Helgarpósturinn - 12.12.1996, Síða 10

Helgarpósturinn - 12.12.1996, Síða 10
10 F1MMTLIDAGUR12. DESEMBER1996 HELGARPÓSTURINN Útgefandi: Lesmál ehf. Framkvæmdastjóri: Árni Björn Ómarsson Ritstjóri: Páll Vilhjálmsson Prentvinnsla: Prentsmiðjan Oddi hf. Forysta verkalýðs- hreyfingaiinnar dregur dár að launafólki Verkalýðshreyfingin líkt og ýmsar aðrar stofnanir í lýðveld- inu þarf að endurskoða starfshætti sína og skipulag. Þegar fréttist af líklegum viðræðum forystu stærstu verkalýðssam- bandanna, BSRB og ASÍ, um sameiningu vöknuðu vonir um að verkalýðshreyfingin væri komin á skrið og þess albúin að gera sig gildandi á ný sem þjóðfélagslegt afi. En umræðan var vart komin af stað þegar sömu aðilar fóru í hár saman út af félags- aðild starfsmanna Pósts og síma. Alþýðusambandið telur að eftir að Póstur og sími verður hlutafélag skuli starfsmenn þess verða félagsmenn almennu verkalýðshreyfingarinnar. Sjónar- mið BSRB er að starfsmenn eigi sjálfir að fá að ráða félagsað- ildinni. íslensk verkalýðshreyfing er veikari en nokkru sinni í lýð- veldissögunni. Ár og dagar eru síðan hún hafði frumkvæði í þjóðfélagsumræðunni og hafði áhrif á almenna pólitíska stefnumótun. Almenn pólitísk umræða hefur verið verkalýðs- hreyfingunni mótdræg og gert henni erfitt fyrir. Ekki er hægt að sakast við verkalýðshreyfinguna fyrir það. En ábyrgð henn- ar er mikil þegar kemur að skipulagi og starfsháttum. í stað þess að treysta samstarf, bæði innan verkalýðssambanda og milli þeirra, eru skipulagsmál í besta falli látin danka en í versta falli er alið á tortryggni og afbrýði á milli aðila. Undir þessum kringumstæðum er borin von að verkalýðshreyfingin geti staðið undir þeim væntingum sem eðlilegt er að gera til hennar. Sá grunur vaknar að forysta verkalýðshreyfingarinnar sé svo veikluð og sjálfri sér sundurþykk að engin leið sé til að hún geti leitt endurreisnarstarfið. Reynist grunsemdirnar á rökum reistar er illa komið fyrir samtökum launafólks. Það verða ekki skynsamir menn og konur sem munu taka höndum saman um að koma núverandi forystu frá heldur lukkuriddar- ar af öllu tagi. Akurinn er plægður fyrir einstaklinga sem fara fram með upphrópanir og skyndilausnir er hljóma sannfær- andi andspænis deyfð og vanmætti forystunnar. Síðasta varnarsigurinn vann verkalýðshreyfingin þegar dró úr kröfum um að fólk fengi að velja um félagsaðild að verka- lýðsfélagi eða að standa utan þeirra. Með því að stóru verka- lýðssamböndin helli sér út í baráttu um það hvort starfsmenn Pósts og síma eigi heima í aðildarfélögum BSRB eða ASÍ er verið að opna aftur umræðuna um félagsaðild. Eða er líklegt að launafólk sem skikkað er til að fara úr sínu gamla verka- lýðssambandi og yfir í annað sé tilbúið til að standa vörð um þá kröfu að launafólk skuli skipulagt í verkalýðsfélögum? Þetta litla innra í sömu vikunni og bók Þorsteins Gylfasonar, Að hugsa á ís- lenzku, var tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna birti tímaritið The Economist þriggja síðna grein um heimspeki tuttugustu aldar. Einber tilviljun er það ekki. Heimspeki sækir í sig veðrið á þessum tímum alnetsins, svo merkilegt sem það hljómar. Og það er ekki tæknileg heimspeki í anda taumlausr- ar veraldarhyggju heldur klassíska útgáfan með rætur til Sókratesar — ekki rugla honum saman við fyrrverandi fyrir- liða brasilíska knattspyrnulandsliðsins — sem fyrir hálfu þriðja árþúsundi gekk í reiðileysi um götur Aþenu og spurði einfaldra spurninga eins og hvað er dygð? Norskur barnakennari skrifaði bók sem náði alþjóðlegri metsölu fyrir nokkrum árum um unglinginn Soffíu sem upp- götvaði heimspekina á líkan hátt og Sókrates sýndi fram á, í samræðunni við Menón, að allt nám snýst um að vekja