Helgarpósturinn - 12.12.1996, Page 9

Helgarpósturinn - 12.12.1996, Page 9
FIMMTUDAGUR12. DESEMBER1396 9 Gunnar Þórðarson hefur oft verið kallað- ur afi popptónlistar á íslandi, enda hóf hann ferilinn fyrir 34 árum. Þá stofnaði hann einhverja vinsælustu hljómsveit sem starfað hefur hér á landi, Hljóma. Síðan hefur Gunnar verið eitt af stærstu nöfnunum í íslenska poppheiminum. Blaðamaður HP\e\i inn heima hjá popparanum, sem vill færa sig meira yfir í sígilda tónlist. Og Gunnar er langt í frá hættur í tónlistinni. Það vita allir sem farið hafa á Hótel ísland síðustu ár. Nú fyr- ir jólin kom út nýr Ríó-diskur, Ungir menn á uppleið, og samdi Ríó- meðlimurinn Gunn- ar öll lög disksins. Á jóladag verður sýnd ný íslensk barna- og unglingamynd í sjónvarp- inu. Gunnar Þórðarson samdi tónlist við myndina. Hann vill færa sig yfir í þyngri, flóknari hluti í tónsmíðum sínum. í frí- tímanum hlustar hann á klass- íska tónlist auk þess sem hann fæst við að semja klassísk verk, en hann hefur sótt tíma hjá Jóni Ásgeirssyni tón- skáldi. „Blessaður vertu, ég hef ekki hugmynd um hversu margar plötur ég hef gert eða komið nálægt,“ segir Gunnar. „Þær eru eitthvað yfir hundr- að.“ Ertu jafnskapandi og áð- ur? „Það eru ekki sömu lætin í mér og var. Ég veit það ekki. Það tók mig til dæmis um mán- uð að gera tónlistina við nýju Ríó-plötuna, en ég á aldrei lög á lager. Ég veit ekki út af hverju. Þegar ég fæ svona verkefni eins og Ríó-plötuna þá byrja ég á hreinu borði. Ég sem lögin, Helgi Pétursson kíkir á þau, en hann er nokkuð naskur á hvað er Ríólegt og hvað ekki. Síðan sendi ég lögin til Jónas- ar Friðriks Guðnasonar á Raufarhöfn og hann skellir textum inn.“ Hvað ertu að gera þessa dagana? „Eg var að enda við að semja tónlist við hálftíma sjónvarps- mynd sem á að sýna um jólin,“ segir Gunnar. „Svo er ég nátt- úrulega á Hótel íslandi að spila. Ég hef verið á Hótel ís- landi svo lengi að ég man ekki hvenær ég byrjaði þar. Ég kann ágætlega við mig þar en ég spila ekki á böllum. Það er bara fyrir unga menn og Ragga Bjarna að hjakkast til þrjú á hverju kvöldi,“ segir hinn fimmtíu og tveggja ára gamli Gunnar og hlær. „Sú hugsun kemur nú stundum upp að maður sé orðinn of gamall fyrir þessa hluti og maður ætti að fara að taka það rólega, en mér finnst þetta ekki leiðinlegt og þetta er nú einu sinni lifibrauð- ið.“ Gunnar segist ekki hafa hugsað út í hvort tónlistin yrði að lifibrauði framtíðarinnar þegar hann byrjaði í popp- bransanum, en hugsaði þó sem svo að hann gæti þó að minnsta kosti samið tónlist og lifað eitthvað á því. Eftir öllum þeim aragrúa af lögum sem „Ég hefverið á Hótel íslandi svo lengi að ég nnan ekki hvenœr ég hyrj- aðiþar. Ég kann ágœt- legaviðmigþarenég spila ekki á höllum. Það er bara fyrir unga menn og Ragga Bjarna að hjak- ast til þrjú á hverju kvöldi. “ hann hefur samið að dæma ætti hann að geta lifað sæmi- legu lífi sem tónskáld, en hann hefur samið um 340 lög á síð- ustu 34 árum sem komið hafa út á plötu og er langt í frá hætt- ur. Trúbrot kemur saman aftur Hljómsveitin með