Helgarpósturinn - 12.12.1996, Page 12

Helgarpósturinn - 12.12.1996, Page 12
FIMMTUDAGUR12. DESEMBER1996 12 http: / / this. is / net Við lifum í dag í vísindaskáldsögu Internetið er miðill ummynd- ana. Það getur virkað eins og auglýsingaskilti, sem sjónvarp, útvarp, jafnvel sími. Þessar ummyndanir úr texta í mynd í hljóð eru ekkert nýtt; sjón- varpið hefur alla tíð gert þetta og með meiri gæðum en Netið getur í dag. Það sem aðskilur Netið frá sjónvarpinu eins og við þekkjum það er gagnvirkn- in. í víðasta skilningi þess orðs er gagnvirkni sú aðferð að veita notandanum vald yfir hvað honum birtist á skjánum, gegnum uppgefna möguleika. Þetta getur verið eins einfalt og listi valmöguleika eða eins flókið og endalausir gangar og hurðir í þrívíddarheimi. Úr tvívíddinni í þrívídd- arheim Hún er orðin löng leiðin frá skrifum Vannevu Bush árið 1945 um margmiðlun yfir í þrí- víddarheima OZ Virtual. Samt er það ekki nema á undanförn- um þremur árum sem mestöll sú þróun hefur átt sér stað. Ekki er lengra síðan en 1. mars í fyrra að staðallinn fyrir VRML 1.0 (Virtual Reality Modelling Language) og menn eins og Mark Pesce, annar höfunda VRML, hættu að þykja loftkast- alasmiðir og í dag, með til- komu VRML 2.0, er Pesci næst- um gömul frétt, en þó ekki al- veg; það sem hann er að tala um í dag gæti orðið (og verður líklega) hversdagslegur veru- leiki morgundagsins. En þróun Netsins úr tvívíðu rými yfir í þrívítt er aðeins angi af stærri þróun. Hvort við köll- um það tölvu með gagnvirku sjónvarpi í gegnum Netið eða gagnvirkt sjónvarp með Netið á rás 8 í stað textavarpsins skiptir ekki höfuðmáli. Það sem skiptir máli er ekki hvað það heitir heldur hvað það er andi eftir tækni sem gerir þetta hagkvæmara, og er þá tilbúin í slaginn. Aðrir, eins og til dæm- is Marc Canter, einn stofnenda MacroMedia, ætlar ekki að bíða eftir einum né neinum, heldur nálgast þetta með uppsetn- ingu þess sem hann kallar MediaBar, einskonar ofvaxins CyberCafé, þar sem fólk getur fengið að upplifa hvað er hand- an við hornið í þessum efnum, og stendur til að opna það fyrsta í janúar (og auðvitað vinnur einn íslendingur að því verki, en ekki hvað)? Og fyrsta GS-stöðin fyrir almenning, Int- eractive Channel frá IT Netw- ork, er von bráðar í boði fyrir kapalsjónvarpsnotendur í Col- orado Springs og fleiri eiga eft- ir að fylgja í kjölfarið. Fólk vill meira innil Það eru því margir vel búnir fyrir brúðkaup Nets og sjónvarps og OZ er í þeim hópi. Almennt er það skoðunin að það verði þeir sem fram- leiða upplýsinga- og skemmti- efni fyrir vefinn í dag sem verði herrar hans á morgun. Nýja- brumið er farið af Netinu og fólk vill meira innihald. Fyrir íslendinga er þetta tækifæri, eins og fyrir alla aðra, en ef við lítum á stöðuna eins og hún er í dag, eru þá ís- lensk fyrirtæki að vinna að þessu, önnur en OZ? Vinna að framleiðslu sem er óháð tungumáli, stað og stund? Það háir þróuninni hér eins og til dæmis í Japan (þeir eru varla ti! á Netinu þrátt fyrir yfir- burðatækni sína) að það er skilningsvana ríkisþurs sem á og rekur lagnakerfið, lífæð Netsins, og það er jafnvel enn dýrara og erfiðara að vera á Netinu þar en hér. Netpósturinn Bragi Halldórsson netfang