Helgarpósturinn - 12.12.1996, Page 6

Helgarpósturinn - 12.12.1996, Page 6
6 FIMMTUDAGUR12. DESEMBER1996 r^^iS Islenskar sjavarafuröir Isleriskar sjávara íceland Seafood International olc Af ellefu manna sveit sem ís- lenskar sjávarafurðir sendu til Kamtsjatka fyrir réttu ári til að sjá um skrifstofuhlið- ina á útgerðarverkefni sem ÍS tók að sér fyrir rússneska fyrir- tækið UTRF eru nú átta komnir heim. Sumir voru nánast rekn- ir, fórnað til að hafa Rússana góða. Aðrir fóru vegna bull- andi óánægju með aðstæður og þó ekki síður vegna niður- lægjandi framkomu forráða- manna íslenskra sjávarafurða gagnvart starfsfólkinu á Kamt- sjatka. Þó mun síst ofmælt að íslendingarnir hafi unnið mikið þrekvirki á Kamtsjatka. Þeim tókst að skila þessu verkefni þrátt fyrir erfiðar aðstæður að sigla þannig milli skers og báru í samskiptum við rússnesku yf- irmennina að dæmið gekk upp og þetta „ævintýri" skilaði verulegum hagnaði. íslenskar sjávarafurðir hafa strax á fyrsta ári haft gífurleg- an hagnað af Kamtsjatkaævin- týrinu. 300 milljónir mun frem- ur varlega áætluð tala. Til sam- anburðar hagnaðartölunum má nefna að hagnaður ÍS hefur undanfarin ár verið um eða innan við 100 milljónir á ári. Heildarvelta útgerðarinnar á Kamtsjatka var um fjórir millj- arðar á þessu fyrsta ári. Það svarar til um fimmtungsaukn- ingar á veltu. Kamtsjatkaút- gerðin gerir hins vegar betur en að þrefalda hagnaðinn þannig að orðið „stórgróðafyr- irtæki“ virðist eiga ágætlega við í þessu sambandi. Verð- gildi hlutabréfa í íslenskum sjávarafurðum hefur líka hækkað í allgóðu samræmi við þetta. Á síðasta ári, 1995, áður en samningurinn við rúss- nesku útgerðina var undirrit- aður, seldust hlutabréf í ís- lenskum sjávarafurðum nokk- uð yfir nafnverði, gengið í árs- byrjun var t.d. 1,25, en eru nú komin upp í fimmfalt nafnverð, hafa sem sagt um það bil fjór- faldast í verði. Auschwitz-fæði Islenskar sjávarafurðir sendu starfsfólk til Kamt- sjatkaskaga í nóvember á síð- asta ári. Samstarf tókst milli ÍS og útgerðarfyrirtækis að nafni UTRF, sem mátti heita komið á vonarvöl og var í sárri þörf fyr- ir bæði rekstrarfé og þekkingu. ÍS lagði fram nauðsynlegt fé til að halda rekstri fyrirtækisins gangandi, kaupa olíu á skipin, greiða starfsfólki laun o.s.frv., en fékk greitt með hlutdeild í aflanum. ÍS sendi auk þess um 30 manns til Kamtsjatka, flestir þessara starfsmanna unnu úti á sjó og höfðu umsjón með úr- vinnslu aflans en ellefu störf- uðu í landi og gegndu þar ýms- um stjórnunarstörfum. En hér er þó ekki nema hálf sagan sögð. Hin hliðin á mál- inu, mannlega hliðin, hefur ekki verið til umfjöllunar í fjöl- miðlum. Helgarpósturinn hefur rætt við allnokkra þeirra sem í fyrra voru valdir úr hópi 300 manns og fóru til starfa á veg- um íslenskra sjávarafurða á Kamtsjatka. Þeim ber saman um að flestar aðstæður þarna séu um margt verri en unnt sé að gera sér í hugarlund. Fæð- inu um borð í skipum rúss- nesku útgerðarinnar mátti stundum best lýsa sem Au- schwitz-fæði. íslendingarnir léttust flestir til að byrja með, sumir jafnvel um allt að 10-15 kíló. Það virtust vera til þrjár uppskriftir að súpum. Ein þeirra var þannig útíits að það var fullkomið álitamál hvort verið væri að fullnýta gólf- þvottavatnið. Enginn þejrra fyrrverandi starfsmanna ÍS sem HP ræddi við vildi koma fram undir nafni. I þessu sambandi báru menn ýmsu við, sumir töldu að trúnaðarákvæði í ráðningar- samningi kynni að mega túlka svo vítt að það næði yfir sumt af því sem þeir annars sáu enga ástæðu til að láta liggja í þagnargildi. Á öðrum mátti líka heyra að þeir teldu sig þurfa að hugsa um starfsferil sinn og frama og álitu ekki heppilegt að láta nafns síns getið af þeim sökum. Upphafið lofaði góðu Islenskar sjávarafurðir aug- lýstu í október í fyrra eftir starfsfólki til starfa á Kamt- sjatka, bæði á sjó og í landi. Alls bárust