djúpa nafnið, Trúbrot, var ein vin- sælasta hljómsveitin í byrjun áttunda áratugarins og gaf meðal annars út meistara- stykkið Lifun. Nú hafa meðlim- ir hljómsveitarinnar ákveðið að halda nokkur Trúbrots- kvöld á Hótel íslandi. Að vísu vantar hljómborðsleikarann Karl heitinn Sighvatsson og Shady Owens verður ekki með, en Gunnar, Rúnar Júl., Maggi Kjartans og einn besti trommuleikari síns tíma, Gunnar Jökull Hákonarson, ætla að koma fólki á Hótel ís- landi í nostalgíuskap næstu helgar. „Við vorum beðnir um þetta og ákváðum að slá til,“ segir Gunnar. „Við höfum ver- ið að æfa undanfarið og það gengur ágætlega. Við virtumst kunna þetta allir — nema text- ana, við munum þá aldrei.“ Margt óttalega leiðin- legt i íslensku tónlistar- Im þessa dagana Gunnar segir frjóasta tímabil sitt í tónlistarsköpun hafa ver- ið í kringum árið 1980. Þá gerði hann plötuna Himinn og jörð og byrjaði að semja kvik- myndatónlist. „Eins finnst mér ég hafa gert bestu lögin þá,“ segir hann. „Mér finnst eins og oft sé hugsað í of stuttum tíma- bilum hér á íslandi. Alltaf er verið að reyna að gera þessi stóru „hit“ en þau lög lifa í sjálfu sér ekkert lengst. Eitt þekktasta lag eftir mig er Þitt fyrsta bros. Þegar það kom út fyrst á plötunni Himinn og jörð var það ekkert vinsælt og lítið sem ekkert spilað. Það lag hef- ur lifað langlengst af lögum mínum. Það er stöðugt verið að berjast um jólamarkaðinn og hafa eitthvað sem er nógu grípandi til að plötusnúðarnir geti sönglað einhvern fjögurra takta bút í útvarpið. Lagið er svo spilað til andskotans. Svo strax eftir áramót heyrist það ekki lengur. Tímabilið frá árinu 1964 til ‘72 eða ‘73 var langfrjóasta tímabil poppsögunnar, á ís- „ Tímabilið frá árinu 1964 til '72 eða ‘73 var langfrjóasta tímabil poppsögunnar, á íslandi sem og í öllum heimin- um. Þá varð geysileg stökkbreyting á tónlist, ótrúleg breyting. Síðan finnst mér að popptón- listarmenn hafi aðeins verið að éta það upp og lítið nýtt gerst.“ landi sem og í öllum heimin- um. Þá varð geysileg stökk- breyting á tónlist, ótrúleg breyting. Síðan finnst mér að fólk hafi aðeins verið að éta það upp og lítið nýtt gerst. Mér finnst margt óttalega leiðinlegt að gerast í íslensku tónlistarlífi þessa dagana. Þetta er alltaf það sama, enda ekki margir í bransanum miðað við erlendis og erfitt fyrir nýtt fólk að kom- ast að. Þessi bransi er svo lok- aður. Ef til vill er kostnaðurinn við að gera plötu minni í dag en áður. Málið er að plötur seldust betur hér áður fyrr. Það eru miklu meiri líkur á að þú endir í mínus í dag, því það eru miklu fieiri um hituna. í kringum 1970 voru að mig minnir tíu plötur sem seldust í tíu- fimmtán þúsund eintökum á jólavertíðinni. í fyrra voru aðeins þrjár plötur í yfir fimm þúsund eintaka sölu.“ „Mig dauðlangar að semja klassískt verk en það er ekki auðvett. Ég hef veríð í annarri deild í svo mörg ár og það er ekki auðvett að skipta yfir,“ segir stórpopparínn Gunnar Þórðarson. Hlustar á Mahler og Strauss „Mér finnst gaman að gera flókna tónlist, sérstaklega ef hún gengur upp. Þegar ég var að læra á gítar fyrir mörgum árum voru það djasshljómarn- ir sem heilluðu mig. Þeir eru venjulega nokkuð flóknir og ég lærði mest af þeim. Poppform- ið er voða þröngt.