Helgarpósturinn - 12.12.1996, Blaðsíða 19

Helgarpósturinn - 12.12.1996, Blaðsíða 19
FlMIVmJDAGUR 12. DE5EMBER1996 19 m\ Borgarleikhúsið er ekki áhorfendavænt skrifar Jóhanna Krístjónsdóttir og telur að þar liggi skýringin á bágu gengi Leikfélags Reykjavíkur □ uasKI r ) N líkist meira flugstöd en leikh Við erum þannig gerð að okkur finnst gaman að fara í leikhús. Þá meina ég nákvæm- lega þetta: athöfnin að sækja leikhús og detta inn í galdra- heim þess um stund. Þegar ég var stelpa var ég klædd í mitt fínasta púss ef leikhúsferð stóð fyrir dyrum. Það var sjálfsagt mál að pena sig til og setja slaufu í hárið: maður var nefnilega á leið í leikhúsið. Um síðustu helgi fór ég í Þjóðleikhúsið með sjö ára son- ardóttur minni. Þegar við vor- um sestar hnippti hún í mig og benti til lofts: „Mér finnst alltaf svo gaman að horfa á stuðlabergið. Það er svo fallegt og næstum eins og aivörustuðlaberg." Svo horfðum við andagtugar á stuðlaberg Guðjóns Samú- elssonar og alltaf þegar ég geri það man ég sælukenndina sem greip mig þegar ég kom í Þjóð- leikhúsið í fyrsta skipti, tíu ára gömul, að sjá Nýársnóttina. Mér fannst ég aldrei nokkurn tíma hafa verið í öðru eins æv- intýrahúsi. Þannig finnst mér umgjörð leikhúss eigi að vera. Eins kon- ar ævintýraheimur ekkert síð- ur en það sem fer síðan að ger- ast á sviðinu. Annars er þetta ekki endur- minningapistill í sjálfu sér. En þar sem ég neyddist til að fara í Borgarleikhúsið á dögunum rifjaðist þetta upp. Neyddist til segi ég og meina það í fyllstu alvöru. Nú er verið að leika út „Það er ekki einleikið að ágœtis leikuerk falla hvert um annað þuert íþessu húsi og leikarar huerfa þaðan jafnuel án þess að hafa trygga uinnu annars staðar þótt tugir leikara gangi um atvinnulausir. “ um alla borg en þetta kvöld var uppselt á allar sýningar sem mig langaði að sjá. Nema eina. Það var Svanurinn í Borg- arleikhúsinu. Forvitnileg sýn- ing örugglega hugsaði ég. En stóð mig samt að því að halda áfram að renna yfir síðuna með leikhúsauglýsingum svo ég þyrfti ekki að fara í Borgar- leikhúsið. En allt kom fyrir ekki. Svo ég fór í Borgarleik- húsið. Minntist þess raunar að það er æði langt síðan ég fór á sýn- ingu þar. Og það á við um mjög marga. Því sannleikurinn er sá að starfsemi Leikfélags Reykjavík- ur, þessa eftirlætisleikfélags margra leikhúsgesta, hefur aldrei náð flugi eftir að það flutti í langþráð leikhús í Kringlunni. Hvernig gæti stað- ið á því? Ég held að ástæðan sé ekki sérlega flókin. Maður fær ekki þessa leikhústilfinningu þar, hvorki í kroppinn né sálina. Það má byrja á innganginum í húsið. Það er því líkast að maður sé að paufast inn í skúr- byggingu en ekki leikhús. Og þegar inn kemur er maður ekki staddur í leikhúsi heldur gæti þetta allt eins verið flugstöð. Það vantar ekkert nema búð- irnar. Undirskiiftasöfii- un til stuðnings Seljabókasaftii Nú stendur yfir undirskrifta- söfnun til stuðnings minnsta útibúi Borgarbóka- safnsins, Seljabókasafni, sem stendur til að loka. Foreldrafé- lög Seljaskóla og Öldusels- skóla standa fyrir undirskrifta- söfnuninni, en að sögn Odds Sigurðssonar, eins forsvarsmanna söfnunarinnar, hef- ur gengið vel að safna undirskrift- um, enda íbúar hverfisins engan veginn sælir með að missa bókasafn- ið í burtu. „Bóka- safnið er nánast miðstöð menningar og ef bókasafnið hyrfi þyrftum við að sækja í Gerðuberg eða Bústaðakirkju,“ segir Oddur. „Það er ekki hlaupið að því fyr- ir börn, unglinga og eldra fólk sem hefur ekki bíl til umráða. Bókasafnið er fyrst og fremst ætlað börnum og unglingum sem nýtt hafa sér safnið vel. Um tuttugu þúsund rit voru lánuð út síðastliðið ár og höfðu útlán þá aukist um tíu prósent frá árinu áður. Ég held að það sé vilji okkar allra að ungmenni sæki bókasöfn