Helgarpósturinn - 12.12.1996, Page 11

Helgarpósturinn - 12.12.1996, Page 11
FIMMTUDAGUR12. DESEMBER1996 11 V Hvers vegna eykst tekju- og 1 aunamunur? Bjargráð tyrir skuldug heimili Stjórnmá Hörður Bergmann skrifar Við eigum eftir að átta okkur almennilega á því hvernig íslenskt samfélag er að slitna sundur með efnahagslegu kyn- slóðabili. Alltaf er þó að skýrast myndin af vanda ungra fjöl- skyldna með börn sem eru að reyna að tryggja sér húsnæði. Varla líður vika án nýrra fregna af vaxandi skuldabyrði heimila, auknum vanskilum og vaxandi tekju- og eignamun í þjóðfélag- inu. Jafnt og þétt breikkar bilið milli þess fimmtungs þjóðarinn- ar sem á mest og þess fimmt- ungs sem á minnst. Það segja niðurstöður Þjóðhagsstofnunar af úttekt á skattaframtölum. Út- tektin hefur líka leitt í ljós að á íslandi skulda heimilin stærra hlutfall af ráðstöfunartekjum sínum en gerist hjá ríkum þjóð- um. Ástandið versnar jafnt og þétt. Árið 1988 skulduðu 11 þús- und framteljendur meira en þeir áttu en 1995 voru þeir orðnir 20 þúsund. Þetta eru að vonum einkum skuldir ungra fjölskyldna með börn. Hvað veldur svo varasamri þjóðfé- lagsþróun? Hin viðsjárverða vaxta- maskína Mestu valda öflugar svikam- yllur sem flytja jafnt og þétt fé frá þeim sem skulda og ekkert eiga til hinna sem hafa meira en þeir þurfa á að halda, fjár- magnseigendanna. í rúm fimm- tán ár hefur verið byggt upp á íslandi öflugasta kerfi af þessu tagi sem þekkist á norðurhveli jarðar: hæstu vextirnir og verð- trygging að auki. Ekkert siðað samfélag ógnar tilverugrunni sínum með því að ætla uppvax- andi kynslóð að ráða bæði við háa raunvexti og verðtryggingu ofan á það. í sæmilega réttlátu samfélagi er reynt að halda sem bestu jafnvægi í lífskjörum milli kynslóða, grafa ekki undan þeim sem landið erfa. Háir vextir píska þá eigna- lausu og skuldugu áfram og auka ójöfnuð milli þeirra sem eru að hefja ævistarf og reyna að sjá fjölskyldu sinni fyrir frumþörfum og hinna sem hafa sitt á þurru. Háir vextir gera einnig nýrri atvinnustarfsemi og fyrirtækjum, sem vilja færa út kvíarnar, erfitt fyrir og draga því úr spurn eftir vinnuafli. Það bitnar einkum á ungu fólki. Vextirnir, sem ríkið greiðir af sí- hækkandi skuldum sínum, gera opinberan rekstur erfiðari og vanmáttugri með hverju ári sem líður. Vaxtamaskínan vinn- ur jafnt og þétt dag og nótt við að auka tekjumun, gera þá ríku ríkari og fátæku fátækari. Hún er stillt á sjálfvirka hraðaaukn- ingu, vandræðin aukast með Vcixandi hraða frá ári til árs. Viðbrögð á vettvangi stjórn- málanna eru enn í skötulíki. Enn þykir gott og gilt að bjóða þeim sem reyna að eignast húsnæði ráðgjöf og úrræði sem felast í því að lengja í hengingarólinni. Bjóða t.d. óráð eins og það að lengja lánstíma úr 25 árum í 40. Að breyta láni í húsbréfakerfinu úr 25 ára endurgreiðslutíma yfir í 40 ár er ótrúlega dýrkeypt. Sé lánið 3 milljónir hefur það í för með sér að vaxtagreiðslurnar hækka úr tæpum 2,3 milljónum króna í rúmlega 4 milijónir. „Björgunin" kostar í þessu til- viki 1,7 milljónir séu vextirnir 5,1% eins og tíðkast hefur í hús- bréfakerfinu. Hver græðir á því að mánaðarleg greiðslubyrði sé létt með þessum hætti um inn- an við þrjú þúsund krónur? Fjármagnseigendur eða félitlir húsnæðiskaupendur? Félagslega húsnæðiskerfið á að hjálpa þeim fátæku en býður nú orðið of dýrar lausnir