Helgarpósturinn - 12.12.1996, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 12.12.1996, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR12. DESEMBER1996 7 mál loks í endanlegt form .þeg- ar vertíðin var að verða búin. Það er til marks um ástandið að um margra mánaða skeið var haldið utan um meginatriði bókhaldsins í Excel töflureikni. Að hluta var bókhald einnig unnið heima á íslandi í höfuð- stöðvum ÍS og í upphafi var gert ráð fyrir öflugu upplýs- ingastreymi á milli þannig að menn gætu fylgst grannt með gangi mála á báðum stöðum. Starfsmanni fórnað En í hinu fullkomna tölvuum- hverfi heima á íslandi gekk heldur ekki allt sem skyldi. Bókhaldsdeildin í höfuðstöðv- um ÍS var ekki beinlínis yfir- mönnuð áður en fjögurra millj- arða velta Kamtsjatkaútgerð- arinnar bættist við. Raunin varð því sú að ýmsar upplýs- ingar sem áttu að berast reglu- Iega frá íslandi til Kamtsjatka bárust seint og illa, þrátt fyrir mörg bréf og skeyti þar að lút- andi. Þetta gerði íslendingun- um á Kamtsjatka enn erfiðara fyrir. Af þessum sökum var varla von að allar bókhaldsupplýs- ingar lægju fyrir og búið væri að stemma af allar tölur þegar forsvarsmenn ÍS fóru til Kamt- sjatka í ágústmánuði til að ganga frá uppgjörsmálum við rússnesku útgerðina. Það bætti reyndar síst úr skák að eftir að tölvukerfið komst í lag fór að fækka í starfshópnum á Kamtsjatka. Komið var fram á vor og flestum orðið mál á að komast í langþráð frí. Álagið á þá fáu sem eftir voru jókst að sama skapi. Þegar forsvarsmenn ÍS komu til Kamtsjatka mun hafa komið upp óánægja meðal Rússanna vegna þess að frágangi bók- halds var ekki endanlega lokið. Jörundi Ragnarssyni, sem séð hafði um bókhaldsmálin á Kamtsjatka eftir bestu getu en á grunni takmarkaðra upplýs- inga, var tilkynnt að starfs- samningur við hann yrði ekki endurnýjaður. Þetta gerðist tveim dögum áður en Jörund- ur fór heim til íslands í frí. Þessi ákvörðun var sögð byggð á minnisblaði frá Jó- hanni Magnússyni. Minnis- blaðið var hins vegar trúnaðar- mál og Jörundi sjálfum var meinað að sjá það. Án þess að nokkrar beinar sannanir liggi fyrir er það álit a.m.k. sumra íslendinganna sem voru á Kamtsjatka að þarna hafi ÍS- menn ákveðið að gera Jörund að blóraböggli til að hafa Rúss- ana góða. Jóhann Magnússon sem get- ið er hér að ofan fór nokkrum sinnum til Kamtsjatka og gegndi þar eins konar ráðgjaf- arstarfi fyrir íslenskar sjávaraf- urðir. Honum var falið að fara yfir stöðu mála og vinna skýrslur um frámkvæmdina og ýmis atriði sem betur mættu fara. Jóhann er bróðir Ólafs Magnússonar sem í upphafi var útgerðarstjóri en er nú orðinn verkefnisstjóri ÍS á Kamtsjatka. Einn fór til SH Einn þeirra sem voru á Kamtsjatka í fyrravetur flutti sig í haust yfir til helsta keppi- nautarins, Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna. Þetta er Halldór Þorsteinsson sem starfað hefur hjá ÍS og fyrir- rennurum þess í aldarfjórð- ung. Halldór var jafnframt sá starfsmaður ÍS sem hvað lengsta reynslu hafði af störf- um á Kamtsjatka því hann hafði áður en samstarfsverk- efnið hófst í fyrrahaust verið