Helgarpósturinn - 05.06.1997, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 05.06.1997, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ1997 9 Úr Faunu, útskriftarbók MR-inga Halldór Jónatansson, forstióri Landsvirki ^ hann vaakur f orðurs iara» ^ lAndhelsiae. varði honn vnokur íorðuo dafa, viða oitrHi un höfia off cart-:t til frnjörr vunn. En nu cr orðin franur aviplítli hano hann oitur bara i T-bekkautt 0£ öl'l nin knnn, k höfðinu okartar onnþá hörið rautt oc aikið, er het judáðlr oínar a <£*i hann forðtttt vann. Saat 003S áöur leg^ot yfir hann lordcnabckarykið leitt er Jsað að vita ub bvq Éjjörvuiec&n Halldór Jónatans- son hefur greinilega alla tíð verið haldinn eins konar vatnsþrá- hyggju. Sem ungur maður sigldi hann um höfin blá og kannski hefur sú lífs- reynsla að velkjast um í óbeisluðum sjónum orðið til þess að hann gerði það að lífsstarfi að hefta vatn í skurði og ión. Teygjubyssan, sem hefur væntanlega nýst honum vel til að skjóta á útlenska veiðiþjófa, nýtist honum enn til að skjóta — helst í kaf — andstæðinga virkj- unarframkvæmda Landsvirkjunar. En hárið rautt og mikið hefur augljóslega lát- ið á sjá í vatnsflaumi áranna! Landhelgina víða sigldi um En nú er orðin fremur sviplítil hans saga, hann situr bara í Y-bekknum og öll sín fræði kann. Á höfðinu skartar ennþá hárið rautt og mikið, er hetjudáðir sfnar á Ægi hann forðum vann. Samt sem áður leggst yfir hann lœrdómsbókarykið, leitt er það að vita um svo gjörvulegan mann. (GKG) lYavotta Stefán Jón Hafstein, ritstjóri DT Hvemig líður eftir aö Hallgrímur Helgason sneri út úr glæsilegu slagorði DT? Besti tími dagsins varö aö stysta tíma dagsins í hans meðförum! Þar aö auki tætir hann blaöiö í sig í grein sinni í DV á þriðjudaginn. Ertu ekki helsærður? „Nei, ég þekki Hallgrím. En nú skilur maður af hverju Hallgrímur sést aldrei utan dyra fyrir hádegi; hann er að lesa minningargrein- ar. Og maður skilur af hverju hann sést aidrei á kaffihúsum bæjar- ins fyrir klukkan fimm. Það er af því að hann er að lesa fréttatil- kynningar í fullri lengd. Nú skilur maður af hverju hann sést bara' í bænum á laugardagskvöldum. Það er vegna þess að sunnudags- Mogginn er ekki kominn heim til hans. Maður sem hefur gaman af Mogganum og viðurkennir það opinberlega er hugrakkur menn- ingarforkólfur." Ailir hafa heyrt um áfeng- is- og eiturlyfjafíkn og viðurkenna hana sem vanda- mál. Vinnufíkla, spilafíkla og kynlífsfíkla höfum við heyrt talað um undanfarin ár en færri hafa heyrt um ástar- fíkla og flóttafíkla og vanda- málin sem þeir eiga við að etja. Vilhelmína Magnús- dóttir hefur kynnt sér ástar- fíkn um árabil og hefur und- anfarið miðlað af þekkingu sinni á fyrirlestrum. En hvað í ósköpunum er ástarfíkill og flóttafíkill? „í sem stystu máli er hægt að segja að ástarfíknin felist í því að leita allra leiða til að ná athygli, umhyggju, ást og nærveru einhverrar persónu sem ástarfíkillinn heillast af og lítur upp til. Af þessu skapast oft mikill darraðar- dans, því hin persónan er oftar en ekki flóttafíkill sem er á stöðugu undanhaldi og flótta þrátt fyrir að geta ekki eða vilja ekki slíta sig laus- an,“ segir Vilhelmína. „Báðir aðilar eiga það síðan sam- merkt að vera á flótta undan sjálfum sér af hræðslu við eigin tilfinningar og líðan. Ástarfíkillinn einbeitir sér ákaft að flóttafíklinum og reynir oft á tíðum á mjög ör- væntingarfullan hátt að ná athygli hans og aðdáun en upplifir oftar en ekki höfnun. Flóttafíkillinn aftur á móti beinir athyglinni stöðugt út á við og er t.d. oft haldinn vinnu- eða áfengisfíkn ofan á allt saman. Hann er stöðugt þjakaður af köfnunartilfinn- ingu og ótta við að einhver valti yfir hann eða særi. Ást- ar- og flóttafíklarnir eru báð- ir fastir í hegðun sem þeir ráða ekkert við. Fíknin eða hegðunarmunstrið hefur tekið öll völd.“ Orsökin oftast á upp- vaxtarárunum En ástarfíkn og flóttafíkn er ekki bara þekkt fyrirbæri í ástarsamböndum heldur einnig milli foreldra og barna eða á milli vina. Vil- helmína segir að raunar sé ástæðuna fyrir ástar- eða flóttafíkn ætíð að finna í upp- vextinum og bernskunni. „Ástarfíklar eiga það sameig- inlegt að hafa upplifað höfn- un og jafnvel ástleysi í upp- vextinum en aftur á móti hef- ur flóttafíkillinn oftast verið notaður sem tilfinningalegur maki foreldris. Ástar- og flóttafíklar hafa því hvorugir alist upp við eðlileg tilfinn- ingasambönd í æsku og því fer sem fer.