þekk- ingu sem býr með okkur innra. Verkefni Þorsteins er hliðstætt nema hvað að hann er hvorki að tala við unglingsstúlku né rrælastrák heldur þjóð. Helgarpósturinn Borgartúni 27, 105 Reykjavík Sími: 552-2211 Bréfasími: 552-2311 Bein númer: Ritstjórn: 552-4666, símbréf: 552-2311, fréttaskotið: 552-1900, tæknideild: 552-4777, auglýsingadeild: 552-4888, símboði (augl.) 846-3332, dreifing: 552-4999. Netfang: hp@this.is Áskrift kostar kr. 800 á mánuði efgreitt er með greiðslukorti, en annars kr. 900. gapastokka og gaprípla Allir sem vaxið hafa upp með systkinum eða fóst- ursystkinum þekkja fyrirbær- ið. Einn úr hópnum hefur orðið sér til skammar með siðlausu athæfi sem allir hinir vita líka að má ekki gera. Brekabarnið hefur verið tek- ið á beinið og skammað. Oft fylgir þessu mikill grátur og niðurlæging (fyrir þann seka). Þá standa öll hin helvítis kvikindin álengdar með heilag- an svip og hafa gleymt því hvernig jrau sjálf Iétu í gær eða fyrradag (nema þau muni það einmitt en treysti því að aðrir gleymi rétt á meðan verið er að niðurlægja óþekktarorm dagsins). Óþekktarormur dagsins stendur kannski uppi á borði (þar sem honum hefur verið stillt upp í lokaþætti niðurlæg- ingarinnar til að öll hin geti nú skoðað hann með heilögu augnaráði góða barnsins). Hann sýgur upp í nefið og er kominn með taktfastan ekka ræfildómsins. Skoðar þó helgi- gripina sem góna á hann sak- leysisaugum og rifjar þá kannski upp gærdaginn eða fyrradaginn þegar hann (eða hún) var í hópi heilagra gón- enda á meðan eitthvert hinna stóð í gapastokknum. Með þessum (eða líkum) hætti höfum við flest lært að þekkja hugtökin skinhelgi og tvískinnungshátt. Og nota þau okkur til skammvinnrar sáluhjálpar. Hvernig stendur á því að þetta hefur daglega verið að rifjast upp fyrir mér núna sein- ustu vikurnar? Einkanlega meðan ég hlusta á fréttir í Ríkisútvarpinu. Um hvað hafa þær fjallað mestan part (fréttirnar í RÚV)? Belgrad og aðrar borgir í Serbíu þar sem tiltölulega frið- söm „eggjabylting" hefur verið í gangi til að mótmæla því að Slobodan Milosjevits (foringi þeirrar pólitísku Mafíu sem öllu þykist ráða þar um slóðir) hefur látið ógilda kosningaúr- Þorgeir Þorgeirson skrifar slit sem ekki voru honum nógu hagkvæm. Barátta eggjafólksins hefur öðru hvoru horft til einhvers árangurs, þess á milli vinnur Mafía ráðamanna stundarsigra inn á við, en foringjarnir standa þó enn í gapastokki al- þjóðlegrar fréttaþjónustu. Nú seinast í dag (sunnudag) lét Milosjevits Hæstarétt Serb- íu staðfesta ógildingu kosn- ingaúrslitanna (en var áður bú- inn að gefa það í skyn að ógild- ingin yrði kannski ógilt). Þann- ig notar ráðamafían hæstarétt eins og senditík. Ég þekki ekki forseta Hæsta- réttar Serbíu og get því ekki séð hann fyrir mér þar sem hann stendur í gapastokknum en ég sé hins vegar heilagleika- svipinn á Haraldi Henrýssyni þar sem hann stendur álengd- ar (handan við hafið) og furðar sig á þessu. Mikil ósköp. Hann gljáir (af sakleysi og undrun) eins og bara glassúr- borin kaka. Ekki þarf vinnustaður hans að standa í svona löguðu stússi. Ekki um þessa helgi. Alla seinustu viku hefur fréttastofa RÚV verið að furða sig á því að Útvarp Belgrad (serbneska Ríkisútvarpið) skuli láta skipa fréttamönnum sínum fyrir og þegja um mörg hundruð þúsund eggjakastara sem gengið hafa um götur og torg til að andmæla stjórn- enda mafíunni. Svo maður nú ekki tali um þá ósvinnu að Ioka tveim frjálslegri útvarpsstöðvum sem höfðu leyft sér að segja frá þessu fjölmenni á götunum. En útvarpsstjóri serbneska Ríkisútvarpsins og fréttastjóri voru í gapastokknum (ásamt margnefndum Milosjevits og Mafíu hans) í því máli. „Ég þekki ekki forseta Hæstaréttar Serbíu og get því ekki séð hann fyrir