ur þá skoðun að það vilji ekki fara til kirkju á páskunum. Það hlýtur þá líka að hafa skoðun á því sem það vill gera í staðinn. Eg hef meiri áhyggjur af þeim sem í hugsunarleysi mæta ekki til kirkju og iðka ekki sína trú.“ Er þá ekkert sem fólk getur gert til að iðka trú sína fjarri kirkjunni? „Eins og svo margir aðrir hafa íslendingar sínar aðferðir við að halda upp á hátíðir, sem eru í eðli sínu kristilegar. Margir borða páskaegg og telja það hluta af hátíðinni. Hið trúarlega er hins vegar það að fólk kemur saman. Ef fólk vill ekki koma saman verður það að gera slíkt upp við sjálft sig. Eru þetta mót- mæli og einhver skilaboð til kirkjunnar? Þá þarf að vera ljóst hver þau skilaboð eru. Erfitt getur verið að túlka þögnina." Það sýnist nokkuð Ijóst að margir cetla ekki til kirkju fyrr en hiskup hefur til dœmis gert hreint fyrir sínum dyrum og friður ríkir meðal þjóna kirkjunnar... „Það kann að búa í huga ein- „í mínum huga eru páskarnir miklu meiri hátíð en jólin, enda eru þeir hin upphaflega, elsta og eiginlegasta hátíð kirkjunnar. Hver einasti sunnudagur er eins og bergmál af páskadeg- inum — upprisudeg- inum. Þess vegna er páskadagurinn undirstaða alls helgi- halds kirkjunnar.“ hvers fólks að yfirmaður kirkj- unnar þurfi að gera hreint fyrir sínum dyrum áður en það komi til kirkju. En það þarf þá að koma einhvers staðar fram.“ Er það ekki áhyggjuefni hversu lítill hópur Islendinga sœkir kirkju almennt? „Þetta er bara hluti af þeim raunveruleika sem kirkjan hefur alla tíð búið við. Kirkjan er og hefur alltaf verið minnihluta- hópur — ef þannig má að orði komast. Þegar skoðaðar eru viðhorfskannanir til trúar og kirkju kemur í ljós að sú trú, sem íslendingar játa, er alger- lega óskilgreint hugtak. Al- mennt trúa íslendingar ekki samkvæmt kristinni trú á játn- ingargrundvelli kirkjunnar. Miklu fremur trúa þeir á æðri máttarvöld. Kristið fólk er minnihlutahópur í kirkjulegum skilningi. Kristnir menn trúa á heilaga þrenningu; guð föður skapara, guðs son endurlausn- ara og heilagan anda huggara. Við erum ekkert að deila við al- menning um það að auðvitað er lífinu stjórnað af æðri máttar- völdum. En kristnir menn skera sig úr að því leyti að þeir þykj- ast vita hver þessi æðri máttar- völd eru.“ Hvað verður þá til dœmis um alla hina fjölmörgu ókristnu íslendinga eftir dauðann? „Kirkjan veit ekki hvað gerist eftir dauðann, en það eru ákveðnar kenningar sem menn styðjast við. Guð er lifandi og hann er sjálft lífið. Og líf okkar þiggjum við af lífi Guðs. Okkur eru gefin þau fyrirheit að ef við trúum munum við áfram eiga hlutdeild í lífi Guðs. Og ef ég trúi eignast ég bæði vissu fyrir því og eignast sjálft lífið. Heiðnum mönnum, sem ekki hcifa kynnst orði Guðs, er einnig gefið lífið af Guði og það er undir miskunn almáttugs Guðs hvort þeir öðl- ast hlutdeild í lífinu eftir jarð- neskan dauða. Þeir sem hins vegar hafna Guði alveg fram á andlátsstundina eignast ekki líf- ið og deyja að eilífu. Eins og Guð segir sjálfur: Hverri grein sem ekki ber ávöxt mun verða á eld kastað, brennur og verður ekki lengurtil.“ Eru kannski fleiri kunningjar mínir eiturlyfjasalar? Síðastliðið laugardagskvöld fékk ég útivistarleyfi um hríð og skrapp við það tækifæri á kráarölt með mági mínum og næturgesti. Vitaskuld komum við að leiðarlokum töltsins á skemmtistað sem X- kynslóðin forsmáða fjölmennir á. Útúrdúr: Hverjir eru það sem harðast gagnrýna X-arana fyrir dáðleysi og almennan lydduhátt? Er það ekki helst aldurshópurinn 30 til 35 ára? Fólkið sem fœddist eftir rokkið, var í vöggu á hippa- tímabilinu, í bamaskóla á diskó- tímabilinu og missti síðan af pönkinu vegna aldurs? Fólkið sem tilheyrir andlausu millibils- ástandi sem fœddi ekki annað af sér en plebbalega pappírstígra, hljómsveitimar Strax og Módel, Boss-klœdda bílasala, áferígis- sjúka einstœðinga, ullarbindis- vœdda kennara og misskilin menntaskólaskáld sem dást að tilraunum með rímið og stílæf- ingum flopphöfunda? Fólkið sem upplifði stjórnarár Carters, niður- lœgingarár Bowies, sótti Holly- wood í Ármúlanum og fór til Ib- iza í leit að tilgangi lífsins? Kaffi- húsaljónin er engu hafa fengið áorkað nema níða skóinn af at- orkusömu œskufðlki sem er of kurteist til að forvitnast: Hvar er afreksfólkið f ykkar hópi? Jú. Og svo er víst einn af þessu liði að skrifa háðsádeilu á X-kynslóðina eftir að hafa hangið einsog mara yfir henni á kránum, elt þau á röndum í teitin og haldið sig í fé- lagsskap X-aranna óumbeðinn og ótilneyddur. Eða: Hver bauð honum í partíið? Ojæja. Fyrrnefnt kráarölt væri varla í frásögur færandi ef ekki hefði skáskotið sér til okkar töffari sem ég kannast við og spurt útundan sér eftir inn- gangsþvaður: „Hérna... hefurðu áhuga á eiturlyfjum?