Helgarpósturinn - 12.12.1996, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 12.12.1996, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR12. DESEMBER1996 bækur Meinleg örlög Brotahöfuð Þórarinn Eldjárn Forlagiö ★★★★ Sautjándualdarmannsins Guð- mundar Andréssonar er minnst fyrir störf á sviði norrænna fræða og rímnakveðskapar og tvær ádeiluritgerðir á Hólabisk- up og Stóradóm. Hann var sett- ur í fangelsM Danmörku og út- lægur ger af íslandi fyrir skrif sín gegn Stóradómi, dómstól sem settur var á fót af dönskum yfir- völdum á 16. öld. Ævi Guð- mundur Andréssonar er við- fangsefnið í sögu Þórarins Eld- jáirns, Brotahöfuð. Saga Guðmundar hefst í Blá- turni árið 1649, árið sem hann er vistaður í fangelsinu. Þar er í fyrstu gerð grein fyrir komunni til Kaupmannahafnar og ömur- legum aðbúnaði í fangelsinu. Síðan víxlast sagan milli hug- renninga í Bláturni og upprifjun- ar á uppvexti og ævidögum heima á Islandi. Guðmundur er kaldhæðinn í byrjun sögunnar er hann lætur hugann reika í fangelsinu sem staðsett er í hall- argarði Danakonungs, orðinn vanur því mótlæti sem lífið hef- ur búið honum: „Þú vildir sigla og hér ertu þá. Loks ertu þá vin- ur hingað kominn í alla þá dýrð er ættsmæð og fátækt meinuðu þér löngum að njóta.“ (bls. 12) Það er ekkert síður vert að minnast Guðmundar Andrés- sonar sem uppreisnarmanns en fræðimanns. Hann var manna fyrstur til að mótmæla Stóra- dómi í rituðu máli, dómstól sem Danir komu á fót á 16. öld. Með honum voru viðurlög við afbrot- um hert til muna og kallaði út- skúfun yfir Guðmund sem og marga aðra, einkum óbreytta al- þýðumenn. Höfundur velur sögunni nafn- ið Brotahöfuð. Það vísar til and- legra hæfileika sögupersónunn- ar sem byrjar ungur að þjálfa hugann. „Eg var mjög þenkjandi barn og braut í vanmætti sífellt höfuð um hlutanna eðli.“ (bls. 21) Þetta orðalag er einnig not- að sem hnjóðsyrði um Guð- mund hjá andstæðingum hans: „Ólempið brotahöfuð var það orðalag sem prófastur Þórður Jónsson í Hítardal um mig við- hafði í mín eyru eitt sinn í vetur leið er fundum okkar saman bar og við Stóradóm dispúteruð- um.“ (bls. 36) Auk þess að byggja á heimild- um um Guðmund Andrésson og bréfum hans birtir höfundur á stundum efni hans sjálfs. Þar má nefna ritgerðina Þekktu sjálfan þig, sem er hér lítið eitt stytt, og flest erindi níðkvæðisins um Guðrúnu á Staðarbakka. Þá birt- ist hér frægasta vísa Guðmund- ar Andréssonar, sem einnig er lýsandi fyrir hlutskipti hans sjáifs: Forlög koma ofan að, örlög kringum sveima, álögin úr ugga stað, ólög vakna heima. Þó verður ekki betur séð en stundum sé ort í orðastað Guð- „Þórarinn Eldjárn hefur ráðist í stórvirki með ritun þessarar sögu. Það verður heldur ekki annað sagt en að uppskeran sé í sam- ræmi við það sem til var sáð. ... Þó ber sagan handbragð höfundar síns þótt lögð sé í munn 17. aldar manninum Guðmundi. Þar koma einkum í hugann orðaleikir, eitt af að- alsmerkjum Þórarins, sem eru á sínum stað. Og ekki þarf að koma á óvart að húm- orinn er alltaf nálægur.