fjórar vertíðir á einum skuttog- ara UTRF. Halldór var í fyrrahaust skip- aður aðstoðarmaður verkefn- isstjóra á Kamtsjatka en þegar heim kom í sumar var honum boðið annað starf hjá fyrirtæk- inu og gert að sæta talsverðri launalækkun. Halldór mun þá hafa gert forráðamönnum ÍS grein fyrir því að hann myndi fara að svipast um eftir starfi annars staðar. Sagt upp og dregið til baka Starfslok Haraldar Jónsson- ar verkefnisstjóra bar að með mjög sérkennilegum hætti. Haraldur var staddur heima á íslandi í fríi í maí þegar rúss- neski sjávarútvegsráðherrann kom hingað til lands í opinbera heimsókn. Með honum í för voru m.a. Alexander Abramov, forstjóri UTRF, og Ólafur Magnússon útgerðarstjóri, en Haraldur mun raunar hafa ver- ið búinn að banna honum að taka sér frí á þessum tíma þar sem hann taldi ótækt að verk- efnisstjórinn og útgerðarstjór- inn væru báðir fjarverandi á sama tíma. Þegar Haraldar fór til íslands vissu hvorki starfsmenn á Kamtsjatka né hann sjálfur annað en hann kæmi aftur að loknu mánaðarfríi. Því kom það mönnum í opna skjöldu þegar fregnir af því tóku að berast úr ýmsum áttum að hann kæmi ekki aftur til starfa á Kamtsjatka. Meðan á íslandsheimsókn- inni stóð voru talsverð funda- höld í höfuðstöðvum ÍS við Sig- tún í Reykjavík en af einhverj- um ástæðum var verkefnis- stjórinn á Kamtsjatka, Harald- ur Jónsson, ekki kallaður til þótt hann væri staddur á ís- landi. Lyktir málsins urðu þær að Haraldur fór ekki út aftur, heldur lauk starfstíma sínum hjá ÍS heima á íslandi en Ólafur Magnússon var gerður að verkefnisstjóra. Þjófar, mútur og mafía íslensk fyrirtæki eru í Vcix- andi mæli tekin að leita út fyrir landsteinana í von um aukna arðsemi. í Rússlandi hafa mörg vestræn fyrirtæki séð mögu- leika á skjótfengnum gróða á síðustu árum. Þar hrundi hið miðstýrða efnahagskerfi sam- an og fjölmargar atvinnugrein- ar skortir sárlega fjármagn og þekkingu. í Rússlandi er þó ekki bara að finna gull og græna skóga í viðskiptalegu til- liti. Rússneska mafían er at- kvæðamikil og voldug. Emb- ættismannakerfið er gjörspillt og mútur eru oft nauðsynlegar til að fá að njóta sjálfsagðrar opinberrar þjónustu. Það hef- ur því gengið upp og ofan hjá hinum vestrænu fyrirtækjum sem verið hafa að fjárfesta í Rússlandi á síðustu árum. Mörg þeirra hafa neyðst til að draga sig í hlé. í einstaka tilvik- um hefur borið við að vestræn- ir starfsmenn þeirra hafi verið myrtir. Islendingarnir sem fóru til Kamtsjatka í fyrrahaust rákust fljótlega á þessa spillingu. Meginboðorðið á þessum slóð- um virtist vera að koma sér í aðstöðu til að stela, nota af- raksturinn til að pota sér upp á við og nota nýju aðstöðuna til að stela meiru. Kokkarnir á skipunum áttu til að stela kost- inum eða hluta hans og selja. Því var heldur ekki unnt að treysta þegar búið var að fylla á olíugeyma í skipi að skip- stjórinn seldi ekki olíuna ein- hverjum öðrum. Opinberir starfsmenn eru illa launaðir og jafnvel undir hælinn lagt hvort þeir fá út- borgað, enda má heita útilok- að að fá nokkra opinbera þjón- ustu án þess að múta viðkom- andi starfsmanni. Það má jafn- vel halda því fram með nokkr- um rétti að þessir opinberu starfsmenn séu hættir að líta á sig sem slíka. Þeir veita þjón- ustu gegn gjaldi rétt eins og um væri að ræða einkafyrir- tæki þeirra sjálfra. 