þannig að um helmingur af ráðstöfun- artekjum ungs láglaunafólks, sem slær lán fyrir kaupunum, fer í húsnæðiskostnaðinn. Og stríðið stendur í 43 ár! Vaxta- bætur vega ekki upp á móti fast- eignagjöldum og því sem fer í rafmagn, hita og viðhald. Ber- um þetta saman við kjör valda- kynslóðarinnar í landinu sem hvorki þurfti að greiða raun- vexti né verðtryggingu og leysti húsnæðismál sín á 8-10 árum. Frá þeim snauðu — til hinna fjársterku En fleiri svikamyllur vinna jafnt og þétt í eignatilfærslunni sem grefur undan lífskjörum þeirra sem eru að reyna að komast inn í samfélagið. Og þeim fjölgar jafnt og þétt. Al- þingi og ríkisvaldið bera ábyrgð á meira og minna duldu launa- kerfi og skattalögum sem færa jafnt og þétt meira til þeirra sem hafa mest. Ríkið greiðir þeim fyrir óunna yfirvinnu, fyrir ýmsa vinnu og viðvik auk fastra launa, bílastyrki og háa dagpen- inga á ferðalögum sem reynast búbót fyrir þá sem hafa mest og eru sjaldnast við! Óréttlætið er svo teygt fram í rauðan dauð- ann með hæstu eftirlaunum þeirra sem höfðu mest og greiðslum fyrir alls konar sér- verkefni ofan á þau. Nýtt sam- komulag ríkisstarfsmanna og fjármálaráðherra og frumvarp flutt í framhaldi af því felur í sér að heildarlaunin, sporslurnar, geta gilt sem viðmiðun eftir að komið er á eftirlaun ef hlutað- eigandi velur þann kost. Og framlag ríkisins á að hækka úr 6% af grunnlaunum í 11,5% af heildarlaunum. í stað þess að snúa sér að æpandi úrlausnar- efnum fyrir unga fólkið er verið að taka aukið fé í lífeyrisgreiðsl- ur. Á unga kynslóðin enga mál- svara á þingi eða í hagsmuna- samtökum launafólks? Enn má nefna nýleg og rang- lát lög um fjármagnstekjuskatt sem léttir skattgreiðslur þeirra sem hafa arð af hlutabréfum og húsaleigutekjur. Lögunum, sem gefa þeim sem kaupa hlutabréf afslátt af tekjuskatti, ætlar að reynast erfitt að breyta þótt engin ástæða sé lengur til að örva hlutabréfakaup með skattaafslætti. Verðbréfasalarn- ir virðast hálfsmeykir við gífur- lega hækkun flestra hlutabréfa í seinni tíð! Eitt tekjuskattþrep er líka dæmi um kerfi sem hlífir þeim sem hafa úr mestu að spila. En þeir ungu og eignalausu sitja eftir með sárt ennið og vax- andi skuldabyrði. Hvað þarf að breytast? Það sem þarf að gera Til margra ráða þarf að grípa þegar ráðist er gegn þessum vanda. Bregðast þarf við með breyttum lögum um skatta og afnámi verðtryggingar; með því að taka á málinu i kjarsamning- um; innan bankakerfisins — og einnig er full þörf á því að ungt fólk átti sig betur á hvað það kostar að taka lán. Minni spurn eftir lánum lækkar vexti. Von er á tillögum frá nefnd sem fjármálaráðherra hefur skipað til að glíma við þau jað- aráhrif skattalaga sem gera barnafjölskyldum örðugt að vinna sig út úr vandanum. Ferli þeirra yfir í lög þarf að flýta. Stjórnmálamenn jafnt í stjórn og stjórnarandstöðu hljóta að hafa áhuga á endurkjöri. Varla verður af því hjá þeim sem ekki tekst að greina rétt alvarlegustu vandamál samfélagsins og bregðast við í tæka tíð. Ríki og sveitarstjórnir verða að hafa ódýrari íbúðir í boði innan félagslega húsnæðiskerf- isins og bjóða fleiri valkosti en tíðkast hefur. Hugmyndir Páls Péturssonar félagsmálaráð- herra um að veita þeim sem eiga nú rétt á viðskiptum við fé- lagslegt húsnæðiskerfi hliðstæð lán til að kaupa á frjálsum mark- aði þarf að skoða í því