“ mundar og má þar tilfæra stór- snjalla níðvísu sem „Guðmund- ur“ yrkir á Hólum um tvo skóla- sveina. Þórarinn Eldjárn hefur ráðist í stórvirki með ritun þessarar sögu. Það verður heldur ekki annað sagt en að uppskeran sé í samræmi við það sem til var sáð. Sautjándualdarstíilinn sem sögunni er valinn heldur sér í gegnum alla söguna og verður hvergi fundið að. Framvinda sögunnar er hröð og skipting sögusviða í nútíð og fortíð gera það í senn að verkum að lesn- ingin verður lífleg og áhugaverð. Fyrr er minnst á aðalpersónuna. Hún á alla samúð og áhuga þess sem les og þess ber líka að geta að helstu persónur aðrar eru trúverðugar og vekja ólíkar til- finningar hjá lesandanum, eftir framkomu þeirra gagnvart sögu- manni. Brotahöfuð er metnaðarfyllri og alvörugefnari en aðrar bækur Þórarins og gildir það einnig um fyrri sögulega skáldsögu hans, Kyrr kjör. Þó ber sagan hand- bragð höfundar síns þótt lögð sé í munn 17. aldar manninum Guðmundi. Þar koma einkum í hugann orðaleikir, eitt af aðals- merkjum Þórarins, sem eru á sínum stað. Og ekki þarf að koma á óvart að húmorinn er alltaf nálægur. Oddgeir Eysteinsson Dreifbýlis- piltur í stórborginin Götustrákur á spariskóm Þóra Kristín Ásgeirsdóttir Skjaldborg ★★1/2 Hér segir af ævintýramannin- um Þorsteini Viggóssyni, al- þýðupilti frá Eskifirði, sem gerð- ist einn stærsti veitingamaður í Kaupmannahöfn á 7. og 8. ára- tugnum. Saga Þorsteins er rakin frá bernsku til dagsins í dag en að vonum er mest dvalið við Kaupmannahafnarárin þegar umsvif hans voru sem mest. Margir muna sjálfsagt eftir næt- urklúbbum Þorsteins, Pussycat og Bonaparte, sem allar stjörnur heimsóttu sem áttu leið um Kaupmannahöfn. Síðan dró Þor- steinn saman seglin og stundar nú veitingarekstur í smærri stíl. Eins og við er að búast hófst starfsferill Þorsteins snemma, hann byrjar bráðungur að vinna í landi og ræður sig 15 ára gamall á togara. Síðan liggur leiðin í far- mennsku á Fossum Eimskipafé- lagsins með flaggskipið Gullfoss sem endastöð. I Kaupmannahöfn stekkur Þorsteinn frá borði og hefur matreiðslunám og þar með eru örlögin ráðin. Þorsteinn er bersögull í frá- sögn sinni og fegrar ekki hlut sinn. Hann er frá upphafi mikill kvennamaður en ekki alltaf jafn- lánsamur í einkalífinu. Þrátt fyrir að vera bindindismaður á tóbak og áfengi drýgði hann jafnan tekjur sínar á smygli og hélt sér jafnvel uppi á því meðan á nám- inu í Kaupmannahöfn stóð. Oft var hann líka óvandur að meðul- um þegar samkeppnin í nætur- klúbbabransanum stóð sem hæst, enda voru viðskiptamenn oft alræmdir skúrkar og glæpa- menn. Dönsk löggæsla fær held- ur ekki háa einkunn hér. Þá er fróðlegt að lesa stutt inn- skot af veitingarekstri í Reykja- vík í millibilsástandi í lífi Þor- steins um 1960. Eftirstríðsárin voru spilltur tími að því er segir hér, sjómenn framfleyttu sér á smygli, leigubílstjórar seldu sprúttið og almenningur drakk fram á nótt. Nýríkar stéttir urðu til og lögðu grunn að ríkidæmi sínu við heildverslun og fleira, pappírar voru falsaðir eftir þörf- um og peningafúlgur hlóðust upp. Höfundur lætur Þorstein sjálf- an hafa orðið í gegnum alla bók- ina að undanskildum síðasta kaflanum þar sem spurningar skrásetjara koma fram í kumpán- legum tóni sem er heldur hjákát- legur. Þar fer höfundur illa að ráði sínu. Kaflinn er algert stíl- brot miðað við það sem á undan er gengið. Hvað sem öðru líður þá er saga Þorsteins áhugaverð og lifandi og gefur góða innsýn í skemmtanabransann fyrir þrem- ur til fjórum áratugum, skemmt- anahald sem heyrir nú sögunni til. Oddgeir Eysteinsson Einnólukk- anskennari Andsælis á auönuhjólinu Helgi Ingólfsson Mál og menning ★★★ Sagan Andsœlis á auðnuhjólinu gerist í samtímanum og segir af íslenskum hversdagshetjum. Innri tími sögunnar er fáeinir dagar um páskaleytið og gerist hún að mestu í Reykjavík, þótt leikurinn berist einnig upp í Borgarfjörð. Aðalpersónan er grunnskólakennari á fimmtugs- aldri, Jóhannes Sveinsson. Nafn- ið er kannski engin tilviljun því maðurinn er listmálari en verður að framfleyta sér með unglinga- kennslu því listin gefur ekki