“ Forviða: Hvað sagðirðu? „Ertu eitthvað í dópinu?“ Semingur: í dópi, nee- ei... hvers vegna spyrðu? „Tjah, ég er sko díler,“ var svarað rámri röddu, „og get reddað hverju sem er með samaog eng- um fyrirvara.“ Passífur: Ég held ekki. „Ókei,“ áhugaleysið draup af ypsiloninu, „bara að tékka.“ Strauk þriggja daga skeggjaðan kjálkann annars hugar og við veltum fyrir okkur tælandi brosi blondínu sem kom að borðinu í erindisleysu þarsem við mundum báðir eftir partíinu þegar hún sagði: „Maður sefur bara alls ekki hjá karl- mönnum nema þeir séu eitt- hvað...“ Þetta er einhvern- veginn allt að koma hjá henni, fannst okkur. Nú skal það viðurkennt, að ég hafði óljósa hugmynd um að eitthvað væri lítillega bogið við líf- erni þessa ný- lega kunningja míns, ánþess þó að hafa heyrt ávæning um að hann væri einn af þessum víð- frægu sölumönnum dauðans. Við tókum í öllu falli spjall sam- an og hann virtist lítt feiminn við að tjá sig um málið... brans- ann, dópið. „Það eru allir í þessu, maður.“ Var hann ekkert smeykur við að segja mér, tilað- gera bláókunnugum manninum, frá lifibrauði sínu — hvað ef ég færi beinustu leið til löggunnar? „Nei, blessaður vertu. Þeir hafa ekki nokkurn áhuga á svona smáfiskum einsog mér. Það hef- ur fyrir löngu sýnt sig. Þeir myndu ekki einu sinni nenna að hlusta á þig og fyrir utan það: ég er varkárari en andskotinn. Aldrei með nema smotterí á mér í einu.“ Eftir að hafa látið boð út ganga — „Hei, það er partí heima hjá mér í Grafarvogin- um... Bara vinir, rólegt og tsjill- að!“ — tókum við leigubíl að heimili hans þarsem boðið var til stofu og gest- um uppá bjór úr risavöxnum kúti sem prýddi eld- húsið. Sér er nú hvert dóppart- íið, hugsaði ég með mér von- svikinn og sötr- aði bjór meðan ég tók inn að- stæðurnar. Varla hræða á svæðinu og ekki hasspípa í aug- sýn. Hvað þá meira. Sjúskað hús, óhreint leirtau í eldhús- inu, sjónvarpið stásshúsgagn og fataleppar í hverju horni. Dæmigert ung- herrahúsnæði. Mágur minn snaraði sér heim. Uppúr hálffjögur á sunnu- dagsmorgni fór dyrabjallan að klingja og hvert hálffrægðar- mennið á fætur öðru rak inn nefið: „Hei, kids... Hvað er í gangi? Er’ekki allir e-aðir, reykt- ir og flottir?“ Popparar, leikarar, barþjónar og trendsetterar í yngri kantinum. Flestir komu með maka af karl- eða kvenkyni uppá arminn og fóru sömu leið: inní afvikið herbergi þarsem þau dvöldu með húsráðanda við dílingar og neyslu í sirka korter og svo var snúið til stofu. Allt var þetta fumlaust, settlegt, sjálfsagt og gjörsamlega frítt við alla feimni eða leynd. Menn bara tsjilluðu og hlustuðu á grúví sándtrökk úr kvikmynd- um milli þess sem þeir tóku stutta neyslufundi með mínum manni. Síðan sat mannskapur- inn í litlum grúppum í stofunni eða inní eldhúsi, rykaður af al- sælu og spítti. Þetta var ekkert mál. Ekki áhyggjuvott að sjá. Glaðir. Ég hafði einhvernveginn ímyndað mér að dílerar væru fremur vitgrannir og umfram annað óviðkunnanlegir útyfir allan þjófabálk. En þessi díler er þvert á móti nokkuð skarpur og glöggur til samræðu ásamt því að vera laus við alla ísmeygni og flóttalegt augnaráð og býður af sér lágstemmdan þokka — ef gagnkynhneigður karlmaður má þannig að orði komast. Ég sé núna að þetta hljóta að vera kjörnir hæfileikar fyrir eitur- lyfjasala og ætla í framtíðinni að hafa augu mín og eyru galopin. „Kannski eru fleiri kunningjar mínir eiturlyfjasalar,” hugsaði ég þarsem ég rölti reynslunni ríkari heim til Sólvalla um sama leyti og sólin rann uppá hélaðan heimskautahimininn...

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.