sam- bandi. Allur rekstur félagslegs húsnæðiskerfis þarf að miðast við að hjálpa félitlu fólki. Ekkert má miðast við að skapa sem mesta atvinnu við nýbyggingar eða leiða til óþarfa kostnaðar við rekstur kerfisins. Loks er brýnt að kjósendur knýi allar sveitarstjórnir til að bjóða húsa- leigubætur. Það hlýtur að telj- ast réttlætismál að alls staðar á landinu sé létt undir með þeim sem ekki geta keypt húsnæði eða vilja ekki gera það. Samtök launafólks verða líka að gera sitt til að bæta stöðu yngri kynslóðarinnar. Sú skipan að hækka fólk í launum eftir því sem það eldist og hefur minna við peninga að gera getur ekki talist haldbær nú á dögum. Þeir sem standa í ströngu uppeldis- hlutverki með þungar skulda- byrðar á herðum eiga að hafa hæstu ráðstöfunartekjurnar sé gætt réttlætis og hagsmunir barna hafðir í huga. Barátta fyr- ir hærri skattleysismörkum gagnast þeim ekki og er út í hött vegna þrenginganna í samneysl- unni. Hún viðheldur einu skatt- þrepi. Nær væri að huga að rétt- látum skattþrepum. T.d. 20% tekjuskatti á tekjur á bilinu 40- 100 þúsund, 40% á bilið upp að 150 þúsundum og 60% þar yfir. Útreikningar eru auðveldir á tölvutímum. Og barnabætur á ekki að skoða sem ölmusu. Það bætir úr skák að breyta þeim hreinlega í hálfan persónuaf- slátt. Evrópubam í GrLkklandi „Ógna hvað? Þið gerið ekki annað en að herða okkur í þeirri trú að okkar menning sé ein sú ríkasta í heimi. Þið hafið enga burði í að ógna okkur. Þið sem flykkist hingað að því er virðist í engum tilgangi eruð, hvort sem þið gerið ykkur grein fyrir því eða ekki, að leita upprunans.“ Seifur er fallinn. Hér í Aþenu er annar guð við völd og sá heitir Díonýsos. Lærisveinar hans eru óþreytandi við að út- breiða fagnaðarerindið: „Et, drekk og ver glaðr.“ Ekki síst á þessum tíma árs þegar geispar veitingamannanna bergmála milli veggja í auðum veitinga- sölum um alla borgina. Sandal- ar í þúsundatali rykfalla í minjagripaverslunum ásamt litlum gifsafsteypum af guðun- um af Olympusarhæð og ódýr- um dýrlingamyndum á kross- viðarplötum. Nær helmingur borgarbúa hefur lifibrauð sitt af þeim átta milljónum ferða- manna sem sækja landið heim á hverju ári. Margir vinna að- eins yfir sex heitustu mánuð- ina við störf tengd ferða- mannaiðnaði og mæla svo göt- urnar þess á milli, en aðrir ganga um auð gólf í verslunun- um sínum með fjaðrakústinn á lofti og bíða eftir betri tíð. Veit- ingahúsaeigendur í miðborg- inni sitja fyrir þeim reytingi ferðamanna sem fer hjá og því sem næst draga fólk inn fyrir. Ótrúlegustu fortölum er beitt: „Sjáðu, þetta er venjulega verðið á rétti dagsins!“ segja þeir og benda ákafir á matseð- Bréf frá Aþenu Eva Pálsdóttir skrifar ilinn. „En fyrir þig... tuttugu prósenta afsláttur af því að það er svo gott veður í dag og þú ert örugglega búin að ganga mikið og verðskuldar góða máltíð. Við gerum besta gríska salatið í allri Aþenu! Ég gef þér glas af víni með matnum. Nei? Gerðu það, einn kaffibolla!" Gjaldeyrisgræðgi Það er því undarlegt og stundum örlítið lýjandi að vera að flækjast hér, í landi sem liggur í vetrardvala hálft árið. En því fylgja einnig sérstök for- réttindi sem felast í því að nú hefur fólkið allan heimsins tíma og flestir eru meira en viljugir til að spjalla. Helsta umræðuefnið er verðlagið, því verðbólgan hér er óskapleg. Það er ekki svo langt síðan ég heyrði talað um hvað hér væri ódýrt að lifa, en Parísarprís- arnir á fjölförnustu stöðum borgarinnar hafa nú þaggað niður í þeim röddum. Hver hef- ur svo sína skoðun á ástæðum þess að verðið æðir upp fyrir öll skynsemismörk. Mæðuleg- ur barþjónn sagði við mig um leið og hann rétti mér kaffiboll- ann: „Mig langar ekkert að rukka þig um 500 drökmur fyr- ir einn kaffibolla, fyrir tíu árum hefði hann ekki kostað nema sextíu.