frek- ar en marga aðra hluti. Við telj- um að bóklestur sé alger and- stæða ofbeldis og yfirgangs og ég geri ráð fyrir að bóklestur sé mjög góð forvörn gegn vara- sömu líferni. Því finnst mér mjög öfug- „Bóklestur unglinga er góð forvörn gegn varasömu líf- emi og því öfugsnúið að loka bókasafni sem mest er notað af börnum og unglingum," segir einn for- svarsmanna undirskrifta- söfnunar til stuðnings Seljabókasafni. hverfinu snúið ef á að loka bóka- safni sem mest er not- að af börnum og ungling- um. Það væri hrapallegt ef svo færi í ljósi þeirrar umræðu sem hefur verið um unglingavanda og vanda í menntamálum í þjóðfélaginu." Astæða lokunarinnar er áætlaður niðurskurður til menningarmála borgarinnar. Niðurskurðurinn er upp á um níu milljónir króna en rúmar sex milljónir kostar að reka Seljabókasafnið. Ekki hefur endanlega verið afráðið að loka safninu, en málið er statt einhvers staðar í kerfinu þessa dagana. Málsvöm mannorösmoröirigja Gunnar Smári Egilsson Dægradvöl ★★ 1/2 Fyrsta skáldsaga höfundar, sem er blaðamaður og kunnur fyrir skrif sín, einkanlega í Helgarpóstinn, sem hann rit- stýrði. Þessi bók líkist ekki neinni venjulegri skáldsögu — ekki heldur „dokúmentarískri“, þótt hún heiti svo í auglýsingu — ekki sem undirrituð kannast við eða þekkir. Hún mætti öllu fremur kallast ritgerðasafn, þar sem tekin eru fyrir alls kyns óskyld efni og engir end- ar knýttir til heildarfrásagnar né tilraun gerð til slíks. Höf- undur fjallar um æsku sína og sitthvað úr lífshlaupinu, störf, stríð og árekstra við eitt og annað, ítem pól- itík, skáldskap og trú að ógleymdum ótal svipmyndum af kunnum einstak- lingum í fortíð og samtíð sem fá bæði umsagn- ir af ýmsum toga og skot, ill sem góð. Réttilega er sagt á baksíðu um þetta rit: „í bókinni ægir saman ljúfsárum bernsku- minningum og eldheitum pred- ikunum, harðri ádeilu og sög- um af bráðskemmtilegu H Á L S V Ö R N MANNORÐSMORÐINCJA ískaldar steinflísar á gólfinu, grái liturinn hvert sem horft er, innréttingar hranalegar og dauðhreinsaðar, kostulegur flugdreki í loftinu. Varla neitt á veggjum nema fáein plaköt og nokkrir þurrblómavendir hanga á snúru eins og illa gerð- ir hlutir. Engir litir, engin hlýja, enginn galdur. Því umhverfi hefur mikil áhrif á mann. Það þýðir ekki að neita því. Þegar við förum í leikhús viljum við hafa það leikhús. Ekki endilega íburð og fínerí en við viljum fá á tilfinn- inguna að við séum I ævintýra- húsi og á leið inn í ævintýrið. Og til að bæta gráu á grátt er bækur fólki...“ Höfundur er skarpur penni og giska fjörlegur, sýnisl fjarska reiður, beiskur og fúll út í margt, en jafnframt háðsk- ur, hnyttinn og afskaplega frjór og hugmyndaríkur. Það er ekki hægt annað en hafa gaman af þessari bók og vænta mikils af næsta riti, því hér vantar ekki hæfileikana til smíða. Þórleif Ólafsson Alla leið hingaö Nína Björk Ámadóttir Iðunn ★★ Nína Björk sendir hér ljóð- kver frá sér sem ekki er unnt að segja að marki sérstök skil á ferli hennar. Bókinni er skipt upp í þrjá hluta eins og fleiri bókum hennar, sem allir eru þó keimlíkir að efni og formi. Fjallað er um ástina c5i 1.530.'i ýmsum hliðum og í margs kyns til- brigðum. Svo eru brot og myndir sótt í atvik, staði, kynni, en allt túlkað og tengt þöndum huga tilvistarspurnar og trúarkennda. Næst- síðasta kvæði bók- arinnar heitir Flug- stöð. Þar er engst og eigrað í ótta og spurt um hvert för sé heitið og hvaðan komið, en vel er um lokin, þau verða að söng, því „Hann með sínu hjartablóði/himin lét mér opn- ekki hringt inn í Borgarleikhús- inu. Þess í stað kemur blæ- brigðalaus rödd af segulbandi og segir okkur hljómlaust að sýning hefjist eftir tíu mínútur. Gjörsovel og ganga um borð. Það er einkennilegt að for- svarsmenn LR skuli ekki hafa