Netpóstsins er: np@this.is og gerir. Sjónvarpið á Netið eða Netið í sjónvarpið? Menn voru farnir að vinna að gagnvirku sjónvarpi (GS) þar sem þú velur að horfa á það sem þig lystir, þegar þig lystir, löngu áður en Netið varð eins vinsælt og raun ber vitni. Sú þróun hægði nokkuð á sér með tilkomu Netsins en er komin af stað aftur, að miklu leyti fyrir tilstuðlan Netsins. Annars vegar er tæknin til þess að flytja æ meiri gögn eft- ir núverandi línukerfi og hins vegar þjöppun gagna í mikilli þróun, þar sem sístækkandi Netið öskrar á meiri hraða (bandbreidd) og margmiðlun (hljóð og hreyfimyndir sér- staklega). Þessi tækni nýtist öll GS og því bara spurning um hvenær en ekki hvort það nær verulegri útbreiðslu. Það sem tafði þróun GS er sá mikli gagnaflutningur sem því er samfara og því mun þróun gagnaþjöppunar á Netinu nýt- ast því vel. Til dæmis keyrir kapalsjónvarpsstöð í Bret- landi, Meridian Brodcasting, GS núna á megabandbreidd, bíð- Las Orðabók Menningarsjóðs til að skrifa staffófskver „Ég veit að það er auðvitað varla hægt að ætlast til að nokkur trúijaví en það er samt alveg satt. Eg las alla Orðabók Menningarsjóðs, spjaldanna á milli, meðan ég var að skrifa StafakarlanaT Það er Bergljót Arnalds leikkona sem hefur orðið í samtali við Helgar- póstinn og hún getur ekki að sér gert að skella upp úr þegar hún sér svipinn á blaðamanni. Stafakarlarnir eru raunar ekki stafrófskver í venjubund- inni merkingu en engu að síður bók sem er ætluð til að kenna börnum að lesa. Ef til vill má taka svo djúpt í árinni að segja að bókin sé ný aðferð við lestr- arkennslu. Lítil stúlka sem er að læra stafina sofnar yfir stafabókinni sinni. Þá gerast undur og stór- merki. Stafirnir fjúka út úr bók- inni og fara að leika sér í garð- inum. Þeir eiga þó erfitt með að koma sér saman. E vill fara í Eltingaleik, B í Boltaleik en F vili Flagga Fána á Flaggstöng og G vill bara Galdra og Góna. Að lokum komast stafakarlarn- ir að þeirri niðurstöðu að þeir verði að standa saman. Með því að standasaman geti þeir táknað allt sem til er í veröld- inni. Þeir fara því aftur inn í bókina. „Ég skrifaði þessa bók til að kenna syni mínum að lesa. Hann var á fjórða árinu og far- inn að sýna því áhuga að þekkja stafina. Mig langaði til að semja fyrir hann skemmti- legt ævintýri, sem auk þess að hvetja hann til að læra að lesa hefði líka einhvern fallegan boðskap." Sonur Bergljótar er nú reyndar orðinn tíu ára og löngu fluglæs þegar fallega stafaævintýrið hans kemur loksins út á bók. „Þetta er auð- vitað búið að taka langan tíma. Ég var í leiklistarnámi úti í Ed- inborg og það var ekki fyrr en ég kom heim til íslands fyrir tveimur árum sem undirbún- ingur útgáfunnar hófst fyrir al- vöru. Þá fékk ég í lið með með mér Jón Hámund Marinós- son, sem myndskreytti bókina, og sjálf lagði ég á mig þá vinnu að lesa Orðabók Menningar- sjóðs til að fá sem flestar hug- myndir og finna skemmtileg orð sem hægt væri að tengja hverjum staf. Þetta gerði ég bæði vegna þess að mér fannst skipta meg- inmáli að bókin yrði einmitt skemmtileg og reyndar líka vegna þess að sumum stöfum er ekki hægt að tengja mjög mörg orð. Geturðu til dæmis ímyndað þér hversu mörg orð eru nothæf með stafnum É?