“ Og á meðan hann var í óða önn að útskýra fyrir mér að allt væri þetta Karamanlis að kenna, sem svo hetjulega sveiflaði þjóðinni inn í EB skömmu fyrir lok valdatíma síns (1981), fór sessunautur minn við barinn að ókyrrast í sætinu. Að lokum barði hann í borð og bað mæðulega bar- þjóninn vinsamlegast að fara ekki með þessa vitleysu fram- an í ungar og auðtrúa stúlkur. Öllum ætti að vera ljóst að skaðvaldurinn mikli væri græðgin í erlendan gjaldeyri; allt snerist um að hagnast sem mest á ferðamönnunum. Mengun og mannlíf Víst er borgin jafnskítug og ég hafði búist við og jafnyfirfull af fólki og bílum. Yfir henni liggur alltaf grábrúnt ský sem er til komið vegna olíuhreins- unarstöðva, málmverksmiðja og útblásturs bílaflotans sem er svo stór að ekki er leyfilegt að aka nema annan hvern dag. (Miðað er við númeraplöturn- ar, oddatölur í dag og sléttar á morgun.) Og á hverjum degi streymir fleira fólk inn í borg- ina í leit að tækifærum. Fyrst og fremst frá Albaníu, Tyrk- landi og Búlgaríu en einnig ungt fólk úr sveitunum og frá eyjunum. Það er því engum gefið að fóta sig hér, setið er um öll störf og húsnæði er dýrt og illfáanlegt. En ókostirnir falla í skuggann af því sem meira máli skiptir, fallegu mannlífi. Ekki kemur til greina annað en að bera virðingu fyrir meðfæddri gestrisni fólksins, því ólíkt svo mörgum sem öðr- um fremur hafa þurft að þola átroðning útlendinga (og þá á ég við okkur sjálfumglöðu túr- istana sem áratugum saman höfum herjað á land og þjóð) er viðmót þeirra laust við allan biturleik. Þau hreykja sér ekki í píslarvættishlutverki fátæku þjóðarinnar sem selt hefur sál sína og menningu fyrir peninga úr vasa ferðamannsins, heldur ljóma af heilbrigðu stolti yfir því að allir vilja sækja þau heim. Hér ríkir nokkurs konar menningarleg aristókrasía. Óhjákvæmilega eru höfuð stundum hrist góðlátlega yfir þessum ferðalöngum sem virð- ast alltaf rammvilltir og vita ekkert í sinn haus og hlegið er að barnslegum ákafa þeirra og áhuga fyrir hversdagslegustu hlutum. En framkoma heima- manna er nær undantekningar- laust hlýleg og hjálpsemin fer langt fram úr því sem maður annars getur átt von á í svo stórri borg. Eins og konan í bakaríinu sagði þegar ég spurði hana hvort hún hefði ekki áhyggjur af því að þessi flaumur útlendinga ógnaði menningu hennar: „Ógna hvað? Þið gerið ekki annað en að herða okkur í þeirri trú að okkar menning sé ein sú rík- asta í heimi. Þið hafið enga burði í að ógna okkur. Þið sem flykkist hingað að því er virðist í engum tilgangi eruð, hvort sem þið gerið ykkur grein fyrir því eða ekki, að leita upprun- ans. Gleymið ekki að það var ég sem vaggaði ykkur og gaf ykkur allt sem þið eigið. Hér liggja dýpstu rætur ykkar, kæra Evrópubarn,“ sagði hún hógværlega og ég gekk upp- ljómuð og ný út úr bakaríinu hennar og steingleymdi brauð- inu sem ég var að enda við að kaupa.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.