smekk og metnað til að gera leikhúsið þannig úr garði að gestum líði vel þar. Og komist í þá stemmningu sem er svo bráðnauðsynleg og skiptir sköpum um hvort leikhúsið lif- ir. Ytri umgjörð er svo illileg að það liggur við borð að setji að manni hroll, svo uppáþrengj- andi fúl að maður hrekkur ósjálfrátt í baklás. Skyldu ekki vera tengsl milli þess hve undarlega dræm að- sókn hefur verið að fjölmörg- um sýningum leikhússins síð- ustu sjö árin? Hvað hefur geng- ið brösuglega að ná þar upp stemmningu. Það er ekki einleikið að ágætis leikverk falla hvert um annað þvert í þessu húsi og leikarar hverfa þaðan jafnvel án þess að hafa trygga vinnu annars staðar þótt tugir leik- ara gangi um atvinnulausir. Enda verður að segjast í hrein- skilni að leikarahópurinn í Borgarieikhúsinu er að verða ansi fátæklegur og hversu góð- ir sem listamennirnir eru getur þessi þunnskipaði hópur ekki haldið uppi öllum sýningum leikársins svo vel sé. Áhorf- endur vilja ekki alltaf sjá sömu leikarana í hverju verkinu af öðru þótt góðir séu. Ég er áreiðanlega ekki ein um það að vilja að umgerðin í leikhúsi sé hlý og alúðleg og spennandi. Það er ekki nauð- synlegt að hafa stuðlaberg í loftinu en leikhús sem bygging á að fylgja leikhúshefð. Hús er ekki bara bygging, það verður að vera þannig úr garði gert að þar leiki lausum hala góðir starfsandar og kátir gleðiand- ar. Og Iíði svo vel að þeir setj- ist um kyrrt. Mér finnst nauðsynlegur þáttur í leikhúsferð að skynja strax ljúfan tilhlökkunartitring og að þessu húsi þykir vænt um gestina sem koma og taka þátt í göidrum þess. Borgar- leikhúsbyggingin verður bara pirruð eða henni er nokk sama. Það getur verið að Borgar- leikhúsbyggingin sé vel hönn- uð og þar sé allt fullkomið, fín tæki og ég veit ekki hvað. En Borgarleikhúsið er ekki áhorf- endavænt. Svo mikið er víst. Það er alvarlegt mál og ætti að verða aðstandendum þess um- hugsunarefni og meira að segja tilefni til að gera eitthvað í málinu. Áður en það endar með því að enginn vill sækja það, hvað sem sýnd eru þar gagnmerk leikverk. Flugstöðvar eru ágætar til síns brúks. En leikhús á ekki að vera eins og flugstöð. Leikhús á að vera eins og leikhús. Ég sný ekki aftur með það. ast sinn“. Síð- asta kvæðið hefur skírskot- un í eina fyrri bóka, bæði að efni og heiti: / grasgarðinum, og undirstrik- ar það sem stendur hjarta hennar næst við ljóðagerð- ina. Nína Björk yrkir fallega, af heitum sefa, heiðarleika og býsna góðri list. Þórieif Ólafsson Gunnar Huseby — lífshlaup af- reksmanns Siguröur Helgason Reykholt ★★ 1/2 Sé miðað við gróskuna í ævi- söguritun í ár- anna rás má undur þykja að enginn skuli hafa tekið sig til og gert ævi- ferli Gunnars Huseby skil að gagni fram til þessa. Kann að vera að ráðið hafi vilji Gunn- ars sjálfs, hann hafi ekki kært sig um slíkt. Allt um það, hér er loks komin lítil bók um stór- an mann, sem varð frægur, landsfrægur og enda vítt um lönd fyrir íþróttaafrek sín, sér í lagi kúluvarpið. Hann var fræknastur þeirra fræknu í glæstum hópi íþróttamanna á „gull- aldarárum" íslenskra frjálsíþrótta á fimmta og sjötta áratugnum, þegar menn unnu Norðurlanda- og Evr- óputitla eins og ekkert væri sjálfsagðara. Gunnar Huseby var hamrammur að afli, kappsfullur og kjarkmikill íþróttamaður, en alla tíð í mikl- um vandræðum með líf sitt vegna óreglu og tapaði þar margri glímu. Sagt er í bókinni af hispursleysi frá þeirri bar- áttu. En síðustu árin sem Gunnar lifði vann hann á ný stóra sigra er hann tókst á við téða erfiðleika og hafði betur og lifði kyrrlátu lífi og til hlés eftir það. Skráning á lífshlaupi þessa afreksmanns var tímabær, þó ekki væri nema til heiðurs þeim manni sem bar hróður íslands víðar flestum.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.