um 300 umsóknir eða frá tífalt fleira fólki en þörf var fyrir. ÍS mun hafa lagt sig í framkróka til að velja úr þess- um hópi þá sem líklegastir þættu til að standast álagið sem fyrirsjáanlegt þótti þarna austur frá. Af hálfu fyrirtækis- ins virtust menn þannig í upp- hafi gera sér fulla grein fyrir að vissir erfiðleikar yrðu óhjá- kvæmilega á vegi starfsfólks- ins. Áður en hópurinn fór utan var hann sendur austur að Flúðum yfir helgi þar sem Pét- ur Guðjónsson (fyrrverandi formaður í Flokki mannsins) kenndi hópefli og bjó fólk und- ir hið sálræna álag sem reikn- að var með að biði þess austur á Kamtsjatka. I upphafi var um það talað að starfsfólkið sem ráðið var til Kamtsjatka yrði ekki austur frá nema að hámarki þrjá mán- uði í einu en fengi mánaðarfrí á milli. í þessu sambandi má vitna í viðtal við Jens Valdi- marsson sem HP birti í sumar. Jens er sá maður sem lengsta reynslu hefur af viðskiptum og störfum á þessu svæði. Hann segir í viðtalinu „... en þetta er ekki staður þar sem fólk dvelur lengi. Tveir og hálfur til þrír mánuðir eru hámark. Svo eiga menn að fara í frí“. Loforð um frí stóðust ekki En hugmyndin um mánaðar- frí eftir þriggja mánaða vinnu á Kamtsjatka stóðst engan veg- inn. Þvert á móti voru dæmi þess að starfsfólk ÍS væri milli fimm og sex mánuði úti á sjó án þess að koma nokkurn tíma í land. Þetta má svo bera sam- an við fréttir að undanförnu um dapurlegt sálarástand manna sem verið hafa upp í tvo mánuði að veiðum í Smug- unni. Það mun raunar hafa komið í ljós fljótlega að sú hugmynd að senda fólk heim á þriggja mán- aða fresti væri illframkvæman- leg í flestum tilvikum og þeim sem unnu á sjónum og ekki komust í frí var boðin launa- uppbót sem svaraði til sparn- arðar ÍS í ferðakostnaði og ríf- lega það. Landfólkinu voru ekki boðin slík kjör, en dæmi voru um allt að sex mánaða samfellda dvöi á Kamtsjatka. Á sjónum var eins og gengur mismikið að gera. Á þessum slóðum stendur aðalvertíðin yfir frá því í desember og fram í miðjan maí. Framan af vertíð- inni var veiði fremur dræm en afli glæddist mjög þegar kom fram í miðjan mars og þá var unnið á vöktum allan sólar- hringinn til vertíðarloka, allt fram í miðjan maí. í iandi áttu íslendingarnir heldur sjaldan frí. Meira að segja á jóladag og nýársdag mættu þeir í vinnuna því aldrei var að vita nema einhver boð hefðu borist sem bregðast þyrfti við. Það var ekki fyrr en í lok janúar sem landmennirnir tóku sér frí heilan dag og fóru út úr Petropavlovsk. Sú ferð fannst flestum þeirra vera á við vikufrí. „í kulda og trekki“ Á Kamtsjatka er að finna heitt vatn í jörðu rétt eins og á íslandi. Fram að þessu hefur það þó ekki verið nýtt til hús- hitunar heldur er vatn hitað í kola- eða olíukyntum verum og síðan leitt í húsin. í Rússlandi gildir það þó á þessu sviöi eins og svo mörgum öðrum að fáu er að treysta. Orkuverin eru kostuð af sveitarfélaginu og ganga ekki nema viðkomandi sveitarfélag hafi efni á að kaupa kol eða olíu. íslendingarnir á Kamtsjatka urðu af þessum sökum oft langtímum saman að notast við rafmagnsofna til að halda á sér hita. Raunar brást raf- magnið stundum líka en þó sjaldnast marga daga í einu. Rússarnir stálu launa- greiðslunum Samkvæmt samningnum sem í gildi var milli rússneska útgerðarfyrirtækisins UTRF og Islenskra sjávarafurða síðasta ár tók ÍS að sér að sjá um rekst- ur útgerðarinnar. ÍS tók í upp- hafi 4,5 milljóna dollara rekstr- arlán og síðan afurðalán í hlut- falli við verðmæti framleiðsl- unnar og sá um allar rekstrar- greiðslur frá og með 1. des- ember á síðasta ári. ÍS sá jafn- framt um sölu afurðanna og tekjur af þeim voru lagðar inn á reikning ÍS á íslandi en af þeim reikningi greiddi ÍS aftur Rússunum þeirra hlut af sölu- tekjum. Rússneska fyrirtækið var orðið mjög skuldsett og hafði m.a. á undangengnum ár- um neyðst til að selja allstóran hluta