40 milljóna mútur eða þróunaraðstoð? íslenskar sjávarafurðir fengu greitt fyrir Kamtsjatkaverkefn- ið með tvennum hætti. Annars vegar var föst upphæð 5,3 milljónir dollara eða kringum 350 milljónir íslenskra króna en hins vegar 7% sölulaun. Af fjögurra milljarða veitu nema sölulaunin um 280 milljónum króna. Hitt er svo óneitanlega nokkuð sérkennilegt að ÍS fékk ekki allar þessar 280 milljónir í sinn hlut. Eitt prósentustig af söluþóknuninni eða 40 milljón- ir króna runnu aftur til Rúss- anna og sem styrkur til þróun- arverkefna. Hvað um þessa peninga varð í raun og veru er ekki vitað með vissu. Hins vegar má benda á að það mun fremur vera regla en undantekning í viðskiptum vestrænna stórfyr- irtækja við þróunarlönd að fyr- irtækin þurfi að greiða mútur til að landa samningum. Það er ekki nóg að eiga lægsta tilboð í verkefni eða sölu varnings heldur skiptir líka máli hvaða upphæð verktakinn eða sölu- aðilinn er tilbúinn að greiða í mútur til þeirra manna sem ráða hvaða tilboði verði tekið. Þegar einn íslendinganna minntist einhverju sinni á þessa peninga á fundi með Rússunum austur á Kamt- sjatka urðu Rússarnir skrýtnir á svipinn og viku talinu strcix að öðru. Alexander Abramov, for- stjóri rússneska útgerðarfyrir- tækisins, er persónulega allvel stæður, þrátt fyrir vandræði undangenginna ára í rekstri fyrirtækisins. Meðal eigna hans er hús í Seattle í Banda- ríkjunum. Margvélegir erfidleikar - segir Benedikt Sveinsson forstjóri íslenskra sjávarafuröa Benedikt Sveinsson, for- stjóri íslenskra sjávaraf- urða, segir starfsfólk fyrirtæk- isins á Kamtsjatka almennt hafa staðið sig mjög vel við erf- iðar aðstæður. „Þetta fólk var ráðið með skömmum fyrirvara eða allt að því fyrirvaralaust og komst klakklaust í gegnum mikla erfiðleika eins og til dæmis mjög langa útivist á skipum, erfitt veðurlag, vatns- leysi, kulda og rafmagnsleysi í landi og margt fleira mætti telja upp. Þetta er erfiður og vanda- samur útflutningur sem við er- um í,“ segir Benedikt. „Það er alveg ljóst menn ganga ekki í þetta eins og að stíga upp í flugvél til sólarlanda." Um bókhald og önnur atriði því tengd telur Benedikt ekki margt að segja: „Það er auðvit- að ljóst að við og Rússarnir færum bókhaldið á mjög óiík- an hátt og það tók tíma að samræma það og fá fram sam- eiginlegt uppgjör sem báðir aðilar gátu skrifað undir. En í þetta var gengið og á endanum gekk það ágætlega upp.“ Benedikt segist sjálfur ekki hafa stöðugt fylgst með Kamt- sjatkaverkefninu í smáatrið- um. „Lengst af sá Guðbrandur Sigurðsson, framkvæmda- stjóri þróunarsviðs, um þetta verkefni en eftir að hann flutti sig til Útgerðarfélags Akureyr- inga tók við því Friðrik Sig- urðsson, sem nú er reyndar einmitt á leiðinni til Kamt- sjatka.