nóg í aðra hönd. Eins og fleiri mætum mönnum verður Jóhannesi hált á því að gera góðverk. í upphafi sögunn- ar er hann á bíl sínum á Keflavík- urveginum á leið i bæinn þegar kona ein forkunnarfögur veifar á hann, með bilaðan bíl í vegar- kantinum. Þessi hversdagslega en jafnframt klassíska byrjun verður upphafið að óvenjulegri reynslu. Andsælis á auðnuhjólinu er reyfari og raunar farsi í bland. Hér er því komin bókmenntateg- und sem er allt of sjaldgæf á ís- lensku. Hér eru þó engir byssu- bófar, heldur treggefna vaxtar- ræktartröllið Grettir, fegurðar- dísin Þórunn, eiginkonan Signý, tannhvassa tengdamamman Ellefsína og dópsalinn Diddi. Þá er ónefndur skólastjórinn Sleifi slaufa, sem snobbar niður fyrir sig og tekur tossann Gumma glæpon fremur trúanlegan en kennarablókina Jóhannes. Hér getur að líta staðlaðar persónu- gerðir í bland sem þjóna raunar hlutverki sínu vel. Því er svo við að bæta að fulltrúar laganna eru einnig í hlutverki aulanna. Frásögnin er hröð og spenn- andi. Sjónarhornið skiptist milli aðalpersóna þar til dregur að lokum og uppgjör á sér stað. Hefðbundin bygging er til staðar, skipting í inngang, meginmál og niðurlag. Persónusköpun er yfirleitt góð. Hún er þó best heppnuð í aðalpersónunni, Jóhannesi. Hann er ekki gerður of mikill auli þótt hann sé seinheppinn og á alla samúð lesandans. Diddi djoint er kómísk týpa og einnig górillan Grettirr. Það er helst að höfundi hætti til að smyrja of þykkt á þegar lýst er tenda- mömmunni Ellefsínu og stöllum hennar. Það lífgar upp á söguna hversu „aktúel" hún er. Sómakær hús- móðir í Breiðholtinu njósnar um nágrannana þangað til Leiðarljós byrjar í sjónvarpinu, skeggrætt er um forsetadrauma Friðar 2000 og ónafngreindur starfsmaður Umferðarstöðvarinnar er með Jörmundar Ingaskegg. Hér er sagt frá venjulegu fólki á íslandi í dag. Á skemmtilegan hátt. Oddgeir Eysteinsson Þættir í þrem- urhlutum Nöfnin á útidyrahurðinni Bragi Ólafsson Bjartur ★★1/2 Bragi Ólafsson hefur getið sér gott orð sem ljóðskáld en nú kveður hann sér hljóðs sem prósahöfundur með bókinni Nöfnin á útidyrahurðinni. Það vandast hins vegar málið þegar á að skilgreina formið nánar. Það er helst að tala megi um smásög- ur en þó eru sumar „sögurnar" svo stuttar að ekki er hægt að tala um sögur, en lengri prósarn- ir hafa þá byggingu að geta kall- ast smásögur. Bókinni er annars skipt í þrjá hluta. Hver hluti hefur að geyma átta eða níu sögur eða þætti, misjafnlega langa, og eru engin efnisleg tengsl á milli þeirra. Eins og vænta má eru lengstu þætt- irnir heildstæðastir, flestir þeirra með klára persónusköpun og skýran efnisþráð. Frásagnaraðferð er ýmist í 1. persónu og 3. persónu og ein lengri sagan, Nafnarnir, er í sendibréfsformi, samanstendur af bréfaskiptum og einu simtali. Titill bókarinnar er einmitt skír- skotun í hana. Lengri sögurnar eru veigamestu þættir bókarinn- ar. Þar má nefna áðurnefnda „sendibréfssögu" og einnig La fete continue, sem er ástarþrí- hyrningur sem hefur dramatísk- an endi. Fyrstu skrefin er dæmi um einn af stuttu þáttunum sem er velheppnaður. Þar er lýst hug- renningum manns í kokkteilboði til álitlegrar konu í partíinu. Bragi Ólafsson er hér ekki á troðnum brautum. Þó er ekki svo að skilja að texti hans sé illlæsi- legur, né efnið tyrfið eða leiðin- legt. Hins vegar er formið þannig að það er erfitt að festa hendur á skáldskap hans. Lengri þættirnir eru allt í einu búnir þegar les- andi er orðinn spenntur og vill fá meira. Það er eins og verið sé að hvekkja hann. Stuttu þættirnir eru sumir hverjir snjallir