“ Þú hefur verið í tímum hjá Jóni Asgeirssyni tónskáldi... „Jújú, það er rétt. Hann var aðallega að kenna mér að skrifa fúgur. Þetta er tónsmíða- tækni sem maður á að kunna sem alvarlega þenkjandi tón- listarmaður," segir Gunnar og hlær. „Mér fannst mjög gaman að fara til Jóns, enda er hann mjög skemmtilegur maður. Mér fannst ég bara þurfa að- eins að kíkja inn í heim klassík- urinnar, heim sem ég þekkti lít- ið. Ég sé ekki eftir því og hlusta aðallega á klassíska tónlist þessa dagana. Poppið hefur svo til algerlega vikið fyrir klassíkinni. Ég hlusta helst á þessa stóru karla, til að mynda Mahler og svo hlusta ég mikið á Richard Strauss. Mig dauð- langar til að semja klassískt verk, en það er ekki auðvelt. Ég hef verið í annarri deild í svo mörg ár og það er ekki auðvelt að skipta yfir. Ég er að leika mér við að semja aðeins lengri stykki en ég hef gert hingað til, en veit ekkert hvað verður úr þeim. Ég fæ útrás fyrir klassík- ina aðallega við að gera kvik- myndatónlist." Þú hefur ekki sungið lag á plötu í mjög langan tíma. Af hverju? „Mér finnst ég bara svo lé- legur söngvari og ég fæ lítið út úr því að syngja. Sumir eru söngvarar og gera það betur en aðrir. Eins hef ég ekkert ver- ið að troða mér í sviðsljósið síðustu ár og var í raun búinn að fá nóg af því. Það er ágætt að vera ekki í þessum leik endalaust og þannig fæ ég frið til að semja tónlist og lifa líf- inu.“ Sólóplata? „Jú, mig hefur mikið langað til þess að gera sólóplötu en ég hef ekki planað neitt. Einn dag- inn skelli ég mér í það ef ég er í þannig stuði.“ Ef þú gerðir sólóplötu, hvernig plata yrði það? „Hún yrði þung, flókin og erf- ið, en það er ómögulegt að segja fyrr en maður sest niður til að semja. Það kemur bara í ljós.“ Framtíðin? „Hún felst meðal annars í því að vinna á Hótel íslandi. Ann- ars er ekkert planað eins og venjan er hjá hinum dæmi- gerða íslendingi.“ Eitthvað sem þú hefðir vilj- að gera öðruvísi öll þessi ár? „Ég hefði viljað læra meira í tónlistinni í byrjun. Það hefði trúlega hjálpað tónsmíðum mínum mikið í gegnum tíðina. En við lifðum á rugluðum tím- um og það var ekki í fyrsta sæti að fara að setjast á skóla- bekk, jafnvel talið hálfhallæris- legt. Áð kunna lítið í tónfræð- inni hefur alla tíð verið hálf- gerð tíska og loðað við popp- bransann frá byrjun.“ Áhrifavaldar? „Það hafa verið þeir sem mér hefur fundist bestu laga- höfundarnir. Lennon og McCartney til að mynda og eins er ég mjög hrifinn af Burt Bacharach og Stevie Wonder. Af íslenskum tónlistarmönnum kemur fyrst upp í hugann Maggi Eiriks með sinn ljúfsára blús.“ Ef þú gœtir valið þér tón- listarmenn til að spila með þér ú hljómleikum, inn- lenda, erlenda, lífs eða liðna... hverja myndirðu velja? Gunnar hugsar sig um svo- litla stund og segir svo: „Mezzoforte. Það er besta bandið í bænum.“ _

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.