“ Vilhelmína segir ástarfíkn og flóttafíkn mjög algenga hér á landi. „Enda kannski ekki skrítið, því þjóðfélagið hefur verið sjómannaþjóðfé- lag í gegnum tíðina, foreldr- ar vinna mikið og börn sem alast upp einvörðungu hjá öðru foreldri eru mörg. Aft- ur á móti er þetta mjög við- kvæmt mál og meiningin er alls ekki að skapa einhverja hræðslu líkt og þegar feður þorðu varla að sýna barni sínu ástarhót þegar umræð- an um kynferðislega mis- notkun var sem mest!“ Tólf spora kerfið Vilhelmína, sem þekkir ástarfíkn og flóttafíkn af eig- in raun, segir að fyrsta skref- ið sé auðvitað að átta sig á og viðurkenna vandann. „Síðan tekur við heilmikil vinna og ég bendi flestum á að nýta sér tólf spora kerfið. Öll fíkn fylgir svipuðu ferli og ástarfíknin er t.d. ná- tengd meðvirkni og því þarf einnig að vinna með hana. Þetta gengur líka út á það að við verðum að læra að elska einhvern eins og hann er og ekki reyna að breyta honum til að fullnægja eigin þörfum, iöngunum og jafnvel rang- hugmyndum. Maður verður líka að sætta sig við tilfinn- ingar sínar og ekki flýja alltaf sársaukann heldur taka á honum. Persónulega fékk ég mikla hjálp hjá Fullorðnum bömum vanheilla fjölskyldna sem starfa eftir tólf spora kerfinu og mæli eindregið með því að fólk leiti sér hjálpar hjá þeim.“ Þeim sem hafa áhuga á að vita meira um ástar- og flóttafíkn er bent á að drífa sig um helgina til Akureyrar. Þar heldur Vilhelmína fyrir- lestur í Deiglunni sunnudag- inn 8. júní klukkan 20.00. Pað hefur líklega ekki farið framhjá neinum að stórstjörn- ur eru farnar að venja komur sínar hingað til lands. Seinfeld sjónvarps- stjarna sást um borg og bý nýverið, eins Kryddstúlkan hún Mel og hljómsveitarmeðlimir Fugees og Skunk Anansie sóttu okkur heim. Að ekki sé minnst á Damon Albarn, sem er hér nú hreinlega öllum stundum. En það vita víst færri að John Travolta kem- ur mörgum sinnum á ári til íslands þótt sjaldnast sjáist hann úti á lífinu. Hann flýgur hingað sjálfur á flugvélinni sinni og bregður sér gjarnan út fyrir borgarmörkin. Enginn virðist veita honum minnstu athygli. Það er Maríus Helgason, veitingastjóri á Astró, sem veit allt um komur stjarn- anna, enda líta þær oft inn á veitingastað hans þegar þær koma hér við. Hann segist vita til þess að John Travolta sé einstakiega hrifinn af landi og þjóð. „En það sem einkum laðar hann og lokkar hingað er að geta þvælst um án þess að vera með tug ljósmyndara eða æsta aðdáendur á hælunum. Þó svo einhverjir beri kennsl á hann þá er hann bara látinn í friði. Ég veit að hann hefur mælt sérstaklega með landinu við vini sína í frægari kantinum einmitt af þessum sökum, því vitaskuld hlýtur að vera léttir að losna úr frægðarhamnum stund og stund. T.d. er von á Danny DeVito til landsins fljótlega fyrir orð og lof Travolta.“ Forviða Frakkar Maríus segist ekki hafa neina einhlíta skýringu á þessari fádæma til- litssemi okkar eða hiédrægni við fræga fólkið. „Ég held nú helst að við séum bara of stolt eða kannski of sjálfumglöð til að vera eitthvað að áreita frægt fólk. En þetta er þá að minnsta kosti mjög jákvæð hlið á sjálfumgleði landans. Kannski spilar líka inn í að þar sem við búum í mjög fámennu samfélagi þykir okkur ekkert sérstaklega merkilegt að hitta einhvern frægan landa okkar. Þetta er bara ekki svona sjálfsagt úti í hinum stóra heimi,“ segir Maríus og segir skondna sögu máli sínu til stuðnings. „Einu sinni keyrði ég franska túrista heim að Bessastöðum. Þegar við renndum í hlaðið sáum við hvar Vigdís stóð og spjallaði við iðnaðarmenn sem voru að vinna við húsið. Ég hélt að Frakkarnir myndu varla halda heilsu við þennan atburð. Þeim fannst þetta svo ofboðslega merkilegt að geta bara keyrt upp að forsetas,etrinu, engir vopnaðir líf- verðir og forsetinn úti á hlaði að tala við iðnaðarmenn,“ segir Maríus og hlær að forviða Frökkunum. „Við erum aftur á móti alin upp við að þetta sé eðlilegt og það mótar okkur. Íslendingar eru bara ekki persónudýrk- endur sem betur fer og því ekkert að troðast upp á bláókunnugt fólk þótt frægt sé. Og það er að minnsta kosti ljóst að stjörnurnar kunna að meta það að ekki sé komið fram við þær af neinum undirlægju- hætti heldur fái bara að vera venjulegt fólk, vera þau sjálf en ekki ósnertan- legar hetjur. Ég vona að íslenska þjóðin breytist ekki að þessu leyti,“ segir Mar- íus að lokum.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.