en skilja oftast lítið eftir. Húmor er áberandi þáttur í stíl Braga og hann notar vísanir haganlega sem stílbragð. Kaldhæðni er ein hliðin á húmornum sem þó er farið mjög hófsamlega með. Það væri gaman að sjá heildstæðara verk eftir Braga Ólafsson, hann mætti alveg leggja í heila skáld- sögu. Hér er vissulega frumlegt verk á ferð en frumleikinn má ekki bera annað ofurliði. Oddgeir Eysteinsson Hvers virði er þetta líf? - saga séra Péturs og Ingu í Laufási Lífskraftur Friörik Erlingsson Vaka-Helgafell ★★★ Þeim fer fækkandi ævi- sögunum og frásögnunum af fólki samtímans en vel er hægt að réttlæta að þessi bók skuli hafa verið skráð; og það sem er enn betra er að bæði segja þau hjón frá. Sjálf hef ég oftast haft gaman af slíkum bókum ef um athyglisverðar persón- ur er að ræða sem eitthvað hafa að segja og eru vel skrifaðar. Þessi bók er ein þeirra. Séra Pétur hefur gengið í gegnum lífsreynslu sem margir hafa vissulega gengið í gegnum en það sem gerir kannski útslagið er að kona hans gengur í gegnum erfið veikindi í ofanálag. Friðrik hefur val- ið að láta þau segja frá til skiptis og oft segja þau frá sama atburðinum hvort frá sínu sjónarhorninu. Það gerir sögu þeirra trú- verðugri og skapar meiri vídd í frásögnina. Þau hafa frá mörgu að segja og ekki get ég annað sagt en að all- an tímann haldi bókin manni við efnið. Friðrik hefur greinilega lagt mikla vinnu í verk sitt og náð mjög góðu sambandi við þau hjón. Og sannarlega er hann stílisti góður. Illa skrifaðar frásagnabækur eru eitt það erfiðasta sem ég les og ég kenni til allan tímann; verður hreinlega illt. En þessi bók er vel skrifuð og vönduð. Það sem kom mér hvað mest á óvart við bókina — eins löng og hún er — var hvað erfitt var að sleppa henni frá sér. Minnstu smáatriði nær Friðrik að gera áhugaverð og skemmtileg. Bæði eru þau Pétur og Inga afar hrein- skilin og einlæg; einlægnin er einmitt ekki síst það sem gerir þessa bók þess virði að lesa hana. Það má líka mikið af henni læra og hún vekur mann til um- hugsunar um hvers virði lífið er og hvað manneskj- an er tilbúin að þola til að njóta þess. Pétur er bar- áttujaxl og Inga sá stólpi sem allir karlmenn gætu öfundað Pétur af að eiga sem eiginkonu. Ekki vegna þess að hún sé einhver undirlægja sem alltaf er til taks; heldur hve þétt hún styður við bakið á manni sínum í erfiðum veikindum og þeirri breytingu sem það á stundum hafði á per- sónuleika mannsins sem hún giftist ung og kynntist sem blíðum og ljúfum dreng. Sem Pétur vissu- lega er trúi ég. Inga og Pétur rekja líf sitt frá barnæsku og fram til síðasta sumars. Þau eru ekki aðeins að tala um sig sjálf heldur koma margir við sögu sem á vegi þeirra hafa orðið í gegnum tíðina. Og þau eru ákaflega um- talsgóð og nærgætin gagn- vart samferðafólki sínu. Ég saknaði hins vegar við- horfa drengjanna til for- eldra sinna; lífsins og líð- anar þeirra almennt. Dótt- irin Heiða Björk er á hinn bóginn enn svo ung að ekki var hægt að búast við að hennar skoðanir væru það mótaðar eða persónu- leiki að höfundur ætti tök á að gera því einhver skil. Vissulega tala þau oft um drengina sína, sem nú eru komnir á þrítugsaldur, en það vantaði eitthvað í myndina sem Friðrik dreg- ur upp af þeim hjónum og fjölskyldunni allri. Ég var ánægð með þessa bók; hafði gaman af henni og finnst hún ákaflega vel skrifuð. Og það er einmitt það sem skiptir hvað mestu máli auk þess að ná góðu sambandi við við- mælendur sína. Friðriki hefur tekist það vel. Bergljót Davíðsdóttir

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.