“ Forstjóri íslenskra sjávaraf- urða neitar því þó ekki að viss- ir erfiðleikar hafi komið upp. „Það væri barnaskapur að neita því. Auðvitað hafa komið upp margvíslegir erfiðleikar og það hefur einmitt verið stærsta átakið að sigrast á þeim. En verkefnið hefur geng- ið vel og menn hafa staðið sig vel. Ég held að það væri ósann- gjarnt að halda öðru fram.“ Það að Jörundi Ragnarssyni hafi verið fórnað til að hafa Rússana góða segir Benedikt Sveinsson af og frá. „Við fórn- uðum hvorki einum né nein- um. Það kom í hlut Ólafs Magnússonar, sem við settum yfir verkefnið, að hafa umsjón Benedikt Sveinsson: Ég lít ekki svo á að ég hafi umboð til að veita upplýsingar um það sem stendur í samningum sem í raun eru milli- ríkjasamningar og algert trúnaðar- mál. með mannahaldi. Varðandi það sem Ólafi og Jörundi kann að hafa farið á milli um starfs- lok Jörundar verð ég einfald- lega að vísa til þeirra.“ Ýmislegt af því sem fram kemur í umfjöllun HP um lífs- reynslu íslendinganna á Kamt- sjatka segir Benedikt Sveins- son algjört trúnaðarmál og neitar að svara nokkrum spurningum um þau efni. Þetta gildir einkum um ýmsar pen- ingastærðir, svo sem umboðs- laun. Ef einhver er að leka upplýsingum úr slíkum samn- ingum, réttum eða röngum, eða giska á einhverjar tölur í þessu sambandi, þá verður sá hinn sami einfaldlega að standa fyrir því.“ Það er auðheyrt á forstjóra íslenskra sjávarafurða að hon- um er ekki allt of vel við um- fjöllun HP um þetta mál. „Ég get sagt það alveg eins og er að ég ber kvíðboga fyrir því ef Rússar fá á tilfinninguna að okkur sé illa treystandi vegna þess að við hlaupum með allar upplýsingar í blöð. Það er ekki rétta leiðin til að ná árangri. Við erum hér að feta okkur fyrstu skrefin á nýrri braut sem í framtíðinni gæti reynst okkur arðsöm og þá er ég ekki einungis að tala um fyrirtækið heldur þjóðarbúið í heild.“ Sagtum Kamtsjatka „Ég lít á þetta sem ævintýri. Eftir á að hyggja er ég alls ekki viss um að ég hefði viljað missa af þessu. Launin voru góð. En að mörgu öðru leyti var þetta einna líkast því að vera kominn til helvítis.“ „Ég heyrði mjög fljótlega sagt að Alex- ander Abramov geymdi skammbyssu í skrifborðsskúffunni, en ég sá hana aldrei sjálfur, — kannski til allrar hamingju.“ „Af öllu sem ég varð vitni að þarna aust- ur frá held ég að mér hafi þótt einna grátlegast að vera þarna á þokkalegasta kaupi og geta gengið að því vísu að fá út- borgað en þurfa svo að horfa upp á Rússana við hliðina á mér hafa verið kauplausa eða því sem næst jafnvel ár- um saman. Þarnavoru menn sem áttu fjölskyldur í landi og börn í skóla. Kon- urnar þeirra höfðu kannski ekki efni á láta krakkana fara með nesti í skólann vegna þess að mennirnir fengu sjaldan eða aldrei og Iítið eða ekkert útborgað. Þegar þessir menn áttu svo fáeina daga í landi horfði maður á þá eyða þessum fáu dögum á tröppunum utan við skrifstofur útgerðarinnar ívon um að fá einhverja aura. Stundum tókst þeim að kría út eitt- hvert smáræði, stundum ekki. Oft áttu þeir ekki fyrir sígarettum þegar þeir voru að fara á sjóinn í margra mánaða úthald.“ „Ólafur Magnússon? bað er afskaplega duglegur maður. Meira hef ég ekki um hann að segja.“

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.