“ Blaðamaður verður svo togin- leitur í framan að Bergljót fer aftur að hlæja. „Flettu upp í orðabókinni," segir þessi bros- milda, 28 ára leikkona, sem síðustu tvo vetur hefur meðal annars starfað hjá Leikfélagi Akureyrar. Meðal hlutverka hennar þar má nefna Önnu í Karamellukvörninni. Þá vitið þið það, krakkar. Hún Anna í Karamellukvörninni er búin að skrifa bók. Bergljót Arnalds með Stafakarlana sína, sem virðast ætla að seljast vel fyrir þessi jól og eru um þessar mundir í 8.-9. sæti metsölulist- anna. — Netið eins oa viðj)ekkjum paðidager textavarp morg- undagsins ' Er það ekki dæmigert að OZ skuli í dag halda heljarinnar gilli jafnt í efnisheiminum og netheimum í New York, en ekki Reykjavík? Af hverju ekki ís- land? Allir netverjar eiga jú jafnan aðgang að netþjóninum þeirra, eða hvað? Það eiga þeir reyndar ekki, OZ hýsir vef sinn í Bandaríkjunum til þess að geta sinnt sínu starfi. Ef þeir ætluðu að bjóða fólki upp á OZ Virtual frá íslandi þá myndi það einfaldlega ekki virka. Hér þyrftu þeir að borga tífalt meira fyrir þolanlega band- breidd en þeir borga úti fyrir mjög góðan aðgang að Netinu (og þar með aðgang Netsins að þeim). Því miður verða þeir sem ætla að taka þátt í þessari þró- un að flytjast úr landi miðað við núverandi ástand og stefnu ríkisins, sem lætur Póst & síma innheimta fyrir sig upplýs- ingaskattinn. net °LÍF ■ I gær, miö- vikudag, hófst sýningin Fall Int- ernet World í New York. OZ er þar mætt til að kynna sýndarveruleikaflakkarann OZ Virtual, sem er I fremsta flokki slíkra forrita. ■ Töluveröur fjöldi Islendinga viröist vera á leiö út, þó aö sumir starfsmenn OZ hyggi gott til glóö- arinnar og ætli aö sofa hér heima á meöan félagar þeirri kynna vör- una. Liöur í kynningunni og enn umtalaöra en sýningin (aö minnsta kosti á íslandi) er aftur- ámóti partíiö sem OZ ætlar aö halda í kvöld í New York. ■ Þeir sem ekki komast til New York en eiga Pentium-tölvu og eru með 28,8 Nettengingu geta líka veriö meö í veislunni! Ætlunin er aö senda hana út í sýndarheimi þar sem hægt er að mæta á staðinn og fýlgjast meö skemmti- atriöunum í gegnum OZ Virtual. Áform eru einnig uppi um aö senda út hljóðið og þá jafnvel í gegnum dreifikerfi Rásar 2 og út- varpsstööva í NY og einnig í gegnum RealAudio á Netinu. ■ Upplýsingar um þetta og teng- ingar í veisluna er aö finna á sér- stökum vef sem OZ hefur sett upp til aö kynna fjöriö. Rétt er aö hafa í huga aö tímamunur milli ís- lands og New York er fimm tímar og því hefst veislan tveimur tím- um eftir miönætti aöfaranótt föstudags aö íslenskum tíma. ■ Þá hefur heyrst að á næsta ári standi til aö gera sjónvarpsþátt á Noröurlöndunum sem tekinn veröi upp að öllu leyti í OZ Virtu- al. Þátturinn veröur sendur út í Svíþjóö, Danmörku, Noregi og á Netinu, þar sem Netbúar geta tekiö þátt sem persönur í OZ Virtual í upptökusal sem stækkar eftir því sem fjölgar! ■ Þátturinn er enn á teikniborð- inu en líklegt aö efni hans veröi á skemmtanasviöinu, enda viröist þaö vera þaö sem fólk vill sjá. Þaö eru aö sjálfsögöu íslendingar sem standa fyrir þessu, í sam- starfi viö eina stærstu fjölmiöla- keöju Noröurlanda.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.