kvóta síns. Engu að síður á fyrirtækið eftir nokkuð á ann- að hundrað þúsund tonna kvóta. Meðal annars rekstrarkostn- aðar sem ÍS tók að sér að sjá um voru launagreiðslur til sjó- manna UTRF. Það reyndist þó ekki vandaiaust að koma laun- um rússneska starfsfólksins til skila. Ákveðið var að nota til þess Iaunakerfi rússneska fyr- irtækisins, sem hvort eð var hafði allt starfsfólkið á launa- skrá. Launin voru því einfald- lega lögð inn á reikning UTRF, sem síðan átti að koma þeim áfram. UTRF gerði sér hins vegar lítið fyrir og tók þessa peninga iðulega til annarra nota. Starfsmenn ÍS á Kamt- sjatka stöðvuðu þessar launa- greiðslur um tíma þar til tryggt þótti að þær bærust réttum að- ilum, sem sagt starfsfólkinu. Togstreita milli íslendiing- anna Samskiplin miíii islendinga og Rússa voru að sumu leyti nokkuð stirð. Þetta gilti bæði á sjó og landi. Sjaldnast er unnt að gera samninga svo vel úr garði að hvergi verði eftir nein túlkunaratriði. íslendingar sem störfuðu úti á sjó urðu fljótt varir við að túlkun Rússa var mjög einhliða. Þeir fundu held- ur ekki mikið fyrir stuðningi að heiman og hið sama gilti raun- ar einnig um íslendingana í landi. Sjófólkið hafði leyfi til að hringja um „gervihnattasíma“ heim til íslands einn hálftíma í mánuði. I landi þrýstu Rússarnir, og þá einkum Alexander Ábr- amov, sífellt á íslendingana að greiða þetta og greiða hitt, gamlar skuldir sem íslenskar sjávarafurðir báru enga ábyrgð á. Það kom einkum i hlut Haraldar Jónssonar verk- efnisstjóra, æðsta yfirmanns ÍS á Kamtsjatka, og Gunnlaugs Júlíussonar fjármálastjóra að standa gegn þessum þrýstingi. Þótt þeir og aðrir islenskir starfsmenn gætu vísað í skýr samningsákvæði til að rök- styðja neitun sína skapaði þessi sífelldi þrýstingur Rúss- anna leiðindi á vinnustaðnum. Hér er raunar einungis átt við rússnesku ^yfirmennina, því samskipti íslendinganna og lægra settra rússneskra starfs- manna UTRF gengu undan- tekningarlítið með miklum ágætum og í sumum tilvikum tókust náin vináttutengsl miili þeirra. íslendingarnir urðu líka fljót- lega varir við að Rússarnir, með Abramov í broddi fylking- ar, vildu láta óánægju sína bitna á þeim persónulega og kvörtuðu undan því við for- ráðamenn ÍS að sumir íslend- inganna væru ekki hæfir tii samstarfs. Á þessu virðist þó hafa verið ein mikilvæg undan- tekning. Fljótlega munu hafa komist á ágæt samskipti milli Rússanna og Ólafs Magnús- sonar útgerðarstjóra, en náin tengsl mynduðust milli hans og aðstoðarforstjóra UTRF, konu að nafni Tamara. Að sama skapi myndaðist ákveðin togstreita milli Ólafs og sumra annarra í íslenska hópnum. Allt það sem hér hefur verið lýst orsakaði að sjálfsögðu gíf- urlegt andlegt álag. En aðstæð- ur á vinnustað og í híbýlum og framkoma Rússanna voru þó einungis hluti af erfiðleikun- um. Það var innbyrðis tog- streita milli íslendinganna og baktjaldamakk ásamt sér- kennilegri framkomu íslenskra sjávarafurða í garð einstakra starfsmanna sem gerði útslag- ið og er meginorsök þess að nú eru einungis þrír eftir af þeim ellefu landmönnum sem fóru til Kamtsjatka í fyrra. Bókhaldsvandi á báðum stöðum Bæði á sjó og í landi ráku ís- lendingarnir sig fljótlega á ým- is vandamál. Sum telja þeir að íslenskar sjávarafurðir hefðu átt að sjá fyrir, sérstaklega með tilliti til þess að fyrirtækið hafði haft tvo menn á Kamt- sjatka undangengnar fjórar vertíðir og hefði því átt að geta gert sér nokkuð glögga grein fyrir ástandinu. í öðrum tilvik- um var allt of seint brugðist við í höfuðstöðvum ÍS heima á íslandi. Á skrifstofunum austur á Kamtsjatka lentu menn strax í erfiðleikum með bókhaldið. Hluti tölvukerfisins virkaði illa framan af og framleiðslu- og birgðabókhald alls ekki. Nýr tölvumaður var loks sendur frá íslandi þegar komið var fram í apríl og komust tölvu-

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.