mér þar sem hann stendur í gapastokknum en ég sé hins vegar heilagleikasvipinn á Haraldi Henrýssyni þar sem hann stendur álengdar (handan við hafið) og furðar sig á þessu." í hverjum einasta fréttatíma RÚV alla liðlanga vikuna hefur gljáð á glassúrkennda áferð góða barnsins þegar fjallað er um hlýðni Belgradútvarpsins við MM (MilosjevitsMafíuna). Eiginlega nægir manni varla að sjá fyrir sér forkláraða prakkaraásjónu Kára Jónas- sonar. Maður verður að bregða upp sjálfri ásjónu séra Heimis (í huga sínum) til að fullnægja líkingunni. Og hann er með spenntar greipar, augun horfa til himins í bæn. En æ, hver fær þér með höndunum haldið, heilaga blekking? Þegar forkláraðri ásjónu séra Heimis er búið að skjóta upp í hugann morgun kvöld og miðjan dag í heila viku gerist eitthvað. Mann fer að langa til að gubba á allan heilagan tví- skinnung. Og þá rifjast upp leyndar- bréf sem mér var sent afrit af (eins og gengur) fyrir hálfu þriðja ári. Það er frá útvarps- stjóra (séra Heimi) til forseta valdastofnunar, sem ég kæri mig ekki um að nefna hér og nú. En sú stofnun (sem ég hér kalla bara Mafíuna til hægðar- auka) hafði þá nýlega skrifað fréttastofu RÚV hótunarbréf vegna „óhagkvæmra tíðinda" af starfsemi hennar (Mafíunn- ar) sem byrjað var að flytja á fréttastofu RÚV. En síðan hefur ekki verið minnst á þau óþægilegu mál, hvorki í RÚV né öðrum fjöl- miðlum (og bók sem var síðar rituð um málið hefur varla fengist kynnt og hvergi verið ritdæmd). En nefndu bréfi útvarps- stjóra (sem dagsett er 7. mars 1994)ýýkur með þessum orð- um: „Á síðustu misserum hefur samstarfið milli fréttastofa [RÚV] og „Mafíunnar" orðið nánara og betra, sem er af hinu góða. Óskar Ríkisútvarpið hins sama á komandi tíma.“ Ég ítreka að valdastofnunin sem var móttakandi bréfsins ætti helst aldrei að stjórna fréttastofum (ekki fremur en þó hún héti réttu nafni Mafía). Það væri stórháskalegt. En þegar maður grefur upp þetta gamla bréf og les niður- lagið hægt og varlega þá fer heilagur sakleysissvipurinn að rjátlast af séra Heimi (þarna í huga manns). Andartak virðist hann vera að setja upp gapastokkssvip- inn. En svo verður yfirbragð hans bara eins og á blæsma sauðkind andspænis kynbóta- hrútnum frá Búnaðarfélagi Efstaleitishrepps. Undarleg blanda vonleysis og tilhlökkunar til óskapanna. Enda er ég ekki frá því að séra Heimir hafi verið með þann svip í veruleikanum líka; alveg þangað til hann festi aug- un aftur á Þingvallaembættinu. Því Heimir er í rauninni vænsti maður og fer illa í gapa- stokk. Frá lesendum Önnu Dóru Antonsdóttur. Þórleif er dulnefni einstaklings Frá ritstjóra • Margir höfðu samband við blaðið til að þakka fyrir um- fjöllunina um mál Guðjóns Þórðarsonar, fyrrverandi þjálfara íslandsmeistara Akra- ness í knattspyrnu. • Fyrirspurnir hafa borist blaðinu um Þórieif Ólafsson sem ritdæmir bækur í HP ásamt Oddgeiri Eysteinssyni, Bergljótu Davíðsdóttur og sem kýs að koma ekki fram undir nafni og var fallist á það af hálfu ritstjóra. •Kona hafði samband við rit- stjórn og hvatti til þess að blaðið fjallaði um þá starfsemi sem þrífst í næturklúbbum borgarinnar. Þar mun eitt og annað ekki þola dagsins ljós. • í grein í Helgarpóstinum 7. nóvember sl. var fjallað um viðskipti Sigfinns Sigurðsson- ar við Húsnæðisstofnun. í greininni var hann borinn sök- um er hann var sýknaður af fyrir tuttugu árum í héraðs- dómi. Blaðið hafði ekki vitn- eskju um þennan dóm og hafði ásökunina eftir nafn- greindum heimildarmanni. Helgarpósturinn biður Sigfinn afsökunar á þessu. Þá var óviðurkvæmilegt að nefna í greininni nafn manns sem er nýlátinn og átti ekki beina að- ild að málinu sem var til um- fjöllunar.

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.